Morgunblaðið - 07.10.1971, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 07.10.1971, Blaðsíða 32
FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971 „Eitt er samvinna og annað sameining“ Viðræðufundir Loftleiða og F. FORRÁÐAMENN flugfélaganna Eoftleiða og Flugfélags fslands hafa haldið með sér tvo fnncíi ©g rætt stöðu félaganna i ljósi mikins Norðuriandaflugs Eoft- leiða. „Þessir fundir voru ákaf- lega óformlegir,“ sagði Örn Ó. Johnson, forstjóri F.f., við Morg iinbiaðið, „og enn er of snemmt að spá í hvaða átt viðræðurnar þróast,“ Þá hyggst samgöngu- máiaráðherra halda fimdi með forráðamönnum flugfélaganna til að kanna, hvort grundvöllur sé að einhverju samstarfi fliigfélag milli anna á Norðiirlandafliigleiðum þeinra. örn Ó. Johnson, forstjóri F.I., sagði það sína skoðun, að þróun- in yrði óhugsandi önnur en að flugfélögin sameinuðust í fram- tlðinni, en hvenær það yrði, væri ómögulegt að segja um nú. „En þetta er tímaspursmál fyrst og fremst." Sigurður A. Magnússon, blaða- fulltrúi Loftieiða, sagði: „Sam- vinna miUi flugfélaganna tveggja nú er mjög æskiieg og yrði án efa báðum ábatasöm. En eitt er samvinna og annað sameining." JMtttttutltfftfrföf Nýr skóli í Reykjavík NÝI barnaskólinn í Fossvogi verður tekinn í notkun á laugar- daginn, en þar verða í skóla 6—-8 ára börn úr hverfinu. Nýr skólastjóri hefur verið settur við skóiann, Kári Arnórs- son, sem undanfarin ár hefur ver 5ð skólastjóri á Húsavík, og er hann að koma suður til að taka við skóianum. Nýi bamaskóiinn stendur við Haðaiand og hefur verið ákveðið að malbika götuna vegna skól- ans. Er aðeins beðið eftir, að þungaumferð um hana vegna byggingarframkvæmdanna ljúki. Jóhann Hafstein flytur ræðu sína i gærkvöldi. I gær var tolierað við Mennta skóiann í Reykjavík. Gömlum nemenda varð að orði „nú er önn- ur öidin“. Sjá fleiri myndir og frásögn á bls. 3. Ljósm. Sv. Þorm. Mikið af ýsuseiðum í rækjutroll við Eldey Tilraunir gerðar með breyting- ar á rækjutrollunum RÆKJUS.JÓMENN við Eldey hafa undanfarnar vikur fengið mikið magn af ýsuseiðum i rækjiitrollið. Guðni Þorsteinsson fiskifræðingur, sagði Morgun- blaðinu, að Hafrannsóknastofn- unin hefði kannað þetta mál og væri nú ætlunin að íireyta rækjutrolliinuiri til þess að þau tækju minna af seiðum en nú er. Sagði Guðni, að vel liti út með, að það mætti takast, þannt' ig að ónauðsynlegt reyndist að takmarka rækjuveiðar við Eld ey á einhvern hátt. Guðni sagði, að ýsuseiðanna hefði ekki orðið vart í rækju troliunum fyrr en íyrir þremur vikum, en síðan hefði magn þeirra farið ört vaxandi. Heíðu rækjusjómenn sagt sögur af miklu seiðamagni og sagði Guðni, að sjómennimir væru áhugasamir um tilraunimar til trollbreytinganna, þar sem þær Varnarmálin eru órofa tengd samstarfi vestrænna lýðræðisríkja IJr ræðu Jóhanns Hafsteins í gærkvöldi I GÆRKVÖLDI flutti Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðis- flokksins, ræðu á sameiginleg- um fundi Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík. Nefndi hann ræðuna: Veik og ráðviUt ríkisstjórn á Is- landi. Fundarstjóri var Sveinn Bjömsson, en fundarritari Magnús Jóhannsson. Hér fer á eftir útdráttur úr þeim köflum í ræðu Jóhanns Hafsteins, þar sem hann fjailaði nm varnar- og landhelgismál. SEKUR UM SÖMU AFGEÖPIN í upphafi ræðu sinnar sagði Jöhann Hafstein m.a.: Ríkis- Etjórnin heíur gert sig seka um að fara gáleysislega með alvar- legustu máiefni þjóðarinnar, varnarmálin, sem eru órofa tengd samstarfi vestrænna lýð- ræðisríkja til þess að tryggja sjálfstæði og frelsi einstaklinga og þjóða gegn ofbeldi og kúg- un. Framsóknarflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn gerðu sig seka um sömu afglöp 1956 við mynd- un vinstri stjómar. Alþýðuflokk- urinn lærði af reynslunni. Fram sóknarflokkurinn gerir sig enn sekan um sömu afglöpin, en þau eru nú verri en hin fyrri afglöp, þvi að nú ætti honum að vera fylliiega ijóst, hvað hann er að gera. En því miður er það svo, að þegar forráðamönnum Fram- sóknarflokksins finnst öilu skipta að komast til vaida eða auk- inna áhrifa, þá virðast þeir blygðunarlaust geta gert sig seka um að vanmeta a.m.k. í orði dýrmætustu hugsjónir is- lenzku þjóðarinnar: frelsi og sjálfstæði á grundvelli samstarfs vestrænna lýðræðisþjóða. Þetta getur ekki skilizt á annan veg en þann, að Framsóknarflokkur- inn ætli sér engu að fórna á borði, enda þótt svo virðist nú í orði. Með öðrum orðum: Enda þótt Framsóknarflokkurinn leiði kommúnista nú, eins og 1956, til valda í ríkisstjórn á þvi hjartans máli þeirra, að bandarískt vam- arlið hverfi úr landi, þá séu þeir íyrirfram ráðnir í að hafa að Framhald á bls. 21. gætu stuðlað að óbreyttum rækjuveiðum við Eldey. Ætlunin er að hafa trollin stórriðnari að neðan og útbúa þau þannig, að þau fiski ekki fast við botninn, en það er ein- mitt þar, sem ýsuseiðin halda sig, meðan rækjan veiðist ofar i sjónum. Sagði Guðni, að ætl- unin væri að fara i fyrstu til- raunaferðina í dag. Heyrnleysingjaskólinn: Byggir fjögur heimavistarhús Heyrnleysingjaskólinn mun í haust hefja byggingu á fjórum htísum á ióð skóians við Reykja- nesbraut, og eiga þau að vera tilbúin haustið 1972. Munu þá allir þeir nemendur, sem búa i heimavist, flytja þangað. Hugmyndin er að koma nem- endum fyrir í litílum húsum, 8—10 bömum í hverju, þannig að þau Mkist sem mest heimili, að því er Brandur Jónsson, skólastjóri, tjáði Mbl. Verða þrjú húisin þannig heimili fyrir sikóla- bömdn í nánd við skólahúsið, og em þau 213 fermetrar að stærð. En í fjórða húsinu verður hús- varðaríbúð og mötuneyti íyrir ailan hópinn. Aðstaða verður þó í hverju húsi fyrir morgunmat og íkvöldhressingu. Er keppt að því að húsin verði tilbúin næsta haust, og að þá verði hægt að segja upp hús- Heilir í höfn ,ÞAÐ var Ijúft að vakna klukk- an þrjú í nótt og frétta, að bát- urinn væri kominn fram og ailt í lagi,“ sagði Hannes Hafstein hjá Slysavamafélaginu, en S.V. F.l. hafði ráðgert mikla leit í gærmorgun að vélbátnum Rán RE 362, þar sem ekkert fréttist til bátsins við eftárgrennslan I gær. Klukkan þrjú í fyrrinótt kom Rán svo til Reykjavíkur og hafði tafizt á leiðinni vegna veð- urs. Um borð var ailt í lagi. næðinu í Stakkholti, þar sem heimavistin er nú í gamila skóla- húsinu. En það hús keypti Ilampiðjan. Bruna- stigar utan á gömlu húsin BYGGINGANEFND Reykja- víkur hefur samþykkt að heimila, að brunastigar úr jámi verði settir á þrjú skóia- hús í borginni; Húsmæðra- skóla Reykjavíkur, Lindar- götuskólann og Menntaskól- ann við Tjörnina. Einar Ey- fells, forstöðumaður eldvama- eftirlitsins, sagði Morgunbiað- inu, að brunastigar utan á eldri hús væru gamalt bar- áttumál eldvamaeftirlitsins, en þeir hefðu sætt mótstöðu vegna þess, að þeir þættu lít- III útlitsauki fyrir húsin. Einar sagði, að brunastigar utan á húsium væru hálltfgert neyðarúrræði, sem grípa yrði tiQ, þegar um eldri hús væri að ræðau Samkvæmt lögum sikulu vera tveir sjálfstæðir útgangar á hverju því húsí,1 sem 1 fer fram skólahaid eða samkomuhaM. oooo Lágfreyðandi ffiíáni oxan JAFNGOTTÍ ALLAN ÞVOTT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.