Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 11
MORGUNRLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971
11
Árni Reynisson;
Eyðingin og
uppgræðslan
Undanfarnar vikur hefur blað
ið birt álit nokkurra forystu-
manna í gróðurmálum landsins á
þvi hvort nú megi sin meira, eyð
ing eða uppgræðsla. Ingvi Þor-
steinsson gagnrýndi þau um-
mæli landgræðslustjóra, að nú
megi gera upp gróðurreikning-
inn og sýna fram á jöfnuð eða
hagnað. Taldi hann ólíklegt að
svo væri, en benti jafnframt á að
margar óþekktar stærðir væru í
dæminu. Otreikningur land-
græðslustjóra byggist á því að
árleg eyðing sé 20 ferkm, en
landgræðsla stofnunar hans hafi
verið 12 ferkm í fyrra, starf
bænda hafi numið 3—4 ferkm,
og áhugafólks 5 ferkm. Sjálf-
græðsla hafi verið 12 ferkm og
fáist þannig 33 til 34 ferkm upp
græðsla á móti 20, sem eyðast. 1
ár sé aukning landgræðshi um
20% og nemi landgræðsluaðgerð
ir þvi um 40 ferkm, eða helm-
ingi meira en eyðingin.
Árni Rcynisson
REIKNINGSDÆMIÐ
SKOÐAÐ
Mér þykir rétt, áður en kemur
að aðalefni þessarar greinar, að
gera þessum jafnaðarskrifum
nokkur skil. Eins og fram kem
ur í einni greininni eru helztu
eyðingaröflin uppblástur, vatns
gröftur, ýmsar náttúruhamfarir,
svo sem eldgos, flóð og jökul-
skriður. Ofnýting af völdum fjár
beitar rýrir gróður og flýtir fyr
ir eyðingu. Kalt veðurfar dreg-
ur úr vexti og tefur fyrir sjálf-
græðslu. Ekki má gleyma mann
virkjagerð, sem valdið hefur
gróðurskemmdum og orsakað
uppblástur. Árleg áhrif þessara
þátta hafa aldrei verið mæld,
enda yrði það of dýrt verk mið
að við gagnsemi niðurstöðunnar.
Því er oft farin sú leið til að
áætla gróðureyðingu, að miða
við meðaltal eyðingar frá upp-
hafi byggðar, og hefur það ver-
ið gert í því dæmi, sem hér um
ræðir. Sé miðað við að gróður
hafi í upphafi byggðar þakið
rúmlega 40 þúsund ferkílómetra
en nái nú yfir 20 þúsund ferkm,
fæst meðaleyðingin 20 ferkíló-
metrar á ári þau ellefu hundruð
ár, sem landið hefur verið í
byggð. En hér er margt að var-
ast.
I fyrsta lagi getur Sturla Frið-
riksson J*ess í þeirri heimild,
sem vitnað er til, að Þorleifur
Einarsson telji að gróðurbreið-
an geti allt eins hafa verið
þrisvar sinnum stærri en nú. Þó
að Sburla noti þar 40.000 ferkíló
metra gróðurs i upphafi byggð-
ar til viðmiðunar í máli sínu,
kemur ekkert fram, sem segir að
skoðun Þorleifs sé röng. Er
því eins líklegt og annað, að ár
leg meðaleyðing hafi verið nær
40 ferkm. Þá má geta þess, að
þótt gróðurlendið sé nú oftast
talið vera um 20.000 ferkílómetr
ar er ennþá ekki hægt að stað-
hæfa það nákvæmar en svo, að
það sé einhvers staðar á milli 20
og 25 þúsunda ferkm.
Enn hlýtur það að teljast
hæpið að nota meðaltaisreikn-
ing í þessum samanburði án þess
að taka tillit til sveifluverkandi
þátta. Til dæmis skyldi ætla, að
vaxandi bústofn á rýrnandi
gróðurlendi ýtti undir öfugþró-
unina. Gróðurrannsóknir hafa
sýnt að ofbeit á helmingi lands
ins nemur heilum 250 þúsundum
ærgilda og er erfitt að hugsa
sér annað en að það hraði gróð
ureyðingunni svo um munar.
Einnig má nefna kólnandi veður
far, sem sumir halda fram að sé
enn áhrifameiri þáttur en ofbeit
in.
Minna verk er áð finna út
hver uppgræðslan er. Að vísu
verður ekki vart talna í opin-
berum skýrslum, en landgræðslu-
stjóri hefur þessi svör jafnan á
reiðum höndum. Er mér það eitt
illskiljanlegt í upplýsingum
hans, hve nákvæmlega hann
treystir sér til að áætla sjálf-
græðslu, sem er sá liður dæ.nis-
ins, er ég hefi ætlað að væri erf
iðast að sýna með rökstuddri
tölu.
HVERS VIRHI ER
VITNESKJAN UM
JAFNVÆGIÐ?
Af þessu er ljóst, að vilji
menn halda einhverju fram um
jafnvægi í eyðingu landsins og
uppgræðslu, verða þeir að
byggja að svo miklu leyti á
ágizkunum og ónákvæmum töl-
um, að niðurstaðan verður jafn
an vefengjanleg, eins og fram
kemur í grein Ingva.
Það er skoðun min, að of mik
ið sé gert úr þessu jafnvægi. Of
miklar umræður um það, hvort
okkur miðar „annaðhvort aftur
á bak, ellegar nokkuð á leið“
varpa röngu ljósi á eðli vanda
málsins.
Tveir athyglisverðir
utvarpsþættir
ÉG ætla mér ekki þann stóra
hlut, að gerast gaignrýnandi út-
varpsþátta almennt þótt ég- leyfi
mér, að segja mitt álit á tveimur
þáttum, er birtust nýlega, annar
í sjónvarpi, en hinn í hljóðvarp-
inu.
Sjónvarpið tók fjóra alþingis-
menn glóðvolga fyrir skerm-
inn. Öll voru andlitin nokkuð
þjóðkunn, svo þau vöktu ekki
mikla spennu, sjálega prúðir
menn, með góða meðal greind.
Reisn þeirra hefði mátt vera
nokkrum stigum hærri, vegna
hinnar þúsund ára gömiu lög-
gj atarsamkomu, virðulegustu og
valdahæstu stofnunar þjóðarinn-
ar, eða svo ætti hún að vera og
ætíð verða, þó að nú um stund
beri nokkum skugga á. Þing-
mennimir voru aðeins fjórir, einn
frá hverjum lýðræðisflokki. Sjón
varpið gleymdi „garminum hon-
um Katli", eða átti Svavar Gests-
son (ekki Svavar Gests), þó ekki
væri alþingism. að fylla skarðið,
enda mun hann hafa gert það
að eigin áliti.
Umræð'umar snerust um Al-
þingi eins og vera bar: þingsköp,
þinghúsbygginigu, laun alþingis-
manna, ölmusur til stjómmála-
flokkanna o. fl. Hver lýsiti sinni
skoðun á þessium málum, og bar
fátt, eða ekki á mi’lli. Eysiteinn
Jónsson, forseti sameinaðs þings,
varð eðliilega fyrst fyrir svörum.
Taldi Eysteinn vafasamt, að
breyta Alþingi í eina málstofu,
meira öryggi, um góða málsmeð-
ferð, að hafa sem nú er, tvær
deildir. Nýtt þinghús viidi Ey-
steinn láta byggja, taka fyrstu
skóflustunguna þegar á morg-
un. Laun alþingismanna taildi
hann ekki meir en svo viðunandi,
þó mætti svo búið standa fyrst
um sinn. Ölmusumar, tiillögin til
flokkanna, sagði Eysteinn vera
góða úrbót í bráðina, enda hægt
að bæta við seinna. Þeirri nýj-
ung hreyfði Eysteinn, með fult-
um þunga, að nauðsynilegt væri
að breyta þingsiköpum á þann
veg, að þingið starfaði aðeins
fjóra daga vlkunnar, mánudag til
fimmtudags, að báðum meðtöld-
um. Hina þrjá daga vikunnar
skyldu þingmenn nota til að
spjalla við kjósendur sina. Al-
þingismenn í kjördæmunum sjö
utan höfuðborgarsvæðisins, ættu
þá bókstaflega að fara í
loftinu, um gjörvallt land-
ið, og vera orlofsnæturnar hjá
kjósendunum, og auðvitað kost-
aði ríkið fliugið og ferðalagið
allt. Ekki nefndi Eysteinn hvort
ríkið ætti að leggja til orlofs-
gjafirnar, en það var fyrrum sið-
ur, að þeir, er í orlof fóru, gáfu
gestgjöfum sinum smá gjafir, en
ætluðust til að fá margfalt í stað-
inn. Það fengu þiingmennirnir og
með margfalt traustara fyligi
umbjóðenda sinna. Ekki skýrði
Eysteinn nánar hvemig flugi
þessu skyldi háttað, t. d. hvort
þeir Sverrir, Lúðvik, Eysteinn og
hans fylgifiskar gætu allir notazt
við sömu flugvélina, eða hver
flokkur hefði sina vél. En það
gefur auga leið, að bifreiðar
verða að vera tifl taks, að flytja
þingmennina út um kjördæmið,
hvem tii sinna sauðahúsa, smala
þeim saman aftur og flytja á
flugvöllinn, allt vitanlega á „reið
arans reiikning". Kjördæmin eru
sjö, utan Reykjavikur. Þegar bú-
ið verður að fækka vikulegum
vinnudögum þingsins, stendur
Alþingi vart skemúr en 30 vik-
ur, þá verða þefta h. u. b. 420
flugferðir á ári. Kostnað allan
við þessa förumennsku verður
að matreiða í tölvu, svo er hann
viðamikiU og nútíma mannsheila
ofraun. Vel á minnzt: þótt Ey-
steinn hafi gleymt að geta þess,
hlýtur hann i næsta „áf\anga“
að leggja til að ríkið kaupi eina
fullkomna tölvu handa hverjum
stjórnmálaflokki, gæti það spar-
að langþreyttum leiðtogum mik-
ið erfiði, er anmars mundi flýta
fyrir ótímabærri hrörmun þeirra.
Allir fulltrúar flokkamna guidu
jákvæði við þessum hugsjónum
Eysteiins, og töldu „framsókn" þá
sízt of mikla.
Benedikt Gröndal virtist nokik-
uð feiminn og roðnaði, þegar
spurt var um laun alþingismann-
anna, er þeir skömmtuðu sér
sjálfir af mikilli rausn. Skýr svör
fenigust ekki. En fróðir menn
hafa fyrir satt, að laun aiþingis-
manns muni vera ineð öllum
fríðindum rösk milijón, svo bæt-
ast við all'ir bitlingamdr, drjúgur
skMdingur. Vitanlega verður að
ala þá vel, er varðveita eiga fjör-
egg þjóðarinnar, svo þeir glopri
því ekki niður, vegna horlopa á
höndum.
Benedikt og Bjöm virtust frek-
ar hlynntir þvi, að steypa deildum
Alþingis samam í eina máistofu,
en framsetndngm var háltf voLg
og skerpulaus. Björn taiaði mik-
ið, en mest var tid að gjalda
Eysteini jákvæði. Sverrir Her-
mannsson hafði sig lítt í framrni,
bar við ókunnleika i þingsölum
og æsku sinni. Fagnaði hann
hugmyndum um nýtt og glæsi-
Framhald á bls. 13.
Jafmvægið er eðlilegt upphafs-
deilanlegt, eins og fram kemur
hér að ofan. Þehn, sem minna
þekkja til, hættir til að greina
ekki á milli þess, sem „talið"
er, þess sem „fullyrt" er og jafn
vel þess, sem „sannað" er. Um-
ræður bjóða því hreinlega upp
á deilur, sem beina athygli al-
mennings að þessum tiltölulega
lítt merka áfanga og leiða hana
frá alvarlegri hliðum vandans.
Jafnvægið er eðlilegt upphafs
stefnumið, en það er engum til
sóma að því skuli ekki hafa ver-
ið óumdeilanlega náð á 64 árum
landgræðslustarfs ríkisins.
Þetta undirstrikar aðeins þá
staðhæfingu landgræðslustjóra,
að stofnun hans hefur alltaf ver
ið svelt á fjármunum. Það, hve
mikið landgræðslunni hefur orð-
ið úr þessum fjármunum, má
hins vegar telja til afreka.
Öllum kemur saunan um, að
fjárveitingar til landgræðslu
eru ekki nægar. Það er stund-
um sagt, til dæmis um hve þær
eru litlar, að ef engin gróður-
eyðing ætti sér stað, tæki það
samt allt að 1000 ár að
græða upp allt það land, sem
tapazt hefur á 1100 ára hallabú-
skap. Er því vert að leiða um-
ræður fremur að því, hvað setja
skuli markið hátt, og hvaða
verkefni séu brýnust.
MEIRA FÉ OG FLEIRA FÉ
1 viðtali fyrir skömmu var
það haft eftir landgræðslustjóra
að það kostaði um 400 milljónir
króna að græða upp landið allt.
Hér á hann sennilega við allt
ógróið land innan landgræðslu
girðinga, því að upphæðin
myndi, miðað við núgildandi
verðlag, duga fyrir fræi og
' áburði á um 600 ferkm, eða tæp
an helming þess, sem nú er frið
að á vegum landgræðslunnar
(1300 ferkm). Þó að þessu starfi
yrði lokið á fáum árum, á land-
græðslan þó langt í land með að
hefta uppblástur á öllum þeim
svæðum, þar sem gróður er við-
kvæmastur. Það er því augljóst,
hve skammt þær 18 milljónir
króna, sem landgræðslan fær
nú, hrökkva til að hefta upp-
blásturinn.
Skógræktin hefur það verk-
efni að friða og vernda þær leif
ar birkiskóga sem enn eru eft-
ir í landinu, og þyrfti sérstak-
lega að gera henni kleift að
ljúka þessu verki á skömmum
tíma, enda liggja allstór svæði
undir skemmdum.
Hér er komið að kjarna máls-
ins. Hefur það ekki takmarkað
gildi að græða upp örfoka land,
meðan ofnýting nú, sem gróður-
rannsóknir hafa leitt í ljós,
stofnar í bráða hættu stórum
hluta þess gróðurlendis sem fyr
ir er? Mér virðist að það hljóti
að vera brýnasta verkefnið að
útrýma þessari hættu. Ingvi
Þorsteinsson telur, að stækka
þurfi beitilöndin á ofnýttu svæð
unum um 250 ferkílómetra fyrir
þann fjárstofn, sem er umfram
beitarþol.
Kostnaður við þetta er laus*
lega áætlaður 175 milljónir
króna, og mætti skipta honum
niður á 5 ár. Eftir það þyrfti
að gera aðra áætlun um áfram-
haldandi stækkun beitilanda í
samræmi við vöxt bústofnsins.
Skynsamleg nýting landgæð-
anna hlýtur að vera fyrsta verk
efnið í viðhaldi þeirra. Það eru
því gleðileg tíðindi, að í málefna
samningi stjórnarflokkanna kem
Framhald á bls. 13.
Valdar baunir,
fullkominn vélakostur
og þrautreynt starfsfólk
er lykillinn að góðum drangri.
Gœðakaffi frd
0.J0HNS0N
&KAABEK HF