Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 03.11.1971, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐÍÐ, MIÐVIKUDAGUR 3. NÓVBMBER 1971 25 IflK i fréttum áSSki 0 Y. - SLl HVAB HRÆÐSLA ER NÚ 1»AÐ? Rudi Omankowski, línudans ari, sýndi íbúum Björgvinjar í Noregi nýlega listir sínar á eft irminnilegan hátt. Hann lét strengja línu á milli tveggja stor hýsa og gekk síðan eftir henni á milli þakanna — með bundið fyrir augun! Áhorfendur stóðu á öndinni af spenningi — en Rudi fór léttilega alla leiðina — utan eitt augnablik, er hann hrasaði, en datt þó ekki niður en varð að setjast á línuna. — Voru sumir helzt á þeirri skoð un eftir á, að þetta hefði aðeins verið hluti af sýningu hans — til að gera hana meira spenn andi. -En sýningin var hluti af fjársöfnun og á meðan Rudi „spásséraði" uppi i „háloftun um“, gengu skátastúlkur og dre-ngir á milli manna fyrir neð an og söfnuðu peningum í bauka. „Pú ert kát og góðlynd, jat'n vel þegar þú ert köliuð ,Bo)la‘. — tfwf — NY GERÐ AF HÖXTUM Þessi hattur kom fram á tízku sýningu hattaframleiðanda í Englandi nýlega og fylgdu lion um þau meðmæli, að hann hæfði konum á öllum aldri við öll tækifæri. Okkur finnst hann líkastur spaghettibúnti, en eitt hvað verða konunnar að ha,fa á höfðinu! Anna prinsessa er mjög gefin fyrir að prýða höf-uð sitt alls konar höttum og hér sjáum við tvö sýnishorn. Þann efri þarf væntanlega ekki að út- skýra neitt frekar, en sá neðri er hluti af einkennisbúningi brezks hermanns, en Anna klæddist þes-sum búningi, er hún heimsótti brezka he-rdeild í Hong Kong. — Eins og sjá má á neðri myndinni, hefur henni ekki þótt ástæða til að taka af sér eyrnalokkana! ☆ IIÆTTA Á NÆSTA LEITI - Eftir John Saunders og Alden McWiliianis I KNOW My HORSES, PETE.'... AND I KNOW PEOPU6/ BEUEVE ME ...HEE.HEE...ITAL BEA PERFECT COMBINATION/ /f k Wf/,utAmy .Jæja, Raven, eins og þeir segja: Sé þig í réttarsalnum. Kannski er ég sá tieppni. Hvað meinarðu, Canton? (2. mynd) Ég fæ að minnsta kosti heiðar- Ieg réttarhöld. Ég er ekki viss um að vinkona þin, Helena Handolph, trúi á lagaleiðina. (3. mynd). Ég er ekki viss, frú Kandolph. Ertu viss tim að þú viljir setja herra Raven á Hvirfilbyl? Ég þekki hestana mína, Pétur, og ég þekki fólk. Trúðu mér, he, he, þeir eru eins og skap- aðir hvor fyrir annan. FORBOÐNI AVÖXTURINN FREISTAÐI Tveir ungir merin í Chester í Englandi voru handteknir, grun aðir uim innbrot 1 íbúðarhús. —- Við rannsókn kom í ljós, að þjóf arnir höfðu þitið í epli á staðn um og tannaförin í eplunum féllu nákvæmlega að taningörð um félaganna. Þeir sáu sitt ó- vænna og játuðu á stundinni — og um leið játuðu þeir á sig um 50 innþrot af svipuðu tagi! ☆ SPAKMÆLI Yfirleitt lltur bóndinn með heilbrigðu raunsæi á afstöou mannsins til hins eilífa. Hann er hvorki hugsæis- né efnis- hyggjumaður, heldur einmitt raunsæismaður, maður veruleik ans. Þeim mun sannari er líka hans sanni trúarþáttur. Hann blæs sig ekki út, gengur ekki alltaf um með ímyndað heims- stjórnarstærilæti í kollinum. Hann veit, að rétt eins og hann sjál'fur meðhöndlar sæðið, með- höndlar Guð sjálfan hann. Þann ig verst bóndinn þeirri heimsku og þeim belgingshætti, sem eru kátbrosleg í fari hinna „and- l-egu stórmenna". — Bóndinn er í eðli sínu trúaður vegna þess, að hann er aldrei sjálfum sér nægur. Hann finnur, að hann er undirgefinn æðri hendi. — E. Berg-grav. MORGUNBLAÐSHUSINU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.