Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971
-V
— Fjandinn sjálfur! sagði
ég í örvæntingu minni.
Dyrabjöllunni var hringt. Ég
fleygði frá mér hattinum og
kápunni inn í skápinn og slétt
aði á mér hárið um leið og ég
opnaði dyrnar.
Það var þessi maður, enn
einu sinni. Hann settist á legu-
bekkinn og nú stóð hann við i
tvo klukkutíma. Spurði mig um
allt, sern hann var áður búinn
að spyrja, stagaðist á þessu
fjárkúgunarmáli og bréfinu,
sem Evelyn hafði kjaftað frá,
fólkinu í samkvæminu, einkum
þó Max Lochte, en hans var
enn saknað. Hann vildi vita um
afstöðu Husted Breamer til Eve
lyn Breamer og hvar og hvern-
ig ég hefði fyrst komið til sög-
unnar — rétt eins og þessi
skilnaður þeirra hefði orðið af
mínum völdum. Hvers vegna
hafði Hue ekki verið boðinn tii
Lintons? Var það af því að kon
an hans fyrrverandi ætlaði að
vera þar?
Hvort sem hann hefur nú ver
ið nokkru fróðari eða ekki, þeg-
ar hann fór, þá var ég að
minnsta kosti miklu þreyttari
og ég lagðist á legubekkinn
til þess að hvíla mig í tíu mín
útur, áður en ég gerði aðra til-
raun til að læðast út. Ég vakn-
aði aftur og fann sjálfa mig í
hnipri hálffrosna og klukkan
var að slá hálffimm. Ég stóð
upp, fór úr kruklaða heiman-
búnaðarkjólnum, sem ég hafði
verið svo hrifin af, hengdi hann
á stól, vafði mig siðan í dún-
teppi og fleygði mér svo aftur
á legubekkinn, of uppgefin til
þess að gera mér neina rellu í
sambandi við Hue, morðið eða
drauginn, sem kynni að vera á
fataskápnum.
XIV.
Það var komið langt fram á
morgun þegar ég vaknaði aft
ur, rotuð af svefni, og flýtti
mér að fara í bað og klæða mig,
til þess að koma nógu snemma i
fyrirsetuna hjá Hank Payne.
Það var enginn tkni til að gera
sér neinar áhyggjur, og varla
tími til að gera mér ljóst,
hvernig mér leið. Mér hafði sem
snöggvast dottið í hug, að
Hank væri alveg í rusli eftir
það sem gerðist á laugardags-
kvöldið og mundi ekki nenna að
vinna, en þegar ég hringdi til
Útgerðarmenn - humnrveiðar
Viljum fá báta í viðskiptí á humarvertíð 1972.
Við sækjum humarinn til Hafnar í Hornafirði seijendum að
kostnaðarlausu.
Ýmis hlunníndi koma til greina
Hraöfrystihús Stöðvarfjarðar hf„
Stöðvarfirði, simi 4
hans, huggaði hann mig, ef hugg
un skyldi kalla.
— Vitanlega áttu að koma.
Hvaða áhrif ætti svo sem morð-
ið á þessum mannasna að hafa á
samning okkar? Ég er tilbú-
inn núna. Reyndu nú að flýta
þér. Hann skellti sknanum á.
Ég eftirlét Draugsa að laga
til í stofunni, en gaf I-am að
éta og flýtti mér svo af stað.
Paynehjónin höfðu litla ibúð í
Fjórðugötu og á efstu hæð var
ágætis vinnustofa handa Hank.
Það mátti greina rikidasmi Mar-
cellu, strax þegar komið var
þarna inn fyrir dyr.
Þegar ég kom inn í vinnu-
stofuna, stóð Hank reiðubúinn
við málaratrönumar og í ein-
hverju versta skapi sínu. And-
litið á honum var rautt eins og
gulrót, er hann glímdi við
skrúfu á trönunum, og tókst að
lokum, eftir mikil harmkvæli að
hækka þær eins og þurfti.
Hann klemmdi á sér fingurinn í
þessum átökum, og hoppaði um
gólfið bölvandi og hristi hönd-
ina.
— Farðu þarna inn og hafðu
fataskipti! öskraði hann til mítn
og greip um leið konjaks-
flösku, sem stóð á hillu hjá hon
um, alsettri bókum, ásamt vándl-
ingaöskju, brjóstsykurskál, hálf
étnu epli og einu hálsbindi.
Þetta lýsti vel Hank og lifnaðar
háttum hans, — ríkmannlegt um
hverfi, en allt í óreiðu og á öðr-
um endanum. Hann strauk nú
hendi um flöskustútinn og setti
hana á munn sér og glápti á mig
um leið. — Haltu áfram, sagði
hann með hrygiurómi, — eftir
hverju ertu að bíða? Ég verð að
klára þessa mynd meðan hend-
umar á mér eru sikjálftalausar,
og áður en ég er orðinn skítfull-
ur.
Ég hitti Marcellu í dyrunum
að búningsherberginu. Hún hélt
rökum klút, sem þefjaði af ilm-
vatni, að enni sér. • Hún talaði
við mig og ég vonaði, að svip-
urinn á mér bæri ekki með sér
áfallið sem ég hafði orðið fyrir.
Við dagsbirtuna leit hún næst-
um enn verr út en hún haíði'
gert morðkvöldið. Grátt andlit-
ið, glanslaust hárið og augun
eins og kolamolar, minntu mig
á eina gamla frænku föður míns,
sem mynd hafði verið máluð af
dauðri.
Marcella gekk inn í vinnu-
stofuna og fram hjá Hank bál-
Hrúturinn, 21. mar/ — 19. april.
Söluhæfileikar |»ínir (iru mjös miklir núna, hvert sem starf þitt
l>itt annars er.
Nautið, 20. apríl — 20. mai.
I»ú verúur að gera þér «:reiii fyrir, að hve miklu leyti önii þín
svarar kostnaði.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní.
I*ú mátt ekki treysta á það, að allir séu þér sammála, nema þú
srerir grrein fyrir skoðunum þínum rækilega. I»að getur líka valdið
deilum.
Krahbinn, 21. júní — 22. júlí.
I»ú ert í vandræðum vegna þess, að þess er krafi/t aí þér, að
þú komir í stað einhvers. I»ú þekkir ekki starfssvið hans næKTilenra
vel, Ofi: ert leiður í svu>inn.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst.
Vertu við því búiim að þurfa að breyta áformum þínuin uð
einhverju leyti veiriia aðfferða, sem eru mjÖR aðkallandi.
Mærin, 23. ágúst — 22. september.
Þegar þú hefur komið dagsverkinu frá
reyna að njóta lífsins vel.
svo að vel sé, skaltu
Vogin, 23. september — 22. október.
Nú er rétti tíminn til að bregða út af venju os reyna eittllvað
nýtt.
Sporðdrekinn, 23. október — 21. nóvember.
Kerfisbundnar tilraunir bera árangrur, þar sem þú serðir sí/,t rúð
fyrir sliku. I’ú skalt hlýða á hollráðin.
Bogmaðurinn, 22. nóvember — 21. desember.
Tafir veröa þér aðeins til sóðs, því að þá sést áransurinn betur.
Steingeitin, 22. desember — 19. janúar.
Allt, sem þú segir um aðra verður þú að grrannskoða áður en
þú lætur þér það af muiini tara til að það valdi ekki misslcilningi.
t»ú hefur ekki ráð á því að vera álitinn hlutdræsur eða fjallu um
staðreyndir með ónákva-mui.
Vatnsberinn, 20. janúar — 18. febrúar.
I’ólk, sem hefur sæmilega sjálfstjórn, setur orðið þér að liði,
einkanlesa ef þú skipulegsur verkið. sem vinna skal.
Fiskarnir, 19. febrnar — 20. marz.
Beyndll að fá liollráö. flamlir vinir þekkja kannski ráð við
lansvarandi óþæsindum.
vondum, settist á stól við glugg
ann og horfði út á götuna. Mér
fannst eins og hún væri að velta
því fyrir sér — af litlum áhuga
þó — hvernig það mundi vera
að fleygja sér út um gluggann.
Henni hefði getað liðið betur
einni síns liðs, lausri við þenn
an sífulla mann sinn með háðs-
glottið og uppþotin, en af ein-
hverjum ástæðum hafði hann
heimtað, að hún væri alltaf inni
hjá honum þegar hann væri að
mála, kannski vegna þess, að
sokka
innra með sér vildi hann sýna
henni, að hann ynni raunveru
lega eitthvað, enda þótt hann
þyrfti það ekki vegna auðæfa
hennar. 1 dag brá að minnsta
kosti ekki út af þessu, enda
þótt vesældarlega andlitið á
Marcellu hefði getað hrært
steinhjarta.
Ég rankaði við mér þegar
Hank öskraði upp, hætti að vor-
kenna konunni hans og lokaði
dyrunum að búningsherberg-
ínu. Það er nú sitthvað fleira,
sem er erfitt að þrauka af, hugs
aði ég, þegar ég flýtti mér að
fara i bláu sjómannsbuxurnar
og blússuna og lét hárið faila
niður á axlir, til þess að vera
„Patty Alden“ í siglingabáts-
myndinni, sem Hank var að
mála. Mér leið óskaplega á taug
unum. Ef Hank yrði of and-
styggilegur, var alveg viðbúið,
að ég færi að lemja hann, enda
þótt atvinna mín væri í veði, og
Concord lysing
Concord lompi
ca*pc stroii’
VXí
buxur
Vogue sokkabuxur fegra fótleggi
yðar. i Vogue sokkabuxur
myndast engin hné. Þær falla
þétt að, en gefa þó vel eftír.
Silkimjúk áferðin og aðlögunar-
hæfnin stafar af því, að garmð
í þeim er teygjanlegra,
fingerðara og þéttprjónaðra
en almennt geri%t.
Heildsöludreifing:
JOHN LINDSAY HF. SÍMI 26400
Hafbúdín
Audbrekku4Q.
4 2120.