Morgunblaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 19.11.1971, Blaðsíða 16
16 MORGÖNIBLAEHÐ, FÖSTUDAGUR 19. NÓVEMIBER 1971 Útgafandi hf. Árvakur, Roykjavik. Framkvaamdastjóri Haraldur Svainaaon. Rilatjórar Matthías Johannossen. Eyjólfur KonráS Jónsson. Aðatoðarritatjóri Styrmir Gunnarsson. Ritstjómarfulltrúi Þorbjðrn Guðmundssoft. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Ámi Garðar Kristinsson. Ritatjóm og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 10-100 Augiýsingar Aðalstrœti 6, sími 22-4-80. Áskriftargjald 195,00 kr. á mánuði innantanda. f ieusasölu 12,00 kr. eintakið. FASTEIGNASKATTAR OG ALDRAÐIR Oú skoðun á tvímælalaust ^ mikinn rétt á sér, að þjóðfélaginu beri að gera vissar ráðstafanir til þess, að öldruðum þegnum þess sé gert kleift að búa sem lengst í íbúðum sínum og út af fyr- ir sig. Til þess að svo megi verða þurfa margvíslegar ráðstafanir til að koma svo sem heimilishjálp, heimilis- hjúkrun og ýmsar félagslegar ráðstafanir. Þótt segja megi, að hér á landi hafi þessi þjónusta ekki verið rekin í þeim mæli, sem æskilegt er, er hins ekki að dyljast, að Reykjavíkurborg hefur gert stórt átak á þessu sviði á und- anförnum árum og aldraðir borgarar notið góðs af. í sambandi við þessi mál benti Ragnhildur Helgadótt- ir á það á Alþingi og Pétur Sigurðsson hefur komið þeirri tillögu á framfæri við borgaryfirvöld, að nauðsyn- legt sé að koma á fót dag- heimili aldraðra, þar sem svo háttar til, að aðrir heimilis- menn eru við vinnu sína á daginn. Með þvílíkri starf- semi vinnst það, að öldruðum er gert kleift að dveljast á heimili ástvina sinna lengur en ella og er það í senn heil- brigðara og ánægjulegra fyrir þá, sem þess njóta, auk þess sem slíkt yrði fjárhagslegur léttir fyrir þjóðfélagið. Einn þáttur þessa máls vík- ur að fasteignasköttum á íbúðir. Enginn vafi er á því, að sú skattlagning er mörgu öldruðu fólki mjög tilfínnan- leg og þess munu dæmi, að af þeim sökum einum hafi þeir orðið að grípa til þess að selja íbúðir sínar til þess að geta staðið í skilum við hið opinbera. Nú stendur fyrir dyrum hækkun fasteigna- skatts og því fyrirsjáanlegt, hverjar afleiðingar það muni hafa fyrir hina öldruðu. Af þessum sökum hafa Ragn- hildur Helgadóttir og Ólafur Einarsson flutt um það tillögu á Alþingi, að þeir, sem komn- ir eru á eftirlaunaaldur, séu undanþegnir fasteignaskatti á þeirri íbúð, sem þeir búa sjálfir í. Afnám veggjaldsins egar Keflavíkurvegurinn var lagður á sínum tíma, var sú hugmynd ofan á 1 hug- um manna, að nokkurt veg- gjald skyldi lagt á umferð- ina til þess að knýja fram lausn á því mikla samgöngu- máli. Síðan hafa verið deil- ur um það, hvort þessi skatt- lagning eigi rétt á sér. Hvað sem um það má segja, liggur fyrir, að þegar í upphafi var aldrei litið svo á af stjórn- völdum, að þessi skattlagn- ing skyldi standa til eilífðar- nóns og var sú skoðun m. a. staðfest með því að veggjald- ið hefur ekki verið hækkað, síðan það var lagt á 1965, þrátt fyrir þá verðbólgutíma, sem verið hafa. Við umræður um þetta mál á Alþingi fyrir skömmu, lagði Matthías Á. Mathiesen áherzlu á þetta atriði og eins það, að þáver- andi samgöngumálaráðherra, Ingólfur Jónsson, lýsti þeirri skoðun sinni á sl. vori, að veggjald þetta yrði niður fellt, um leið og vegaáætlun- in gengur úr gildi í árslok 1972. Er þess að vænta, að þegar ný vegaáætlun verður tekin til afgreiðslu á Alþingi í vetur, verði þessi skoðun fráfarandi samgöngumálaráð- herra ofan á. Jöfnun námsaðstöðu C*ú skoðun er nú almennt ^ viðurkennd hér á landi, að það sé ein af frumskyld- um þjóðfélagsins að gefa öll- um sem jafnasta möguleika til náms og skólagöngu, hvar sem þeir búa á landinu. Fram á síðustu ár hefur þessu ekki verið nægur gaumur gefinn, en það ber að viðurkenna, sem rétt er, að á árinu 1970 var í fyrsta sinn veittur ferða- og dvalarstyrkur til þeirra framhaldsskólanem- enda, er stunda skólagöngu fjarri heimilum sínum. Þótt þessi styrkur hafi ekki verið hár, var hann þó byrjunin, og af þeirri reynslu, sem síð- an hefur fengizt, má mikið læra um það, hvernig slík- um styrkjum skuli haga í framtíðinni. Sú mismunun, sem nú á sér stað í menntunaraðstöðu ung- menna, eftir því, hvar þau búa á landinu, er ein af höf- uðorsökunum fyrir því, hversu mjög menn leita frá strjálbýlinu til þéttbýlis- svæðanna, þar sem auðveld- ara er að kosta börn sín til mennta. Auk þess sem mis- munin verkar á þennan hátt beinlínis til fólksfækkunar í strjálbýli landsins, er enginn vafi á, að hinn mikli náms- kostnaður dregur úr krafti strjálbýlisins að öðru leyti, m. a. með því að unglingar St. Georgs skátar halda kökubasar til að safna byggingaf é KÖKUBASAR og kaffisala St. Georgs-S'káta verður í fé- lag'síieimUi Langholtskirkju sunnud. 21.11. Það þarf ek'ki útskýringa við, hvað kdku- basar og kaffisala er; það kemur ósjálfrátt vatn í munn- inn á fólki, þegar þetta er nefnt. Og hvers vegna? Auð- vitað vegna þess, að það eru einungis góðar kökur á köku- bösurum og kaffisölum, og um leið og gerð eru góð kaup, styrkir maður gott málefni. En — ekiki nærri allir vita, hvað St. Georgs-skátar eru. Baka þeir nú einhverjar sér- staklega góðar uppskriftir? Það er rétt að geta þess, ef nú einhverjir, sem þetta lesa, myndu hafa áhuga á að bæT- ast í hópinn, — að St. Georgs- skátar eru samtök gamaila Skáta, og geta aliir skátar, sem eru 21 árts og eldri, orðið félagar. Sömuieiðis makar skátanna eða aðrir velunnar- ar, hafi þeir sérstakan áhuga á þvi að gerast meðlimir fé- lagsins. 1 St. Georgs-skátahóp er enginn aldursmunur — það er ef til vil'l misjafnlega mikið hár á höfðinu og liturinn er allt upp í hvítt — kannski aðeins fleiri „broshrukkur“, sem stafa af mörgum gleði- stundium í góðum hópi — við leiki — störf — alls konar verkefni, sem kalla að. Og nú kallar að verkefni, sem krefst sameiginlegra átaka al'lra, sem vilja leggja hönd á plóg og vinna skátahreyf- ingunni gagn, en það er eitt af aðaláhugamálum þe.ssa hóps að styðja við bak þeirra ungu, þegar alvarleg vanda- mál steðja að. Hvaða vanda- mál skyidi nú vera hægt að leysa með KÖKUBASAR? Svar: 1 þetta sinn, hefjast handa um húsbyggingu eða Á Alþingt: húsakaup. Skátar eins og aðr- ir þuirfa á peningum að halda, eigi þeir að geta starfað, og enginn starfar án þess að hafa þak yfir höfuðið. Það eru óteljandi bílskúramir, bragg- amir, verbúðimair, háaloftin og kjallararnir, sem við þessi „gömlu" höfum notað fyrir fundarstað á löngum skáta- ferli. Það skal viðurkerint, að skátar i dag hafa hlotið betra hluts'kipti, hvað það snertir. Nú er það almenot viður- kennt af einstaklingum, og bæjar- og sveitarfélögum, að skátafélagsiskapurinn er holl- ur og góður félagsskapur, og ef rétt er á haldið mikilsverð- ur þáttur í uppeldi æskunnar. Það hefur því í mörgum til- vikum verið hiaupið undir bagga með húsnæði. En við verðum að gera eitthvað, sem varanlegt gildi hefur — VIÐ VILJUM BYRJA AÐ BYGGJA. Kökubasarinn og kaffisalan hefjast að lokinni guðsþjón- ustu í Langholtskirkju sunnu- daginn 21. nóv. kl. 3 e. h. Um leið og menn koma til að sjá þá fögru blómasýningu, sem þar verður í anddyri kinkj- unnar og sal, gefsit kosfur á að kaupa sér kaffi og vöfflur, og kaupa síðan heim með sér kökur. Þar með er þarft mál- efni styrkt, og vonandi allir ánægðir. Skora ég á þá, sem notið hafa góðs af skátastarf- inu á einn eða annan hátt að láta ekki sitt eftir liggja. Kökum er veiibt móttaka í anddyri kirkjunnar kl. 10—11 á sunnudagsmorguninn. Síðan koma menn í kaffi, og þurfa svo ekki endilega að kaupa sinar eigin kökur, heldur ein- hverjar aðrar tii þess að hafa heim með sér. Eitt sinn skáti - ávallt skáti. Ilrefna Tynes. LANDHELGISMAL Á FUNDI sameinaðs þinigs í gær var tekin til umræðu tiillaga sjálfstæðitsmanna um landhelgi og verndun fiskistofna. Gunnar Thoroddsen gerði grein fyrir efni tillögunnar, en síðan, tóku til máls Ólafur Jóhannes- son forsætisráðherra og Lúðvík Jósefsson sjávarúitvegsráðherra. Þá var umræðunni frestað, en þrír aliþingismenn höfðu kvatt sér hljóðs um máHiið. Skýrt verður frá umræðum um tillöguna í Morgunblaðinu á rnorgun. . ÞETTA líkan sýnir miverandi byggingar og áformaðar bygg- I ingar á vistheimilinn í Arnar- | holti. Húsin, sem fyrir eru, sjást lengst til hægri og ’ lengst til vinstri. En bygging • sú, sem nú er í undirbúningi, I er á miðri mynd og tengd I gamla luisinu vinstra megin. Aftast eru svo viðbótarluis, sem áforniað er að rísi síðar. Uppdrættir að viðbótarbygg ingunni voru lagðir fram í , borgarráði si. þriðjudag og samþykktir þar. Þarna er um að ræða tveggja hæða hús, | sem á að rúma 45 vistnienn. , Þar er einnig eldhús og mötu- neytisaðstaða fyrir sjúklinga I og starfsfólk og aðstaða fyrir I lækna. Byggingardeild borg- | arinnar og húsanieistari niunu ganga frá teikningum að nýja luisinu tii iitboðs og er hug- I myndin að það verði tilbúið I til útboðs seint á næsta ári. Eldur í timburhúsi ELDUR kom upp í gömlu timb- urhúsi við Kaplakrika í Hafnar- firði um ki. 17.30 í gær. Tatevert miiklar skemimdir urðu á húsiniu, en hluta af imnbúi tókst að bjarga. Húsið er óí'búðarhæft en þar bjó ein f jötekylda. Varaþingmaður tekur sæti JÓN Snorri Þorlieifsson, tré- smíðametetari, sem er fyrsti vara þinigmaður Alþýðubandalagsins í Reykjaví'k, tók í gær sæti á Ai- þingi í farföldium Magnúsar Kjartanssonar, iðnaðarráðherra, en ráðherrann Miggur nú veiikur á sjúkrahúsi. Jón Snorri Þorleifs son hefur átt sæti á þimgi áður. Ólöglegur veiðibúnaður? SJÓMAÐUR í Vestmannaeyjum hefur kært belgískan togara fyr- ir að vera með ólöglegan útbúm- að veiðarfæra í höfniimi í Eyj- um. Þangað leitaði togariwn vegna þess að skipstjórimni hafði veikzL Kærði sjómaðurinn á þeirri forsendu að inman í troll poka togarana var aninað smá- rdðnara rnet, sem helzt liík,ti»t neti úr huimartrolffi og vœri því allit of smáriðið. Morgunblaðiinu tókst ekki að ná í bæjarfógeba- embættið í Eyjum í gær til að fá upplýsingar um hvaða með- ferð kæran hilyti þar. 3ar fari síður til mennta en ieir, sem á þéttbýlissvæðun- um búa. Fyrir þessa sök var þings- ályktunartillaga þeirra Lárus ar Jónssonar og Ellerts B. Schram um könnun á kostn- aði og fjárhagslegri getu æskufólks í strjálbýli sann- arlega tímabær. Því að eins og Lárus Jónsson lagði rétti- lega áherzlu á við umræð- urnar á Alþingi, er það sann- arlega forsenda þess, að þessi mál séu tekin föstum tökum, að fyrir liggi annars vegar sem gleggstar upplýsingar um það, hver sé eðlilegur dvalar- og ferðakostnaður þeirra nemenda, er fram- haldsnám sækja fjarri heima- byggð, og hins vegar líklegur fjöldi nemenda, sem bæta þarf upp þennan aðstöðutmm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.