Morgunblaðið - 31.12.1971, Síða 16
16
MORGUNKLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971
X
Útgsfandi hf. Arvakur, Rsykjavlk.
Framkv8amda8tj6ri Haraldur Svainaaon.
Rilatjórar Matthías Johanneeaen.
Cyjólfur Konráö Jónaeon.
Aðetoðarritetjóri Styrmir Gunnarsaon.
Ritatjórnarfulhrúi Þorbjörn Guðmundeaon.
Fróttaatjóri Bjöm Jóhannsson.
Auglýaingastjóri Ami Garðar Kristineeon.
Riteljórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, sími 10-100
Augiýaingar Aðalstraeti 6, sími 22-4-80.
Áekriftargjeld 196,00 kr. á mánuði innanlands.
f lausasölu 12,00 kr. eintakið.
Óvissa í Finnlandi:
Litlum breytingum
spáð í kosningunum
TILTÖLULEGA rólegri
kosningabaráttu er senn
að ljúka í Finnlandi, og í
kosningunum á sunnudag-
inn og mánudaginn er tal-
ið líklegt, að litlar breyt-
ingar verði á þingsæta-
skiptingu flokkanna. Lík-
legustu breytingarnar eru
taldar þær, að jafnaðar-
menn, sem hafa 52 þing-
sæti, styrki stöðu sína
Aramót
Aríð 1971 hefur verið Islendingum gott og gjöfult. Tíðar-
far hefur verið gott, sjávarafli mikill og verðlag út-
flutningsafurða hagstæðara en nokkru sinni áður. Mikil
framleiðsla hefur verið til lands og sjávar, nýjar atvinnu-
greinar hafa fest rætur og sjá þjóðinni nú fyrir vaxandi
hagsæld. Um þetta verður ekki deilt, en spurningin er
hins vegar um það, hvernig okkur hefur tekizt að ráða
fram úr málefnum okkar í góðærinu.
Á þessu ári urðu miklar sviptingar í stjórnmálunum. Fyrri
hluta ársins var tíðum allhart deilt, enda kosningar fram-
undan og skoðanaskiptin sá grundvöllur, sem lýðræðisleg-
ar kosningar hljóta að byggjast á. Án rökræðna og deilna
á opinberum vettvangi, getur ekki orðið um að ræða lýð-
ræðislega framvindu mála. Þess vegna verða menn að
una deilunum, og þeir, sem til áhrifastarfa veljast, verða
að rísa undir þeim.
Ekki var síðari hluti ársins tíðindasnauðari. Vinstri
stjórnin var mynduð, og margvísleg tilraunastarfsemi í
þjóðfélagsmálum hefur síðan verið stunduð. Stjórnin hóf
göngu sína með því að lofa öllum öllu. Málefnasamningur
hennar var glæstasti loforðalisti, sem séð hefur dagsins
ljós. Talsverðrar eftirvæntingar hlaut því að gæta, og ekki
verður sagt, að stjórnarmyndunin hafi verið torvelduð,
því að flestir eða allir töldu eðlilegt, að fyrrverandi stjórnar-
andstæðingar, sem nú höfðu fengið „starfhæfan" meiri
hluta á Alþingi, freistuðu þess að mynda ríkisstjórn.
Allt lék líka í lyndi fyrstu mánuðina. Hin nýja stjórn
tók við gildum sjóðum og góðu ástandi í efnahags- og at-
vinnumálum, gagnstætt því sem venja er við stjórnar-
skipti. Venjulega hrökklast ríkisstjórnir frá, vegna þess
að framundan eru miklir efnahagserfiðleikar, sem ein-
hverjir aðilar að ríkisstjórn ekki vilja axla, en í þetta skipti
var engu slíku til að dreifa. Valdahlutföllum á Alþingi var
breytt í frjálsum kosningum, og því fékk þjóðin nýja hús-
bændur.
Þegar líða tók á haustið, fór að renna upp ljós fyrir nýju
ráðherrunum. Þá fóru þeir smám saman að gera sér grein
fyrir því, að tekna þarf að afla til að standa undir stór-
auknum útgjöldum, og nú er svo komið, að fjárlög hafa
hækkað um nærfellt helming. Þau gjöld verða þjóðfélags-
þegnarnir að greiða í einu formi eða öðru.
Hveitibrauðsdagar ríkisstjórnarinnar eru liðnir, og fram-
undan er bláköld alvaran. Enn er að vísu hugmyndin að
halda áfram að ganga á þá sjóði, sem þjóðarheildin, fyrir-
tæki og einstaklingar hafa aurað saman. Nú á að þjarma
að einkafyrirtækjunum, enda segir eitt af málgögnum
ríkisstjórnarinnar, að þau megi gjarnan „fara á hausinn“.
Hag atvinnuveganna á að þrengja með því í senn að skatt-
leggja þá meira en áður, beita svo ströngum verðlags-
ákVæðum, að þau verði að ganga á höfuðstóla sína og loks
með nýju pólitísku bákni, svokallaðri Framkvæmdastofn-
un ríkisins. Allt er þetta einkenni sósíalismans, vinstri
stefnunnar, og senn mun að því líða, að afleiðing þessarar
stefnu fari að koma í ljós. Og hvernig verður þá þróunin
á nýja árinu?
Því miður er líklegt, að hagur íslenzkra atvinnuvega
fari versnandi á árinu 1972, bæði vegna rangrar stjórnar-
stefnu og gífurlegrar hækkunar útgjalda. Raunar hefur nú
svo rösklega verið kynt undir kötlunum, að naumast fer
hjá því, að geigvænleg verðbólga sé á næsta leiti. Reynsl-
an af vinstri stjórninni er með þeim hætti, að ekki er við
því að búast, að hún taki röggsamlega á málunum, heldur
munu störf hennar öll verða fálmkennd, ekki sízt með
hliðsjón af því, að þegar eru komnir alvarlegir brestir í
stjórnarsamstarfið. Samt sem áður er mjög nauðsynlegt, að
þessi stjórn sitji a.m.k, fram eftir árinu, svo að afleiðing-
ar gerða hennar komi í ljós. Þessa reynslu verður þjóðin
að ganga í gegnum, þó að hún sé dýru verði keypt.
Þegar vinstri stjórnin var mynduð, höfðu menn mestar
áhyggjur af yfirlýsingum hennar um brottrekstur varnar-
liðsins, og allmikill gnýr varð, þegar kommúnistar létu
þær upplýsingar leka út, að sérstakt samstarf ætti að hafa
við þá í öryggis- og varnarmálum með skipun ráðherra-
nefndarinnar frægu. Þeirri orrahríð lyktaði svo, að utan-
ríkisráðherra og forsætisráðherra gáfu þær yfirlýsingar, að
engin ákvörðun hefði verið tekin um brottrekstur varnar-
liðsins. Það mál yrði skoðað vandlega og síðan lagt fyrir
Alþingi til ákvörðunar. I sama mund gáfu þrír af þing-
mönnum Framsóknarflokksins yfirlýsingar um, að þeir
teldu ekki, að varnarliðið ætti að hverfa úr landi að ó-
breyttum aðstæðum. Þar með lá fyrir, að á Alþingi væri
ekki þingmeirihluti fyrir því að gera Island varnarlaust,
þó að könnun og endurmat öryggismálanna færi fram.
Þannig var bægt frá þeirri mestu hættu, sem að okkur
hefur steðjað um langt skeið, og þess vegna á að vera óhætt
að treysta því, að við munum áfram búa við öryggi, þrátt
fyrir tilvist vinstri stjórnarinnar.
Meginmál ársins 1972 verður að sjálfsögðu útfærsla fisk-
veiðitakmarkanna. Reynt hefur verið að samræma sjónar-
miðin í landhelgismálinu, og fyllstu vonir standa til þess, að
það muni takast. Ágreiningur er fyrst og fremst um það,
hvort miða eigi fiskveiðitakmörkin við 50 sjómílur eða land-
grunnið allt, en verja einungis fyrst í stað 50 sjómílna svæði,
eða þangað til búið er að mæla landgrunnið og kortleggja,
eins og Jóhann Hafstein, formaður Sjálfstæðisflókksins, hef-
ur gert tillögur um.
Á undirbúningsfundinum, sem haldinn var í júlí, vegna
væntanlegrar hafréttarráðstefnu, kom í ljós, að stuðningur
við málstað Islands er miklu meiri en menn höfðu þorað að
vona, og síðan hefur þróunin verið okkur mjög hagstæð.
Enginn gat séð það fyrir á fyrri hluta ársins, að staða okk-
ar mundi verða eins góð nokkrum mánuðum síðar og raun
ber vitni. Þess vegna er ástæðulaust að ásaka núverandi
stjórnarflokka fyrir það að binda sig við 50 mílur sl. vor.
Hins vegar verður að treysta því, að þeir láti þrákelkni ekki
ráða því, að skrefið verði ekki stigið til fulls, ef meiri líkur
eru til þess að við vinnum fullnaðar sigur, er við byggjum
mál okkar á landgrunnskenningunni, fremur en ákveðnum
mílufjölda.
Rökin fyrir þeirri skoðun eru margháttuð. I fyrsta lagi
höfum við nú um nær fjórðung aldar byggt allar okkar að-
gerðir á landgrunnskenningunni. Eignarráð strandríkja að
landgrunninu eru nú viðurkennd af alþjóðarétti, enda lýsti
Truman, þáverandi Bandaríkjaforseti, yfir eignarráðum þess
stórveldis að landgrunninu undan ströndum þess, þegar ár-
ið 1945, og augljóst er, að hafsvæðið yfir landgrunninu mun
fylgja eignarráðum að botninum fyrr en síðar. Bæði Rússar
og Bandaríkjamenn hafa lýst yfir skilningi á sérstöðu okk-
ar Islendinga, en eru hins vegar andvígir því að miðað sé við
ákveðinn mílufjölda. Er ljóst, að bæði þessi ríki vilja frek-
ar styðja landgrunnskenninguna en 50 mílna takmörk.
Utanríkisráðherra gætti þess í ræðu sinni á þingi Samein-
uðu þjóðanna að takmarka rétt okkar ekki við 50 mílur,
heldur nefndi hann 50—70 mílur, og kínverska stórveldið
hefur einmitt lýst yfir stuðningi við 50—70 mílna landhelgi
við ísland og vafalaust byggt á orðum ráðherrans.
Þegar málin eru skoðuð hleypidómalaust, sést þess vegna,
að auðveldara er fyrir okkur að reisa kröfur okkar á land-
grunnskenningunni, og er vonandi, að samstaða verði um
það.
Árið 1972 verður sjálfsagt nokkuð umhleypingasamt á
stjórnmálasviðinu. Sigurinn í landhelgismálinu er fyrir
mestu, en að öðru leyti er bæði óskandi og vonandi, að bet-
ur rætist fram úr málunum en nú horfir.
Gleðilegt nýjár!
Veikko Vennamo.
nokkuð vegna þess, að þeir
hafa barizt ótrauðir gegn
bótum til landbúnaðarins,
og má búast við að flokk-
urinn vinni aftur þrjú
þingsæti, sem hann tapaði
í síðustu þingkosningum í
marz 1970. Miðflokkurinn
mun væntanlega halda
stöðu sinni að mestu
óbreyttri, en hann hefur
varið hagsmuni landbún-
aðarins af festu. (Fylgi
flokksins hrundi úr 50
þingsætum í 36 í síðustu
kosningum).
Fylgi sjö annarra flokka,
sem bjóöa fram I kosningun
um, getur því skipt öllu máli,
en spár um úrslitin byggjast
aðeins á getgátum. Flokkur
íhaldsmanna, Einingarflokk-
urinn (37 þingsæti) vann
töluverðan sigur í síðustu
kosningum og getur í mesta
lagi gert sér vonir um að
halda því fylgi, sem hann
hlaut þá. Lítil líkindi eru til
þess að litlu borgaraflokk-
arnir, Sænski þjóðarflokkur
inn (12 þingsæti) og Frjáls-
lyndi þjóðarflokkurinn (8
þingsæti), auki fylgi sitt veru
lega. Meiri tíðinda er að
vænta frá vígstöðvum vinstri
flokkanna. Mikill klofningur
er í röðum kommúnista (fóilka
demókrata), og flokkurinn
hefur því litla möguleika á
því að bæta upp mikið fylgis
tap, sem hann varð fyrir í síð
ustu kosningum, er hann
hlaut aðeins 36 þingsæti,
færri en nokkru sinni síðan
stríðinu lauk. Vinstrisósíalist
ar geta aftur á móti gert ráð
fyrir fylgisaukningu, þótt
þeir töpuðu þeim fáu þing-
sætum sem þeir höfðu í síð-
ustu kosningum. Hugsanleg
fylgisaukning vinstrisósíal-
ista byggist á kosningabanda
lagi, sem þeir hafa gert við
kommúnista, og óánægju í
vinstra armi jafnaðarmanna
flokksins.
Mestri óvissunni í kosning
unum veldur tvímælalaust
svokallaður Dreifbýlisflokk-
ur Veikko Vennamos, sem hef
ur getið sér mikið orð fyrir
að vera slunginn áróðursmað
ur. Flokkur hans klofnaði úr
Miðflokknum og vann í
krafti stórkostlegra kosninga
loforða alls 17 þingsæti í slð-
ustu kosningum og kom út úr
þeim sem sigurvegari. Nú hef
ur Dreifbýlisflokkurinn unn
ið á sitt band lítinn flokk,
sem kallast Kristilegi flokk-
urinn, en enginn veit hverau
mikilvægur sá stuðningur
reynist eða hvort áróður
Vennamos finnur eimþá
hljómgrunn hjá finnskum
Framlnald á bls. 21.