Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.10.1971, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 17. OKTÓBER 1971 Útgafandi hf. Án/akur, Raykjavlk. Framkvsemdaatjóri Hsraldur Svainsaon. Rilatjórar Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfuiltrúi Þorbjörn Guðmundssor*. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Arni Garðar Kristinsaon. Ritatjórn og afgreiðsla Aðalstraati 6, simi 10-100 Auglýsingar Aðalstraeti 6, simi 22-4-80. Áakriftargjald 195,00 kr. á mánuði innanlands. I lausasölu 12,00 kr. eintakiS. TRÚ OG KOMMÚNISMI FARA EKKI SAMAN CJovézka dagblaðið Selskaja ^ Sjinsnj, sem gefið er út af miðstjórn kammúnista- flakksins í milljónaupplagi, réSst fyrir skömmu á þann rótgróna sið á rúsisneskum heimilum að prýða híbýli sín fcristnum helgimyndum og krefst þess, að myndirnar verði numdar á brott. En í Austurkirkjunni hafa helgi- myndir sérstaka þýðingu. Þær eru trúarlegt tákn, tengi- liður milli Guðs og manna. Þessari aðför hins sovézka málgagns er því beint að frumrótum hinmar kristnu hefðar rússnesku þjóðarinn- ar, þegar það segir: „Það verður að taka helgimynd- irnar burt og í stað þeirra verða að koma nýjar venjur og miskunnarlaus barátta gegn leifum trúarbragðanna. Það að vera guðleysingi nú felst fyrst og fremst í því að kunna að sýna í verki rétt- mætið í kommúnískum, efn- Megum hugmyndum okkar.“ í þessu sambandi er frásögn séra Jóns Auðuns af heim- sókn hans til Leningrad á sl. ári mjög lýsandi: „Þá kom ég einnig m.a. í lútherska kirkju. Þar var ekkert, sem minnti á Krist — kirkjan var öll helguð Lenin. Það er ský- laust, að kommúnistar álíta, að trú og kommúnismi getur ekki farið saman.“ Þá er ekki síður eftirtekt- arvert, að bæði hann og biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, meta árásir hins sovézka málgagns á kristnar hefðir nú á þá lund, að þser beri vitni um vaxandi trúarlíf í Rússlandi. Þannig skrifar biskupinn: „Það eru öruggar heimildir fyrir því, að ótrúlega margir af yngri kynslóðinni leita 'sambands við kirkjuna“, en bendir þó á, að „það er stór- Aukið framboð á ¥ óðamál og húsbygginga- mál í Reykjavfk komu til umræðu í borgarstjórn í síð- ustu viku. Þar kom m. a. fram, að í aðalskipulagi Reykjavíkur er gert ráð fyr- ýr því, að reistar séu 16.500 íbúðir á skipulagstímabilinu frá 1965 til 1983, en það eru að meðaltali um 720 íbúðir á ári. Er gert ráð fyrir, að íbúðaaukningin verði tiltölu- lega minni á fyrrihluta tíma- bilsins eða um 650 íbúðir á ári en fari upp í 1000 íbúðir síðustu árin. Við áætlun þessa hefur lega saknæmt í Rússlandi að boða eða kenna trú fólki und- ir 18 ára aldri.“ „Við verðum ávallt að minnast þess, að værukærð gagnvart hugmyndafræðileg- um andstæðingi okkar, trúnni, hjálpar ekki málstað okkar,“ segir í hinu sovézka málgagni. Þessi hugsun kem- ur ekki á óvart og er þar ekkert ofsagt. Sl. sunnudag hafði Mbl. samband við kirkjunnar menn hér á landi, sem vitnað er til, og vöktu þeir einmitt athygli á þessum andstæðum: kristinni trú og kommúnisma. Þannig kom fram hjá vígslubiskupunum séra Pétri Sigurgeirssyni og séra Sigurði Pálssyni að mó-t- sagnir þessara tveggja hreyf- inga eru ekki aðeins að eðli, þar sem „kristindómur og öll trúarbrögð yfirleitt verða hugmyndafræðilegir andstæð ingar þeirra kenninga, sem binda sig algjörlega við efnis- hyggju,“ heldur einnig í starfsaðferðum: „annar aðil- inn vill koma stefnu sinni að með ofbeldi en hinn á gagn- stæðan hátt.“ En þótt þannig sé af auk- inni hörku snúizt gegn trú hinnar rússnesku þjóðar, munu valdhafamir reyna það sama og aðrir valdhafar hafa reynt á undan þeim, að trú- arlíf verður ekki svo auðveld- lega kveðið niður. Það er rétt, sem Jóhann Hannesson próf- essor segir, að enn lifir trú í Rússlandi. Og hann heldur áfram: „Því það er ekki að- eins Guðstrúin ein, sem Past- ernak og Solzhenitsyn vilja halda í. Heldur og hin víðari áhrif trúarinnar — kristnar hugmyndir um samskipti manna. Það eru þær, sem rit- höfundamir vilja halda í, en valdsmennimir eyða.“ byggingalóðum verið reynt að styðjast við undirbúning nýrra bygginga- svæða í Reykjavík. Athugun á byggingastarfsemi borgar- innar sýnir, að hún er mjög sveiflukennd, og fylgja sveifl- umar að mestu leyti efna- hagsástandinu í landinu hverju sinni, sem ekki er óeðlilegt. Af þessu leiðir, að áætlanagerð um nauðsynleg- an lóðafjölda á hverju ári langt fram í tímann er mjög erfið. Á síðustu tveim áram 1970 og 1971 hefur verið úthlutað lóðum undir 1430 íbúðir í fercarispa Yndislegt er Hérað. Og ferðalag með- fram Lagarfljóti er margra peninga virði. Þar eru Skriðuklaustur, Valþjófsstaður, Hrafnkelsstaðir („En . . . Hrafnkell reisti þar reisiligan bæ . . . Hefir þat síðan verit kallaðr jafn- an góðr bær,“ seglr í Hrafnkels sögu Freysgoða), og svo skógurinn, Vallanes og Ketilsstaðir á Völlum, þar sem Skáld-Rósa færði Páli Melsteð morgunkaffið á sængina. Ástir þeirra Páís voru ög-urstund í lífi Skáld-Rósu — þangað til hún þurfti að horfa upp á nýja konu fyrir ofan Pál Melsteð í rúminu á Ketdlsstöðum. Það var við- kvæmu skáldhjarta hennar ofraun. En — ojæja. Ögurstund er ekki hjá Blöndal. Það er vestfirzkt. Ég lærði það af Jóni Ormari á Sauðárkróki sem ailt veit. Það merkir víst: kyrrðin í hafinu rétt eftir háflæði eða háfjöru. Svo kemst aftur rót á hafið. „Man ég okkar fyrri fund“ — ojá. Eða var þetta kveðið til Natans Ketilssonar, það er eins og mig hálfminni það. Nei, annars, það er um þau Pál. Ekki mundi standa á Hannesi mínum Jónssyni að leiðrétta mig, ef hann væri enn ofar moldu. Blessuð sé hans minning. Fáir átrtu betri heimvon en hann. „Svo hverfur fólk út í myrkrið — eins og gamlar sögur,“ segir Tómas 'um Pál og Rósu. Næst var keipað að Geitagerði, þar sem Guttormur hreppstjóri Þormar býr myndarbúi með Þuríði Skeggjadótt- ur, konu sinni. Hann var mikill íþrótta- kappi og hefði lent í Islendinga sög- um, ef þær væru enn saman settar. En nú nennir þvi enginn lengur, því að all- ir eru að skrifa listaverk! 1 Geita- gerði er einnig Vigfús Guttormsson og ber ellina vel, kominn á niræðisaldur. Hann er fullur af græskulausu gamni. Óviðjafnanlegt að tala við hann. Þeg- ar samtalið var við Lúðvík í sjónvarp- inu um landhelgismálið, bilaði sendir- inn til Austurlands. Það var þvi end- urtekið. En í miðju samtali bilaði eitt- hvað aftur og má merkilegt heita. Þá sagði Vigfús með glampa í auga: „Þeir skrúfuðu fyrir Lúdda aftur.“ Og svo var það mál afgreitt eins og efni stóðu tii. En ég fór að velta því fyrir mér, hvort landvættimar hefðu þagg- að niður í Lúdda. Vigfús hefur séð Lagarfljótsorminn og lýst honum í samtali í sjónvarpinu. Þá bilaði ekkert. Þá var Þráinn Jóns- son með honum í þættinum, sú kempa. Trölli, var hann kallaður í skóla. Afi Þráins var Ölafur Bersason í Birnufelli, rikur maður. Og Þráinn er persónugervingur einkaframtakslns á Islandi. Bráðum verður hann búinn að kaupa Egilsstaðakauptún. Sósíalismi er eitur í hans beinum eins og margra annarra. Hann var kannski húsum hæf- ur á skútunum I gamla daga þegar enginn átti neitt, þá höfðu karlarnir félagstóbak. Nú þætti það ekki góð pólitík, ef allir þyrftu að fá sér i nefið úr sömu ponrtunni. Þráinn er höfð ingi heim að sækja. Hann á ekkert skylt við þá höfðingja fyrir vestan sem kallaðir voru „fast fólk“, þ.e. nizkir. Kem þessu að í rissinu til að geta minnt á það sem Tómas Guðmundsson sagði eitt sinn við mig: „Ég kvíði alltaf fyr- ir að verða svo ríkur að ég verði nízk- ur.“ Tómas hefur sagt margt eftirminni- legt. Eitt sinn sagði hann við mig þessa setningu sem vel mætti hugleiða við betra tækifæri, þvi að ekki á hún heima hér á ferð og flugi um Fljótsdalinn: „Klassískir listamenn verða ekki kunnir af verkum sínum, heldur frægir af frægð sinni.“ Heimsfrægðirnar mættu hugleiða þessi orð. Vigfús kann frá mörgu að segja. Hann man stjórnmálakempumar upp úr aldamótunum, enda komu þær marg- ar til Guttorms föður hans. Vigfús sýndi mér merkilega silfurpeninga sem hann fann í fjallinu. Matthías Þórðar- son sagði að þeir væru frá 14. öld, en Þór þjóðminjavörður telur þá víst öid yngri. En hverju skipta aldir, þegar niður timans er annars vegar? Hugur- inn reikar og ímyndunaraflið. Hvað skyldi sá hafa verið að gera þama í fjallinu sem týndi silfurtölunum af buxunum sínum? Það hefur verið dýrt spaug. Vigfúsi hefur ekki þótt taka þvi að láta silfurpeningana á Þjóðminja- safnið. Eitt sagði Vigfús mér, sem er minnisstætt. Hann var nokkuð sjón- dapur orðinn og Bergsveinn Ólafsson skar hann upp. Svo kom Vigfús í rann- sókn eftir uppskurðinn. Bergsveinn læknir skoðaði hann í stofunni sinni sem er til húsa við Hallærisplanið, gegnt Morgunblaðshöllinni, og lét hann lesa stafina á þessu umtalaða húsi. Þeir eru mannhæðar háir: MORG UNBLAÐIÐ. Þetta gat Vigfús lesið reiprennandi, enda hefur blaðið alltaf verið aufúsugestur þarna í Geitagerði. „Og þá var ég útskrifaður,“ sagði Vigfús með þessum kímnigiampa, sem lýsir af augum hans þrátt fyrir sjón- leysið. En Vigfús er ekki einn um það að sjá betur með aðstoð Morgunblaðs- ins, samt er hann tengdafaðir Þór- arins Tímaritstjóra. Vonandi tekur Vigfús þessu eins og það er sagt, því að hann þurfti ekki á aðstoð Morgun- blaðsins að halda til að sjá Lagarfljóts- orminn, enda hefur Sigurður Blöndal víst séð hann lika. Og svo kveðjum við Austurland með Pál Ólafsson í huga. Nú hefur Ragnar í Smára gefið út eftir hann Fundin ijóð með sumum fegurstu ástaljóðum tung- unnar. Ofrt hafa augu hans litið sömu dýrðina og nú hefur blasað við okkur fyrir austan. Jón Óskar skrifaði bók sem heitir Fundnir snillingar. Nú hef- ur Páll Ólafsson bætzt í hóp snilling- anna. Hver hefur ort betur til konunn- ar sinnar en Páll i þessari vísu sem birtist í nýju bókinni: Svani bárur bera; bára ef værir þú, á blárri báru nú svanur vildi eg vera. Hver hefur ort nútimalegra ijóð? Eða þegar hann segist sjálfur vera fífill og biður hana, sólina, að opna blöð sín. Enginn svokallaður módernisti er nú- tímalegri en Páll og eru þess mörg dæmi í nýju ljóðabókinni, sem er eitt mestá ævinrtýr íslenzkrar ijóðlistar á þessari öld. Hvað ástin getur gert menn ferska og nýja fram á elliár! Og engar hormónasprautur notaðar á þess- um tíma. Þá dugði rómantíkin ein. Hvernig væri að senda þeim Ragn- hildi Silfurhestinn til himnarikis? M. ^##################### ############^ borginni, þar af meirihlutan- um á þessu ári. Undir venju- legum kringumstæðum ætti þessi lóðaúthlutun að vera nægileg til þess að mæta eðlilegri aukningu. En með byggingaröldu þeirri, sem nú hefur risið í borginni, hef- ur eftirspurn eftir lóðum reynzt meiri en svo, að unnt hafi verið að fullnægja henni. Allmörg svæði eru í skipu- lagningu í Reykjavík. Á fundi borgarstjórnar fyrir rúmri viku var borgarráði við undirbúninjg fjárhags- áæfclunar fyrir árið 1972 falið að gera áæfclun um gerð nýrra byggingarsvæða, sem unnt yrði að taka til notk- unair á næsta ári, og gera til- lögur um fjárveitingar þar um. í þeirri áætlun er við það miðað að fullnægja sem mest eðlilegri eftirspum eft- ir lóðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.