Morgunblaðið - 31.12.1971, Page 12

Morgunblaðið - 31.12.1971, Page 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971 r Að venju ritar formaður Sjálfsta'ðisflokksins áramótagrein í Mbl. á gamlársdag, og birtist grein Jóhanns Hafstein á miðsíðu blaðsins. Morgunblaðið óskaði eftir því, að forustumenn annarra stjórnmálaflokka rituðu stuttar ára- mótagreinar í blaðið og birtast þær á þessari opnu. Gylfi Þ. Gíslason — formaður Alþýðuflokksins VIÐ áramót er mikilvægara að horfa fram á við en til baka. — Hvað bíður Islendinga á næsta ári? Hvers má þjóðin vænta á komandi tímum, sem verða áreið- anlega skeið mikilla breytinga, ekki aðeins hér á landi, heldur í gjörvöllum mannheimi? Hvernig á ein fámennust þjóð veraldar að bregðast við vandamálum nýs tíma, á sviði tækni, efnahags- mála og alþjóðasamskipta? Auðvitað er ávallt hyggilegt að hafa hliðsjón af reynslu lið- ins tima, þegar hugað er að því, hvemig móta skuli stefnu fram- tíðar. Liðinn áratugur var mesta framfaraskeið, sem íslendingar hafa lifað. Náttúran var gjöfui og viðskiptakjör voru hagstæð, ef litið er á tímabilið sem heild. En hitt skipti ekki síður máli, að stjórn þjóðmála var hyggi- leg. Horfið var frá áratuga gömlum hugmyndum um hafta- búskap til nútíma hagstjómar- hátta. Seinni tíma menn munu eflaust undrast, að svo að segja ailar breytingar, sem gerðarvoru á stjóm efnahagsmála, skuli hafa sætt andmælum stjórnarand- stöðu. Sú afstaða bar vott um afturhaldssjónarmið. Raunveru- lega íhandsmenn má ekki kenna af því, hvað þeir kalla sig og stefnu sina. Afturhaldssemi kem ur fram i hinu, gegn hverju menn berjast. Á liðnum áratug barðist stjómarandstaða gegn stefnu, sem var framfarasinnuð og í samræmi við nútímasjónar- mið í þjóðmálum. f>ess vegna var hún afturhaldssöm. Nú um þessi áramót er ein mikilvægasta spumingin, sem þörf er að spyrja, sú, hvort stefna þeirra flokka, sem voru afturhaldssamir í stjómarand- stöðu, muni reynast svo áfram, er þeir hafa komizt til valda. Allir menn, sem á annað borð hafa stjómmálaskoðanir, aðhyll- ast einhver grundvallarsjónar- mið. Sum eru afturhaldssöm, önnur framfarasinnuð. Aftur- haldssömustu sjónarmið, sem nú em uppi, em sjónarmið þeirra, sem halda, að réttustu hag- stjómaraðferðir séu þær, sem tíðkuðust í vestrænum ríkjum á fyrstu áratugum aldarinnar, — þeirra, sem telja Karl Marx og Lenín hafa uppgötvað allan sann leika um þjóðfélagsmál, og þeirra, sem fylgja einangrunar- stefnu í alþjóðasamskiptum. Að mtnu viti era framfarasinnuð- ustu sjónarmið, sem nú em uppi i þjóðmálum, grundvallaratriði lýðræðissinnaðrar jafnaðarstefnu eða í meiri eða minni tengslum við hugmyndir hennar. Sem bet- ur fer fækkar þeim stöðugt, sem trúa á auðvaldshyggju fyrstu ára tuga aldarinnar. En í skjóli ein- ræðisstjórnarfars móta aftur- haldssjónarmið kommúnismans efnahagskerfi margra þjóða. Og einangrunarsinnaður þjóðemis- hroki setur svip á skoðanir margra. Hins vegar á hugsjón jafnað- arstefnunnar um samhjálp og mannúð miklu fylgi að fagna um víða veröld. í þeim anda tel- ur Alþýðuflokkurinn að stjórna eigi Islandi. Það er aðali lýðræðis legrar jafnaðarstefnu, að hún er ekki óumbreytanlegt kenninga- kerfi, menn fylgja henni ekki með hugarfari kreddutrúar- manns. Úræði hennar breytast með tímanum, þau eru ekki eins við allar aðstæður og í öllum löndum. En markmið þeirra er ávallt það, að sambúð manna og þjóða mótist af frelsi, samúð og samhjálp. íslendingum ríður nú á því meira en nokkra sinni fyrr að gera sér þess grein, að á kom- andi árum bíða okkar breytingar, sem ekki má bregðast við með afturhaldshugarfari. Til gamall- ar auðvaldshyggju, kommúnisma eða einangrunarstefnu er ekki að sækja þá stefnu, sem fylgja á. Það, sem af er þessari öld, eiga íslendingar framfarir og vel- megun fyrst og fremst að þakka miklum afköstum í sjávarútvegi. En getur sjávarútvegurinn einn fært okkur allar þær framfarir á næstu áratugum, sem nauðsyn- legar eru? Öllum Islendingum er ljós sú lífsnauðsyn, sem á þvi er að stækka landhelgina. En það eitt leysir ekki - framtíðarvanda okkar. Þótt sjávarútvegurinn Ég fagna því við þessi áramót, að nokkuð hefur þokazt í átt til aukins jafnaðar í þjóðfélaginu á síðari hluta þess árs, sem nú er að kveðja. í þá átt stefnir sú lagfæring, sem gerð hefur verið á almanna- tryggingum. — Þeim, sem aðeíns fyrir ári síðan var ætlað að draga fram lífið á tæpum 5000 krónum á mánuði, eru nú tryggð ar 10.000 króna lágmarkstekj- ur, eða 120.000 krónur á ári. Þetta er umtalsvérð þjóðfélags- Gyifi Þ. Gíslason verði án efa áfram arðbærasti atvinnuvegur íslendinga, verða aðrir útflulningsatvinnuvegir að koma til, ef framfarir eiga að geta haldið áfram að vaxa. Efla verðúr nýjan atvinnurekstur í landinu og þá fyrst og fremst iðnað. Það verður að gera með hagnýtingu vatnsafls og jarðhita. Og markaða verður að afla með viðskiptasamstarfi við aðrar þjóð ir. Þetta var ekki stefna núver- andi stjómarflokka, meðan þeir voru í stjómarandstöðu. En gæfa þjóðarinnar er undir því komin, að þeir reynist framfarasinnaðri við völd en valdalausir. Auðvitað er mikilvægt að haga málum þannig, að hagsæld eflist sem mest. Það er ekki rétt, að áherzla á aukinn hagvöxt hljóti að verða á kostnað áihuga á and- legum og mannlegum verðmæt- um. Æ meiri hagvöxtur auðveld- ar öflun slíkra gæða. En miklu væri gleymt, ef látið væri hjá liða að vekja athygli á, að mark- miðið má ekki vera það eitt, að auka framfarir í efnahagsmálum og bæta kjör. Það verður án efa enn réttara á komandi árum en það hefur verið, að engan veginn er víst, að efnahagsframfarir og bætt lifskjör hljóti að auka ham- ingju. Eitt sinn var sagt, að marg ur yrði af aurum api. Sú hætta mun fara vaxandi i framtíðinni. Þess vegna verðum við að sinna innri manni okkar í rikara mæli en við höfum gert. Við verðum að gera okkur skýrari grein fyrir því því en áður, í hverju sönn lífsgleði og farsæld er fólgin. Mesta auðsins, sem maður getur vænzt að eignast, á hann að leita hjá sjálfum sér og sínum. Með þessum orðum óska ég öllum Islendingum árs og friðar. breyting, sem bægir neyð frá margra dyrum. 1 þá átt stefnir lika löggjöfin um 40 stunda vinnuviku fólks- ins, sem framleiðslustörfin ann- ast, en það var eftir skilið fyrir rúmu ári síðan, þegar ríkisvald- ið samdi um þá réttarbót opin- berum starfsmönnum til handa. — Þetta var hin sjálfsagðasta rétt lætiskrafa, enda skai fúslega fram tekið, að þessi lagfæring sætti nú ekki teljandi mót- spyrnu. Enn hnígur það til sömu áttar, að verkafólki skuli nú með lög- um tryggt f jögurra vikna orlof, en þann rétt höfðu fjölmargar starfsstéttir þjóðfélagsins áður öðlazt. Og síðast en ekki sizt er svo ástæða til að fagna því, að þeir lægst launuðu fengu að þessu sinni nokkru meiri launabót í ný gerðum kjarasamningum, en hin ir, sem áður höfðu hlotið meiri umbun erfiðis síns. Þessum umbótum í þjóðfélagi okkar ætti þjóðin öll að fagna. Og varðar nú miklu, að breyting unni verði unað af þeim sem bet ur mega sín. Fari það svo, að hinar launahærri stéttir telji á sinn hlut gengið með þeim kjara bótum láglaunastétta, sem hér hefur verið á minnzt, og krefj- ist hlutfallslegra hækkana sér til handa, getur svo farið að engra hlutur batni, en allra versni. Það er að segja, að allar kjarabætur allra brenni þá upp á báli verðbólgunnar og ekki verði við neitt ráðið. Eftir hinar miklu launahækk- anir, sem hálaunastéttir þjóðfé- lagsins fengu á seinasta ári, hlutu jöfnunaraðgerðir að koma til. En að þeim fram komnum er þjóðinni áreiðanlega affarasæl- ast að samstilla kraftana um stöðvunaraðgerðir verðlags og launa með öllum tiltækum ráð- um og sem framast er kostur. Við, Islendingar höfum þegar fengið næga reynslu gengisfell- inga og æðandi verðbólgu, og ættum sizt af öllu að kalla áfram hald þeirrar þróunar yfir okkur. Ég heiti því á alla hugsandi menn og konur við þessi áramót að styðja einhuga hvers konar að gerðir í efnahagsmálum, sem stuðlað gætu að sköpun jafn- vægistímabils í verðlags- og launamálum. — Stóru stökkin á því sviði eru ekki til heilla, þó að til þeirra hafi illu heilli ver- ið gripið sem andsvar við síend- urteknum efnahagslegum koll- steypum i formi gengisfellinga. Auk baráttunnar gegn verð- bólgu og dýrtíð, er höfuðtak- mark íslenzkra stjórnvalda og íslenzku þjóðarinnar á komandi ári umfram allt annað það að ná fullum sigri í landhelgismálinu. Og þvi takmarki náum við ör- ugglega, við hvaða reginöfl sem er að eiga, aðeins ef þjóðin ber gæfu til að standa einhuga að 1. Frá sjónarmiði okkar Islend- inga hljóta kosningarnar og stjórnarskiptin í sumar að telj- ast morkustu tíðindi ársins. Þungamiðjan í íslenzkum stjórn málum færðist verulega til vinstri á svo afgerandi hátt að heita má einsdæmi í stjórnmála- sögu seinustu áratuga. Hægri- sinnuð rikisstjórn ásamt stuðn- ingsflokkum, sem enginn þekkti lengur mun á, vék til hliðar fyr ir nýjum, sterkum og samhent- um meiri hluta. Fólkið vildi gagnger umskipti — og fékk þau. Það vildi ekki lengur una því, að hér sæti kjör tímabil eftir kjörtímabil íhalds- samasta rkisstjórn á Norð- urlöndum, ríkisstjórn, sem Ieitt hafði af sér meira atvinnuleysi, örari verðbólgu, tiðari gengis- fellingar og vinnudeilur og meiri fólksflótta af landi brott en dæmi eru til hér á landi um áratugaskeið. Ólgandi óánægja í stjórnarflokkunum báðum fékk nú loksins útrás. Verklýðsfylgi Alþýðuflokksins brást þolin- mæði, og flokkurinn minnkaði um þriðjung. Niðurlæging Alþýðuflokksins er mál út af fyrir sig. Flokkur- inn átti þess kost að taka fullam þátt í myndun núverandi stjórn- Hannibai Vaidimarsson lausn þess, hvað sem minni hátt- ar ágreiningi um aukaatriði líð- ur. I þvi máli verður æ ljósara: Að við verðum að lýsa okkur lausa af skuldbindingum brezk- þýzka samningsins, vegna lífs- nauðsynjar þjóðarinnar og gjör- breyttra aðstæðna. Að við getum ekki hætt á það að bíða með aðgerðir okkar fram yfir alþjóðaráðstefnuna um rétt arreglur á hafinu. Að við erum að verja fyrir há körlum og bjarga frá eyðingu — ekki fyrst og fremst sjálfra okkar vegna — dýrmætu matar- búri, sem sveltandi heimur hef- ur engin efni á að missa. Og það verðum við að gera heiminum skiljanlegt, að land- grunnið er óaðskiljanlegur hluti íslands. Og þó að voldug ríki beini að okkur „skammbyssum" viðskipta legra ógnana, er það vist, að sá fslendingur er ekki til, sem taki það í mál að gera landhelgismál- ið að verzlunarvöru. Margt bendir til, að ísland njóti vaxandi skilnings fjölda þjóða í landhelgismálinu, og að nú sé einmitt rétti tíminn til að bera merkið fram til sigurs á al- þjóðavettvangi. En samt sem áð- ur. Baráttan verður hörð. í þessu örlagamáli komast Islend- ingar ekki sofandi að sigri. Megi sigur nieð sæmd í land- lielgismálinu verða höfuðatburð ur ársins 1972. Ég árna þjóðinni árs og frið- ar. Eftir langa umþóftun og stríðar umræður í flokksstjörn varð þó niðurstaðan sú, að hinn forni flokkur róttækrar al- þýðu kaus að fylgja Sjálfstæðis- flokknum gegnum sætt og súrt og hverfa með honum í stjórnar- andstöðu. „Ung var ég gefin Njáli“, sagði Bergþóra forðum. En skyldi það hafa áður gerzt í vesturevrópskri sögu, að flokk ur, sem rekur upphaf sitt til jafnaðarmanna, hafi lent hægra megin og utan við vinstristjórn? 2. Nú við áramót eru 200 dagar liðnir, síðan úrslit alþingiskosn- inganna lágu fyrir. Hvað hefur áunnizt á þessum 200 dögum? ÍJtfærsla landlielginnar í 50 mílur er tvímælalaust stærsta og örlagaríkasta viðfangsefni stjórnarinnar. Sá, sem kynn- ir sér hin ýmsu ummæli forystu- manna fráfarandi stjórnar um landhelgismálið á siðastliðnum vetri, mun ekki þurfa að efast um, að hefðu þeir ráðið ferðinni eftir kosningar, hefði alls engin útfærsla verið áformuð næstu 3 eða 4 árin. Aðeins 8 mánuðir eru liðnir síðan ráðherrar frá- farandi stjórnar kölluðu ein- hliða útfærslu landhelginnar „ævintýrapðlitík" og „siðlaust a.t Hannibal Valdimarsson - formaður S.F.V. ar. Ragnar Arnalds — formaður Alþýðubandalagsins

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.