Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 17

Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 17
MOR'GUNBtiAÐIÐ, SUNNUDAGUR 14. NÖVEMBER 1971 17 Fyrsta snjóföl vetrarins. (Ljósm. Mbl. Kr. Ben.) Reykjavíkurbréf Laugardagur 13. nóv. Getur þetta gerzt hér? Sl. þri ðjudag ritaði Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðis- flokksins, grein hér I blaðið, sem hann nefndi: „Getur þetta gerzl hér?“ Grein þessi var ör- stutt, en þeim mun áhrifameiri. Greinarhöfundur rakti í fáum orðum, hvernig valdaránið átti sér stað í Austur-Evrópulönd- umum, þar sem Mtlar klík- ur kommúnista hrifsuðu völdin í samsteypusitjómum við lýðræð- islega flokka, sem ekki stóðust vélráð komimúnista og létu und- an þrýstingi frá rússnesku her- valdi. Allt er þetta mitkil sorgarsaga, sem allir þekkja, þótt stað- reyndirnar virðist stundum gleymast I önn dagsins. En raunar er þetta ekki bara sorg- arsaga, heldur er þetta nánast lílka eins og lygasaga. Hverndg gat það gerzt, að lítlll hópur manna náði völdum gegn vilja þjóðarinnar? Hvernig gat það igerzt, að heiðarlegir stjómmála- leiðtogar létu teyma sig æ lengra í samstarfinu við komm- únista og að lokum svínbeygja sig? Þetta eru spurningar, sem menm hafa velt fyrir sér, og svar við þeirn Sá menn ein- ungis með því að kynna sér rækilega, hvernig málin þróuð- ust stig af stigi, kynna sér klæiki kommúnista og þaulhugs- aðar starfsaðferðir, þar sem til- igangurinn helgar meðalið. í öllum Austur-Evrópuríkjun um sögðu lýðræðissinmaðir sam- starfsmenn kommúnista: >að getur verið að þetta hafi gerzt annars staðar, en hér getur það ekki gerzt. Hér eru allir föður- landsvinir og greinir aðeins á uim stjómarhætti. >ar spurðu menn spumingarinnar: Getur þetta gerzt hér? Og þeir svör- uðu flestir eða allir neitandi; hér gerist það ekki. Nú hefur spumingunni verið varpað fram hér á landi, og hver og einn veltir þvi fyr- ir sér: getur þetta gerzt hér? Líklega hefur skipun ráð- herranefndarinnar í öryggismál um og umræðurnar um hana orðið til þesis, að þessi spurn- ing hefur orðið áleitnari en eltla, og vonandi verður hún nógu áleitin til þess, að þetia igeriist ekki. Kommúnistar eða ekki kommúnistar Stundum heyrist því fleygt, að þeir menn séu harðskeyttir, jafnvel ofstækisfullir, sem nefna englabörnin i Alþýðu- bandalaginu kommúnista. Alíir þeir, sem í erlend blöð rita um ístenzk málefni tala þó um Al- þýðubandalagið sem kommún- istaflokkinn á Islandi, og þar er ekki bara um að ræða blaða- menn og stjórnmálamenn i vest- rænum l’öndum, heldur er mönn- um í j'árntjaldslöndunum þetta jafn ljóst og öðrum. Hér í blaðinu var nýlega get- ið um tímarit, sem kommúnistar gefa út á þýzku. En í því riti sagði m.a.: „1 þingkosningunum 13. júní tapaði samsteypustjörn Sjálf- stæðisflökks og jafnaðarmanna, sem staðið hafði í 12 ár, hrein- um meirihluta sínum. Hún hlaut af alls 60 sætum á Alþingi að- eins 28. Önmur þingsæti skipt- ust á milM ýmissa vinstri flokka, þeirra á meðal Alþýðu- bandalagsins (10 sæti), þar sem kommúnistaflokkurinn er for- ystiuflökikur . . .“ Og í næsta hefti þessa tíma rits segir: „1 hinni nýju rikisstjórn (ís- Iands) sem mynduð var 11. júlí eiga Alþýðubandalagið (komm- únistar og vinstri sósíalistar) i fyrsta sinn tvo ráðherra . . >arna er að vísu ekki sagt að Alþýðubandalagið sé hreinn kiommúnistaflokkur, heldur er undirstrikað, að kommúnisf- ar séu þar í forustu, ráði þar lögum og lofum. Hér í blaðinu hefur margsinn is verið á það bent, að í Al- þýðubandalaginu væri gamli kommúnistakjarninn sá sami og ætíð hefur verið ráðandi í kommúnistahreyfingum hér á landi. En hins vegar væri Ijóst, að meðal fylgismanna Al'þýðu- bandalagsins væru margir þeir, sem ekki aðhýlitust kommúnisk ar skoðanir. Ýmsir hafa talið það æði ljótar hugrenningar, þegar á þessa staðreynd hefur verið bent, og sagt, að svona svi phreinir og hégómasnauð- ir menn eins og Magnús Kjart- ansson ag félagar gætu ekki ver- ið kammúnistar. En austur í sæi unnar reit, er nú eitthvað ann- að uppi á teningnum. >ar er það umbúðalaust sagt, að kommún- istar séu forystusveit Alþýðu- bandalagsins, og eðlilega eru kommúnistaforingjarnir austur þar stoltir af banda-mönnum sin um á íslandi, svo mikla sveit saklausra manna, sem þeim hef- ur tekizt að blekkja til fylgis við sig. Hér var í surnar spurt, hvort leyfilegt væri að tala um komm- únista á íslandi, og enn er spurt: Á að kalla kommúnista kommúnista eða á að kalla þá eitthvað annað. Unga fólkið og „Rússagrýlan44 Stundum er því haldið fram, að unga fólkið á IsLandi óttist ekkert ásælni af hálfu Sovét- ríkjanna. >að muni ekki eftir undirokun Eystrasaltsriikjanna og Austur-Evirópuríkjanna. >að hafi gteymt Ungverjalandi og rámi rétt í Tékkóslóvakíu. Bréf ritari á bágt með að trúa þessoi, en hitt er augljóst, að ungir menn eru yfirleitt bjartsýnir og vilj'a trúa hinu bezta. Er allt gott um það að segja. PLestir æskumenn, eins og raunar hinir eldri, glöddust yf- ir þvi er Willy Brandt kanslara Vestur->ýzkalandis voru veitt friðarverðlaun Nobels fyrir við- Ieitni hans til að koima á sáttum milli austurs og vesturs. Ætli sé ekki óhætt að fullyrða, að hug- sjónir unga fólksins falli í ri'k- um mæli saman við störf og stefnu vestur-þýzka kanslar- ans, og hvaða heilbrigður mað- ur dáist ekki að elju hans í við leitninni til að skapa betri heim, öryggi í stað óvissiu og ótta. Nokkrum dögum eftir að Willy Brandt hlaut Nobelsverð launin var tiikynnt, að vestur- þýzka stjórnin hefði boðizt til að borga kostnað af dvöl banda ríiskra hermanna í Vestur- >ýzkalandi til að hindra, að úr herstyrknum yrði dregið. Og hvers vegna skyldi Wil’ly Brandt berjast fyrir því, að þjóð hans taki á sig þung- ar byrðar til að kosta erlent herlið í eigin landi? Grunar ein hver Nobelsverðlaunahafann um að vilja auka á spennu í heiminum eða viahalida henni? Gaman væri að sá, sem það ger- ir, gæfi sig fram. Er ekki augljóst mál, að Willy Brandt s'kilur það, sem hvert mannsbarn ætti að geta skil’ið, að leiðin til þess að tryggja árangur baráttunn- ar fyrir friði og öryggi er sú, að Vesturveldin sýni i verki, að þau ætli ekki að láta undan siga fyrir neinni valdbeitingu? Er ekki ljóst að á öryggisráð- stefnu Evrópu verða þau að mæta jafn sterk og gagnaðilinn, ef ánangur á að nást? Skilur ekki hvert mannsbarn, að í Ráð stjórnarríkjunum eru átök miiM þeirra, sem vilja halda áfram útþenslustefnu, og hinna, sem vilja sættir? Hvorir halda menn að yrðu ofan á, ef Vesturveld- in drægju einhliða saman her- styrk sinn? Svari hver eftir þvi sem hann hefur greind tiL. En hvers vegna allt þetta tal um Willy Brandt og hans stefnu — hér á íslandi? Jú, það er vegna þess, að ólíkt höfumst við að. Vestur-þýzka stjórnin vi'll þyngja stórum sinar byrðar og þjóðariinnar allrar til þess að viðhalda styrkleikanum og veikja ekki samstöðu vestrænna þjöða. En á íslandi eru til lýð- ræðissinnaðir menn, meira að segja valdamenn, sem vilja veikja Atlantshaflsbandalagið, áður en til öryggisráðstefnu Evrópu kemur, menn, sem ætla að slá sig til riddara á þvi að þykjast svo þjóðernissinnaðir og góðir Islendingar, að ekki megi sverta nafn landsins með þvi að viðlhalda þeim vörnum, sem hér eru og Atlantshafls- bandalaginu eru geysimikilvæg- ar, ekki einu sinni á meðan ör- yggisráðstefnan er undirbúin, hvað þá heldur þar til séð verð- ur fyrir áranigur af henni. Bf þessir menn telja sig betri Is- lendinga en okkur, sem skiljum afstöðu Willy Brandts, þá þeir um það. Og ef það væri svo, að æskulýðurinn væri í raun og veru á þeirra bandi, þá væri það rétlt, að við vænum il'la á vegi staddir, en þvl trúir bréfritari ekki. Hundurinn hans Magnúsar Iðnaðar- og raforkumálaráð- herra berst nú hart um fyrir þeirri stefnu sinni að hindrað- ar verði virkjanir í landshlut- unum, en í stað þess verði land- ið allt tengt við >jórsárvirkjan ir og heildarstjórn raforkumáia verði á einni hendi. Allt verði það á valdi rikisins, en héraðs- stjórnir og yfirvöld í hinum ýmsu landshlut'um hafi þar ekk- ert að segja, nema að nafninu til. >essar fyrirætlanir hafa að vonum mætt harðri andstöðu, bæði norðanlandis og vestan, og væntanlega verður hið sama uppi á teningnum á Austurlandi. Hér er um að ræða grundvallar- stefnumörkun í einu mikilvæg- asta málefni landsins. Með þess- um tillögum er gert ráð fyrir að flytja allt vald yfir raforkumál- unum til fínna manna í Reykja- Vílk, stjómskipaðs yfirráðs, sem allt skal skipuleggja og öllu á að ráða. Auðvitað er þessi stefna í samræmi við þau sjónarmið, sem þessí maður hefur barizt fyrir alla slna tíð, miðstjórnarvaldi, sósialisma, komimúnisma eða hvað menn vilja kalla það. En þar við bætist, að hann treystl sér ekki til að stöðva hinar miklu virkjunarframkvæmdir, sem undirbúnar höfðu verið í >jórsá, og nú á að sýna, að unnt sé að hagnýta orkuna það- an, án þess að við Islendingar höldum áfram iðnvæðingu. Og því segir bann: Svona skal það vera,' og engu er líkara sn að orð hans í ríkisstjórninni I þessu tilviki sem öðrum ætli að verða áhrínsorð á meðráðherr- unum, að minnsta kosti forsæt- isráðherranum. Ólafur Jóhannesson forsætis- ráðherra hefur verið baráttu- maður fyrir þvi í sínu kjördawnl eins og aðrir þingmenn, að þar yrði virkjað til þess að sjá þess- um héruðum fyrir raforku, en brýn þörf er nú þar á aukinni raforkuframleiðslu. Hann r.agði já, við öllum aðgerðum heima- manna til þess að tryggja í senn orkuframleiðislu heima fyr- ir og yfirstjörn heimamanna yf- ir raforkuframkvæmdunum. En svo kemur Magnús Kjartansson með sína stefnu, og enn segir forsætisráðherra já. >á breigður svo við, að heima- menn fyrir norðan kalla þing- mann sinn á fund og spyrja hann, hvort hann ætli ekki að standa við stefnu sína frá því L vor, og nú segir þingmaðurinn, forsætisráðherrann, nei, skýrt og skorinort. >ar kom að því. >egar um það er að velja, hvort eigi að bafa kommiúnistana í rík isstjórninni i góðu skapi eða gæta hagsmuna kjósenda þeirra, sem komu Ólafi Jöhannessyni á þing, þá loksins segir hann ekki, já, já og nei, nei’, heldur segir já við kommana og þar með nei við umbjóðendur sina. >á varð hann loksins ákveðinn — mik- ið var, að beljan bar. Tillaga Sjálfstæðismanna Á Alþimgí hafa 9 þingmenn Sjálfstæðisflokksins flutt þings- ályktunartillögu þess efnis, að komið verði á sérstökum orku- veitum landshlutanna, sem taki vtð verkeínum Rafmagnsveiína rilkisins og þar með væri tryiggt áhrifavald landshlutanna yfir raf orkufraimkvæmdum og yfir- stjórn fólksins úti um land í þess um mikilvægu málium. Um það hefur talsvert verið rætt á undanförnum árum og áratugum, að nauðsyn bæri til að styrkja stjórnvöld í hin- um ýmsu landshlutum og auka áhrifamátt þeirra, í stað þess að draga valdið í sívaxandi madi til Reykjavíkur. Fyrir þessu berjast menn úti um land, í hvaða flokki, sem þeir eru og hvaða störf, sem þeir vinna. Og fbúar Reykjavíkursvæðisins gera sér lika grein fyrir því, að það er ekki þeirra hagur, að fólksflutningar aukist suð ur á bóginn, né heldur, að hér I höfuðborginni sé tildrað upp hverju skrifstofubákninu á fæt- ur öðru. Enginn vafi er á því, að bet- ur er farið með fjármunina við framkvæmdir úti um land, ef heimamenn sjálfir eiga þar hlut að máli og það er beinn hagur þeirra að vinna að fram- kvæmdunum á sem hagkvæmast an hátt. >að er þó ekki aðal- atriðið heldur hitt, að sjált- stjórn heimamanna ber að auka á sem flestum sviðum tiil þess að tryiggja, að þeir hafi réttmæt áhrif á stjórn mála. Stefna sú, sem ríkisstjórnin hefur boðað í raforkumál- inu, gengur þvert á þessar skoð anir og er líklegri en nokkuð annað til að hindra, að héruð- in úti um land öðdist styrk. >vert á móti er boðað, að í einum mikilvægasta mála- flokknum eigi að færa allt valdið suður. Að þessu stendur florsætisráðherra, þingmaður á Norðurlandi. En fróðlegt verð- ur að vita, hvort aliir flokks- bræður hans, sem kjömir eru. úti um land. fylgja honum. í þessu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.