Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1371 21 — Alþingi Stóriðja Framh. af bls. 12 en meira en 20 meðal frysti- hús miðað við framileiðslu ál- bræðsluininar á næsta ári, þegar hún nær fullum afköstum. GJALDEYRISÖFLUN A FJÁRFESTA KRÓNU Sé gjaldeyrisöflunin íhuguð miðað við fjárfesta krónu, an:n- ans vegar í álframleiðslu og hins vegar í sjávarútvegi, fæst eiiranig fróðlegur samanburður. Stofn- kostoaður Búrfelsvirkj unar full- gerðrar er um 40 millj. dala, eða um 3520 millj. kr. á núgildandi gengi. Miðað við fullnýtinigu fara um 63% ortkunnar til ÍSAL, en 37% til innanilandsnotkuinar. 63% stofn'kostmaðar, en það er okkar fjárfesting vegna álver's ins, ar um 2243 miillj. kr. Nú þarf eiranig að hafa í huga, að hefð- um við þurft að byggja mirani virlkjanir í fleiri áföngum, mundd 'aukakostoaður til inna'nlands- notkuraar seranilega hafa orðið að minnsta kosti 40% meiri. Þessi þáttuj- samsvarar um 521 millj. kr., sem að réttur lagi ætti að dragast frá stofnkostnaði Búrfellsvirkjunar vegn orku- notkunar álversins og er þá fjár- festing okkar þess vegraa um 1722 millj. kr. Fyrir þessa fjár- festingu fáum við um 812 millj. fer. í nettó gjaldeyriistefejum á ári, þegar álverið í Straumsvík er fullgert. Hrein gjaldeyris- öflun á fjárfesta krónu af okkar hálfu vegna álbræðslunmar er því um 47% á ári, en stofn- feostnaður að sjálfsögðu í eitt skipti. Sé sjávarútvegsdæmið tekið til samainibuirðar, lítur það í stórum dráttum þaninig út:' Stofnkostnaður um 20 frysti- húsa, um 50 millj. kr. hvert, væri um 982 millj. kr. Til þess að fiska fyrir þessi frystihús þyrfti mjög varlega re'knað 20 skuttogara, sem kosta mundu um 1888 millj. kr. Stotofeos'toaður 80—90 105 tonna báta, ef þeir ættu að afla frystihúsunum hrá- efni's, yrði enin meiri. Hrein gjaldeyrisöflun þessa frystihúsa og togara, sem næmi sömu upphæð og álversins, yrði aðeins 28% af fjárfestiingarupp- hæðinni á ári, á móti 47% þegar áldæmið var reiknað. Þetta sýnir okkur að hrein gj aldeyrisöflun á hverja fjár- festa krónu í álbræðslu með þeim hætti, sem af okkar hálfu var um samið, er allt að 67% meiri en í sjávarútvegi. Vissulega get ur skakkað einhverju í slíkum út reikningi, en varlega mætti ætla að hrein gjaldeyrisöflun á fjár- festa krónu vegna álframleiðsl- unnar sé a.m.k. helmingi meiri en í aðalatvinnuvegi okkar, togara- út.gerð og frysitihúsarekstri — miðað við nýstofnun. KÍSILIÐJAN MERKILEGT IÐJUVER Stundum er rætt um Kísiliðj- una við Mývatn í sambandi við stóriðju. Ekki vegna þess, að um svo mikið stórgróðafyrirtæki sé að ræða, fremur vegna hins að hér er um nýjan efnaiðnað að ræða í hlutafélagi með erlendu áhættufjármagni, en rikið á þar meirihluta hlutafjár. Kisiliðjan er vissulega athyglisvert iðnfyrir tæki, og jafnframt er rekið sér stakt sölufyrirtæki í tengslum við hana með aðsetri i Húsavík. Brúttótekjur Kísiliðjunnar í er- lendum gjaldeyri munu hafa num ið um 150 millj. króna árið 1970. Áætlað er að hreinar gjaldeyris tekjur séu um 100 millj., króna, en það svarar til 2—3 meðalstórra frystihúsa eða 3—4 togara í hreinni gjaldeyrisöflun nú, þegar verðlag er í hámarki. Það er því sízt ástæða til að gera lítið úr gildi slíks iðjuvers, eins og stund um hefir verið gert. Það má ekki gleyma því, að 'hrein gjaldeyrisöflun leiðir að jafnaði til aukinna þjóðartekna, sem nemur nálægt fjórfalt því, sem hinum auknu gjaldeyristekj um nemur. Hver ný iðnvæðing í landinu leiðir líka að jatoaði til örvunar annarri iðnþróun, bæði beint og óbeint. MISMUNANDl REKSTRAR FORM STÓRIÐJUNNAR Rekstrarform stóriðjunnar get ur, að sjálfsögðu, verið með mis munandi hætti. Slíkt er ákvörðun aratriði hverju sinni, sem Al- þingi ætti úrslitaákvörðun um. Við gerð álsamninganna var það form valið, að við værum ekki eignaraðilar að álbræðslunni og rekstraráhættan þar af leiðandi öll á höndum svissneska álfélags ins. Okkar hagur liggur svo í um sömdu framleiðslugjaldi, sem fyr irtækið greiðir, í rafmagnssamn ingnum, sem lánsfé til Búrfells- virfejunar og lægra rafmagns- verð til almennings en ella grund vallast á, í höfninni i Straumsvík sem fyrirtækið ber ber kostnað inn af, í vinnulaunum til íslend iinga, bæði á byggingartíma og við rekstur, en við álbræðsluna vinna nær eingöngu íslendingar. Að öðru leyti höfum við svo ann an hag af beinum og óbeinum við skiptum fjölmargra fyrirtækja og einstaklinga við ISAL, í málm iðnaði, rafmagnsiðnaði, skipa- flutningum o.m.fl. Á þetta allt ber að líta í heild, þegar metnar eru samningagerðir og samskipti við ÍSAL. Oft var deild hér á Alþingi um ýmis atriði samninga og skal ég ekki fara að rifja það upp nú. Raf magnsverðið þótti ekki nógu hátt framleiðslugjaidið var talið of lágt o. s. frv. Rafmagnið er greitt i dollurum og álverið er skuldbundið til þess að greiða rafmagnið, hvort sem það notar það eða ekki. Þetta er nú ástæðam til þesis, að þegar of- framleiðsla er á hrááli á heims- markaði og víða er dregið úr framleiðslu álbræðslunnar, eða þeim lokað í bili, heldur stöðug álbræðsla áfram hér. ATVINNUJÖFNUNARSJÓÐUR Gjaldið á hvert framleitt tonn kemur því einnig til greiðslu, en það er, eins og kunnugt er, aðal tekjulind Atvinnujöfnunarsjóðs, sem gegnir því mikilvæga hlut- verki að renna stoðum undir at- vinnulífið um gjörvallt land, m.eð lánveitingum til kaupa atvinnu- tækja þar, fiskiskipa og annars, sem til uppbyggingar leiðir og jafnar aðstöðu fólksins í landinu. Það hefir verið áætlað, að tekj ur Atvinnujöfnunarsjóðs yrðu strax á árinu 1973 100 milljómir króna af framleiðslugjaldi álvers iras og færu síðan ört hæfekandi á næsta áratug, um og yíir 200 millj. kr. árlega, með núverandi gengi dollarans. Við íslendingar eigum ekki annan sjóð, sem bygg ir sig örar upp með árlegu, eigin framlagi. Vitaskuld hefir svo Hafnarfirði verið álbræðslan og Straumsvíkurhöfn ómetanlegt. Hafnarfjörður fær fyrst í stað 25% framleiðslugjalds ÍSAL, en síðar 20%. Og Straumsvíkurhöfn fær Hafnarfjörður í sinn hlut. SAMANBURÐUR VIÐ ÁLVER í NOREGI Á sinum tíma töldu sumir hér i þinginu, að Norðmenn hefðu búið betur um viðskipti sin við Svisslendinga við byggingu og rekstur svipaðrar álbræðslu í Husnes. Við vitum nú um sikatt- greiðslurnar í Noregi, eftir að rekstur hófst þar og höfum nú sam'an,burð hér. SikattgreiðSlur Söral í Husnes voru árið 1969 um 765.00 kr. á hverja lest af fram leiddu áli. Á tímabilinu frá 1. okt. 1969, en þá var rekstur ÍSAL að heíjast hér og til 31. des. 1970, greiddi ÍSAL kr. 1.343,00 á hverja framleidda lest af áli, sem er 75,5% hærra en í Noregi. Árið 1970 munu skattgreiðslur i Noregi hafa orðið ®ára litlar vegma óhag'stæðs re'kstrair. Mér er tjáð að sfeattgjald ÍSAL þetta ár sé um fimim sinnum hrænra á framleitt tonin en sikattar verfe- smið'juranar í Noregi. Þessi ár 1969 og 1970, liggur fyrir, að þegar samian er talið skattgjald og greiðslan fyrir raforku á hvert framleitt tonn af hrááli, þá eru greiðslur samtals veru- lega hærri hér en hjá hliðstæðri átbræðslu í Noregi. ALÞINGI SKIPI STÓRIÐJUNEFND Segja mætti, að fyrr hefði ver ið ástæða til að setja slíka nefnd á laggirnar á vegum Alþingis, sem þessi þingsályktunartillaga gerir ráð fyrir. Á það get ég fús lega fallizt og má þá telja til minnar yfirsjónar að hafa ekki beitt mér fyrir því sem iðnaðar- ráðherra. Ég dreg ekki í efa að slík nefndarskipan fyi’r hefði komið að góðum notum. Þegar heimildarlög til stórframkvæmda í orkumálum voru afgreidd á síðasta þingi, hlaut að því að koma, að efnt yrði til slíkrar nefndanskipunar eða frekari. að- gerða til undirbúnings stóriðju. Ég fann sárt til þess oft og ein- att, hversu litlum main'nafla við höfðum á að skipa til þess að ryðja veginn áfram til frekari sit'óstiðj u í tenigsluim við stóir- virkj anir. Ég vil því leyfa mér að vona, að ekki þurfi að koma til ágrein ings um þetta mál nú, er hindri framgang þess í þinginu. Sagt hefir verið frá því opinber lega, að hæstvirtur iðnaðarráð- herra hafi skipað sérstaka nefnd sér til ráðuneytis í stóriðjumál- um. Ég fagna þvi sérstaklega að dr. Jóhannes Nordal, seðlabanka stjóri, er formaður þeirra nefnd ar, en á honum hvildi langmest ur þungi við undirbúning fyrstu stóriðjunnar hér á landi. Slík ráðunautanefnd ráðherra á fyllsta rétt á sér, en dregur á engan hátt nema síður sé, úr nauðsyn skipun ar þeirrar stóriðjunefndar Alþing is, sem þingsályktuniartillagan á þingskjali 30 lýtur að. Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja til, að þessari tillögu verði að lokinni fyrri umræðu visað til háttvirtr ar allsherjarnefndar. Um mál þetta urðu talsverðar umræður og tóku þar til máls, auk Jóhanns, Magnús Kjartans- son, iðnaðarráðherra og Geir Hallgrímsson. Verður sagt nánar frá þeim umræðum í blaðinu á morgun. — Hallarekstur Framh. af bls. 5 við hagstæðum greiðslujöfnuði í heild, þannig að gjaldeyris- staða bankanna muni batna um rúml. 1000 millj. kr. á árinu. Spariinnlán hafa haldið áfram að aukast, en með minni hraða en á sl. ári, og veltiinnlán hafa aukizt mjög mikið. Hins vegar hefur- aukning útlána verið miklu hraðari en innlána í heild. Engu að síður hafa lánastofn- anir bætt nokkuð lausaf járstöðu sína i Seðlabankanum. Aftur á móti hefur verið um- talsverður hallarekstur á rikis- sjóði að undanförnu, og eru horf ur á, að hann muni halda áfram. I þessu sambandi er vert að huga að þeim breytingum, sem oi'ðið hafa á ástandi og horfum i efnahagsmálum. Nú er ríkj- andi þensla í eftirspurn og skort ur á vinnuafli, og möguleikar á framleiðsluaukningu því þrengri en áður var. Þar við bætist, að I frekar eru horfur á versnandf viðskiptakjörum út á við en hitt. Undir þessum kringumstæðum er nauðsynlegt, að ríkissjóður stefni að ríflegum tekjuafgangi, til þess að efnahagslegt jafnvægi fari ekki úr skorðum. Horfur í Jiessum efnum virðast, því mið- ur, ekki vænlegar.“ Rússagildi í kvöld RÚSSAGILDIÐ verður haldið í kvöld, miðvikudag, í Sigtúni og hefst kl. 19. Magister bibendi verður Pálmi Ragnar Pálmason, verkfræðing- ur, en aðalræðumaður, Árni Björnsson, þjóðháttafræðingur. Aðgöngumiðar verða aeldir í dag í anddyri Háskólans og við innganginn. Rússagildið er einungis fyrir Istúdenta og gesti þeirra. Skipsfjóri Óskum eftir að ráða vanan skipstjóra og matsvein á nýlegan 20 rúmlesta bát til línu- veiða strax. Upplýsingar í síma 3-43-49. Sendisveinn óskast hálfan eða allan daginn. Æskilega með skeilinöðru eða reiðhjól. Fasteig naþiónustan, Austurstræti 17, 3. hæð (Silli og Valdi). S. 26600. TRÉKLOSSAR ÚR SVÖRTU LEÐRI Stærðir: 25—46. Póstsendum. Skóverzlun Péfurs Andréssonar Laugavegi 17 — Framnesvegi 2. Happdrœttisbifreið Krabbameinsfélagsins, árgerð 1971 Nú bjóðum við yður, sem vinning í nýbyrjuðu happdrætti, Dodge Dart-Custom, 6 manna amerískan fólksbíl, 4ra dyra, með vökvastýri, aflhemlum, sjálfskiptingu, útvarpi, afturrúðublás- ara og fleiri nýjungum. Skattfrjáls vinningur. — Miðinn kostar 50 krónur. Dregið í næsta mánuði, þann 24. desember. DRÆTTI ALDREI FRESTAÐ.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.