Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 10

Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÓVEMBER 1971 4 Stúdentafélag Reykjavikiir 100 ára: Vettvangur umræðna og skoðanaskipta Ræít við nokkra velunnara þess og formenn I DAG eru 100 ár í liðin síðan Stúdentafélag { Reykjavíkur var stofnað. í Það er því að öllum lík- l indum elzta „málfundafé-» iag“ þessa lands, enda er, saga þess á tíðum mjög merk og koma vissir þætt ir hennar inn í sjálfstæð- isharáttuna. í tilefni af þessum merkisviðburði hafði Morgunblaðið samband við nokkra formenn fé- lagsins eða velunnara og fara viðtölin við þá hér á I eftir. Sameiginlegur vettvangur Jóhann Ragnarsson hæsta- réttarlögmaður er núverandii formaður Stúdentafélagsins og þótti þvl rétt að bera þar fyrst niður. — Hvað viltu segja fyrst í tilefni af 100 ára afmæli félags ins? — Stúdentafélag Reykjavlk ur var stofnað af stúdentum Prestaskólans og Læknasköl- ans, en stúdentar Prestaskól- ans munu þá hafa verið 15 en Læknaskólans 5. Á þeim tíma var starfandi í Reykjaviik fé- lag, sem hét Kvöldfélagið og voru margir stúdentar meðal féiagsmanna þess. Kvöldféiagið Jóhann RagnarSson. taldi stjórnmálabaráttu ekki meðal sinna viðfangsefna en stjómmálaáhugi var mikill með ai stúdenta á þessum árum. — Hvernig verður 100 ára afmæiisins minnzt? — Með sérstaklegri dagskrá í rfikisútvarpinu 14. nóvember. Þar verður saga þess rakin, minnzt atburða úr sögu féiags ins og rætt við formann þess á 50 ára afmælinu, Vilhjálm Þ. GLsiason, en eflaust þekk- ir enginn núlifandi manna sögu þess betur en hann, Þá er i athugun og undir- búningi útgáfa afmælisríts fé- iagsins. Fyrirhugað er að þar verði stuttlega rakín saga þess og síðan verði valið úrval af ræðura og fyrirLestrum, sem fiuttír hafa veríð á vegum fé- lagsins, Að vanda verður hald- inn fuliveldísfagnaður að kvöldi 30. nóvember og verð- ur afmælisins jafnframt minnzt þar. Aðalræðuna í hófinu flyt- ur Viihjálmur Þ. Gislason, sem eins og fyrr er að vikið var formaður á 50 ára afmseíi fé- Iagsins, auk þess sem hann kom mjög mikið við sögu í öllu stúdentalífi í Reykjavik á fyrstu árum Háskóla Isiands. — Hver er tilgangur féiags eins og Stúdentaféla.gs Reykja víkur? — í Árbókum Reyfcjavíkur 1871 segir dr. Jón Helgason, að tilgangurinn með stofnun Stúdentafélagsins hafi ver- ið „að koma á blómlegu og þjóðlegu stúdentalífi í Reykjavik, fræða hver annan og skemmta með fyrirlestr- um og umræðum, glæða áhuga annarra á menntun og framför um og styðja að þeim.“ í þessum anda hefur féiag- ið jafnan starfað, Á fyrstu áratugunum tók félagið mik- ínn þátt í sjálfstæðisbar- áttunni og ætíð hefur verið í félaginu mikið um fundahöld um þau málefni, sem hæst hef- ur borið i þjóðlífinu á hverj- um tíma. Skemmtanir félagsirts hafa alltaf verið í stúdenta anda og gamlir félagar í rík- um mæli notið samverusbund- anna. Núverandi stjórn féiags- ins hiefur áhuga á að efla starf félagsins í þessuim anda. — Nú fjölgar stúdentum ört á hverju ári. Spumingin er því, hvemig Stúdentaféiagið geti brugðizt við þessum nýju viðhiorfum, Hver er þln skoð- un á því? — JafnMiða fjðlgun stúdenta hefur sérhæfing og hvers kyns sérþjálfun aukizt. Hætt er því við, að þeir, sem ganga mis- munandi menntabrautir fjar- iægist hver annan, og því er sameiiginlegfur vettvangur, sem Stúdentafélag Reykjavikur get ur skapað, æskiiegur til að auka samskipti og kynni stúd- enta innbyrðis og virðingu fyr ir viðfangsefnum hver annars. En það hefur elnmitt gætt vax- andi ótta við það, að í kjölfar sérhæfingarinnar komi ný stéttaskipting sérfræðinga, sem bvorfei skilja tungutak hver annars né þankagang. Stúdentafélagið getur spomað gegn slíkri þróun með því að verða sameiginlegur vetivaag- ur umræðna og skoðanaskipta og þó að það sé aldagamalt markmið, getur félagið í daig ekkí kosið sér göfugra Mut- verk en að efla biómlegi og þjóðlegt stúdentalíf og glæða áhuga á menntun og framförum. Wllllam Faulkner Guðmundur Benediktsson ráðuneytisstjóri í forsætisráðu neytiniu er einn af kunnustu velunnurum Stúdentaféiagsins á síðustu árum og þykir ómiss- andi, hvar sem Stúdentafélagið efnir tll fundar eða fagnaðar. Hann var formaður þess 1954— 1955. — Hvað var merkast, þegar þú varst formaður, Guðmund- ur? Guðmundur Beoiedikteson. — Það, að við gátum loksins fengið Þórarin Björnsson sfcóla meistara til þess að halda há- tíðaræðuna í hófi stúdenra 39. nóvember. Ræðan birtist í hei'ld í blöðum og varð allfræg, enda var hún frábær. Þá var mikið um skemmtan- ir og kölluðum við þær Kvöld- vökur Stúdentafélagsins, auk umræðufundanna. Þeir, sem settu mestan svip á félagið ag við sóttum mest til, voru: Bjarni Guðmundsson, Einar Magnússon, séra Sigurður Ein arsson, séra Sigurður Pálsson oig Guðmundur Sigurðson. Ttt tíðinda má telja, að í minni formannstið kom William Faulikner ttt landsins. Við vor- ttm að selja mlða niðri í Sjálf- stæðishúsi fyrir einhverja stúd entakvöldvökuna og höfðum fengið vitneskju um, að Faulk- ner væri að koma til landsins. Þegar Páll Ásgeir Tryiggvason kom þarna til að kaupa miða, sagði ég við hann: Er ekki upplagt að við fáum Faulkner til að koma fram á vegum St údentaf élagsins ? Páll segir, að það eigi að vera auðgert, bara að hafa samband við bandaríska sendi- ráðið. Við gerðum það, mig minnir í gegnum utanrlkisráðu neytið, — en þeir töldu á þvi ött tormerki: Hans prinsípp er að koma aldrei fram nokkurs stað ar. Eftir þessi svör töluðum við nánar við Pál Ásgeir um þetta og Pál'l gaf sig ekki, heldur hafði beint samband við Faulkner, þegar hann kom í.il iandsins. Faulkner játaði óð- ara að koma fram á vegum stúdentafélagsins. Og engir undruðust það meir en Banda- ríikjamenn. Nú voru góð ráð dýr, þvi að við höfðum stuttan tima ttt undirbúnings. Við ákváðum á stjórnarfundi að hafa athöfn í hátíðarsal Háskólans. Var það auðsótt mál, en þá var Þorkeil heitinn Jóhannesson rektor. Svo þurfti að huga að umgjörð um Faulikner. Við leituðum á náðir Gunnars Gunnarssonar rithöfundar, sem samdi á ótrú- lega skömmum tima frábært er indi, sem hann flutti í hátíðar- salnum tii heiðurs Faulkner. En timinn var svo naumur, að dr. Þórir Kr. Þórðarson vakti heila nótt ttt að þýða hana á ensku, og flutti hann þýðingu stna siðan strax að loknu máii Gunnars Gunnarssonar. Séra Sveinn Víkingur las síð an smásögu eftir Faulkner. Að Iokum las svo Faulkner sjálíur kafla úr óprentaðri bók sinni, Og eftir þvi, sem við hleruð- uni hjá bandarísika sendiráð- inu, trúðu þeir þvi illa fyrir- fram, að Faulkner kæmi fram, ver þó að hann læsi upp úr verk um sínum en allra verst þó, úr verkum sinum óprentuðum og vissu þeir ekki dæmi þess endranær. Hátíðarsalur Háiskólans var alveg troðfuliur og fór sam- koman með eindæmum fagur- lega fram. Ég vil svo segja það að lok- um, að ég minnist ákaf- lega ánægjulegrar samvinnu við meðstjórnendiur mina á ógrynni funda, en þeir voru: Guðmundur Jónasson frá Flatey á Skjálfanda, sérstak- ur afbragðsmaður, sem lézt um aldur fram, Guðni Guðmunds- son nú rektor, Björn Þorláks- son forstjóri og Hafsteinn Baldvinsson hæstaréttarlögmað ur. I>á getið þið eins verið mínir gestir Kristján Albertsson var for- rnaður Stúdentafélagsins 1924 —1925. Hann hefur ávattt lát- ið menningarmál mjög til sin taka og verið vakandi í þeim Kristján Albertsson. efnum. Frægt er, þegar hann kvaddi sér Mjóðs á Alþingis- hátíðinni 1930 og flutti minni Einars Benediktssonar. — Hver er þin fyrsta end- urminning af Stúdentafélag- inu? — Mín fyrsta minning er e.t.v. sú Iangskemmtilegasta. Ég hief varia verið meira en 10 ára, þegar við tveir jafn- aldrar lögðum upp í mikTa gönguferð á fattegum sunnu- degi um hásumar. Förinni var heitið alla leiðina inn að Eil- iðaám til að skoða fossana, en hvorugur okkar hafði séð foss áður. Þegar þangað kom, var þar mikill gleðskapur ungra manna og heyrði ég þá í fyrsta sinni nafnið Stúdentafélag ReykjaVikur. Þeir virtust flest ir vera við skál, enda var þama í tjaidi sölubúð frá einni af verzLunum Reykjaviikur og nægar birgðir drykkjarfanga. Við nálguðumst hóplnn varlega en af mikttli forvitni. Þá víik- ur sér að okkur yfirbragðsimik itt maður, hivessir á okkur auig- un og segir: Hver hefur boðið yikkur hinigað? Enginn, svörum við. Þá getið þið eins verið mín- ir gestir eins og einhvers ann- ars, sagði þá maðurinn, en þetta var þá Bjarni Jónsson frá Vogi, og gaf bann fyrirskípun til veitingamannsins um að veita okkur allt límonaði, sem við gætum í okkur látið, á sinn kostnað. Eftir þeflta mátti segja, að stúdentarnir bæru okkur á hönd'um sér og vorum við þama lengi dags. Stúdentafélagið var á þeim tíma bæði gleðskaparfélag og málfundaklúbbur stúdenta, og víst alla leiðina fram að vín- banninu 1915. Þegar ég er for- maður félagsins stendur það eingöngu fyrir umræðufund- um um þa/u mðl, sem efst eru á baugi hverju sinni. Er óhætt að futtyrða, að margir stúdentafunddr voru viðburðír í bæjarlífinu, þar sem margir merkustu menn þjóðarinnar létu til sín heyra, en því mið- ur var það iengst af í lögum félagsins, að ekkert mátti Wrt- ast úr umræðum á fundum fé- lagsins. Þetta mun þó hafa ver ið nauðsyniegt ákvæði alla þá tið, sem vínveitingar voru á fundum félagsins. — Minnlstu einhvers sérstates frá þiinni formannstíð? — Þá kom Stúdentasöngfé- lagið í Kaupmannahöfn í heim- sókn til Reylkjavíkur og söng nokkrum sinnum opinberlega.. Stúdentafélagi Reykjavíkur íannst sjálfsagt að bjóða til virðulegs kvöldverðar með dansleik á eftir til heiðurs hin um dönshu stúdentum og fór það allt mjög ánægjulega fram. — Hafði félagið efni á þvilikri raiusn? — Margir vel stæðir menn, 'gamlir og nýir félagar félags- ins lögðu fram fé til þessa fagnaðar. — Hverjir eru þér minnis- stæðastir á fundum Stúdenita- félagsins fyrr og síðar? — Ég hef nú ekki komið á fundi Stúdentafélagsins síð- ustu áratugi. Ég kom oft á stúdentafundi á menntaskóla árum mínum og síðar og minnis stæðastir eru mér: Einar Bene- diktsson, Guðmundur Finn- bogason, Árni Pálsson, Bene- dikt Sveinsson, Bjarni Jóns - son frá Vogi, Ágúst H. Bjarna- son, Gísli Jónsson og Sigurð- ur Eggerz og fleiri mæfctí nefna. Yfirleitt má segja, að á þessum árum hafi látið ttt síu heyra á stúdentafundum marg- ir helztu skörungar í stjórn- málum og meniningarlífi. Trúarmála- vikan Vilhjálmur Þ. Gíslason fyxr- um útvarpsstjóri var formað- ur Stúdentafélagsins á hálifrar aldar afmæli þess árið 1921, Þá og oft endranær hefur hann látið stúdentamál mjög t'd sin taka. Þannig kom hann mjög við sögu í baráttu Há- skólastúdenta bæði meðam hann var í Háskólanum og á árunum þar á eftir, m.a. í sam- bandi við fyrsta stúdeintaráð- ið og Mensa Academica, sem var matstofa stúdenta og dag- stofa um skeið. — Hvernig var hálfrar ald- ar afmælisins minnzt? — Með f jölmennu og góðu hófi í Iðnó, þar töluðu Sigurð- ur Eggerz, Árni Pálsson og dr. Alexander, sungið var kvæðl eftir Þorstein Gíslason og Páil Sveinsson flutti latinukvæði. Og svo var gefið út minningar- rit, sem Indriði Einarsson gkrit- aði. — Hvaða verkefni var stærst í sniðutn í þinni for- mannstíð? — Fyrir utan fundina, sem voru fjölmennir og fjörug- ir með umræðum og oft snörp- um dettum, voru nokkur verk efni sérstök. Eitt af þvii helzfca var trúarmálaviika Stúdentafé Lagsins, haldin i marz 1922. Þl

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.