Morgunblaðið - 31.12.1971, Page 22

Morgunblaðið - 31.12.1971, Page 22
_____________________________________________________________________ 22 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971 Steingrímur Benedikts- son — Kveðja Þú veizt, að það er verið að jarða hann Steingrim kennara í dag? Þannig barst mér til eyma, í gegnum sima, andlátsfregn góð- vinar míns Steingrlms Benedikts sonar fyrrverandi kennara og skólastjóra við Bamaskólann i Vestmannaeyj um. Mig setti hljóða við þessa fregn, sem í rauni.ini hefði þó ekki átt að koma mér, né nein- um öðrum, sem Steingrim þekkti á óvart, þvi að hann var búinn að heyja erfiða sjúkdómsbaráttu við þrálátan og þjáningarfullan sjúkdóm um langt árabil En andlegur styrkur Stein- grims og karlmannlegt æðruleysi var slíkt, að oftast gleymdist að lita á hann sem sjúkling. t Jón Helgason frá Eyri, Ögurhreppi, andaðist í Landspítalanum 29. desember. Jarðarförin auglýst síðar. María Þorsteinsdóttir og böm. Eftir á sé ég þó, að þegar ég heimsótti Steingrim á heimili hans i Vestmannaeyjum seinni- part júlímánaðar s.l. var hann helsjúkur maður, þó að hann gerði lítið úr veikindum sínum og vildi sízt um þau tala. Við skulum heldur gleðjast yfir þess um ssunfundum sagði hann og tala um það hvað Guð er góð ur. Þannig mæta hetjumar sínum örlögum. En Steingrímur stóð aldrei einn í lífsbaráttunni. Strax sem ungur maður tók hann þá ákvörðun, að helga krafta sína alla kirkju Guðs hér á jörð, og upp frá því var trúin á almáttugan Guð, siguraflið í lífi hans. Og í mætti þeirrar trú ar má segja, að Steingrímur ynni t Eiginmaður minn og faðir okkar, Jón Þorbjörnsson, jámsmiður, Holtagerði 28, lézt í Landspítalanum að morgni 30. desember. Kristjana Einarsdóttir og börn. t Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi EINAR GUÐMUNDSSON, skipstjóri, Boliagörðum Seltjamarnesi, lézt 19. des. Otför hefur farið fram. Þökkum auðsýnda samúð og vináttu. Halldóra Eyjólfsdóttir, Kristinn Einarsson, Gunnhildur Pálsdóttir, Hafsteinn Einarsson, Auður Sigurðardóttir, Ásgeir Einarsson, Fjóla Ragnarsdóttir og barnabörn. t Bróðir okkar THEÓDÓR STEFÁNSSON, frá Amarbæli, Hlíðarvegi 12, Selfossi, er lézt 27. des. verður jarðsunginn frá Selfosskirkju mánu- daginn 3. janúar kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á sjúkrahúsið á Selfossi. Systkini. t Kveðjuathöfn um móður okkar, GUÐFINNU iSLEIFSDÓTTUR, fyrrum húsfreyju og Ijósmóður frá Drangshlíö Eyjafjöllum, fer fram frá Kópavogskirkju mánudaginn 3. janúar kl. 10,30 f.h. Jarðarförin fer fram frá Eyvindarhólakirkju þriðjudaginn 4. janúar kj, 1,30. Böm hinnar látnu. t Hjartanlegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og útför eiginmanns míns, föður okkar og bróður GUNNLAUGS BRIEM. fyrrv. póst- og símamálastjóra. Halldóra Briem. börn, tengdabörn og systkini. t Innilega þakka ég öllum, sem á einn eða annan hátt sýndu mér og öðrum aðstandendum hlýhug, vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginkonu minnar MARGRÉTAR JÓNSDÓTTUR, skáldkonu. Sérstakar þakkir til lækna og hjúkrunarliðs Borgarspítalans. Magnús Pétursson. adlt sitt lífsstarf. Og aðgerðar- laus var hann aldrei. Hann gerð ist ötull og trúfastur foringi í starfi K.F.U.M. og K. 1 Vest- mannaeyjum, ásamt sr. Sigurjóni Þ. Ámasyni, þeim mæta sóknar- presti og heiðursmanni, sem sat að Ofanleiti um áratugaskeið. Samstarf þeirra sr. Sigur- jóns og Steingrims að kristilegu uppeldis- og mótunarstarfi fyrir unga og aldna, hefur orðið mörg um til ævilangrar blessunar og í þeim hópi er sú sem þetta rit- ar. Steingrímur kenndi mér og hinum börnunum kristinfræði í Barnaskólanum í Vestmannaeyj- um. Hann var mikiliiæfur kennari, sem ávann sér trúnað sinna ungu nemenda, gerðist sannur vinur þeirra og hlúði að hverj- um trúarneista, sem með þeim blundaði. Og það er trú míh, að í kristinfræðitímunum hjá hon- um Steingrími, hafi margur nem- andinn fengið það veganesti, sem bezt reynist, þegar við mest þurfum á styrk og hjálp að halda. Ekki þykir mér ósennilegt að hin mikla aðsókn að barna guðsþjónustunum, sem haldnar voru í Landakirkju árdegis hvem helgan dag, hafi að miklu leyti staðið í beinu sambandi við starf Steingríms í bamaskól anum. Ævinlega var hvert sæti skipað í kirkjunni, uppi og niðri og dugði varla til, oft á tíðum. Vinnuþrek Steingríms og vinnugleði var slík, að með ólik indum má teljast. Hann vann alla tíð tvöfalt starf og meira en það, svo lengi sem kraftamir entusL Flestum hefði verið það meir en ærið verkefni, að sinna þvi starfi einu, sem Stein- grímur innti af hendi í K.F.U.M. og K., þar sem hann prédikaði oft í viku, ár eftir ár, í hinum ýmsu deildum fyrir börn og full orðna. Alla tíð dáðist ég að fersk leikanum í ræðum Steingríms, þar var aldrei neín þreytumerki að finna. Hann taiaði fallegt, auðugt og þróttmikið mál og hafði skýrt og þægilegt timgu- tak. Og alltaf flutti hann mál sitt af innblæstri og trúarsann- færingu, þannig að allir hlutu að hlusta. Strax á unglingsárum mínum tókst mikil og einlæg vinátta milli mín og Steíngríms og sú vinátta varð æ traustari eftir því sem árin liðu, þó að aðstæð- ur leyfðu ekki tiða samfundi siðustu 20 árin. Það var ævin- lega gott að koma á heimili þeirra Steingrims og Hallfríðar Kristjánsdóttur, konu hans, eða „hennar Höllu hans Steingrims,“ eins og við vinir þeirra sögðum oftast. Halla var yndisleg kona, hljóðlát og yfirlætislaus, en greind og góð og trölltrygg vin um sinum öllum. Hún stóð við hlið Steingríms alla tíð, veitti honum þá stoð sem hún mátti og bjó honum og sonum þeirra gotrt heimili, mynd arlegt og blómum prýtt. Halla varð bráðkvödd fyrir 4 árum síð an og ástæðulaust er að hafa um það mörg orð, hvert áfall það var fyrir Steingorim, að sjá á bak henni, þá sjálfur farinn að heilsu. En Steingrímur stóð aidrei einn, hvorki í blíðu né í stríðu og kannski sýndi hann það aldrei betur hvem styrk trúin veitti honum, heldur en einmitt í andstreymi lífsins, sorgum þess og sjúkdómum. Nú, þegar ég veit Steingrim Benediktsson ailan, bserist sú ósk með mér, að ég hefði notað bet- ur þessa síðustu stund, sem ég átti með honum á hlýlega heimil inu hans s.l. sumar. Ég var aldrei búin að þakka honum sem bar, þá blessun sem hann veitti mér með kenningu sinni og kennslu, vináttu sinni og föðurlegri umhyggju frá fyrstu tið. Ég hefði einnig viljað segja honum, að skilnaði, að minning- arnar sem ég á frá sam- verustundunum með honum og vinunum öllum, sem með honium störfuðu í K.F.U.M. og K. á sin- um tíma, hafi veitt birtu og yl á lífsbraut mina og veitt mér dýrmæta trú á þetta líf og hið komandi. Sonum Steingríms, konum þeirra og bömum og aðstand- endum öllum votta ég mína inni legustu samúð. Guð blessi minn- ingu þeirra mætu hjóna, Hall- fríðar Kristjánsdóttur og Stein- grims Benediktssonar. Laugeirvatni 3. des. 1971. Gerður H. Jóhannsdóttir. Samúel Jón Guð- mundsson — Kveðja Eiginmaður minn, faðir okk- ar, tengdafaðir og afi, Samúel Jón Guðmundsson, Bárugötu 17, verður jarðsunginn frá Akra- neskirkju mánudaginn 3. jan- úar kl. 13.30. Þórunn Ásgeirsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Fæddur 11. nóvember 1910. Dáinn 27. desember 1971. HINN 27. desember lézt í Sjúkra- húsinu á Akranesi, Samúel Jón Guðmundsson, sjómaður frá Isa- firði. Hann hafði átt við van- heil.su að striða að undanfömu. Sjúkdóm sinn bar hann með mik- illi karlmennsku þar til yfir lauk. Samúel var fæddur að Dverga- steini í Álftafirði við Djúp 11. nóvember 1910, sonur hjónanna, Rannveigar Sigurðardóttur og Guðmundar Guðmundssonar, er þar bjuggu. Fárra ára gamall fór Samúel í fóstur til frænda sins Friðriks Guðmundssonar og Guðrúnar Guðmundsdóttur og ólst þar upp til fullorðins ára. Reyndust þau sæmdarhjón honum ■ sem beztu foreldrar alla ttð, enda bar hann hlýjan hug tii þeirra. Samúel stundaði aðallega sjómennsku á sinum yngri árum, frá Hnífsdal og ísafirði og vaT eftirsóttur í skipsrúm sakir dugnaðar og ósérhlífni. Árið 1940 kvænti^t hann eftir- lifandi konu sinni, Þórunni Ás- geirsdótfcur, ættaðri úr Stranda- Bróðir minn, Mikael Guðmundsson frá Hesteyri, sem lézt 25. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju mánudaginn 3. janúar kl. 1.30 e.h. Fyrir hönd systkina og ann- arra vandamanna, Bjarni Guðmundsson. Útför mannsins míns, Friðjóns Bjarnasonar, prentara, Freyjugötu 27a, sem andaðist 27. desember, fer fram frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 4. janúar 1972 kl. 13.30. Gyða Jónsdóttir. sýslu, hiinini ágætustu konu, sem reyndist manni sinum hinn bezti lífsförunautur alla tíð. Þau bjuggu á Isafirði þar til árið 1956, en þá fluttust þau tii Akra- ness. Þar stundaði Samúel jöfn- um höndum sjómenmsku og verkamannastörf. Þau hjón eiign- uðust 7 mannvænleg böm, en eitt misstu þau umgt. Með Samúel er hniginn í val- inn, laaiigt fyrir aldur fram, góð- ur dremgur. Þessi fátæklega kveðja verður ekki lengri, en minningin um góðan dreng miun lifa. Eftiríifandi konu hans, böm- um, tengdabömum og öðrum ætt ingjum votta ég dýpstu samúð. Gnðm. L. Þ. Guðnmndsson. Þökkuæ auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og jarðarför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa GUNNARS THORDARSONAR Jónasína Kristjánsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Börkur Gunnarsson, Steinar Gunnarsson, Margrét Björgvinsdóttir, Gurmar Steinarsson, Þrúður Steinarsdóttir, Orri Steinarsson. Þökkum innilega samúð og vinarhug, sem okkur hefur verið sýndur við andlát og út- för föður, tengdaföður og afa, Þórðar Brandssonar frá Ásmundarstöðum. Sérstaklega þökkum við Guð- nýju Guðjónsdóttur fyrir sér- staka hjúkrun og umönnun alla í veikindum hans. Páll Þórðarson, Jóruim Valdimarsdóttir, Valdimar Þórðarson, Helga Jóhannesdóttir, Geir Þórðarson, Lára Sigursteinsdóttir, Kristgerður Þórðardóttir, Andrés Andrésson, Steinn Þórðarson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.