Morgunblaðið - 07.10.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971
þessu gert, siðan Jimmy fékk
arfinn. Ef honum dytti það i
hug, gæti hann gifzt yður, án
þess að Flóra gæti nokkrum
vörnum við komið. Hann pírði
augun á mig í hálfrökkrinu. —
Og hvers vegna sláið þér ekki
til? Það gæti allt gengið ef þér
færuð rétt að. Og Jimmy veður
í peningum.
•— Ég er búin að fá nóg frískt
loft, sagði ég. Afsakið, ég ætla
að fara inn aftur.
— Nei, verið þér nú ekki að
þjóta upp. Bíðið þér andartak.
Ég þarf að spyrja yður um
nokkuð. Þér fóruð til að hitta
hann Melehior, var ekki svo?
Þegar ég sá yður koma út úr hús
inu í Baynesstræti? Hvers
vegna létuð þér mig hræða yð-
ur í burt? Ekki hefði ég neitt
farið að skipta mér aí því. Og
til hvers voruð þér með þessa
byssu? Hvað hafði hann gert af
sér. Kannski forfært yður og
stungið svo af? Ætluðuð þér að
drepa hann?
— Farið þér fjandans tii,
sagði ég ofsalega. — Þetta er
allt saman haugalygi. Ég vissi
ekki einu sinni, að Melehior
Thews ætti þarna heima. Og ef
út í það er farið hvaða erindi
áttuð þér með að hóta honum
öllu illu?
—- Jú jæja, þér voruð þá
þarna? Og hlustuðuð á ailt sam-
an? Hvað voruð þér að gera
með að iiggja á skráargatinu?
Nei, nú verðum við að vinna
saman. Hann reyndi að grípa í
höndina á mér.
— Sleppið mér! æpti ég og
sneri mig af honum, en sjalið lá
eftir i hrúgu á röku gólfinu,
þegar ég hljóp niður stigann,
framhjá vinnustofunni.
Þetta ætlaði að fara að verða
samkvæmi i lagi! Fyrst við Mel
chior og svo Grace og loks
þessi Leonardskepna.
— Hver hefur verið að gera
þig vonda, Liz? spurði Max
Lochte, þegar ég þaut framhjá
honum í ganginum.
Ég var gripinn óstjórnlegri
löngun til að hallast upp að
feitu öxlinni á honum og fara
að grenja. En þess í stað sagði
VÖRÐUR
HVÖT
SPILAKVOLD
HÓTEL SÖGU
Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík
verður í kvöld 7. október að HÓTEL
SÖGU, Súlnasal, klukkan 20.30.
Spiluð félagsvist.
Ávarp: Frú Sigurlaug
Bjarnadóttir,
borgarfulltrúi.
Spilaverðiaun.
Glæsilegur happ-
drættisvinningur.
Dansað til kl. 1.00.
Sigurlaug Bjarnadóttir
Húsið opnað kl. 20.00. Sætamiðar afhentir í
Valhöll við Suðurgötu á venjulegum skrif-
stofutíma. Sími: 15411.
Landsmálafélagið Vörður.
HEIMDALLUR V ÚÐINN
ég: — Ég skal segja þér það, ef
þú segir mér, hvers konar vara
lit þú notar þessa dagana.
Hann roðnaði og strauk á sér
varirnar með vasaklútnum. Þó
aidrei nema hann væri góður,
hver mundi vilja gæla við feita
og sköllótta Max, hugsaði ég.
Hann náði í nýtt glas handa
mér og svo reyndum við að
dansa, en svo kom einhver til
okkar og fékk mér nýtt glas.
Og loks fór ég aftur að leita að
Melchior.
Ég gat hvergi fundið hann.
Hann var ekki við barinn né
heldur í morgunVerðarstoíunni,
né yfirleitt neins staðar. Ég leit
aði hans í hálftíma, áður en ég
þóttist vita, að hann væri far-
inn kannski hafði honum ver
ið vísað á dyr — eftir áflogin
við Jimmy.
Ég var í heidur bágu skapi
og fannst réttast að fara líka.
VI.
Ég var á leiðinni inn í frúar
stofuna að ná í kápuna mina,
þegar ég hitti Whitfield. Sam-
kvæmið var nú loks farið að
hafa sín áhrif á hann. En þrátt
fyrir skakkt hálsbindi, óstöðuga
fætur og úfið hár, var hann
samt sami elskulegi gestgjafinn.
— Hvert ertu að fara, Liz?
Heim? Nei, það geturðu ekki.
Það fer héðan enginn nærri
strax. Klukkan er ekki einu
sinni orðin tvö. . . Og heyrðu
mig. . . hefurðu ekki séð hann
Barry? Ég vil láta hann gefa
„einhenta fla-utarann.“ Það er
alveg sprenghlægilegt. Fyrst
þegar ég heyrði hann. . . nú,
þarna kemur hann. Nei, þú
mátt ekki fara, Liz.
Barry kom neðan af næstu
hæð, þar sem frúarstofan og
svefnherbergin voru. Ég velti
því fyrir mér, hvað orðið hefði
af þeirri Ijósu hans, frá Park
Avenue. Kannski hafði þeim
lent saman? Vissulega hafði
Barry verið að fljúgast á við
einhvern. Andlitið var kafrjótt
og rakt, og hárið allt úfið. Og
það var grimmdarsvipur á and-
litinu.
Whitfield tók undir sig stökk
til hans, greip í jakkahornin
hans og dró hann áleiðis að setu
stofunni. Ég beið þangað til þeir
voru komnir framhjá mér, Whit
field hvetjandi en Barry mald-
andi í móinn, og síðan gekk ég
niður stigann. Ég hafði séð
„þann einhenta“ einu sinni áður
og einu sinni var nóg.
Að undanteknu tifinu í
postulinsklukkunni á arinhiil-
unni var frúarstofan blessunar
lega þögul. Hávaðinn frá hæð-
inni fyrir ofan virtist rétt eins
og einangra hana, eins og í gler
hylki. Það mátti heyra óminn af
ólátunum, en samt vera laus við
þau.
Ég settist i stólinn við snyrti-
borðið hennar Flóru og leit í
spegilinn. Ég ieit hræðilega út.
Hárlokkur hékk niður á annað
eyrað, þar sem ég hafði týnt
hárnál, nefi-5 á mér var rautt og
gljáandi, og vinið, sem Jimmy
haíði skvett á mig var viðbjóðs
legir blettir á hvíta satínkjúln-
um. Og enn var ég orðin óhrein
um hendurnar.
Einhver annar hafði verið
Við skerum pöruna frá
fyrir yður.
Það er yðar hagur.
Btðjið því kaupmann yðat
aðeins um ALI BACON
SfLD&FíSKUR
þarna inni nýlega, tók ég eftir
þegar ég skellti höndunum á
hvítu marmaraskálina. Það lak
niður eftir skálinni og mér
sýndust droparnir vera rauðleit
ir.
Einhver hefur fengið blóð-
nasir, hugsaði ég áhugalaust.
Þegar ég skrúfaði frá, skoluðust
rauðleitu droparnir í hring-
iðu niður úr skálinni. Gesta-
handklæðin hennar Flóru höfðu
haft nóg að gera í kvöld. Ég
valdi mér það þurrasta og
strauk af höndunum á mér i því,
og gekk síðan aftur inn i frúar
stofuna, til þess að laga á mér
hárið.
Það heyrðust fágnaðaróp að
ofan. Whitfield hlaut að nafa
verið að kynna skemmtiatriði
Barrys.
En það var eitthvað framand
legt við stofuna þá arna. Þögn
in virtist allt í einu orðin eitt-
hvað óeðlileg — ekki eins og í
hljóðu, tómu herbergi, heldur
rétt eins og þarna væri fólk að
halda niðri í sér andanum.
'nda þótt spegillinn sýndi, að
þarna væri enginn að baki mér,
þá sneri ég mér við og leit um öxl.
Bkkert. Þarna var ekkert sýni-
legt. En ég var allt i einu búin
að fá gæsahúð. Mig langaði
mest til að standa uppi á stól
og verjast einhverri hendi, sem
gripi um öklann á mér, og mig
langaði lika að taka til fótanna,
en ég gat mig ekki hreyft, og
mig langaði til að öskra upp,
en röddin sat föst í hálsinum
á mér.
Þarna var líka einhver lykt.
Undir bylgjunum af ilmvötnun
um hennar Flóru, leyndist hún
og barst að nösum mér. Hún
kom kunnuglega fyrir, en ég gat
samt ekki áttað mig á henni. Ég
vissi bara það eitt, að hún var
viðbjóðsleg og ógnvekjandi, svo
að það setti að mér klígju og
! máttleysi.
Herbergið var óhuganlega þög
ult. Jafnvel tifið í litlu kiukk-
unni var hálfkæft, rétt eins og
það viidi ekki láta á sér bera.
Ég varð að komast héðan burt
— og það strax. Eftir eina mín
útu yrði það um seinan. Ég reis
máttleysislega upp frá snyrti-
borðinu og reyndi að flýta mér
í skápinn eftir kápunni minni.
Það var rétt eins og dökka gólif
ábreiðan væri tjara, sem héldi
fótunum á mér föstum.
Ég sneri lásnum. Hurðin fór
upp, rétt eins og henni væri ýtt
innan frá.
Melchior Thews kom út úr
skápnum. Hann leit á mig og
hann var brosandi. En gler-
kenndu augun sáu mig ekki og
brosið var ekiki annað en af-
myndun, sem dró varirnar frá
tönnunum. Neðan frá hnjám
hreyfðist hann í áttina til mín
og höfuðið dinglaði á skornum
hálsinum.
Þegar hann lenti á gólfinu við
frotur mér, hvein í honum.
Og stór glerskál seig hægt of-
an á mig.
Þetta var eklki raunverulegt.
Ekkert af því, sem gerðist
nrostu siö dagana var raunveru
legt. Ég komst gegnum þessa
da<*a og stundum með fullu viti,
eins og það er víst kallað. En
annars var rétt eins og glerið í
bessari skál vrori milli mín og
hess, sem var að gerast.
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl.
Reyndu að fylmiast betur með fjármálabi-alli. og fá s'óð ráð.
Nautið, 20. apríl — 20. niaí.
I»ú ert ekki jafnfsetis jafningjum liíuum í dag'.
Tvibiirarnir, 21. maí — 20. júnl.
Nú kemur eitthvað nýtt upp á teniiigiiin, en segðu sem minnst.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí.
Fóik af hinu kyiiiuu reynir að eg'na þig upp.
Ljónið, 23. júli — 22. ágúst.
Keyndu að liu&sa aðeins um sjálfan 1»íu ng skyldulið |>itt.
Meyjar, 23. ágúst — 22. september.
l»ú færð tækifæri tii að líta fólk I nýju ljósi.
Vogin, 23. september — 22. október.
Kitthvað sem fólk gloprar út úr sér leiðir til orðasennu.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Skoðanabræður þínir flykkjast að.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
f»ú skait endurskoða og meta ástandið.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Skynsemin lilýtur að lijóða þér að vinsa úr það sem nýtilegt er,
þótt þú sért eóðiijartaður.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
Reyndu að taka til handagagrns það, sem á lausu lirotur.
Fiskarnir, 19. febrúar — 20. marz.
f»rátt fyrir eig:iii vandræði, skaitu lessja fólki lið, sem erfitt á.
J*rátt fyrir eigfiii vandræði, skaltu legirja