Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 4
 4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971 > ?>4aa wim BILALEIGA IIVERFISGÖTU103 YW UnmÍMim-’m 5 mOTW.YWnragn VW JnwKM-LmYrow 7m«w T H* 22-0-22- RAUPARÁRSTÍG 31 BÍLALEIGA CAR RENTAL n 21190 21188 BÍLALEIGA Keflavík, sírni 92-2210 Reykjavík — Lúkasþjónustan S'-^'jrlandsbraut 10. s. 83330. LEIGUFLUG FLUGKENNSLA i FLUGSTÖÐIN HF Simar 11422. 26422 0 „Mig vantar kærustu** Fólk hefur greinilega mjög gaman af því að rifja upp bragi, sem það aöng á yngri árum. Vel vakanda hefur borizt aragrúi af bréfum með hálfum og heilum aöngvísnaflokkum frá fyrri ár- um og mun birta þá eftir hent ugleikum. Ekki er þetta nú allt mikill kveðskapur, en þó yfir leitt fyndnara og alla vega bet ur ort en samsvarandi vísur nú á dögum. Dægurlagakvaðskap- ur nú er allt of oft þrúgandi leiðinlegur og illa ortur (oft rangt, þótt reynt sé af veikum mætti að hafa hrynjandi og stuðlasetningu i lagi). Bragurimn, sem hér fer á eft ir, heitir „Mig vantar kærustu", (en ekki „Hvernig eiginkonan á að vera“)- Margir hafa sent hann mestallan og brot úr hon- um, en ekki ber fólki saman um það, hvernig hann er, og hver «é höfundur hans. Nafnbirting arfeimni veldur því, að ekki er hægt að birta nöfn allra þeirra, sem hafa sent Velvakanda vis- urnar, en eftirtaldir hafa verið hjáiplegir við að koma bragin um saman: Sumarlína Dagbjört Jónsdótt ir, Njálsgötu 30B, Rvík, Anna Kristín Guðmundsdóttir, Hverf isgötu 32, Rvik, Guðni Magnús- son, Suðurgötu 35, Keflavik, Páll Scheving, Hjalla í Vest- mannaeyjum, S. B. í Bolungar vík, Gislína Sæmundsdóttir, Gunnarssundi 8, Hafnarfirði og M. M. á Akureyri. Kann Velvak andi þeim öllum heztu þakkir fyrir, svo og öðrum, sem bann að hafa birtingu nafns síns og jafnvel upphafsstafa. 1. Hún má vera skapstór og skrafla tölnvert, skarpsýn á galla og lýsa þeim bert. Ég mun ekki stökkva upp á mitt stutta nef við það, standa bara og hlusta <)R brosa svo að. 2. Hún má gjarna hafa fætt í heiminn öðrum son. Að hreina fál eg jómfrú, — nei, það er ekki von, því ég er svoddan slarkari, svallari og svín, þær sveia mér allar og kalla greppitrýn. 3. Hún má vera gefin fyrir götuspark og rall, góð að vaka á kvöldin og fara oft á ball, og hún má fá sér kaffibolla og koníiak? Ó, já, og kökur nið'r á Skjaldbreið með rjóma ofan á. 4. Hún ætti að vera hagmælt og skelfing skemmtileg, en skynsamari má hún ekki vera samt en eg, því ég mun reyna að krítisera og koma henni á gat í kappræðtim um fatasnið, borðbúnað og mat. 5. Hún þarf ekki að hafa mikið hár, en nokkuð þétt, heldur svona í göngulagi — jæja, fremur nett, ég get raunar lagað það og látið hana fá limaburði mína og þá má hana sjá. 6. Um háralitinn ákveðið ég ekkert segja vil, eitthvað bara slumpa á því, svona hér um bil. Það má vera kolsvart, gult og brúnt og blátt, bara ekki ljósrautt og heldur ekki grátt. 7. Hún ætti að vera rjóðleit eins og ráðskona í sveit, ráðvandlega magastór og nokkuð svona feit, þrátt fyrir það viidi ég hana, þótt hún væri grönn, þó hún væri um mitti bara ein og treikvart spönn. ORÐAMUNUR: 1. Skrapla; skrafa; varla stökkva; en standa. 2. gjaman; ungfrú; jónfrúna; jungfrúna; jómfrúna, það; varla von; starkari og svallari; sveia bara allar; kalla nvg; greppatrýn; gerpitrýn; geppitrýn. 3. götuslark; balt, fá sér kaffibolla; koníjak; konijakk; og rjóma. 4. Hún á vera í viðtaii skýr og skemmttleg; fatasnið og. 6. aðeins bara slumpa á það; eitthvað bara slumpað, ja svona; og brúnt og gult og blátt; brúnt og grænt og blátt; eu bara; ekki heldur; en bara ekki hárautt og helzt ekki grátt. 7. Hún má vera; ráðskonur; en þrátt; og þótt hún væri um mittið; þó um mittið væri hún bara. 8. Þó falskan; flygi ei að síður; síður, gegnum. 9. En hvort hún gengur útskeif, innskeif; því pilsin. — Einn bréfritarinn hefur fyrri hlutann svona: Hún ætti að vera úr kaupstað, en ekki onúr sveit, / ekki mikið horuð, heldur sæmilega feit. 10. og skrámótt; Hér birti; ef byrgi ég mína skoðun; segði. 0 Guðmundur Jónsson frá Miðjanesi er höfundur Hér fara á eftir glefsur úr bréfum, sem fylgja vísunum. í einu þeirra segir: „Reykjavík, 4. 10. 1971. Heiðraði Velvakandi, Morgun blaðinu. Ég sá i dálki yðar í Morgun blaðinu, að beðið var um gam alt kvæði. Rétt yfirskrift kvæð isins er: Mig vantar kærustu. Kvæðið kom út sérprentað 1914 og er eftir Guðmund Jónsson, fæddan og uppalinn að Miðja- nesi í Reykhólasveit. Guðmund ur lærði húsasmíði og varð húsa smíðameistari hér i Reykjavík urborg. Guðmundur var vel greindur, lét lítið á sér bera, en stundum leiftraði fyndnin af vörum hans í góðra vina hópi Guðmundur andaðist fyrir fá um árum. Ég kunni kvæðið að mesrtu, en það sem á vantaði mína kunn áttu, lét Steinunn, dóttir Guð mundar, mig fá“. 0 Sýnir tíöarandann Annar skrifar: „Velvakandi góður! Það virðist vera vinsælt um þessar mundir að rifja upp gamlar gamanvisur og annan kveð9kap, eftir dálkum þinum að dæma. Ekki er þetta þó allt af merkilegur skáldskapur, og má segja, að farið hafi fé betra, þó að þetta félli í gleymsku, Þó gefur þetta nokkra innsýn í tíðaranda og viðhorf á þessu tímabili. T.d. sýnir Síldarbrag urinn í spéspegli það viðhorf ungra stúlkna, sem ekki hefir haft svo lítil áhrif á fólksflutn inga úr sveitunum. í dálkum þínum hafa m.a. birzt brot úr brag, sem nefndur var: „Hvernig á eiginkonan að vera“. Mig minnir, að hann heiti: „Mig vantar kærustu", en kannski er það misminni“. • Vegna rúmleysis verða fleiri bréf um þetta mái a3 bíða birtingar. Hjartans þakkir til allra þeirra sem glöddu mig á áttræðisaf- mæli mínu, 29. september síðastliðinn. Sérstaklega þakka ég starfsfólki Heklu hf. fyrir hlýhug þess. Guð blessi ykkur öll. Margrét Sigfúsdóttir, Hrefnugötu 8. Ttorðurhraut U1 Wafnarfirði SfMl 52001 EFTIR LOKUN 50046 Lausir bílar í dag 8. Þót-t falskan hafi hún bakhluta og fölsuð konubrjóst og falsaðar tennur, ef engum er það ljóst, mér finnst það ekki saka og fyrirgef það allt ofT fylgi henni eigi að síðtir í gegnum heitt og kalt. 9. Kóketta til augnanna eg kýs mér hana helzt, komin nálægt þrítugu — það má hún vera elzt. Hvort hún gengur útskeif eða innskeif eða hvað, eg ekkert hirði um slíkt, því að piisin hylja það. 10. Hún má láta skotthúfuna skýla sinum koil, skrámótt sjal frá Sturlungum varna kiildahroil. Ef birti ég mína skoðun og segi alveg satt, þá sýnast mér þær faliegri með Parisar hatt. 11. En eitt eg geri að skyldu þeirri skötubarða-lín, sem skyldi verða unnustan og jafnvel konan mín: Að spök hún sé í rúminu og kunni að kela vel, því kosti ég engan þekki, sem betri ég tel. TIL ALLRA ATTA NEWYORK Alladaoa * REYKJAVÍK OSLÓ Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga KAUPMANNAHÖFN Mánudaga Miðvikudaga Laugardaga LOFTLEIDIfí

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.