Morgunblaðið - 07.10.1971, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 7. OKTÓBER 1971
Finnskur sálmasöngflokkur í heimsókn:
„Vaxandi áhugi á kristinni trú með-
al ungs fólks á Norðurlöndum
sagöi fararstjóri hópsins,
séra Torsten Josephson
undan hjá þessari stúdenta-
hreyfingu.
— Við höldum árlega kristi
legt norrænt stúdentamót, og
var það síðasta haldið í Viborg
í Danmörku í sumar. Fram-
undan er svo mót í Uppsölum
í Svíþjóð á næsta sumri, og
þess má geta, að þar verður
íslendingur, séra Jónas Gísla-
son, meðal helztu ræðumanna,
en íslendingar hafa ekki
starfað í þessari hreyfingu um
árabil. Reyndar hafa nokkrir
íslendingar sótt þessi sam-
norrænu mót, t.d. sóttu 9 Is-
lendingar mótið í Viborg í
sumar.
Ástæðan fyrir því, að ís-
lendingar hafa ekki tekið
virkari þátt í starfinu, er vafa
Torsten Josephson
HÉR á landi er nú staddur á
vegum Kristilegs stúdentafé-
lags söngflokkur frá Helsing-
fors í Finnlandi sem kallar sig
„The Finish-American Gos-
pelteam", eða finnsk-ameríski
sálmasöngflokkurinn. í söng-
flokknum eru sex ungmenni,
en einnig er með í förinni Thor
sten Josephson. framkvæmda-
stjóri kristilegu sænsku stúd-
entahreyfingarinnar, og er
hann jafnframt fararstjóri.
Söngfiokkurinn hefur nú þeg-
ar komið fram á tveimur sam
komum í Reykjavík, og er ætl
unin að hann syngi á kirkju-
tónleikum í Neskirkju í kvöld
og i Dómkirkjunni á sunnu-
dagskvöld.
Morgunblaðsmenn voru við
staddir hjá kórnum í Nes-
kirkju á þriðjudag, en
áætlað er að taka upp tvær
dagskrár um söngflokkinn í
hljóðvarp og eina í sjónvarp.
Við notuðum tækifærið á
meðan á upptöku stóð, og
ræddum stuttlega við farar-
stjórann, Torsten Josephson.
Torstein er starfandi prestur
við sænsku þjóðkirkjuna, en
sinnir auk þess framkvæmda-
stjórastöðu kristilegu sænsku
stúdentahreyfingarinnar, sem
fyrr segir. Hann er ein aðal
driffjöðurin í kristilegu
stúdentahreyfingunni á Norð-
urlöndum og hefur staðið að
undirbúningi ýmissa móta
sem haldin hafa verið á henn-
ar vegum.
Við spurðum hann fyrst
hvaða verkefni væru fram-
Martin Lindblom
laust sú, að þeir eru hvað
verst í sveit settir af Norður-
landaþjóðunum og kostnaður
mikiii við ferðalög yfir hafið.
Nú er hins vegar ætlunin, að
reyna að styrkja þá, sem
áhuga hafa á að sækja mótið
í Uppsölum næsta sumar, og
vonast ég til að margir verði
til að notfæra sér það.
— Finnst þér áhugi á kristi
legu starfi hafa aukizt undan-
farin ár á Norðurlöndum?
— Já, tvímælalaust. Það er
eins á Norðurlöndum svo
víða annars staðar, að áhugi
á hinum trúarlega þætti mann
lífsins hefur stórlega aukizt
undanfarin ár. Fólkið, — aér-
staklega unga fólkið, — hefur
nú meiri áhuga á Jesús og
kristinni trú en það áður
hafði. Það er tómt innra með
sér og leitandi eftir fyllingu í
sál sinni, og það finnur hana
í kristinmi trú. Sú er ástæðan
fyrir hinn siívaxandi „Jesús-
hreyfingu“ sem nú ryður sér
til rúms meðal ungmenna víðs
vegar um heim, og er hvað
mest áberandi í Bandaríkjun-
um.
— Nú er margt af því fólki
sem er í þessum „Jesúshreyf,-
ingum“ hippar og eiturlyfja-
neytendur. Sækir þetta fólk
hefðbundnar messur eða kom-
ið þið á einhvem hátt til móts
við það?
— Það er rétt, að þarna er
fólk af öllu tagi. Sumir hverj-
ir sækja messur og aðrir ekki.
Við reynum að koma til móts
við það á ýmsan hátt svo sem
með því að veita því aðstöðu
til samkomuhalds, og stuðlum
að því að það fái aðstöðu tli
starfsins í skólum.
Við getum vitaskuld ekki
breytt boðskapnum, en við get
um gert hann frambærilegri
fyrir unga fólkið, og vinnum
stöðugt að því.
Loks sagðist Torsten vera
mjög þakklátur fyrir þær
móttökur, sem hópurinn
hefði fengið hér, og sagðist
hann hvergi hafa fengið slík-
ar móttökur í þau 12 ár, sem
hann hefur starfað fyrir
kristileg stúdentasamtök.
Þá ræddum við næst við
Martin Lindblom, en hann
syngur tenór með hópnum.
Hann starfar sem safnaðar-
ritari hjá evangelisk-lútersku
söfnuðunum i Helsingfors, cn
jafnframt þvi hefur hann
lagt stund á söngnám hjá Sib-
elius-akademíunni, og hefur
haft með höndum einsöngs-
hlutverk í nokkrum orator-
ium, Mattheusarpassíunni og
fl. í finnska útvarpinu og
víðar.
— Það fyrsta sem mér kem-
ur í hug við komuna til ís-
lands er, að loftslagið hér
hlýtur að vera erfitt fyrir
söngmenn þar sem það er svo
síbreytilegt.
— Hefur söngflokkurinn
ferðazt víða til að koma fram
á samkomum?
— Við höfum ferðazt víða
um bæði Finnland og Sví-
þjóð, en þetta er það lengsta
sem við höfum enn sem kom-
ið er farið til að syngja.
Ann-Kristin Perret syngur
sópran og er einsöngvari söng
flokksins. Hún er gift stjórn-
anda hópsins, Henrik Perret,
Henrik Perret
Kita Bergmann
en þau voru gefin saman 25.
sept. sl., þarm'.g að þetta
er jafniframt brúðkaiupsferð
þeirra hjóna. Ann-Kristin legig
ur stund á hjúkrunarniátn, og
lýkur því væntanlega í febr-
úar næstkomandi.
— Jú, það er að vísu stund-
um erfitt að samræma söng-
inn náminu, en þetta bjargast
alltaf einhvern veginn. Nú
sem stendur er misserisfri í
skólanum, að öðrum kosti
hefði ferðin hingað ekki ver-
ið möguleg.
— Ég hef nú ekki séð ýkja
mikið af landinu, en ég hef
það á tilfinningunni að þetta
geti orðið mjög vel heppnuð
ferð.
Rita Bergmann er mezzo-
sópran hópsins. Hún hefur
stundað nám við Sibeliusar-
akademiuna í Helsingfors og
hlaut í fyrra styrk til að nema
tónlist, einkum söng, við aka-
demíuna í Stokkhólmi. Hún
starfar nú sem kirkjuorgan-
isti og kórstjórnandi i Hels-
Ann-Kristin Perret
ingfors. Þess má til gamans
geta, að hún er sú eina í hópn
um, sem er ógift.
— Þetta er í annað skipti,
sem ég kem hingað til lands,
en í fyrra kom ég hingað með
finnskum kór á Norræna
kirkjukóramótið, og dvaldist
þá í viku. Ég hafði mjög gam
an af þeirri ferð, og er ánægð
yfir því að vera komin hingað
aftur, reyndar er ég búin að
hlakka lengi til þess.
Ann Lindblom er alt-söngv-
arinn í hópmum, og giift
Martin Lindblom. Hún stund-
ar nám í félagsráðgjöf, en
vinnur auk þess sem einka-
ritari.
Stjórnandi hópsins er eina
og áður er sagt Henrik Perr-
et. Hann syngur ýmist tenór
eða bassa og leikur auk þess á
píanó þegar með þarf. Hen-
rik stundar nám í guðfræði
við háskólann í Helsingfors,
og hefur auk þess stjórnað
mörgum kirkju- og æskulýðs-
kórum í heimaborg sinni.
Ben Martin er bassasöngv-
ari hópsins. Hann er banda-
riskur að þjóðerni, en hefur
búið í Finnlandi síðan árdð
1961 og er kvæntur finnskri
konu. Ben er fastráðinn ein-
söngvari við kammerkór út-
varpsins í Helsingíors, en
hann er útlærður söngvari frá
Sibelíusarakademíunni með
hæsta vitnisburði.
Þegar við Morgunblaðs-
menn kvöddum hópinn, voru
þau að hefja upptöku á negra-
sálmi þar sem Ben söng fjör-
legan einsöng. Þar sem tími
þerira var naumur, verðum
við frá að hverfa að sinni, stað
ráðnir í því að mæta á ein-
hvern af tónleikum þeirra hér.
Ben Martin
H ipurinn við upptöku í Neskirkju
Ann Lindblom