Morgunblaðið - 31.12.1971, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971
17
ARAMOT
eftir Jóhann Hafstein
formann Sjálfstæðisflokksins
AÐ BREYTA TIL AÐ
BREYTA
Þegar kjósendur voru
leiddir að hljóðnemanum á
kjördeginum í sumar og
spurðir álits um væntanleg
úrslit kosninganna, var
áberandi svarið: ég vil
breyta. Þegar spurt var nán-
ar var svarað: ég vil breyta
til að breyta.
Á íslandi var það eins-
dæmi, að fylgt hafði verið
sömu stjórnarstefnu í þrjú
kjörtímabil, eða 12 ár. Þetta
viðbragð kjósandans að
vilja „breyta til að breyta“
var því engan veginn óeðli-
legt.
Hitt er svo annað mál,
hvað af slíku kann að ráð-
ast. Nú erum við nokkru
nær um það, þótt ekki sé
langt um liðið. Sjálfstæðis-
flokkurinn hlaut því miður
ekki svo mikið fylgi sem
skyldi, enda þótt hann héldi
atkvæðamagni sínu í tveim
stærstu kjördæmum lands-
ins, Reykjaneskjördæmi og
Reykjavík, þar sem nærri
60% kjósenda eru. Fylgis-
tap frá fyrri kosningum var
nokkuð annars staðar, en
ekki áberandi.
Fylgishrun Alþýðuflokks-
ins var sérstætt og skal
ekki fleiri orðum um það
farið. En svo var það annar
flokkur, sem beið mikið
skipbrot í kosningunum, og
það var Framsóknarflokk-
urinn. Framsóknarmenn
höfðu búizt við mikilli at-
kvæðaaukningu eftir 12
ára stjórnarandstöðu. Svo
hörmulega fór fyrir þessum
flokki, að þar, sem hann
hafði ætíð áður traustast
fylgi, tapaði hann næstum
því tíunda hverjum kjós-
anda. Þetta gerðist á Aust-
fjörðum í kjördæmi fyrr-
verandi formanns flokksins,
Eysteins Jónssonar. í kjör-
dæmi formannsins, Ólafs
Jóhannessonar, tapaði svo
flokkurinn þingsæti, en víð-
ar voru mikil afföll.
Auðvitað voru forustu-
menn Framsóknarflokksins
skelfingu lostnir, og það var
hlaupið til að setja undir
lekann. Ólafur Jóhannesson
myndaði ríkisstjóm með
bakstuðningi gamlá foringj-
ans, Eysteins Jónssonar, sem
nú ætlaði að láta sér nægja
að verða forseti Sameinaðs
þings. En fórnað var því,
sem máli skipti til kommún-
ista, atvinnumálum öllum
nema landbúnaði, viðskipta-
málum og peningamálum,
tryggingamálum og heil-
brigðismálum og lengur
mætti telja. Gamli bænda-
flokkurinn gekk undir jarð-
armen. Og það er líka
merkilegt, að sigurvegarinn
úr kosningunum, Hannibal
Valdimarsson, virðist hafa
tapað sigrinum.
Sjálfstæðisflokkurinn er
enn sú staðfesta, sem hann
hefir verið í þjóðlífinu. En
þeir, sem í léttúð vildu
„breyta til að breyta“, eru
nú margir með áhyggj-
ur vegna þess, að forustu-
menn Framsóknarflokksins
keyptu langþráð völd með
því að fá kommúnistum í
hendur mikilvægustu mál
í ríkisstjórninni.
HIÐ MIKLA MAL
Það er þægilegt fyrir
ríkisstjórn á íslandi að taka
við völdum og segja: Land-
helgismálið gengur fyrir
öllu. Um það mál hefir
aldrei verið ágreiningur
meðal íslendinga. En menn
hafa misjafnlega að því
unnið að fá viðurkenningu
annarra þjóða á rétti þessa
litla eyríkis til landgrunns-
ins, er það hvílir á, og auð-
linda þess. Fólk gleymir því
stundum í dag, að í gildi er
alþingissamþykkt frá liðnu
vori, sem gerð var að til-
hlutan fyrrverandi ríkis-
stjórnar, en þar segir m.a.,
að semja skuli fyrir haustið,
áður en Alþingi kæmi sam-
an aftur, frumvarp til laga
um landhelgi íslands. Þar
skyldi landgrunnið helgað
þessari litlu þjóð, sem vissu-
lega á þann arð, sem af því
kann að fást með erfiðr
harðra handa og sjósókn
duglegra drengja í nyrztu
höfum.
Sjávarútvegsráðherra er
formaður þessarar nefndar,
sem ekkert hefir gert, en
átti að skila Alþingi frum-
varpi til laga um landhelgi
íslands. Þegar Alþingi kem-
ur saman að nýju í janúar-
mánuði, verður frumvarpið
um landhelgina að vera til-
búið. Ef ríkisstjórnin van-
rækir það, þá verður stjórn-
arandstaðan að sjá til þess,
að svo verði.
Þegar Framsóknarmenn
mynduðu ríkisstjórn í sum-
ar þurftu þeir engar áhyggj-
ur að hafa af landhelgismál-
inu, síður en svo. Hitt er
svo annað, að stefna má góð-
um málum í óefni. Við ótt-
umst hins vegar ekki, að
ekki vinnist fullur sigur í
þessu mikla máli.
VARNARSAMTÖK
Efnilegt námsfólk erlend-
is sendir fundasamþykktir
heim um það, að erlendur
her verði að hverfa af ís-
lenzkri grund. Þann 1. des-
ember er haldin samkoma
í húsakynnum Háskólans,
og þar sitja á fremstu
bekkjaröð höfuðkempur
Framsóknarflokksins, eins
og sjá mátti á forsíðumynd
í Þjóðviljanum, þar sem
jafnframt er greint frá „bar-
áttusamkomu gegn hernámi
íslands“. Sjálfur utanríkis-
ráðherrann lætur kalla sig
upp á leiksvið til þess að
veita viðtöku ályktun frá
þessari „baráttusamkomu
gegn hernámi íslands“. —
Er það skoðun ríkisstjórn-
ar íslands í dag, að ísland
sé hernumið land? Vissu-
lega hefir lítil þjóð enga
löngun til þess að hafa her
í landi sínu. En einmitt
vegna smæðar og sögulegr-
ar arfleifðar, þá ann þessi
þjóð frelsi og mannhelgi.
Það er ekki sízt vegna þess,
sem varnarlið Bandaríkj-
anna hefir verið hér á veg-
um Atlantshafsbandalagsins
— samtaka vestrænna lýð-
ræðisríkja. Auk þess verð-
ur að telja það mjög svo
óráðlegt að veikja einhliða
varnarkeðju lýðræðisríkj-
anna í vestri, þegar búast
má við, að í næstu framtíð
geti skriður komizt á um-
leitanir við ríkin austan
járntjaldsins um gagnkvæm
an samdrátt herafla í
Evrópu.
VAR ÞETTA TIL
VINSTRI?
Ýmsum finnst, að vinstri
stefna hafi sigrað í kosning-
um í ár hér á landi. Það hef-
ir verið talað um vinstra
samstarf og vinstri samein-
ingu. Það er rétt, að þeir,
sem mestu ráða í ríkis-
stjórninni í dag, eru svokall-
aðir vinstri menn. En fjöl-
mennasta liðið að baki rík-
isstjórninni er þó ekki það,
sem kallað er vinstra fólk.
Það er bændafólkið í land-
inu, en því miður fær stefna
þess eða lífsskoðun ekki að
njóta sín sem skyldi.
Vissulega kom fram á
sjónarsviðið nýr flokkur,
svokallaðir vinstri menn og
frjálslyndir. En forustu-
menn þessa flokks koma
einmitt úr glímunni við
þröngsýni og sósíalistísk of-
ríkissjónarmið, og þá kalla
þeir sig „frjálslynda“.
Straumhvörfin í íslenzkum
stjórnmálum eru minni en
menn halda. í bili finnst
þeim, sem nú hafa völdin,
að það þurfi að skipuleggja
og aftur skipuleggja. Af
þeim sökum er sett á stofn
báknið, Framkvæmdastofn-
un ríkisins, sem svo er
nefnd, en tilgangurinn er
ekki framkvæmdaáhuginn,
heldur hitt að ná tökum á
fjárfestingarvaldinu. Litlu
verður spáð um framtíð
slíkrar stofnunar, en hún er
fyrirbrigði þjóðfélagslegs
valds, sem er andstæða ein-
staklingshyggju og fram-
taks, sem íslendingum er í
blóð borið.
FJÁRLÖG, SKATTAR
OG GENGISFELLING
Eins og oft áður var mik-
ið um að vera á Alþingi,
áður en hlé var gert á störf-
um þess fyrir jól. Þeim
mun fremur vegna þess, að
meginmál höfðu lent í und-
andrætti hjá stjórnarherr-
um, þar á meðal smáræði
eins og fjárlagafrumvarp og
skattamál. Fjárlagavandinn
var leystur síðustu vikuna
fyrir jólin með því að út-
gjaldahækkun nam um 50%
frá fjárlögum þessa árs og
hafa fáir verið afkastameiri
að þessu leyti en þeir, sem
nú skyldu leysa vandann.
Skattafrumvörp voru lögð
á borð þingmanna, en var
ætlað að bíða afgreiðslu þar
til á næsta ári. Þau voru
einstæð að því leyti, að
næstum allir áttu að lækka
í sköttum, samkvæmt út-
reikningum, en samt vant-
aði fjármálaráðherrann
stórfúlgur til þess að mæta
eyðslunni. Deilt er um það,
sem ekki ætti að þurfa að
deila um, hVerjar skatta-
álögurnar séu. Svarið fær
sá góði borgari, þegar skatt-
seðlarnir berast honum í
vor. Þá verður enginn und-
an skilinn, hvorki einstæð-
ar mæður né aldrað fólk.
Það er þó ekki vegna þess,
að ríkisstjórnin hafi viljað
ná sér niðri á þessu fólki.
Það tókst bara ekki betur
til, þegar málin voru undir-
búin, og svo var Reikni-
stofnun Háskólans gerð að
sökudólgi, enda æðrulaus
og ópersónuleg.
Loks þótti ekki hjá því
komizt að lækka gengi krón-
unnar. En það reyndist lít-
ið vandaverk. Gefin var út
um það fréttatilkynning, að
„stofngengi krónunnar væri
óbreytt miðað við dollar“.
Auðugasta þjóð heims hafði
þurft að fella gengi gjald-
miðils síns, en við íslend-
ingar ekki, — þessir miklu
menn, — „stofngengið
óbreytt"!
Allt kemur þó fram í
dagsljósið síðar: ógætileg
fjárlagaafgreiðsla, nýjar
skattaálögur og gengisfell-
ing í mesta góðæri, sem við
höfum notið með hækkandi
verði á útflutningsafurðum
landsmanna. Vissulega er
okkur vandi á höndum, þeg-
ar gengisfall verður á
Bandaríkjadollar, samhliða
hækkandi gengi gjaldmiðils
annarra viðskipalanda. En
hvers vegna að láta eins
og ekkert hafi í skorizt?
LANGTÍMAVIÐHORF
í EFNAHAGSMALUM
Ríkisstjórnin hefur hleypt
meira lofti í verðbólgu-
blöðruna en nokkur önnur
á jafnskömmum tíma. Eng-
Fraimhaid á fois. 20.