Morgunblaðið - 31.12.1971, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 31. DESEMBER 1971
frænku, sem var bein fyrir aug-
um mínum, fylltu mig þreytuleg
um viðbjóði. Mig skyldi ekki
furða þó liði yfir mig, áður en
þessu væri lokið.
Ég beit á jaxlinn og hark-
aði af mér fyrstu lotuna. Þá
hvildi ég mig ofurlítið og hjón-
in reyktu þegjandi og eins og
óþolinmóð eftir að halda áfram
verkinu. Ég kom mér aftur í
stellingar, skjálfandi.
Klukkan tifaði áfram og vind
urinn hvein.
— Hann fer beint niður á háls
inn á mér, kvartaði Withfield.
Ég finn alveg hvernig ég fæ
kvef, stig af stigi. Og þessu til
sönnunar hnerraði hann tvisvar.
-— Ég finn það líka, sagði Flóra.
Það er ljórinn, sem hefur krækzt
upp. Hringdu í William og segðu
honum að laga hann.
En Withfield vildi heldur iaga
ljórann sjálfur en bíða hálfan
daginn eftir William og fá
lungnabólgu. Hann fór í frakk-
ann og gekk síðan upp stigann
úr vinnustofunni upp á þakið, og
fótatak hans hvarf sem
snöggvast en heyrðist svo aftur
beint uppi yfir okkur. Og svo
hófst barsmíð.
— Guð minn góður! sagði
Flóra. -— Hvernig ætti nokkur
maður að geta unnið með þenn-
an djöfulgang uppi yfir sér. En
hún hætti samt ekki að mála,
eins og ég hafði vonað að hún
gerði.
— Bang — bang — bang
heyrðist frá Withfield og högg-
in hittu á mænuná í mér og all-
ar taugar urðu að einni flækju.
Og fínt ryk féll niður úr ljór-
anum.
Ég var með æðaslátt í öllu
höfðinu og andlitið á Violet
frænku kom skarpt fram í dökk
um hring. Ég reif augun frá þess
ari sjón og myrkrið hvarf. Ég
gat þá að minnsta kosti rennt
augunum. Það var alltaf skárra
en ekki neitt.
Skrifstofuhúsnæði til leigu
Við höfum til leigu húsnaeði um 350 fm að stærð á tveimur
stöðum í borginni. Annaðhvort húsnæðið getum við leigt, en
ekki bæði í senn.
Hið fyrra, óinnréttað, á fjórðu hæð að Suðuriandsbraut 32 Það
síðara á þriðju hæð, Hringbraut 119, með nýrri innréttingu.
Upplýsirigar í sima 16576.
Samband ísl. samvinnufélaga.
Trúnaðarstarf
Stórt fyrirtæki í Reykjavík óskar að ráða ungan mann eða konu
til launagjaldkerastarfa Verzlunar- eða Samvinnuskólamenntun,
ásamt starfsreynslu æskileg Starfið er fólgið í úrreikningi og
undirbúningi vinnulauna til frekari vinnslu í skýrsluvélum
Umsækjandi þarf að geta byrjað strax eða sem fyrst.
Farið verður með umsóknir sem trúnaðarmál og öllum
umsóknum svarað.
Listhafendur leggi inn nöfn sín og upplýsingar til Morgunblaðs-
ins fyrir 5. janúar, merkt: ,,5560".
*
Skipstjóra- og stýrimannafélagið Aldan og Stýrimannafélag ís-
lands halda sameiginlegan jólatrésfagnað í Tjarnarbúð, þriðju-
daginn 4. janúar kl. 4 e. h.
Aðgöngumiðar fást á oftirtöldum stöðum:
Guðjóni Péturssyni. Þykkvabæ 1, simi 84534.
Benedikt Guðmundssyni, Skipholti 45, sími 30624.
Þorvaldi Árnasyni, Kaplaskjólsvegi 45, sími 18217,
og skrifstofu félaganna á Bárugötu 11.
Jólatrésfagnaður
Ég horfði á Flóru og her.d-
urnar á henni, sem hömuðust
við verkið.
Hún var í blettóttum slopp ut
an yfir rauðum ullarkjól, en
báðar ermarnar voru brettar
upp fyrir- olnboga. Það var langt
strik af rauðri málningu í oln-
bogabótinni á vinstri handlegg.
Það fór í taugarnar á mér. Ég
reyndi að hætta að líta á það.
Uppi yfir okkur var nú bar-
smiðinni lokið og ég heyrði
Whithfield koma niður og draga
á eftir sér fæturna.
Þessi rauða málningarklessa
— farðu og þvoðu hana af þér,
Flóra — í guðs bænum! Hún er
eins og blóð. Ég veit hún er það
ekki. Hún lyktar af málningu,
en hún lítur út eins og blóð . . .
Orðin þutu gegnum huga
minn. Það var líka rauð máln-
ing á sloppnum hennar. Þværðu
þér aldrei? Aðeins á laugardög-
um. Nú er laugardagur — þetta
er orðið vikugamalt. Á laugar-
daginn var. Það var nú dagur-
inn, sem samkvæmið var hald-
ið. Þú hlýtur að hafa þvegið áð-
ur . . .
Æ, guð minn góður. Nú var
Whitfield aftur farinn að lemja.
Néi, það var hjartað í mér. Það
var einhver heljarstór klumpur
í hálsinum á mér og ætlaði al-
veg að kæfa mig. Það lét svo
hátt í því að ég heyrði ekki
lengur hvininn í ljóranum, né
heldur tifið í klukkunni, eða
skrjáfið í penslunum hjá Flóru.
Ég var ekki lengur til. Bara
hjartað uppi í hálsi og barsmíð
fyrir eyrunum.
Ég hafði alltaf vitað þetta. Síð
an þarna um morguninn, þegar
Gordon hafði sagt mér, að Flóra
hefði þvegið sér um hendurnar.
Ég hefði átt að geta áttað mig
á því þá, ef ég hefði haft nokk-
urn snefil af viti í kollinum.
Samkvæmt eigin játningu,
hafði Flóra þvegið sér um hend
urnar eftir morðið, annars hefði
ekkert blóð verið á skónum henn
ar. En það hefðu ekki verið nein
ir rauðir blettir í vaskinum, ef
ekki hefði verið blóð á höndun
um á henni líka. Þeir hefðu horf
ið þegar hún skrúfaði frá kran
anum — nema hún hefði skilið
þá þar eftir sjálf og viljandi.
Og allt þangað til núna, hafði
ég verið búin að gleyma þeim.
Ég hreyfði fótinn með erfiðis-
munum og herti mig upp. Ég
skyldi tala við Flóru, og segja
henni, að mér væri illt. Ég varð
að komast út héðan!
Ég ræskti mig tvisvar.
— Flóra. . . hvíslaði ég og leit
á hana. Hún var að horfa á mig
— og hlaut að hafa horft á mig
nokkra stund. Munnurinn á
henni var skakkur og andlits-
svipurinn skuggalegur.
Án þess að líta af mér, laut
hún fram og lagði penslana á
skemil. Svo rétti hún úr sér
og gekk eitt skref í áttina til
mín.
— Hvernig vissirðu það?
spurði hún hóglega. Hún tók
annað skref i viðbót. — Komdu
hérna, Liz.
Ég reyndi að hörfa undan
þessum óhugnaði.
— Þú mátt það ekki! hvislaði
ég. Þú — verður — að — lofa
— mér að fara!
— Komdu hérna, elskan. Hún
rétti fram höndina og hún var
eins og stál um úlnliðinn á mér.
Dyrnar opnuðust og Whitfield
kom inn og skellti aftur á eftir
sér.
— Ég varð að fara úr skón-
um og berja. . . Flóra!
- Hún veit allt, Whitfield!
Liz veit það! Hún var í miklum
æsingi.
— En ég segi ekki neitt, sagði
ég og fékk nú allt í einu vald
yfir röddinni. — Ég sver, að ég
skal ekki segja. . . Láttu hana
sleppa mér, Whitfield!
Andlitið á Whitfield var eins
og gamall karklútur á litinn, og
dökka æðin á gagnauganu á
honum titraði.
Guð minn góður! sagði
hann aftur og aftur og hann
hneig niður á gyllta stólinn.
— Taktu þig saman! sagði
Flóra hvasst. — Þú verður að
hjálpa mér með þetta. Skilurðu
það ekki. . . hún brýndi raust-
ina, — að það er annaðhvort
mitt lif eða hennar.
En hann sat bara kyrr með
handleggina hangandi máttlausa
og ákallaði guð aftur og aftur.
Þá heyrðist fótatak í gangin-
um fyrir utan.
Whitfield! Hörkulegt hvisl
ið í Flóru líktist mest neyðar-
ópi. Ef þú elskar mig. . .
Hann reif sig upp af stóln-
um og gekk til hennar. - Farðu
með hana inn i búningsherberg-
ið meðan ég aðgæti hver þetta
er. Láttu hana þegja.
Nú var barið fast á hurðina.
Höndin á Whitfield þrýsti vör
unum á mér fast að tönnunum.
Með öðrum arminum greip hann
utan um mittið á mér og dró
mig inn í búningsherbergið, en
sparkaði hurðinni aftur um leið.
Ég hlýt að hafa misst meðvit-
und sem snöggvast, því f.ð næst
þegar ég vissi af mér, lá ég á
gólfinu í búningsherberginu
og ég var með andstyggðar
óbragð i munninum. Whitfield
hafði keflað mig með málningar
tusku. Hann stóð með eyrað að
hurðinni og sjálf reyndi ég að
hlusta en hafði ekki einu sinni
rænu á að taka tuskuna út úr
mér, heldur lá bara á gólfinu.
Annaðhvort hafa þau haft
lágt eða hurðin verið þykk, þvi
ekki heyrði ég annað en lágt
taut.
Allt i einu brýndi einhver
raustina:
— Hvar er ungfrú Boy'kin?
Óskum viðskipavinum okkar
9
með þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu.
LJÓS & ORKA
Suðurlandsbrant 12 sími 8448Í!
LITAVER
Ævintýraland
VEGCFÓÐUR
Á TVEIMUR HÆDUM
- 1001 LITUR -
Lífið við í LITAVERi
ÞAÐ BORGAR SIG.