Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVEMBER 1971
, ,Str engj ahl j óm urinn
minnti á Dettifoss64
— sagði Björn Ólafsson, fulltrúi Íslands
í Heimssinfóníuhljómsveitinni
„I»að er skoðun mín, að sé það
nokkuð, sem sé sameinandi í
heiminum i dag, þá sé það
tónlistin. Enda er það í sam-
ræmi við það, sem einn ágæt-
ur íslendingur sagði við mig,
en hann starfar hjá Samein-
uðu þjóðunum: — Hjá Sam-
einuðu þjóðimum eru haldn-
ar ræður um mikilvæg mái-
efni fyrir tómum bekkjum, en
þegar haidnir eru hljómieik-
ar sem þessir, þá er troðfullt
hús og allir hlusta.“ Þannigr
fórust Birni Ólafssyni, kons-
ertmeistara, orð á fundi með
fréttamönnum, þar sem hann
skýrði frá för sinni til Banda
ríkjanna. þar sem hann lék
í Heimssinfóníuhljómsveit-
inni sem fulltrúi Sinfóníu-
hljómsveitar fslands.
Heimssinfóníuhljómsveitin,
World Symphony Orchestra,
var skipuð 141 hljóðfæraleik-
ara frá rúmlega 60 löndum og
flestum ríkjum Bandaríkj-
anna. Þessir hljóðfæraleikar-
ar voru saman í eina viku,
dagana 19. tii 26. október og
léku á þessum tima á þrenn-
um hljómleikum í Bandaríkj-
unum. Það voru ýmis félaga-
samtök, stofnanir og fyrir-
tæki í Bandaríkjunum, sem
stóðu fyrir þessari samvinnu
hljómlistarmanna úr öllum
heiminum, þeirra á meðal Pe-
ople-to-Peopie-samtökin, fé-
lög Sameinuðu þjóð£inna í
Bandaríkjunum, fyrirtæki
Walt Disneys, flugfélögin
Pan American Airlines og
Eastem Airlines og ýmsir
fleiri aðilar.
Undirbúninigurinn stóð í
um hálft ár og unnu fjölda-
margir að þessu verkefni.
Sinfóniuhljómsveit Islands
var boðið að tilnefna fiðlu-
leikara í hóp 1. fiðlu, og
varð Björn Ólafsson, konsert
meistari fyrir valinu. Hann
fór utan til New York 15.
okt., en 19. okt, hófst hin elg
inlega dagskrá hljómsveitar-
innar. Þann dag var sameigin
legur morgunverður hljómlist
armannanna og fékk þá hver
þeirra sérstaka orðu til að
bera þessa daga og var borð-
inn í fánalitum viðkomandi
lands. Síðan hófust æfingar
og var æft í þremur hljóm-
leikasölum í New York;
Camegie Hall, sem Bjöm
taldi bezta hljómleikasal sem
hann hefði nokkurn tímann
komið í, Radio City Music
HaJl og síðan í Lincoln Cent-
er, þar sem fyrstu hljómleik-
amir voru haldnir. Stjóm
andi hljómsveitarinnar var
bandariski hijómsveitarstjór-
inn Arthur Fiedler, sem er
heimsfrægur fyrir stjórn
Boston Pops-hljómsveitarinn-
ar, en hann er nú orðinn 77
ára gamall, en þó enn i fullu
fjöri. Efnisskráin á hljómleik
Björn Ölafsson, konsert.nieistari, nieð gjafirnar til minning;
ar um Heimssinfóníuhljómsveitina. (Ljósm. Mhl. Kr. Ben.)
unúm var þessi: „Fanfare for
the Common Man“ eftir Cop-
'land, Hátiðarforleikur op. 96
eftir Sjostakovitch, Forleikur
og „Liebestot" úr „Tristan og
Isolde“ eftir Wagner, „Furur
Rómaborgar" eftir Respighi,
Dans eftir argentínska tón-
skáldið Ginastera og Svita úr
„Gaite Parisienne" eftir Off-
enbach. Var sama efnisskrá-
in á öllum þrennum hljóm-
leikunum.
Síðan var haldið til Or-
lando á Florida og þar voru
haldnir hljómleikar fyrir ut-
an Öskubuskuhöllina i hinum
nýopnaða „Heimi Walt Disn-
eys“, sem er risastór skemmti
garður með gifurlega miklurn
og fullikomnum útbúnaði tll
að skemmta fólki. Voru
hljómleikarnir þáttur í
vígslu „heimsins“. Síðustu
hljómleikamir voru svo í
Framh. á bis. 15
Kartöflubændur sitja
með umf ramf ramleiðslu
Uppskeran 30-40 þúsund tunnum of mikil
— Varnarmái
Framhalci af bls. 32.
för varnariiðsins, og þess vegna
vildu kommúnistar i lengustu
lög halda varnarmálunum innan
ríkisstjórnarinnar, en utan Al-
þingis. Þvi spurði hann, hvort
málið yrði iagt fyrir Alþingi, áð-
ur en utanríkisráðherra legði til-
lögu sínar fyrir ríkisstjómina
eða eftir að hann gerir það.
Utanrikisráðherra: Ég hef ekki
gert mér grein fyrir því. En ég
undirstrika, að ákvörðunin í mál-
inu verður Alþingis. Og siðar
sagði utanríkisráðherra: Það
veður ekkert skref stigið, án þess
að Alþimgi fái að viita um það
og hafi um það úrskurðarvald.
Vegna ummæla Sveins Bene-
diktssonar um það, að fullrar að-
gátar væri þörf í öryggismálum
Islendinga, sagði utanríkisráð-
herra: Við ætlum að vera áfram
í NATO og við ætlum að endur-
skoða, hvað við þurfum af hendi
að láta til þess að standa við
skuldbindingar okkar. Það er að-
staða fyrir NATO. Það er aðvör-
unarkerfi. En spumimgin er í
mínum huga: Er þörf á herliði.
Kotaðir bílar til sölu
árg. í þ. kr.
■71 Vauxhall Viva 255
'70 Opel Rekord 350
'70 VauxhaH Victor 260
'69 Vauxhali Victor, stat.
'68 Scout 800 250
'67 Opel Caravan 305
'67 Chevrolet Malibu 275
'67 Opel Caravan, 6 cyl. 275
'66 Scout 800 195
'66 Chevrolet Nova 195
'66 Chevrolet Chevy V. 160
'67 Toyota jeppi 210
'67 Dodge Coronet 280
'66 PMC Gloria 150
KARTÖFLUUPPSKERAN
hefur orðið svo góð á þessu
hausti, að offramleiðsla virð-
ist vera á kartöflum. Sam-
kvæmt talningu sem Græn-
metissalan hefur gert, mun
uppskeran nema um 140—
150 þúsund tunnum, en árs-
notkun í landinu mun vera
nálægt 110 þúsund tunnur.
Tölurnar eru þó ekki ná-
kvæmar, því nokkuð hefur
orðið að áætla, að því er Jó-
hann Jónasson, forstjóri
Grænmetissölunnar tjáði
Morgunblaðinu.
Sagði hann að þetta væri ör-
ugglega mesta kartöfluuppskera,
sem nokkurn tíma hefði fengizt
hér á landi. Árið 1939 var geysi-
góð uppskera miðað við niður-
setningu, en þá var ekki svo
mikið sett niður, enda ekki
komnar til stórvirkar vélar.
Sú uppskera var aldrei mæld,
því megnið af henni ónýttist
vegna kartöflumyglu.
Jónas sagði að Grænmetissal-
an hefði að sjálfsögðu ekki við
meiri kartöflur að gera en þær
sem hún selur, en 65 verzlanir
á landinu taka að auki við kart-
öflum og selja. Væri reynt að
kaupa hlutfallslega af mönnum,
eftir þvi sem hægt væri, en
hvað yrði um það sem ekki
gengi út væri óráðið.
ENGIN VERKSMIÐ-IA
Mbl. hringdi i framhaldi af
þessu til Magnúsar Sigurlásson-
ar, fréttaritara blaðsins í
Þykkvabænum, en þar var fram-
leiddur stór hluti af kartöflum
á markaðinum. Sagði Magús í
athugun hvort hægt yrði að
gera eitthvað við umframfram-
leiðsluna. En gallinn væri sá að
engin verksmiðja væri hér til,
til þess að vinna úr kartöflum
sterkju eða eitthvað annað, og
því nýttist ekki umframfram-
leiðsla eða smákartöflurnar, sem
alltaf legðust til.
Sagði Magnús að framleiðend-
ur væru gramir yfir því, að hafa
engin ítök í Grænmetisverzlun-
inni, sem er eign Framleiðslu-
ráðs og fyndist seinagangur á
könnun á hugsanlegum verk-
smiðjuiekstri og nýtingu á þess-
ari vöru til annarra hluta en
beinnar neyzlu. En enginn mað-
ur, sem þama ætti hagsmuna að
gæta, væri í stjórn Grænmetis-
sölunnar.
— Lækna-
miðstöð
Framh. af bls. 2
hluta, en sem störfuðu að hluta
hjá læknamiðstöðinni.
Bæjarráð fór þess á leit, að
nefndin starfaði áfram að undir-
búningstofnunar læknamiðstöðv-
ar fyrir Akureyri og hefði hún
samband við heilbrigðisyfirvöld
landsins um málið. Lögð yrði
fyrir bæjarráð kostnaðar- og
fjármögnunaráætlun fyrir stöð-
ina. Þessi afgreiðsla bæjarráðs
hefur nú verið samþykkt í bæj-
arstjórn.
— Sv. P.
— Flugfélögin
Framliald af bls. 32.
herra, þótt vandinn sé þjóðfélags
legur að vissu leyti.
Það var skýrsla um þú fundi,
sem fulltrúar félaganna voru nú
að gefa ráðherrunum, er efnt var
aftur til fundar hjá samgöngu-
málaráðherra og fjármálaráð-
herra.
Sagði Hannibal að flugfélögin
mundu halda áfram viðræðum og
teldi hann farsælasta lausn, ef
þau gætu leyst þessi mál með
sem minnstum ríkisafskiptum.
Hjólaði á bíl
Um kl. 6,50 í gækvöldi ók
drengur á skellinöðru á bíl
á gatnaimótum Nesvegar og
Kaplaskjólsvegar. Tvíbrotn-
aði hann á öðrum fæti við
áreksturinm.
Skrifstofur Meistarasambands bygginga-
manna og Meistarafélaganna í Skipholti 70,
verða
lokoðor eftir hddegi í dog
vegna jarðarfarar Gríms Bjarnasonar, pípu-
lagningameistara.
Fiskibátur til sölu
Til sölu er 26 rúmlesta eikarbátur, byggður. 1962, búinn 240
ha Scania vél, frá árinu 1970 I bátnum er Elac-fisksjá, 48 sjm,
Decca-radar, 4^ tonna togspil og álklædd lest. Bátur og bún-
aður í mjög góðu ástandi.
Allar upplýsingar veitir Jónatan Sveinsson, lögfr., Reykjavík,
í síma 83053, eftir kl. 17, og Símon Ellertsson, Dalvík, sími
96-61163.
<c
►
Ut m !!
í «tuttumáli
TJÓN Á VARÐSKIPI
Talsvert tjón vairð á va<rð-,
skipimi Ægi, þegar olíudæl- ^
ur, sem dæla olíu af dráttar-
spili og akkerisvindum slkips-
ins, biluðu. Gerðist það þegar J
skipið var að fara úir höfnl
síðast, og þurfti það að sraúaí
við inn, til að láta gera við
þetta.
Er þetta tafsöm viðgerð, að
því er Pétur Sigurðsson, for-
stjóri Landhelgisgæzlunnar
tjáði blaðinu. Fór meiri(
hluti áhafnar Ægis á meðan
yfir í varðskipið Albert, sem,
er við landhelgisgæzlu.
GÆZLA AUKIN VI»
FLUGVÉUARNAR
Lögreglan í Glasgow vinn-
ur að því að reyna að hafa
upp á þeim, sem hringdi og
kvað sprengju vera í Flug-
félagsvél, en eklki hefur enn
■hafzt upp á þeim, sem þar
var að verki.
Gæzla hefur verið aukin við
flugvélar félagsims í Glasgow,
þar sem tvívegis hefur verið
um sllkt sprengjugabb að
ræða. Er gæzlan auikin við
sjálfa flugvélina þar meðan
hún hefur viðdvöl, og einnig
í sambandi við vörur, farþega-
farangur og annað, sem fer
um borð, en slíkt er gert á
vegum löggæzlunna-r í Gla3-
gow.
FYRIRLESTUR UM
ÍSL. BÓKMENNTIR
Guðmundur G. Hagalín,
sem er gistifyrirlesari við
Háskóla íslands í vetur, flyt
ur fyrirlestra um íslenzlkar
bókmenmtir á fimmtudögum
kl. 18,15 í 1. kennslusitofu Há-
skólanis. An nar fyrirlestur
hanis verður á morgun,
fimimtudaginn 4. nóvember,
og er öllum heiimill aðgang-
ur. — (Frétt frá H. f.)