Morgunblaðið - 07.01.1972, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐK), FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1972
3
75 ára afmæli L.R. hefst
með Skugga-Sveini
Tvær hátíðarsýningar í næstu viku
LEIKFÉLAG Reykjavíkur er
75 ára á þriðjudaginn og
verður þá frumsýnt hið
fyrsta af fimm íslenzkum
leikritum félagsins, Útilegu-
mennirnir eða Skugga-Sveinn
eftir Matthías Jochumsson, í
leikgerð, sem leikstjórinn,
Sveinn Einarsson, hefur sam-
einað úr öllum þremur gerð-
um leiksins.
Tvær hátíðasýningar verða af
tilefni afmælisins. Þar sem hús-
ið er lítið og fastagestir hafa
margir sótt frumsýningar i ára-
tugi, fylla þeir húsið fyrra kvöld-
ið, en á miðvi'kudag er boðið
gestum. Báðar sýningarnar hefj-
ast kl. 6, þar eð afmælishóf eru
á eftir.
Skugga-Sveinn, eins og það
heiitir orðið nú, er hefðbundið
leikrit, orðið yfir 100 ára gam-
alt. Það var fyrst sýnt 1862 und-
ir nafninu Útilegumennirnir.
Seinna gerði höfundur tvisvar
á þvi breytingar. Þetta er í
þriðja sinn, sem leikritið er sýnt
i Iðnó, fyrst var það sýnt 1908
og síðan 1935.
Skugga-Svein leikur Jón Sigur
björnsson, Sigurð i Dal Steindór
HjÖrleifsson, Ástu í Dal Anna
Kristín Arngrímsdóttir, þremenn
ingana Grasa Guddu, Gvend og
Jón sterka leika GísJi Halldórs-
son, Margrét Ólafsdóttir og
Valdimar Helgason og þar hald-
ið þeirri hefð, að karlmaður leiki
Guddu og kona Gvend. Útilegu-
mennina aðra en Skugga-Svein
leiika þeir Kjartan Ragnarsson
sem er Haraldur, Jón Hjartarson
sem er Ketill skrækur og Karl
Guðmundsson sem er Ögmund-
ur. Galdra-Héðin lei'kur Brynj-
ólfur Jóhannesson, stúdentana
Grím og Helga leika Guðmundur
Magnússon og Harald G. Haralds
son, Lárensius sýslumann leik-
ur Þorsteinn Gunnarsson og
Magneu þjónustu hans leikur
Þórunn Sigurðardóttir. Kotung-
ana tvo leika Borgar Garðarsson
og Daniel WiMamsson og að
auki eru nokkrir aukaleikarar.
Leikbúninga og leiikmynd gerir
Steinþór Sigurðsson.
Hin islenzku leikritin fjögur,
Heliu, 6. janúar.
Á AÐALFUNÐI sýslimefndar
Rangárvallasýslu sl. snmar var
samþykkt, að kláðaböðun skyldi
fara fram í héraðinu nú í vetur.
Um mánaðamótin okt.—nóv.
hélt sýslumaður svo fund i fé-
lagshedmiiinu að HvoM, þar sem
mættu allir oddvitar úr sýslunni,
baðstjórar og dýralæknar.
sem helguð eru aifmæli Leikfé-
lagsins verða sýnd eins fljótt og
auðið er, en þau eru Atómstöð-
in eftir Halldór Laxness undir
leikstjórn Þorsteins Gunnarsson-
ar, Domimo eftir Jökul Jakobs-
son við leikstjórn Helga Skúla-
sonar, Dansleikur eftir Odd
Bjomsson undir leikstjórn Sveins
Einarssonar og Kona í hjólastól
eftir Nirtu Björk Árnadóttur und
ir leikstjórn Stefáns Baldursson-
ar.
Ekki f logið
til 2 staða
FLUGVÉLAR Fhigfélagsins hafa
flogið til allra staða innanlands
nema tvo síðustu daga þrátt
fyrir veðnr. Veðrið hefur komið
í veg fyrir flug til ísafjarðar og
Vestmannaeyja í þrjá daga. í
giær stóðu vonir til að flug til
þessaxa staða hæfist fljótlega að
nýju, eða jafnskjótt og veður
lægði.
1972, en tvíibaða þarf með 10—12
daga miilibdli og er fyrri böðun
nú hafin. Böðunin er framkvæmd
í varúðarskyni þar sem fjárkláða
hefur orðið vart á nokkrum bæj-
um i austanverðri sýslunni.
Kiáðaiböðun hefur eikki verið
framikvæmd hér í áratugi. — J.Þ.
Rangæingar tvíbaða
allt sitt sauðfé
Funduriinin samþykkti, að böð-
unin skyildi fara fram i janúar
Friðrik Óiafsson.
„Aldrei getað hugsað um skák-
ina sem það eina í lífinu“
— segir Friðrik Ólafsson,
stórmeistari
I BREZKA blaðinu Iliustrated
London News var fyrir
skömmu frá því skýrt, að i
undirbúningi væri sterkt skák-
mót í Énglandi í byijun apríl
og stæðu vonir til þess að
meðal keppenda þar yrði Frið-
rik Ólafsson. Mbl. hafði sam-
band við Friðrik vegna þessa,
en hann kvaðst ekki reikna
með, að af þátttöku hans gæti
orðið.
Friðrik kvaðst ekki hafa
fengið formlegt boð um þátt-
taku, en til sín hefði verið leit-
að við undirbúning mótsinis og
haran m. a. spurður álits á verð
launiuim þar, sem siamtals
rnunii nema um 1,8 millj. ísl.
króna. Friðrik kvaðst ekki
reikma með, að hann sæ; sér
fært að tefla í þessu móti.
„Ég er nú nýkominn írá Rúss-
landi úr mjög sterku móti,“
sagði Friðrik, „og í febrúar
tefli ég í alþjóðlega mótinu
hér á landi. Ef ég færi nú ISka
að fara til Englands, þá gæti
ég alveg eins hætt öllu og far-
ið bara að tefla.“
Mbl. spurði þá Friðrik,
hvort hanin hugleiddi að gera
skákinia að aðalstarfi. en það
sagði hann ekki verða. Hanm
kvaðst hafa sleppt mótum nú,
eims og Hastings mótinu og
skákmóti í Hollamdi. Þá spurði
Mbl. Friðrik, hvort hanm teldi
sig ekki geta „lifað af Skák-
inni“. „Jú, ég býst við því,“
svaraði Friðrik, „en það er
bara ein hliðin á málinu.
Ég hef aldrei getað hugsað
um skákima sem það eina í
iífinu. Mér fimnst gott að
tefla, þegar þanmig iiggur á
rmér. Og ég vil ráða því sjálf-
ur, hvenær mér er akkur í
skákinmi og hvenær ég nota
tímamn til anmars.“
KARNABÆR
STAKSTIINAR
Ilvenær má
vænta svars?
Hinn 28. desember sl. birfS
Morgunblaðið svar frá fjármála-
ráðnneytinu við fyrirspurnum til
fjármálaráðherra, sem blaðið
birti skömmu fyrir jól, varðandi
út.reikninga hans á skattbyrði. I
svari ráðuneytisins, sem undirrit
að var af Jóni Signrðssyni, ráðu-
neytisstjóra, fyrir hönd ráðherra,
var sérstaklega tekið fram, að
ráðuneytið væri „reiðubiiið að
veita yður nánari upplýsingar
mn útreikninga þessa“. 1 ijósi
þessa tilboðs óskaði Morgnn-
blaðið þennan sama dag, eftir
frekari upplýsingum frá fjár-
málaráðuneytinu um útreikninga
þess. Nú er kominn 7. jamiar og
enn hafa frekari upplýsingar
ekki borizt frá ráðuneytinu.
Væntanlega er ástæðan sú, að
miklar annir hafi verið i ráðu-
neytinu í kringum áramótin, en
nú væntir Morgunblaðið þess, að
ekki dragist öliu lengur hjá ráðu-
neytinu að veita þær viðbótar-
upplýsingar, sem óskað var eftir.
Útreikningar
Ólafs
Að vonum hurfu fyrstu um-
ræður um skattafrumvörp ríkis-
stjórnarinnar nokknð í skngga
fjárlagaafgreiðslunnar og jóla-
anna. En einmitt þess vegna er
ástæða til að minna á þau dæmi,
sem Ólafur G. Einarsson, alþm.,
gerði Alþingi grein fyrir um
skattbyrðina á einstaklingum, ef
frumvörp ríkisstjórnarinnar
verða óbreytt að lögum. Ólafur
G. Einarsson sýndi fram á það
með rökum, sem ekki hafa ver-
ið hrakin, að dæmi þau, sem
Halidór E. Sigurðsson, fjármála-
ráðherra, tók um skattbyrðina,
fá ekki staðizt. Hann endurreikn-
aði dænii f jármálaráðherra sjálfs
og sýndi fram á, að útkoman er
í raun og veru allt önnur en f jár-
málaráðherra viidi vera láfa, I
umræðunum á Alþingi gat Hall-
dór E. Sigurðsson ekki hrakið
með rökum eitt einasta atriði í
útreikningum Ólafs G. Einars-
sonar og hefur ráðherrann þó
allt ríkiskerfið sér til aðstoðar.
Af hálfu annarra stjórnvalda en
ráðherrans hafa heldur ekki
komið fram neinar uppiýsingar,
sem hrekja dæmi Ólafs. Upplýs-
ingar hans um skattbyrðina
standa því óhaggaðar. Þetta er
staðreynd, sem vert er fyrir fylg-
ismenn stjórnarflokkanna að
veita athygli og ekki sízt þá, sem
eru í fyrirsvari fyrir verkalýðs-
félögum.
□ Við gefum 2ja
ára ábyrgð.
□ Góða greiðslu-
skilmála.
□ Góða
þjónustu.
Við bendum þeim.
sem eiga aðrar
gerðir hljóm-
tækja, á hin viðurkenndu heyrnartæki okkar.
Eigum þau til núna í öllutn gerðuin.
ER HLJÓMUR
MORGUNDAGSINS
í DAG!!
ÞESSI FRÁBÆRU HLJÓMTÆKI FARA SIGURFÖR UM ALLAN
HINN VESTRÆNA HEIM. STÓRKOSTIÆG TÓNGÆÐI OG
FRAMÚRSKARANDI ENDJNG EINKENNA PIONEER-TÆKIN.
Orö
PIOMEER
Á að bíða eftir
skattseðlinum?
Auðvitað er einfaldast að bíða
eftir skattseðlinum í vor. Þá
kemnr í ljós, svo ekki vexð-
ur um vilizt, hvor hefur rétt fyr-
ir sér, f jármálaráðherra eða
Ólafur G. Einarsson, alþm. En
hætt er við, að það muni reynast
þjóðinni býsna dýrt, þegar liða
tekur á árið, ef niðurstaðan verð-
ur sú, að fullyrðingar fjármála-
ráðherrans verða sannreyndar
með þeim hætt.i. Innan tíðar
kemur Alþingi saman á ný og
verður þá fróðlegt að sjá, hvort
stjórnarsinnar hafa ákveðið að
beita sér fyrir breytingum á
skattafrumvörpunum. Geri þeir
það, er það opinber viðurkenning
á því, að fjármáiaráðherra hef-
ur rangt fyrir sér í deilunum við
hinn unga. þingmann. Taki stjórn
arflokkarnir hins vegar ekkert
mið af þeirri gagnrýni, sem þeg-
ar er komin fram, er hyggilegt
fyrir skattgreiðendur að búa sig
nú þegar undir meiri skatta-
hækkanir en áður hafa þekkst
hér á landi.
<
<•
f