Morgunblaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 04.01.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐ.JUDAGUR 4. JANÚAR 1972 23 Jón Þorbjörnsson járnsmiðui Fæddar 20. október 1905 Dáinn 30. desember 1971 ENN hefur miiskunnarlaus og ó- væginn sjúkdómiur lagt að velli á skömmum tíma góðan og trygg an mann, langt um aldur fram. Jón Þorbjömsson, járnsmiður, Holtaigerði 28, Kópavogi, lézt í Landjakötsspífala 30. des. sl. eftir skamma legu, 66 ára að aldri. Höfðum við þá verið samstarfa menn i 26 ár, fyrst í Vélsmiðj- unni Keili í 6 ár, síðan mjög nán ir samstarfsmenn á járnsmíða- verkstæði Ölgerðar Egils Skalla- grímssonair í um það bil 20 ár. Allan þann tíma minnist ég þess ekki, að okkur hafi nokkurn tímia orðið sundurorða. Ég á erfitt með að trúa og sætta mig við, að eiga ekki eftir að hitta hann á okkar vinnustað eins og öll undanfarin ár. Jón var dagfarsgóður og prúð ur, glaður í vina- og kunningja- hóp, hafði yndi af að ferðast um landið í fríum sinum með konu sinni, börnum og vinum. Hafði Jón er hann lézt, búið í hamingjusömu hjónabandi með konu sinni Kristjönu Einarsdótt- ur í rúm 35 ár. Áttu þau 5 börn, sem nú sakna góðs föður, 15 barruabörn kveðja elskulegan afa, og tengdabörnin góðan og hjálpsaman tengdaföður. Var heimili þeirra og sam- heldni foreldra og barna til fyrir myndar. Jón var yngstur af 4 börnum Þorbj örns Finnssonar og konu hans Jónínu Jónsdóttuir. Jón war móðurbróðir minn, en hann var - Minning mér meir en frændi, hann var sannur vinur og félagi minn og mjög góður samstarfsmaður. Þakka ég honum nú að leiðar lokum fyrir allt okkair góða sam starf, tryiggð hans og vináttu við mig og fjölskyldu mina á liðnum árum. Mér er óhætt að fullyrða, að alliir sem starfað hafa með Jóni, á undanfömum árum hefðu ósk- að eftir miklu lengra samstarfi. Við kveðjum hann með hjart- ans þakklæti og þér kæri frændi þakka ég fyrir allt, sem þú varst mér. Jana mín! Þér, börnum ykkar, tengda- og bamabömum, send- um við hjónin innilegar samúðar kveðjur, Guð blessi minningu um góðan drengskaparmann. Sverrir Jónsson. Starfsmaður óskast (þróttabandalag Reykjavíkur óskar að ráða dugiegan mann til að starfrækja skíðalyftur við Skíðaskálann í Hveradölum svo og til umsjónar og eftírlits með skólanum. Tilb sendist afgr Mbl. fyrir 10. þ.m merktt „ÍBR — 5550". Framtíðarstörf Óskum að ráða strax. eða sem fyrst, starfsmenn til að gegna eftirtöldum störfum: Deildarstjóri þjónustudeildar Starfið innifelur skipulagningu og stjórn á varahluta- ábyrgð- ar- og eftirsöluþjónustu fyrirtækisins Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og einu norðurlandamáli. Tæknileg menntun æskiieg. en ekki skilyrði. Fulltrúi á skrifstofu Starfið snertir innflutning fyrirtækisins og bréfaskriftir í sam- bandi við hann. Ennfremur umsjón með spjaldskrá yfir pantanir viðskiptamanna og útskrift á sölunótum. Umsækjendur þurfa að hafa gott vald á ensku og einu norðurlandamáli. Verzlunarmenntun eða stúdentspróf skilyrði. Afgreiðslumaður í varahlutaverzlun Starfið sem um ræðir. tekur til afgreiðslu og sölu varahluta í varahiutaverzlun fyrirtækisins. Umsækjendur þurfa að hafa nokkra kunnáttu í ensku og einu norðurlandamáli Verzlunarmenntun æskileg, en ekki skif- yrði. Nánari upplýsingar um framangreind störf veitir fram- kvæmdastjórinn. Umsóknareyðublöð verða afhent væntanlegum umsækjend- um á skrifstofu fyrirtækisins Dráttarvéiar hf. Suðurlandsbraut 6 — Sími 3 35 40. Friðjón Bjarnason prentari -Minning Fæddur 8. marz 1912 Dáínn 27. des. 1971 FRIÐJÓN Bjarnason prentari er látinn aðeins 59 ára að aldri. — Hann hafði átt við mikla van- heilsu að stríða um nær þriggja ára skeið. Við, sem fylgdumst með honum, máttum því vita, að hverju stefndi, þar sem þata horfur voru litlar eða engar. — Sjálfur barðist Friðjón við sjúk- dóm sinn af slíkum hetjuskap, að einstakt má telja og lét aldrei bilbug á sér finna. Nú siðast hélt hann jólahátíð- ina með konu sinni og fjölskyldu- vinum og hlýjaði þar öllum með ljúfmennsku sinni og gamanisemi. — Engum okkar kom þá til hug ar, að „maðurinn með ljáinn“ væri svo nálægur. — Á jólunum, hátíð ljóssins, leiðá menn ógjarn an huganm að slíku. Friðjón Bjarnason var fæddur 8. marz 1912 í Reykjavík. Foreldr ar hiarxs voru hjónin Bjarni Jó- hannesson prentari og kona hana Sigurbjörg Ámundadóttir. Hann nam ungur prentiðn, sem síðan varð hans ævistarf. Friðjón var sérlega vandvirkur og vel- virkur prentari. Fóru þar saman staðgóð þekking, smekkvisi og snyrtimennska svo að af bar. Friðjón gerðist félagi Hins is- lenzka prentarafélags 1934 og. mun hafa verið þar virkur félagi alla tíð enda maður félagslynctur að eðlisfari, tillögugóður og ráð- holluir. — Þeir sem minna máttu sín í þjóðfélaginu áttu samúð hans óskipta. — Það sýndi hiann ávallt í orðum og athöfnum. Friðjón Bjarnason var bóka- miaður og víðliesinn, listhneigður og hafði yndi af góðri tónlist Hann var sjór af fróðleik um menn og málefni og stálminnug- ur. Á yngri árum var Friðjón ágætlega íþróttum búinn og hafði þá sérstakt dálæti á kniatt- spymu- og skautaíþrótt. Lengi hélt hann þeirri venju að bregða sér á skauta og tók þá gjarnan vini síma af yngri kynslóðinni með. Friðjón var ávallt hinn trausti vinur og þá ekki sízt þeirra yngri í fjölskyldunni. Honum var ein- staklega lagið að eignast vináttu og trúnað barna og unglinga. Af þessu hafði ég náin persónuleg kynmi, þar sem synir mínir voru meðal þeirra, sem voru svo ham- ingjusamir að eiga hann að trún aðarvini og félaga. — Þeir sakna nú vinair í stað og kveðja hann með söknuði og trega. Friðjón Bjarnason var gæfu- maður í einkalífi. — Hann kvænt ist eftirlifandi konu simni, Gyðu Jónsdóttur 1951, hinni ágætustu konu, sem bjó manni sinum írið sælt og fagurt heimili. — Við vin ir þeirra þökkum þeim samveru stundirnar þar. Fyrir nær þremur árum kenndi Friðjón þess meins, er nú hefur orðið honum að aldurtila. Sjúk- dómsbaráttan varð löng og erfið. — í þeirri erfiðu baráttu var Gyða við hlið hans öllum stund- um, er hún mátti og hlúði að hon um með ástúð og varfærni. Ég og fjölskylda mín vottum Gyðu dýpstu samúð i hennar miklu sorg. Sigurður Ingason. Ungur maður með argonsuðupróf og rafsuðupróf, nýkominn erlendis frá, óskar eftir að komast í samband við bl'kksmiðju eða blikk- smið með samvinnu í huga Tiiboð merkt „Hagkvæmni — 771" sendist Mbl. Stúlka óskast strax til starfa í veitingahúsi hér í borg. Engin kvöldvinna og frí um helgar. Tilboð sendist blaðinu „Strax merkt: 2546“ OrÖsending til bifreiðaeigenda Meðan beðið er eftir ákvörðun yfirvaida um iðgjöld af bif- reiðatryggingum fyrir árið 1972 getur Brunabótafélagið ekki gefið út tryggingaskírteini né endurnýjað éldri tryggingar á venjulegan hátt Félagið mun þó ábyrgjast tryggingar þeirra ökutækja sem hjá því eru tryggð fyrst um sinn. Reykjavík. 30 desember 1971. Brunabótafélag islands. M ICIansskóli Rermanns ítagnars Sími 8-2122 og 3-3222. Innritun nýrra neinenda hefst í dag. Reykjavík: Kennt er í „Miðbæ“, Háaleitis- braut 58—60 og Fáksheimilinu. Seltjarnarnes: Kennt er í Félagsheimilinu. Kópavogur: Kennt er í Æskulýðsheimilinu, Álfhólsvegi 32. Ný 4 mánaða námskeið byrja mánudaginn 10. janúar m. a. nýr flokkur fyrir hjón byrj- endur á Seltjarnarnesi og úr vesturbæ í Fé- lagsheimiiinu á Seltjarnarnesi. Byrjendur og framhaldsnemendur teknir á öllm aldri í alla flokka. Hringið og við munum reyna að finna rétta fiokkinn fyrir yður. DANSKEMINARASAIVI8AND ÍSLANDS 0H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.