Morgunblaðið - 31.12.1971, Page 20

Morgunblaðið - 31.12.1971, Page 20
Jk MOPiGUiNELADIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971 20 Við áramót Pramh. af bls. 17 ar kaupgjalds- eða verðlags- hömlur fá staðizt siíka þenslu til lengdar. Við þetta bætist, að verðlagshækkanir eru meiri í kringum okkur en áður. Þótt þetta atriði verndi að nokkru sam- keppnisaðstöðuna út á við, verður hvorttveggja til að magna verðbólguna innan- lands, ekki sízt þar sem launasamningar eru bundn- ir vísitölu. Missi fólk trúna á verð- gildi peninga, er hætta búin fyrir sparifjármyndunina, einkum er hætta á, að fjár- magnið leiti í farvegi, sem ekki verða til beinnar fram- leiðsluaukningar í þjóð- félaginu. Hér fá yfirvöldin litlu um ráðið nema með þeim þvingunarsparnaði, sem á sér stað gegnum skattakerfið. Trú sumra stjórnarsinna á því að geta stýrt athöfnum einstakling- anna eftir leiðum, sem sam- ræmast óskum stjórnarinn- ar, en liggja í öfuga átt við óskir einstaklinganna sjálfra, er gott dæmi um skilningsleysi þeirra á al- mennum hagstjórnaraðgerð- um. Þá þykir sumum það ekki lengur góð latína að virkja erlent fjármagn til að byggja upp atvinnuvegina. Það háskalega í þessum efn- um er, að áhrifa mistaka í stóriðjumálum og virkjun- arframkvæmdum fer ekki að gæta fyrr en eftir 5—10 ár. Þær hagvaxtarfórnir, sem færðar eru með því að afsala sér skynsamlegu mati á aðstæðum, verða aldrei að fullu bættar. Það er því mis- skilningur, að hið eina, sem geti gerzt með því að láta sundurleitan hóp um stjórn- völ þjóðarskútunnar, sé að sigla henni í strand og tæma varasjóði þjóðarbúsins. Björtust framtíð er búin landsmönnum með því að velja rétta stefnu þegar í upphafi. Tiltektír ríkissstjórnar- innar hafa einkennzt af ígripum hér og þar, án til- lits til áhrifa aðgerðanna á heildarstefnuna í efnahags- málum, sem enn virðist ómótuð og eiga að mæta af- gangi. Þetta gerist á þeim tíma, sem þróun atvinnulífs og viðskiptakjara hefir ver- ið mjög hagstæð. Það veld- ur og áhyggjum, að viðhorf- in á vinnumarkaðnum eru engan veginn lofleg, og verkfall á kaupskipaflotan- um hefir nú staðið um mán- aðartíma. Slikt segir að sjálfsögðu til sín í þjóðar- búskapnum þótt síðar verði. FAGNABARSTUND Þann 21. apríl í vor var fagnaðarstund á íslandi, sem ekki mun líða úr minni. Komu þá Danir íærandi hendi með tvo dýrgripi: Flateyjarbók og Konungs- bók Eddu-kvæða. Þessar tvær gömlu skinnbækur voru táknræn afhending Dana til Islendinga á þeim íslenzku handritum, sem varðveitt hafa verið í Dan- mörku. Hugir íslendinga og Dana hafa aldrei staðið nær hver öðrum en við þennan sögulega atburð. Danir færa íslendingum fornan menningararf. Við verðum að skilja það, að vissulega kunni mörgum dönskum manni að vera eft- irsjá að þessum fornu skinn- bókum úr söfnum þeirra. Én Danir hljóta líka mikið endurgjald í veglegu íor- dæmi um bróðurleg sam- skipti þjóða. Þetta gat ekki dulizt þeim fulltrúum Ríkis- þings Dana og ríkisstjórnar, sem sóttu okkur heim á liðnu vori. Þeim hlýnaði um hjartarætur, er hinn mikli fjöldi fagnaði þeim við komuna og þar á meðal þús- undir barna, sem veifuðu dönskum og íslenzkum smá- fánum í einlægri gleði. SUÐURLANDSBRAUT 2 SÍMI 82200 GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTTÁR Veitingasalur okkar verður opinn sem hér segir um ára- mótin: Gamlársdagur kl. 8—14 Nýársdagur kl. 8— 23.30 r* A v 1. JANÚAR Melónur Surdriee Kjötseiði Trois Fiílets Steiktar aliendur með appelsínusósu 2. JANÚAR Kjörsveppasúpa Fylltur grísahryggur Danoise Ávaxtaís með krækiberjalíkjöi Borðapantanir í síma 82200. VERIÐ VELKOMIN Hin sögulega stund af- máist ekki úr hugum þeirra, sem voru svo ham- ingjusamir að fá að njóta hennar. Eins og kunnugt er hafa þúsundir íslendinga síðan skoðað dýrgripina í Hand- ritastofnuninni. íslendingar munu ávaxta sitt pund á þessu menningarsviði bók- menntanna. FRAMFARASÓKNIN HALDI AFRAM Ég hygg, að hin fámenna, íslenzka þjóð hljóti víðast hvar þann dóm, að hún sé harðdugleg og fylgxn sér. Engu að síður verðum við eins og aðrir að kunna fót- um okkar forráð. Það dugar ekki einungis að „breyta til að breyta“. Stjómvöldum landsins á liðnum árum hef- ir eflaust yfirsézt margt, eins og verða vill, og líklegt er, að svo kunni enn að reynast. Við skulum öll treysta því, að eflast megi mann- dáð og kjarkur og framfara- sókn þjóðarinnar haldi áfram. Ég leyfi mér við þessi ára- mót að senda öllu Sjálf- stæðisfólki kveðjur og þakkir fyrir brautargengi á liðnu ári og ótrauða baráttu fyrir sameiginlegum hug- sjónum sjálfstæðisstefnunn- ar. Við verðum öll að gera okkur ljóst, hversu ríka nauðsyn ber nú til þess að efla samhug og flokksstarf, sem grundvallast á áræði og drengskap, til þess að hefja þær hugsjónir til vegs, sem reynzt hafa íslendingum bezt, — frjálsræði og fram- takssemi. Andvaraleysi um öryggi landsins megum við aldrei láta henda okkur, þótt freistandi sé fvrir vopn- lausa smáþjóð að trúa engu nema góðu í samskiptum þjóða. Landsmönnum öllum óska ég árs og friðar. Mintoff til Líbyu Yaletta, London, Beirut, 30. des. — AP-NTB DOM Mintofí forsætisráðherra Möltu fór í dag í skyndiheimsókn «11 Líbýu til viðræðna við Mu- ammar Kadafí forseta. Segir í frétt frá Tripolis að Mintoff ætli aff ræða við Kadafi um afleiðing ar af væntanlegum brottflutningi brezka heriiðsins frá Möltu. Mintoff hefur krafizt sérstakr ar aukagreiffslu frá Bretum fyrir áframhaldandi aínot af herstöðv ran á eynni, en greiðí Bretar ekki 4,25 milljónir punda aukalega nú þegar er þess krafizt að brezka herliðið verði fiutt heim fyrir áramót. Birezk yfirvöld hafa óskað eftir samningaviðræðum, en jafnframt lýst því yfir að þau séu reiðubú iti til að kalla brezka herliöið heim. Heimflutningurinn tekur þó talsverðan tima, og honum getur alls ekki verið lokið fyrir áramót. Talið er að heimflutn- ingrir á mönnum og búnaði taki ailt að þrjá mánuði. Mintoff fór flugleiðis til Trip- ^oli, og var búizt við að hann héldi heim þaðan seint í kvöld eða í fyrramálið. Haft, er eftir á reiðanlegum heimildum að Mint- off muni fara fram á fjárhagsað stoð frá Líbýu til að bæta upp tekjumissinn vegna brottfarar brezka herliðsins. Bent er á að Kadafi hefur hvað eftir annað hvatt Mintoff til að loka brezku herstöðvunum á Möltu. Hefur Mintoff margsinnis heimsótt Kad afi frá því að Verkamannaflokk- — Gjaldheimta Framh. af bls. 32 frumvarp þetta hefur ekki ver- ið samþykkt á Alþingi og getur tekið breytingum í meðförum þingsins eftir áramót. Þess vegna er ekki ráðlegt fyrir fólk að treysta á að þetta ákvæði frumvarpsins verði samþykkt, enda vitað að f jölmörg sveitar- félög eru því mjög andvíg. Enn- fremur er rétt að benda á, að i frumvarpinu er lagt til að þeir, sem ekki hafa greitt opinber gjöld sín fyrir áramót greiði 114% á mánuði í refsivexti aí gjaidfallinni skuld. ur hans tók við vðldum á Möitu í júní á nýliðnu sumri, og jafnan hlotið loforð Kadafis um aðstoð. Með brottrekstri Breta fylgi'r Mintoff fordæmi Kadafis, sem lét loka ölíum brezkum og banda rískum herstöðvum í Lihýu eftir að hann komst til valda í landinu í september 1969. Ekki eru allir Möltubúar ásátt ir við stefnu Mintoffs gagnv-art Bretum, og bám stjórnarand- stæðingar fram vantraust á stjórnina á þingi x gær. Var sú til laga felld með 28 atkvæðum gegn 27. Rússar sprengja Uppsölum, 30. des. — AP-NTB SOVÉZKIK vísindanienn sprengdu snemma i morgun orkumikla kjamorkusprengjn neðanjarðar við tilraunastöðina á Semipalatinsk-svæðinu í Síberíu. Jarðhi'tpringar vegna spreng- ingarinnar mæidust hjá jarð- fræðistofnuninni í Uppsölum í Sviþjóð. Forstöðumaður stofn- unarinnar, Marcus Baath pró- fessor, segir að sprengjan háfi verið sprengd kL 6,21 i morgujl Usl. tími), og hafi styrkleiki hræringanna mælzt 6,1 stig á Rictherskala. Gott aflaár Bergen, 30. des. NTB. ÁRIÐ 1971 hefur verið gott ár fyrir fiskveiðar í Noregi. Fis!k- magn úr sjó á árinu nam 2.782. 287 tonnum, sem er hið naest- mesta í sögunni. Meira veiddiét nú af þorsiki og loðnu en noMcru sinni áður, eintoum á fyrri hluta ársins. Aflinn var tiltölulega minni siðari helming ársánis, sem átti rót sína að rekja að nokkru til tíðarfars en einnig til breytinga á sumum fiskistoíp- um. Viljum knupu lifmyndir Sólarfirma óskar eftir að kaupa fallegar vetr- arlitmyndir vegna útgáfustarfsemi. Myndirnar þurfa að vera rétt lýstar, skarpar og ógallaðar. Þær skulu hafa borizt okkur í síðasta lagi fyrir 15. febrúar nk. SÓLARFILMA, pósthólf 5205, Reykjavík.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.