Morgunblaðið - 07.10.1971, Blaðsíða 14
MORGUNBL.AÐŒ), FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971
Prestur og safnaðarfólk i Bústaðasókn við likanið af kirkju byggingunni, sem bráðlega verð-
ur tekin í notkun að hluta. (Ljósm. Mbl.: Sv. Þorm.)
Bústaðakirkja vígð
28. nóvember
Bygging hennar hef ur staðið í 4y2 ár
Kostnaður orðinn um 20 millj. kr.
BYGGING Bústaðakirkju er nú
komin á lokastigið og er stefnt að
því að vígsla hennar verði 28.
nórvtember nk. Hefur bygging,
hennar þá staðið í um 4 \\ ár, frá
því að fyrsta skóflustungan var
tekin. Er áætlað, að nú sé kostn
aður við kirkjubygginguna kom
inn upp í um 20 milljónir króna,
en ennþá er margt ógert, einkum
i sambandi við safnaðarheimilið,
sem er áfast kirkjuskipinu. Til
helgihalds og almennrar prests-
þjónustu í þessari kirkju munu
sækja ibúar í Bústaða-, Smá-
íbúða-, Fossvogs- og Breiðholts-
hverfi.
* Þetta kom fram á blaðamanna-
fundi, sem sóknarpresturinn, séra
Ólafur Skúlason, og forustumenn
í söfnuði Bústaðasóknar efndu
tH í kirkjubyggingunni i gær.
Sagði séra Ólafur, að tími hefði
yerið kominn til fyrir söfnuðinn
að eignast þak yfir höfuðið, ef
svo mætti að orði komast, þar
sem söfnuðurinn væri hartnær
tuttugu ára gamall, stofnaður
1952. Upphaflega var um að ræða
eitt prestakall með tveimur sókn
um, Kópavogs- og Bústaðaisókn,
og þjónaði séra Gunnar Árnason
þvl frá upphafi. Árið 1964 var
prestakallinu skápt með lögum
I þrjú prestaköll: Kópavogs-, Bú
staða- og Grensásprestakall. —
Séra Ólafur Skúlason hefur þjón
að Bústaðaprestakalli frá 1. jan
úar 1964. Fljótlega eftir skipting
una fór söfnuðurinn að huga að
byggingu kirkju fyrir helgihald
og almenna þjónustu og 7. maí
1966 var fyrsta skóflustungan
tekin.
I
SÖFNUNARFÉ
Þá sagði séra Ólafur, að fram
að síðasttiðnu sumri hefði aldrei
verið unnið við kirkjubygginguna
nema fyrir fé frá söfnuðinum.
Hefði það fé safnazt á ýmsan
hátt: Til byggingarinnar hefði
verið varið öllum afgangi af sókn
argjöldum og safnaðarfélögin
þrjú hefðu safnað miklu fé, sér-
ataklega þó Kvenfélagið og
Bræðrafélagið, sem hefðu lagt
fram til byggingarinnar um eina
miHjón króna hvort félag, en
Æskulýðsfélagið minna. Þá hefðu
ýmis heimili í sókninni heitið
mánaðarlegum framlögum til
kirkjunnar, frá 100 til 500 króna
og einstaklingar hefðu gefið
stærri upphæðir. En að auki hefði
framlag úr Kirkjubyggingarsjóði
Rvíkur verið um 250 þús. kr. á
ári, nema síðasta ár, þá hefði það
Vverið um 500 þúsund krónur. Þá
jmiwntist séra Ólafur á þann mi3
skilning, sem víða ríkti, að ríkið
byggði kirkjur. Þetta væri ekki
rétt, þvi að ríkið verði nú um
tveimur milljónum króna árlega
til nýbygginga og viðhalds kirkna
á öllu landinu og þessi fjárhæð
dygði skammt. Þó hefði Bústaða
kirkja fengið lán af þessu fé með
hagstæðum kjörum, en það væri
aðeins lán, ekki óendurkræft
framlag.
ÖLLL BYGGINGIN STEYPT
Ottó A. Michelsen, formaður
bygginganefndiar, sagði, að frá
upphafi hefði verið reynt að hafa
allan söfnuðinn með við allar á-
kvarðanir. Þannig hefði verið á
sínum tíma ákveðið að steypa alia
bygginguna í einu, en láta ekki
einhvem hluta hennar bíða seinni
tima. Það hefði nú komið í ljós,
að þetta hefði verið ákaflega far-
sæl og rétt ákvörðun, þar sem all
ur byggingakostnaður hefði stór
aukizt á síðustu árum. Nú væri
svo komið, að býggingin væri öll
tilbúin, nema hvað enn vantaði
innréttingar í hluta af safnaðar-
heimilinu. Það, sem nú væri tek
ið í notkun, væri kirkjuskipið,
forkirkjan og hluti atf safnaðar-
heimilinu. Byggingarsögu kirkj-
unnar má skipta í fimm áfanga,
sagði Ottó. í fyrsta áfanga var
steyptur grunnur og hluti af
kjallara, í öðrum áfanga var safn
aðarheimilið steypt upp, í þriðja
áfanga var kirkjuskipið steypt
upp og í fjórða áfanga, á síðasta
ári, var kirkjan glerjuð, bygging
in öll múrhúðuð að utan og lögð
hitailögn í kirkjuna og hluta af
safnaðarheimilinu. Þá ákvað söfn
uðurinn að fullgera sem fyrst
sjálfa kirkjuna og bráðabirgða-
aðstöðu fyrir prest og félagsstarf
semina. Var þetta mikil höfuð-
nauðsyn, þar sem sóknin hafði
þrefaldazt að stærð og starfsað
staða prestsins við að halda uppi
eðlilegu safnaðarstarfi og kirkju
lífi var mjög erfio.
KOSTNAÐUR UM
20 MILLJÓNIR
Markmið okkar, sagði Ottó, var
að reisa trausta og einfalda bygig-
ingu án iburðar. Var leitað til
embættis Húsameistara ríkisins
um teikningar. Húsameistari fól
arkitektinum Helga Hj álmars-
syni aðalframkvæmd verksins, í
nafni embættisins. Bygginga-
meistari var valinn Davíð Kr.
Jensson, en hann er einnig for-
maður Bræðrafélagsins. Hefur
verið leitazt við að fá fagfólk,
sem hefur búsetu í sókninni. —
Byggingin öll er um 6200 rúm-
metrar, en sá hluti, sem nú verð
ur tekinn í notkun, er um 500
fermetrar eða um 2600 rúmmetr
ar. Gólfflötur kjallara er um 640
fermetrar, en hæðin með söng-
lofti er um 1040 fermetrar. Mesta
lofthæð er 12,5 metrar, en í
kirkjuskipi um 9 metrar. Ekki
liggja fyrir nákvæmar tölur um
kostnað, en hann mun nú vera
um 18 milljónir króna og stólar
I kirkjuskipið munu kosta um 2
milljónir króna.
ÓVENJULEG LÖGUN
Síðan gekk séra Ólafur með
blaðamönnum og sýndi þeim
kirkjuna. Kirkjuskipið er að lög-
un frábrugðið því, sem táðkast
hefur I kirkjum, að hafa kirkju-
skipið langt og mjótt, því að það
er frekar stutt og breitt. Þegar
kirkjugestir ganga inn, virðist
það sem opinn faðmur. Sagði
sr. Ólafur, að gólfflötur þess væri
i laginu sem fiskur, en fiskur
hefði til forna verið helgitákn
kirkjunnar á undan krossinum.
Þá væri kirkjan sjálf í löigun svip
uð örk, en örkin hefði verið
upphatflegt tákn hins kristilega
safnaðar. Þannig væri þessi
kirkja ekki sízt tengd hinu elzta
í sögu kristinnar kirkju, jafn-
framt því, sem hún væri mjög
nýtízkuleg að lögun. Altari,
prédikunarstóll og skírnarfontur
eru steinsteypt og öll á einhvern
hátt nýstárleg og sérstæð. Pré-
dikunarstóllinn skagar fram í
kirkjuskipið og er ekki upphækk
aður, þannig að presturinn talar
fremur við kirkjugesti en yfir
þeim. Altarið er óvenjulega stað-
sett, þannig að presturinn getur
einnlg staðið bak við það og snú-
ið að söfnuðinum, þegar hann
þjónar fyrir altari. Er þetta ný-
mæli í íslenzkri kirkju. Skímar-
fonturinn er með rennandi
vatni og er það í stöðugri hring-
rás. Engin eiginleg altaristafla
verður, þar sem stórir gluggar
eru á bak við altarið. Er ætlun-
in, að í þá verði síðar sett litað
gler og þannig gerð altaris-
tafla. Pípuorgel kirkjunnar hef-
ur verið í Rétitarholtsskóia, þar
sem guðsþjónustur hatfa verið
haldnar, en innan skamms koma
til landsins þýzkir sérfræðingar,
sem munu sjá um flutning þess
á milli húsa og uppsetningu og
stiilingu þess i kirkjunni. Kostn-
aður við þetta eitt mun nema
um 120 þúsund kr.
F J A RÖFLUN ARH ATlÐ
Einn af föstum fjáröflunar-
þáttum til kirkjubyggingar hef-
ur verið skemmtanahald á Hótel
Sögu. Verður fjórða fjáröfl-
unarhátíðin haldin þar um
næstu helgi og verður hún tví-
þætt. Fjölskylduskemmtun verð-
ur kl. 3 og verða þar m.a. til
skemmtunar tízkusýniing barna
og danssýning barna. Einnig
gefst börnum á skemmtuninni
tækifæri til að stága dans undir
stjóm danskennara. Kaffi og
kökur verða á boðstólum og
munu safnaðarkonur að einu og
öllu leyti sjá um að baka kök-
umar og hiita kaffið. Um kvöld-
ið verður svo önnur skemmtun
og þá verða m.a. tizkusýning
með þátttöku kvenfélagskvenna
og sýninganstúlikna úr Módel-
saimtökunuim, Magnús Jöns&on,
óperuöngvari, syngur, Jörundur
fér með eftirhermur og Henný
og öm sýna dans. Skemmti-
kratftamiir gefa sina vinnu að
mestu leyti og eins og áður seg-
ir rennur allur ágóði til kirkju-
bygginarinnar.
Hikið horfið
af Petrosjan
Tefldi af hörku og sóknar-
hug í annarri skákioui
Buenos Aires, 6. október. endur mega ekki koma meira
AP. en 20 mínútum of seint. Þá er
TAFLMENNSKA Tigran skákin dæmd af þeim.
Petrosjans í annarri skák ein- Önnur skák einvígisins fer
vigisins við Bobby Fischervar hér á eftir:
mjög ólík tafimennsku hans Hvítt Tigran Petrosjam
í fyrstu skákinni. Nú ein- Svart Hobby Fischer
kenndist stíll Petrosjania af 1. d4, Rf6
hörku og sóknarhug. Fischer 2. c4, g6
sem hafði svart, beitti Grún- 3. Kc3, d5
feldsvörn, sem hann beitir oft (einkennisleikur Grunfelds-
og þekkir gjörla. Valdi hann varnarinmiar)‘.
mjög hvasst afbrigði og fórn- 4. Bf4, Bg7
aði tveimur peðum í því skyni 5. e3, cS
að ná forskoti í liðskipan. 6. dxc, DtS
Hann vann síðan bæði peðin 7. Hcl, Re4
aftur, en varð samtímis að 8. cxd, RxR
sæta því, að kóngsvængur 9. Dd2, Dxa2
hanis varð mjög veikur og 10. bxR, Da4
hann náði ekki að hrókera. 11. Bc4, Rd7
Petrosjan tefldi af hörku til 12. Re2, Re5
þess að færa sér í nyt mögu- 13. Ba2, Bf5
leika stöðunnar og andstætt 14. BxR. BxB
fyrstu skákinni tók hann ekki 15. Rd4, DxcS
boði Fischers um drottningar- 16. RxB, gxR
uppskipti, en hóf þess í stað 17. 0-0, Da5
mikla sókn á kóngsvæng. 18. Bc2, f5
Petrosjan fórnaði siíðan 19. c4, fxe
hrók fyrir biskup í því skyni 20. c5, Dd2
að geta leikið áfram peðum 21. Dali, Kf8
sínum á miðborðinu. Þar varð f næstu leikjum verður
Fischer að horfast í augu við skákin mjög flókin. Petrosjan
þá hættu, að Petrosjan kæmi reynir að opna línur til áráa-
sér upp drottningu og þegar ar á svarta kónginn. Svo virð
Petrosjan hélt samtímis ist sem Fischer hefði í næsta
áfram ákafri kóngssókn, fór leik getað leikið e2, en það
að halla undan fæti fyrir hefði þó leitt til taps.
Fischer og loks var staða hans 22. Hc-dl, De2
orðin vonlaus. 23. d6, Dh5
Einvígið stendur nú á jöfnu, 24. 14, e2
þar sem báðir keppendur hafa 25. fxB, exHd
hlotið einn vinning hvor út úr 26. HxDd, Dxe5
tveimur skákum. Þriðja skák- 27 Hfl, (6
in verður væntanliega tefld á 28. Db3, Kg7
morgun (fimmtudag) og hefsit 29. Df7f, Kh6
kl. 19 (ísl. tími). Til þesa að 30 dxe, 15
vinna sigur í einvíginu þarf 31. Hxf, Dd4J,
annar hvor keppandinn að fá 32. Khl og Fischer gafst
6 Vz vinning, en í einvíginu upp.
verða tefldar 12 skákir.
Leikhúsið í Buenos Aires,
þar sem einvígið fer fram, var
í annarri jafnt sem í fyrstu
skákinni fullskipað áhorfend-
um og margir, sem ekki náðu
að fá sæti þar, fylgdust með
skákinni á borðum, sem kom-
ið hatfði verið upp I anddyri
leikhússins.
Fisoher mætti sjö mínútum
of seint til leiks, en Petrosjan
tefldi engu að síður upphafs-
leik sínum á tilsettum tíma og
setti klukkuna af stað. Kepp-
FRETTIR
í $tuttumáli
LÆKNI VANTAR
f ÓLAFSFIRÐI
Héraðslæknisembættið í Ól-
afsfjarðarhéraði er laust til
umisóknar. Umsóknarfrestur er
til 22. október og eimbættið
veitist frá 1. nóvemlber nk.
ÞYTUR GJALDÞROTA
í nýjasta hefti Lögbirtinga-
blaðsins segir, að með úrskurði
uppkveðnum 26. febrúar sl.
Stöðumynd
hafi bú flugskólans Þyta ver-
ið tekið til skiptameðferðar
sem gjaldþrota.
NÝR LEKTOR
Mennitamálaráðuneytið hef-
ur sett Pál Skúlason, lic.-etv
philosophie, lektor við heim-
spekideild Háskóla fslands um
eins árs skeiS frá 15. septem-
ber sl. að telja.
RÆÐISMAÐUR
f BOMBAY
íslaind hefur nú ræðísmann
í Bomibay í Indlaindi, en 10.
ágúst sl. var D. H. Hirlekar
skipaður sem slikur.
NÝ FORSTÖÐUKONA
Kristín Ottesen hefur verið
ráðin forstöðulbona Mæðira-
heiimilis Reykj avík u rbo rgar
við Sólvallagötu, en stairfið
hafði verið auglýst laust, eftir
að Halla Bachimiann, fynsta
forstöðuikona heimilisinis, sagði
því starfi lausu.