Morgunblaðið - 07.01.1972, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 07.01.1972, Blaðsíða 6
6 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUIDAGUR 7. JANÚAR 1972 *--------------------------- SKATTFRAMTÖL Pantið tímanlega í síma 16941 Friðrik Sigurbjörnsson, lög- fræðingur, Harrastöðum, Fáfnisnesi 4, Ske>rjafirði.' CHEVELLE 1964 ©r til sölu, í góðu ástandi. Bifreiðastöð Steindórs sf. simi 11588, kvöldsími 13127. KEFLAVÍK — NÁGRENNI 3ja—4ra herbergja íbúð ósk- ast. Uppl. i síma 8360 eða 6292 KeflavikurflugveUi. Delrrver Mattison. FYRIRTÆKI ÓSKAR að ta'ka á leigu þriggja herb. íbúð. Fyrirframgreiðslia kemur til greina. Uppl. í síma 36622. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án bíl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. TIL SÖLU Fiat 124 S, árgerð '71, ekinn 23.000 km. Verð 230.000 kr. Einmig vinmuskúr, verð 5 þ. kr. Upplý'simgar í síma 52036. ATHUGIÐ Stúlika óskast í vist út til New York, strax. Allar nán- a ri uppíýsingar veitta r í síma 33166 daglega eiftir kt. 7. HÁRGREIÐSLUSVEINN óskar efti-r vinnu sem fynst. Upplýsimgar f síma 35646. STEREO-SETT TIL SÖLU Garrant fónn, 15 vatta, Kurting magnari og hátalarar. Upplýsingar í síma 15858. SKRIFSTOFUHÚSNÆÐI um 90 fm til leigu, hentugt fyrir teiknistofur, emdurskoð- un og fl. Tilboð, merkt Mið- bær 924, sendist afgr. Mbl. ÓSKA EFTIR MÖNNUM, sem geta tekið að sér gröft og uppfyWimgu í húsgrumni í Fossvogimum. Uppíýsingar í síma 66180. ATVINNA ÓSKAST Ung kona óskar eftir heima- vinnu, t. d. léttuim saumna- skap. U ppl. t Síma 19678. ÞRIGGJA TIL FJÖGURRA herbergja fbúð óskast á teigu. Tilboð semdist afgr. Mbl. fyrir þ. 11. nk., merkt Regfusemi og góð umger>gni 5590. SKRIFSTOFUSTÚLKA óskar eftir vinmu hálfan dag- tnn. Upplýsimgar í síma 32339. SAIVWYGGÐ TRÉSIVtíÐAVÉL óskast til kaups. Uppl. ! sfma 93-7277 mi#i kl. 8—4 á dag- inm. Ingólf sf j ör ður Ingólfsfjörður. (Ljósm.: Jóh. Björnsd.) Ingólfsf jörður var nokkuð í fréttum i haust, þar eð síð- ustu íbúar þar fluttust þá á brott. Á Eyri í Ingólfsfirði voru byggðar sildarverksmiðjur og hafskipabryggjur um 1942 og áttl að vinna þar síld úr Húnaflóa, en lit- ið varð úr þeim veiðum. Þó nokkur íbúðarhús eru þarna og standa þau nú auð og tóm ásamt verksmiðjunum. FYRIR 50 ÁRUM í MORGUNBLAÐINU 7. janúar 1922. — „PoIitiken“ segir frá þvi, að 1. des. hafi falhð dóm- ur i 6 ára gömlu máli milli Vald. Thorarensen f.h. Carl Sæmundsen og Ragnars Ól- afssonar og krafðist fyrr nefndi 19000 kr. skaðabóta vegna síldarkaupa, sem ekk- ert varð af. Ragnar Ólafsson hafði verið- sýknaður fyrir undirrétti og yfirrétti og hæstiréttur staðfesti þann dóm. Blaðið getur þess, að málfærslumenn beggja aðilja hafi fengið sekt fyrir ósæmi- legan rithátt í málssókninni. — Snjó óvanalega mikinn hafði sett niður hér suður- undan í hríðunum síð- ustu. Urðu til dasmis jarð- bönn í Höfnum og kvað það vera mjög sjaldgæft. Bif- reiðaferðir héldust þó suður þangað frá Hafnarfirði, en moka varð öðru hvoru frá bifreiðunum. — I jólapotta Hjálpræðis- hersins söfnuðust með öðrum gjöfum samtals kr. 2.644,70. Segir svo um innihald jóla- pakkanna, sem fólki voru sendir: „1 hverjum einstökum böggli voru 4 pund kjöt, 2 pund högginn syfkur. 1 pund margerine, hálft pund kaffi, hálft pund export, 1 dós nið- ursoðinn rjómi. Ennfrem- ur jólakaka." — Símabilimin, sem var fyrir og um jólin á linunni til Vestfjarða, er enn ekki kom- in í lag. Er aðeins skeytasam- band við Vestfirði, en ógern- ingur að tala til ann- arra stöðva en á ísafirði. Þann 28. ágúst voru gefin sam an í hjónaband i Neskirkju af séra Frank M. Halldórssyni ung frú Kristrún Ámý Sigurðar dóttir og Stefán Ragnar Einars- son. Heimili þeirra er að Tjarn- arbóli 2. Studio Guðmundar Garðastr. 2. Á gamlárskvöld opinber- uðu trúlofun sína ungfrú Sígrún Guðgeirsdóttir, Garðs- enda 5, Reykjavík og Ásgeir Sigurðsson, Baldurshaga 12. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sina ungfrú Kristín Möller, Vesturbrún 24 og Þor- steinn Magnússon, búfræðingur Norðtungu. Á gamlárskvöld opinberuðu trúlofun sína ungfrú EmiMa Möller, Vesturbrún 24 og Óskar Kristjánsson, lögregluþjónn, Kvisthaga 18. VÍSUK0RN Úti stend ég ekki glaður, illum þjáður raununum. Þraut er að vera þurfamaður þrælanna i Hraununum. Séra Hallgrímur Pétursson. FRÉTTIR Kvenfélag Laugarnessöknar heldur fund mánudaginn 10. janúar í fundarsal kirkjunnar. Spilað verður bingó. Kvenfélag Bústaðasóknar Spilakvöld verður á mánudag 10. janúar kl. 8.30 í Réttarholts- skóla. Takið með ykkur gesti. í styttingi „Það er silfurbrúðkaupsdagur inn okkar i dag,“ sagði greifirui við ráðsmann sinn.“ Hopkins, farið þér inn og kyssið greif- ynjuna!" Hann (Jesús) sem opinberaðist í holdi, var réttlættur í anda, birtist englum, boðaður með þjóðum, var trúað í heimi, var haf- inn upp í dýrð. (1. Tim. 3.16.) 1 dag er föstudagur 7. janúar og er það 7. dagur ársins 1972- Eftir lifa 359 dagar. Knútsdagur. Eldbjargarmessa. Árdegishá- flæði kl. 10.43. (tír íslands almanakinu). Almennar upplýsingar um lækna bjónustu í Reykjavík eru gefnar i símsvara 18888. Lækningastofur eru lokaðar á laugardögum, nema á Klappar- stig 27 frá 9—12, símar 31360 og 11680. Vestmannaeyjar. Neyðarvaktir lækna: Símsvar' 2525. Næturlæknar í Keflavík 6.1. Guðjón Klemenzson. 7.1., 8.1. og 9.1. Jón K. Jóhannss. 10.1. Kjartan Ólafsson. Asgrímssafn, Bergstaðastræti 74 er opið sunnudaga, þriðjudaga og fimmtudaga frá kl. 1.30—4. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar verður lokað urn skeið. Hópar eða ferðamenn snúi sér í síma 16406. Náttfirugripasafnið Hverfisgötu 116^ OpiÖ þriðjud., fimmtud., íaugard. og sunnud. kl. 13.30—16.00. Ráðgjafarþjónusta Geðverndarfélaffs- íns er opin þriöjudaga kl. 4.30—6.30 siödegis aö Veltusundi 3, simi 12139. Þjónusta er ókeypis og öllum heimiL Sýningu Arnar að ljúka Sýnlngu Arnar Petersen á Mokka fer senn að ljúka. Marg ir hafa að sjálfsögðu litið mynd- irnar augum um hátíðarnar, því að alltaf eru margir gestir á Mokka hjá Guðmundi. Nokkrar myndir Arnar hafa selzt, en verð þeirra er sérlega hag- stætt í þessari dýrtíð, og þær falla ekki í verðl. Líklega verð- nr sýningin á Mokka enn um vikutima. Myndina að ofan af Erni og einni mynda hans tók Ijósm. Mbl. Sveinn Þormóðsson. — Fr. S. Blöð og tímarit Sveitarstjórnarmál, nýútkom- ið tölublað, flytur m.a. grein um grunnskólafrumvarpið eftir Birgi Thorlacíus, ráðuneytis- stjóra í menntamálaráðuneytinu. ölvir Karlsson, oddviti, skrifar um nýja reglugerð um rekstrar- kostnað skóla og birt er greinar gerð um kosti og galla fasteigna skatta. Sagt er frá endurskoð- un tekjustofnalaga og birt áætl- un um breytingar á helztu tekjustofnum sveitarfélaga milli áranna 1971 og 1972. Birt- ar eru fréttir frá starfi sveitar- stjórna og stjórn Sambands ís- lenzkra sveitarfélaga. Forustu- greinin, Ný ríkisstjórn, er eftir ritstjórann, Unnar Stefánsson. Heilsuvernd, 6. hefti 1971, 26. árg. er nýtoomið út og hefur borizt blaðinu. Af efni blaðs- ins má nefna: Bardagaaðferðir 'gegn berklaveikinni eftir Jónas Kristjánsson lækni. Hið sanna ljós eftir séra Guðmund Guð- mundsson. Þrettánda landsþing NLFl. Fundur í NLFR. Aðal- fundur pöntunarfélags NLFR: Reikningar ýmsir. Orkueyðsla við störf. Uppskriftir eftir Pál- ínu R. Kjartansdóttur, hús- mæðrakennara. Á víð og dreif. Útigefandi ritsins er Náttúru- lækningafélag Islands, en rit- stjóri er Björn L. Jónsson. Myndir prýða heftið. Hjartavernd, 2. tbl. 8. árg. 1971, er nýkomið út og hefur verið sent blaðinu. Af efni blaðsins má nefna: Gunnar Gunnlaugsson læknir skrifar grein um skurðaðgerðir við kransæðaþrengslum. Kjartan Pálsson læknir skrifar um hjartaþræðingu. Frá Hjarta- sjúkdómafélagi íslenzkra Iækna. Ársskýrsla Rannsóknar- stöðvar Hjartaverndar. Tveggja forvigi.smanna Hjarta- verndar minnzt. Útgefandi rits- ins er Hjartavernd, landssam- tök. Ritstjórar eru: Snorri P. Snorrason og Nikulás Sigfús- son læknar. Ritið er mynduim prýtt, 22 bls. að stærð. Pennavinir Amadeu Lourenco Da Silva, 18 ára gamall Portúgali, svart- hærður, brúneygður, 175 cm. hár, óskar eftir bréfasambandi við íslenzka stúlku. Nafn hans og heimilisfang er sem hér seg- ir: Amadeu Lourenco Da Silva, Rua Rodriigo Rébelo no 11 Castelo Braneo Portugal. SÁ NÆST BEZTI „Þú hefur einn smágalla, elskan mín, þú þreifar aldrei í vösum minum.“ „Og það kallar þú galla!" „Já, það er nefnilega igat á flestum þeirra." Sðkt verður eftir iimm konufólkum til landvinnu i Sugandafirði í fslandi. Farið verður við fyrsta flogfari. NIELS JOENSEN Villumsgþta 1, Tórshavn. Auglýsing þessi birtist í færeyska blaðinu Dimmalætting um ára- mótin. Eftir henni stendur til, að íslenzka nianiífólkið á Súganda- firði fái færeyskt konufólk í heimsókn innan tíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.