Morgunblaðið - 14.11.1971, Side 16
16
MORGUNBLAjÐŒ), SUNNUDAGUR 14. NÖV'EMBER 1971
fltMyMitMiiMfr
Útgafandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraldur Svainsson.
Rilatjórar Matthías Johannassen.
Eyjóifur Konráó Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundssoit.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10-100
Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22-4-80.
Áskriftargjald 196,00 kr. á mánuði innaniands.
í lausasölu 12,00 kr. eintakið.
AGREININGUR MILLI ASI
OG RÍKISSTJÓRNAR
A ugljóst er, að alvarlegur
ágreiningur er kominn
upp milli ríkisstjórnarinnar
og helztu forystumanna
verkalýðssamtakanna um
kjaramálin. Á fundi, sem
ungir framsóknarmenn
efndu til fyrir nokkrum dög-
um, lýsti Ólafur Jóhannesson,
forsætisráðherra, því yfir, að
ríkisstjórnin teldi, að 20%
kaupmáttaraukning ætti að-
eins að ná til hinna lægst
launuðu og taldi, að þessu
markmiði væri hægt að ná
með 5—7% beinni kaup-
hækkun auk annarra aðgerða
svo sem með skattabreyting-
um, hækkun almannatrygg-
inga, styttingu vinnutíma
o. fl. Þetta sjónarmið for-
sætisráðherra var sérstak-
lega undirstrikað í forystu-
grein Tímans í gær, þar sem
skýrt var tekið fram, að þeg-
ar rætt væri um 20% aukn-
ingu kaupmáttar væri ein-
ungis átt við hina lægst laun-
uðu. Björn Jónsson, alþingis-
maður og forseti Alþýðusam-
bands íslands, er ekki á sama
máli og forsætisráðherra í
þessum efnum. í stuttu við-
tali, sem Morgunblaðið birti
við hann í gær, sagði hann
að stefna verkalýðssamtak-
anna væri skýr og greinileg.
Verkalýðssamtökin hefðu sett
fram kröfu um 20% kaup-
hækkun fyrir alla þá laun-
þega, sem Alþýðusambandið
semdi fyrir og auk þess meiri
kröfur vegna hinna lægst
launuðu.
Það fer því ekki á milli mála,
að alvarlegur ágreiningur er
kominn upp milli ríkisstjórn-
ar, sem telur sig sérstakan
málsvara „hinna vinnandi
stétta“ og fulltrúa launþega.
Þessi ágreiningur er þeim
mun athyglisverðari vegna
þess, að ríkisstjórnin hefur
senn haft um 4 mánuði til
þess að átta sig á kjaramál-
unum og taka afstöðu til
þeirra. En ástæðan fyrir því,
að kjarasamningar hafa dreg-
izt svo mjög á langinn er
fyrst og fremst sú, að ríkis-
stjórnin hefur ekki getað
skýrt nánar hvað í málefna-
samningi stjórnarflokkanna
felst.
Ríkisstjórnin lýsti því
yfir á miðju sumri, að hún
hefði í hyggju að gera ýmsar
ráðstafanir til þess að létta
útgjöldum af atvinnuvegun-
um. Að vonum telja vinnu-
veitendur ekki unnt að ganga
frá kjarasamningum fyrr en
frekari upplýsingar liggja
fyrir um þetta atriði málefna
samningsins. En engin svör
hafa fengizt við því, og er
þetta hik ríkisstjórnarinnar
nú ein helzta ástæða fyrir
því, að hvorki gengur né rek-
ur með samningagerðina. Það
óvissuástand, sem af því
skapast hefur mjög slæm
áhrif fyrir atvinnulífið og því
verður að krefjast þess, að
ríkisstjórnin geri nú þegar
á næstu dögum grein fyrir
því hvað hún raunverulega
hyggst fyrir í þessum efn-
um.
Stúdentafélag Reykjavíkur 100 ára
CJtúdentafélag Reykjavíkur
er 100 ára í dag. Það var
dag.
stofnað til verndar landsrétt-
indum 14. nóvember 1871 af
ungum stúdentum og var því
þegar í öndverðu pólitískt
félag og vettvangur sjálfstæð
isbaráttunnar. Þannig hóf
Stúdentafélagið baráttuna
fyrir íslenzkum fána þegar á
árinu 1873, og þótt því auðn-
aðist ekki að fá hvítbláinn
viðurkenndan sem þjóðfána,
varð þó sú barátta til þess,
að íslendingar fengu sinn
eigin fána fyrr en ella.
Eftir að krafan um fullan
lögskilnað við Dani kom
fram, varð Stúdentafélagið
vettvangur þeirra manna, er
lengst vildu ganga í sjálf-
stæðiskröfum þjóðarinnar.
Þannig var það á móti upp-
kastinu 1907, en með sam-
bandslögunum 1918. Mörg
mál önnur lét Stúdentafélag-
ið til sín taka, eins og Há-
skólamálið og stofnun Eim-
skipafélags íslands, að ó-
gleymdri alþýðufráeðslunni,
sem var vinsæll og merkur
þáttur í sögu félagsins um
áratuga skeið.
Síðan á fyrstu ævidögum
Stúdentafélagsins eru við-
horf öll mjög breytt. Starf-
semi þess er því að sjálfsögðu
með allt öðrum hætti en áð-
ur var. En eigi að síður á
Stúdentafélag Reykjavíkur
enn sinn tilgang og enn sitt
markmið eða eins og Jóhann
Ragnarsson, formaður félags-
ins, kemst að orði í Morgun-
blaðinu í dag, þá getur það
orðið „sameiginlegur vett-
vangur umræðna og skoð-
anaskipta. Og þó að það sé
aldargamalt markmið, getur
félagið í dag ekki kosið sér
göfugra hlutverk en að efla
blómlegt og þjóðlegt stúdenta
líf og glæða áhuga á menntun
og framförum."
Flóttafólk frá Anstnr-Pakistan
UMHVERFIÐ
I VETUR mun Félag náttúrufræðinema
rita greinaflokk undir yfirskriftinni,
umhverfið. Verður þar fjallað um það
háskalega ástand, sem nú ríkir í imi-
hverfismálum og ýmsar fyrirsjáanlegar
afleiðingar þess.
Greinarnar eiga að birtast til skiptis
í blöðunum og er ætlunin, að vikulega
verði grein í einhverju þeirra.
FÓLKSFJÖLGUN OG HUNGUR
Eitt stærsta umhverfisvandamál, sem
heimurinn glímir nú við, er fólksfjölg-
unin og hungrið, sem óhjákvæmiiega
virðist sigla í kjölfarið. Til skýringar
skulu nefndar örfáar tölur.
Mannkynið telur nú 3,5 milljarða —
3.500.000.000 — einstaklinga. Árið 2000
má reikna með að við verðum ekki færri
en 7 milljarðar, og með sama áfram-
haldi 12 milljarðar árið 2100.
Af þessum 3,5 miUjörðum, sem nú
gista jörðina, svelta eða eru vannærðir
tveir þriðju hlutar eða röskir tveir
milljarðar. Fæðuframleiðsla heimsins
vex með ári hverju og hefur möguleika
á að vaxa mikið enn. Samt sem áður
getur hún aldrei vaxið nándar nærri
jafn hratt og fólkinu fjölgar nú. Allar
tilraunir til að hefta fólksfjölgunina eða
auka matarframieiðsluna stranda fyrst
og frernst á fákunnáttu ibúa vanþró-
uðu landanna og skilningsleysi almenn-
ings á eðli vandans.
1 milljónir ára hefur maðurinn og for-
feður hans nærzt á dýrafæðu, ávöxtum
og fræjum. Hann hefur endanlega van-
ið sig á fæðu, sem verður að innihalda
eggjahvituefni dýra, en í þeim eru
amínósýrur, sem likami hans getur ekki
byggt sjálfur úr eggjahvitu og amínó-
sýrum jurta. Auk þess verður fæðan að
innihalda dýrafitu, ýmsar sykurgerðir
úr jurtaríkinu og að síðustu ýmsa
málma í mjög litlum mæli.
Þegar frummaðurinn tók að yrkja
jörðina í stað þess að byggja aðallega
á veiðunum, varð afkoma hans miklu
tryggari og honum tók að fjölga og
villtum dýrum að fækka að sama skapi.
Samtimis þessu varð aðaluppistaðan í
mat manna jurtafæða, sem inniheldur
einkum sykur og sterkju, tiltölulega
litla fitu og talsvert af eggjahvituefn-
um, en í þeim eggjahvítuefnum eru að-
allega amínósýrur, sem líkami manns-
ins getur sjálfur byggt upp, en lítið
sem ekkert af þeim amínósýrum, sem
við þurfum að fá utanfrá úr dýrafæðu.
Afleiðingin verður sú, að þriðjungur
mannkynsins fær hvorki næga eggja-
hvítu með réttri samsetningu né næg-
an kaloríufjölda en skortir rétt eggja-
hvítuefni, m. ö. o., tveir þriðju hlutar
mannkynsins svelta eggjahvítu-hungri.
Hverjar verða afleiðingarnar af eggja-
hvítuskortinum? Fyrsta æviárið skiptir
hann litlu máli, þ. e. a. s. svo lengi, sem
barnið fær móðurmjólk og þar með hin-
ar nauðsynlegu amínósýrur, oft á
kostnað heilsu vannærðrar móðurinnar.
1 vanþróuðu löndunum eru böm gjarna
höfð mjög lengi á brjósti, vegna þess að
mæðurnar vita af reynslunni, að þau
böm, sem lengi sjúga brjóst, bjarga sér
betur í lífinu en hin. Þegar svo bamið
er vanið af brjósti, fær það þá fæðu,
sem algeng er í hverju landi, og í van-
þróuðu löndunum eru það einkum hris-
grjón, maís, hveiti og sætar kartöflur.
Þessi fæða seður, en hefur ekki að
geyma réttar tegundir eggjahvítuefna.
Eggjahvítuhungrið segir því strax til
sín, og barnið hættir að vaxa með eðli-
legum hætti. Á 2.-7. aldursári verða
afleiðingamar hræðiiegastar. Á þessu
tímabili á taugakerfið að vaxa og þrosk-
ast, ef allt er með felldu, en eggjahvítu-
hungur veldur þvi að taugakerfi barns-
ins nær aldrei fullum þroska og snemma
tekur að bera á sljóleika. Það tjón, sem
verður á taugakerfinu er óbætanlegt,
jafnvel þótt bamið síðar meir neyti
réttrar fæðu, þvi öfugt við aðrar frum-
ur líkamans er ekki hægt að endumýja
eða gera við taugafrumur. Þeir, sem
svelta eggjahvítuhungri i æsku verða
þvi bæði lægri vexti, veikbyggðari og
verr gefnir en eðlilegt er, og sljóir alla
ævi, hvað sem líður mataræði fullorð-
insáranna.
1 þeim löndum, þar sem hungur er
landlægt er fólksfjölgunin lika örust, og
lausnin hlýtur að vera sú að mennta
fólkið og gera þvi kleift að skapa sér
betri lifskjör. Offramleiðslulöndin
hvorki vilja né geta til lengdar séð fyrir
þeim, sem of lítið framleiða af mat, og
þess vegna hljóta vanþróuðu löndin
sjálf að auka og þá einkum bæta fram-
leiðslu sína. Fyrst með aukinni mennt-
un verður hægt að kenna ibúum þess-
ara landa að draga úr fólksfjölguninni
og nýta landið á skynsamlegan hátt. En
aukin menntun strandar einmitt á af-
leiðingum hungursins, og þannig hefur
skapazt vítahringur, sem ekkert getur
rofið nema réttlát verðmætaskipting í
heiminum og í hverju landi, og þar
með bætt mataræði.
Ómenntaður maður heldur jafnan
dauðahaldi í viðteknar venjur, hversu
hættulegar sem þær eru honum, þvi
hann hefur enga möguleika á að öðl-
ast yfirsýn yfir ástandið. Hvernig er
hægt að sannfæra sveltandi bónda um
að hann megi ekki ávallt brjóta nýtt
land og fullnýta á fáum árum vegná
þess að fólksfjölgun og aukið þéttbýli
banni honum að ganga þannig á höfuð-
stól náttúrunnar. Hvernig er mögulegt
að fá fólk, vannært frá barneesku, til að
bylta kerfi, sem það þekkir, fyrir eitt-
hvað, sem það ekki skilur?
Fari svo, að á næsta áratug takist
okkur að koma í veg fyrir mengunina,
sem ellegar drepur okkur flest eða ðU
innan skamms, og ef við fáum ráðrúm
til að endurskipuleggja framleiðsluað-
ferðir heimsins, þannig að i stað fjár-
hagslegrar hagkvæmni fái náttúrufræði-
Framh. á bls. 23