Morgunblaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 16
16 MORGUNHLAÐŒ), ÞRIÐJUDAGUR 4. JANÚAR 1972 Úigðfand! hf. Arvakur, Reykjavfk. Framkvæmdastjðri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur KonrðS Jónsson. ASstoSarritstjóri Styrmir Gunnarsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýslngastjóri Ami Garðar Kristinsson. Ritetjóm og afgreiðsla Aðalstrætl 0, s&ni 10-100. Auglýslngar Aðalstræti 0, siml 22-4-80. Askrlflargjald 225,00 kr. fi mðnuði innaniands. I lausasölu 15,00 kr. eintakið. LIFBELTIN TVO ¥ nýjársávarpi sínu til þjóð- * arinnar fjallaði forseti íslands, herra Kristján Eld- járn, um tvö viðfangsefni, sem um þessar mundir eru ofarlega í hugum lands- manna, baráttuna fyrir stækkun fiskveiðilögsögunn- ar, sem er tvímælalaust stærsta og örlagaríkasta verkefni íslenzku þjóðarinn- ar á hinu nýbyrjaða ári og landvernd, er hann nefndi svo, sem ótvírætt er meðal þeirra framtíðarviðfangsefna, sem sköpum geta skipt. I þessu sambandi sagði forset- inn: „Mörg þjóðfélög horfast nú í augu við hryllilegar af- leiðingar þess að hafa blóð- mjólkað náttúrlegar auð- lindir sínar. Þar var fávís- legt að þykjast ekki sjá, hvað höndin skrifar á vegginn. Bersýnilegt er, að fyrr en varir verður það talin ein af frumskyldum allra þjóða, að taka virkan þátt í að friða, rækta og vernda land og sjó, vernda náttúruna um leið og þær nytja hana og lifa á henni. Vér íslendingar vilj- um sannarlega fylla þann flokk, sem vinnur gegn eyð- ingu og fyrir verndun og græðslu og það alveg eins fyrir því, þótt vér höfum enn serh komið er ekki mikið af svonefndri mengun að segja, eins og ýmsar grannþjóðir þekkja hana. Margt býður vamað eigi að síður.“ í ræðu sinni talaði forset- inn um lífbeltin tvö, „grónu ræmuna eða beltið upp frá ströndinni og sjóræmuna með ströndum fram, beltin, sem allt byggist á sitt hvoru megin við hin skörðótta baug landsins, sem Hannes Péturs- son kallar svo í nýrri Ijóða- bók sinni. Það eru einmitt þessi tvö belti, sem nú verð- ur vor hlutur að vernda, friða og græða“, sagði dr. Kristján Eldjám og lét síð- an svo um mælt: „Þjóðin stendur í mikilli þakkarskuld við alla þá mörgu, sem með bjartsýni, þekkingu og athöfn hafa unnið að þessum málum á undanförnum áratugum. Engu að síður er hér mikið verk framundan og margt bendir til þess, að vaknaður sé nýr áhugi, ekki sízt á land- græðslu, stóru átaki til að vinna aftur land, sem tapazt hefur. Sá áhugi sækir m.a. styrk sinn í nútímahugmynd- ir um umhverfisvernd og þá skyldu hverrar þjóðar að gæta hinnar lifandi náttúm lands síns. Þetta ætti vel að geta orðið þjóðlegt metnað- armál fyrir oss íslendinga. Sumir virðast óttast, að þess- ar hugmyndir um gróður- vernd séu hættulegar fornum atvinnuvegum þjóðarinnar, t.d. kvikfjárrækt, það ætti þó að vera ástæðulaust. Landverndin á vitaskuld að vera til þess að efla lífsbjarg- armöguleikana, en ekki hið gagnstæða og viðfangsefnið verður m.a. og ekki sízt að finna ráð til þess að saman geti farið landvernd og nýt- ing lands. Þau ráð er hægt að finna með nútíma þekkingu og tækni og raunar blasir alls staðar þetta við: að samræma nýtingu og vernd.“ Forsetinn vék síðan að örlagamáli þjóðarinnar á þessu ári, landhelgismálinu, og sagði m.a. um það: „Verndun fiskimiðanna á landgrunninu getur líka orð- ið þolinmæðisverk og þar eigumst vér ekki einir við. Sú vemdun verður ekki gerð, nema með því að tak- marka athafnafrelsi annarra þjóða manna, sem lengi hafa sótt á þær slóðir. Oss er nauð- ugur einn kostur, þar sem lífshagsmunir þjóðarinnar liggja við, vér þurfum meira svigrúm. En það er einnig og ekki síður ætlun vor að friða og vernda á sama hátt og vér viljum vernda gróið land að finna ráð til að nýta fiskimiðin á landgrunninu á svo skynsamlegan hátt, að þau haldi áfram að vera gjöf- ul eins og þau fyrrum vora,“ Það var mikið ánægjuefni á nýjársdag að hlýða á þjóð- höfðingjann ræða af íhygli um þessi tvo miklu viðfangs- efni, sem íslenzka þjóðin stendur frammi fyrir, og gagnlegt fyrir þjóðina að kynnast viðhorfum forsetans til þessara málefna. Við Is- lendingar höfum ekki með sama hætti og aðrar og fjöl- mennari þjóðir orðið fyrir barðinu á hinum neikvæðu hliðum tækniframfaranna, sem eru mengun og eyðilegg- ing náttúruverðmæta, að nokkru ráði. Þó hafa á síð- ustu árum spunnizt miklar deilur, sem að meginefni til hafa staðið um það, hvort meta bæri meira náttúru- fegurð eða nýtingu landsins í þágu vaxandi framfara og hagsældar. En einmitt vegna þess, að vandamál mengunar og náttúrueyðileggingar hafa fest rætur að svo takmörk- uðu leyti hér á landi höf- um við betri aðstöðu en aðr- ar þjóðir til þess að bægja þessum vanda frá okkar dyr- um, ef rétt er á haldið. Hinn mikli áhugi, sem menn á síðustu árum hafa sýnt nátt- úruvemd eða landvemd eins Ræða Vilhjálms 1». Gíslasonar flutt í fullveldis- fagnaði á aldarafmæli Stúdentafélags R.víkur: Trú á lífið, von á fram- tíðina og ást á landinu ættum við öll að eiga sameiginlega Engi skal inntekinn í sektu vora, þótit hann lærður heiti, að ekki sé hann áður skrásettur hér við háskólann eður hann vilji skrá sig til raunar. Þetta er úr elztu félagslögum ís- lenzkra stúdenta. Þeir voru skyldir til fundasókna og skyldu þeir að jafnaði drekka er drukkið fá og heilindi til þess hafa, rautt vín og múskat, en ekki dýra vín, og dirfðust menn þá ekki að hækka áfeng ið. Milli stúdentafunda skemmtu menn sér „útum stræt- in Hafnar há‘‘ eins og Eggert Ólafsson kvað. Á mínum stúdentsárum geng- um við rúntinn í Reykjavík. Einn af félögum mínum hafði þá oft þann sið, þegar hann sá fal lega stúlku álengdar, að ganga í veg fyrir hana, taka ofan og hneigja sig og segja: Fyrirgef- ið þér fröken, ég elska yður, hér stend ég, ég get ekki ann- að, Guð hjálpi mér, amen. 1 gamla daga var til í háskól- anum það, sem kallað var aka- demiskt frelsi. Það var í því fólgið að stúdentar réðu tíma sínum og fé sinu mikið sjálfir, gátu lesið utanhjá það sem þeir girntust og ávarpað þær stúlk- ur sem þeim þóknaðist og kom- ist af svo vel blankir sem múr- aðir. Nógir eru andskotans peningarnir ef ekki vantaði annað, sagði Konráð Gíslason þegar þeir félagar gengu staur blankir um strætin. Konráð var annars preisti og lestrarhestur. Systursonur hans, Indriði Ein- arsson, sagði fyrir nærri hundr- að árum, að góður Hafnarstúd- ent þyrfti að lesa 25 þúsund blaðsíður undir kandidatspróf og ætti að lesa 100 þúsund síð- ur utan hjá. Hvað sem líður þessu furðu- lega akademiska frelsi, er það staðreynd að gleði sannrar menntunar og lærdóms er ávöxt ur frelsis og grænkar og grær í frii og frjálsræði. Það er sem sé ekki allt fengið með alvörunni og dugnaðinum einum, þótt lofs verður sé. Það er meira að segja ein af furðulegustu ráðgátum lífsins, hversu mikill dugnaður er oft gefinn mönnum með litla dómgreind og hversu ríkar gáf ur eru fengnar sumum mönnum, sem ekki er gefinn dugnaður til að nota þær. Það er óvíst hvort þetta er erfðamál eða uppeldis- mál eða ranglæti tilverunnar. Þegar Stúdentafélag Reykja- víkur heldur fullveldishátíð, sem ber upp á aldarafmæli fé- lagsins, er ástæða til að velta því dálítið fyrir sér, hvað það hefur verið og er, að vera ís- lenzkur stúdent og hvaða hlut þetta félag kann að hafa átt í þróun þeirra mála. Stúdentspróf hefur verið svo- nefnt akademiskt próf, inn- gangspróf í háskóla, og veitt sérréttindi til vissra embætta og verið annars konar en verk- námspróf í mörgum öðrum greinum, sem vinnuskylda hefur einnig oft fylgt. Stúdentspróf hafa samt breytzt á aldarferli Stúdentafé- lagsins, fyrst og fremst með minnkun eða afnámi klassiskra mála um seinustu aldamót og reyndar með brottfalli hebr- esku ennþá fyrr. Eftir sem áður hélzt stúdentsprófið sem sameiig- inlegur grundvöllur undir allt embættisnám, þangað til deilda- skipting hófst I menntaskólum og stúdentspróf urðu að nokkru leyti aðskilin sérgreina- próf, hvert um sig ætlað til und irbúningis sérstöku háskólanámi og stundum nokkurt tog og met ingur á milli. Dr. Ólafur Daníelsson sagði einu sinni upp úr eins manns hljóði 1 tíma í stærðfræðideild: Mér þætti gaman að vita, hvað þeir geta verið að gera þarna hinu megin við ganginn — þar var máladeild. Eftir því sem nám hefur auk- izt i skólum hagnýtra greina hafa komið upp kröfur um stúd entspróf þeirra og sumir vilja að allt framhaldsnám endi á stúdentsprófi. Það er vafasamt og vandamál hvernig slíkum prófum skyldi hagað, eða hvað þau skyldu heita, þegar viðurkenndur er að sjálfsögðu jafn námsréttur allra, karla og kvenna. Þetta er ennþá meiri vandi af þvi, að hér í landi skortir skýrgreiningar eða fræðslulagaákvæði um það hver sé almennur grundvöllur menntunar og uppeldis undir eins í barna- og unglingaskól- um. Það er að mestu sett i sjálfs vald hverjum einstökum kenn- ara, eftir geðþótta hans, hvern- ig eða jafnvel hvort hann kenn- ir t.d. kristin fræði, þjóðfélags- fræði eða sögu. Varla er til leng ur nokkur hugsjón um það eða trú á það, á hvaða grundvelli íslenzk menning hvíli eða eigi að hvíla og hvers konar ein- staklinga eða þjóðfélagsborgara skólakerfið á að ala upp og eru þó um 40 þúsund borgarar tengdir því. Eftir því sem þjóð félagið verður sundurgreindara á framkvæmda og atvinnusvið um og sérnámskröfurnar meiri, er erfiðara um vik að ákveða námsefni og kerfi, og það skipu lag, sem nú er, greiðir lítið úr þessu. Skipulagið er líka í sjálfu sér óþarflega mikið, því þótt nokkurs samræmis sé þörf, af kennsluástæðum og ekki sízt af fjárhagsástæðum, er það að jafnaði til bóta að fræðslukerfi sé sem frjálsast á undirstöðu sinni, einkum um æðri skóla eða það sérnám, sem byggt er ofan á almenna fræðslu. Sérnáms- kröfurnar fara nú stundum út í öfgar þegar menn eru ekki beinlínis að búa sig undir vís- indaleg rannsóknarstörf. Slík rannsóknarstörf á Há- skólinn að hafa aðstöðu til að annast, með fullu rannsóknar- Vilhjálmur Þ. Gislason frelsi, jafnframt kennslu í til- teknum lærdómsgreinum og ýmsir háskólakennarar hafa lagt þar vel af mörkum með ágætum árangri kennslu sinnar og nokkuð með rannsóknum og ritum. Höfuðáherzluna á að leggja á þjóðlegar vísindarann- sóknir á öllum sviðum íslenzkra fræða, raunvísindum og hugvís- indum, þar sem reynslan sýnir að vænta má þar bezt árangurs, einnig á alþjóðavísu, ekki sízt ef nánari og betri samvinna fengizt um þessi efni öll, en nú virðist fyrir hendi. 1 alþjóðlegum fræðum verður það einnig fram lagt, sem utmt er i litlu þjóðfélagi. Það er hlutur stúdenta að stunda fræði sin I auðmýkt leit arinnar að því sem satt er og í stolti lærdómsins. Ekkert mann- legt eða guðlegt er háskóla og stúdent óviðkomandi, enginn tími og engin eilífð undanþegin rannsókn hans, hann fæst vtð sögu, samtíð og framtíð, staði og staðleysur. Það er eitt höfuðeinkenni ís- lenzks stúdentalifs nú, að stúd- entafélög eru miklu meira en áð ur hagsmuna og kröfugerðarfé- lög, síður mennta eða fræðafé- lög eða glöð félög akademisks frelsis. Ég held ekki, að ía- lenzkir stúdentar séu upp og of an ver að sér nú en áður var, en þeir hafa ekki lengur þann aanu- eiginlega lærdómsanda sem var og lengst af í klassiskri mennt. Framhald & bls. 19. og forsetinn kallaði það, er merki þess, að þjóðin hefur vaknað til vitundar um þau verk, sem þarna er að vinna. Engum getur dulizt, að þrátt fyrir mörg erfið vanda- mál á innlendum vettvangi á hinu nýbyrjaða ári, er þó landhelgismálið það mál, sem öðru fremur mun setja mark sitt á árið 1972. Það er nauð- synlegt fyrir þjóðina að gera sér þess grein, að í landhelg- ismálinu verður sigurinn ekki auðunninn og mikinn samtakamátt þarf til þess að vel fari. Þess vegna er fyllsta ástæða til þess að taka undir orð forseta íslands, er ha»n sagði: „Það er vissulega ein. heitasta nýjársóskin að gifta fylgi störfum þeirra manna, sem nú fá það hlutskipti að halda á þessum málum vor- um, að gara góðum nágröim- um Vorum skiljanlegt, hvað í húfi er.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.