Morgunblaðið - 07.01.1972, Síða 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1972
«•!*«* *!
11
ar að eiturefni berist fremur
með vindum en með straum-
um í vatni.
Við flnnuim eiturefnin alls
staðar, svo sem DDT og
skyld efni og hins vegar efnið
PCB, sem stafar frá iðnaði.
Þessi skammstðfun stend-
ur fyrir Poly-Clorinated-
Biphenyl. Þessi efni eru t.d.
notuð í öllum þotum í
brennsluefnum þeirra og sem
hitaleiðari og kælivökvi, svo
eitthvað sé nefnt.
1 sýnishornum frá Evrópu
og Afríku, þar sem NA-stað-
vindabeltið nær til, finnst
um 10 sinnum meira af
iðnaðareiturefnum, en DDT-
efnum, en í sýnishornuum
frá Ameriku er þetta þveröf-
ugt. Við vitum ekki enn hvað
þessum mikla mismun veldur.
Ef vindarnir ráða mestu
hér um, þá ætti hlutfallið hér
við Island að vera svipað og
við Ameríku, en ef sjórinn
eða vatn hefir mikla þýðingu
þá er líklegt að hér sé þetta
mjög blandað, svo þessar at-
huganir okkar hér um borð
ættu að leiða til niðurstöðu.
í annan stað teljum við
nauðsynlegt að vita, hvað
verður um það óhemju magn
eiturefna, sem framleitt er.
Það tekur að minnsta kosti
fimmtíu ár fyrir þessi efni að
eyðast, svo það er stöðugt að
bætast við þau,
Þá er annað komið í ljós.
Það virðist gilda einu hvar
þú notar þessi efni i heimin-
um. Þau lenda alltaf I sjón-
um. T.d. er aðeins 2—5 sinn-
um minna en í úthöfunum í
landbúnaðarhéruðum Banda-
ríkjanna, þar sem mikið er
notað af eiturefnum.
Eiturefni hafa fundizt allt
niður á 3200 m dýpi og það
bendir til þess að þessi efni
leitl í undirdjúpin. Ein-
Sjötta
grein
a vikna
iðangri
Rætt við dr.
George R.
Harvey, yfir-
mann meng-
unarrann-
sókna á
Norður-
Atlantshafi
Skipstjóri vor, Sæmundur A uðunsson, horfir aivariegur i bragði á þegar trollið er tek-
ið inn. Hann stendur aftur á vinduþilfarí.
ÞETTA verður síðasta
greinin, sem ég skrifa
að þessu sinni um
þriggja vikna ferð mína
er ég fór með Bjarna
Sæmundssyni í haust.
Ég hef með vilja dregið
birtingu hennar, þar
sem ég vildi giarnan
hafa frekari upplýsing-
ar í henni, en sennilega
dregst eítthvað að ég
fái þær, svo ég birti það,
sem fyrir hendi er.
Hér er um að ræða samtal
við dr. George R. Harvey,
sem sér um rannsóknir á eitur
efnum fyrir Woods Hole Oce-
anographic Institution í Woods
Hole, Massachusetts. Búizt
hafði verið við skýrslu eða
upplýsingum frá dr. Harvey
í desembermánuði og hefði
verið fróðlegt að geta látið
þær fylgja samtalinu; Hitt er
svo annað mál, að þær halda
að sjálfsögðu sínu fulla gildi,
þótt síðar komi, og mjög fróð
legt var að fylgjast með
rannsóknum dr. Harveys um
borð í Bjarna Sæmundssyni.
Honum til aðstoðar var þar
Jón Ólafsson haffræðingur.
Dr. Harvey er mjög þekkt-
ur i sínu starfi og hafir lengi
unnið að mengunarrannsókn
um og einnig vann hann í 6
ár við fyrirtækið Monsanto í
St. Louis, en þar er t.d. fram-
leitt megnið af því asperíni,
sem notað er i heiminum í
dag og ennfremur er
þar landbúnaðardeild, sem
framleiðir alls konar skor-
dýraeitur.
Ekki verður sagt að þeir
visindamenn heims, sem mest
fjalla um þessi efni, og mest
áhrif kunna að hafa á gang
mála, séu sammála um notk-
un ýmsra hættulegra eitur-
efna. Dr. Norman E. Borlaug,
sem nefndur hefir verið „fað
ir grænu byltingarinnar“ og
hlaut friðarverðlaun Nobels
árið 1970 fyrir glæsilegt rækt
unarstarf og hjálp við van-
þróaðar þjóðir á sviði hinn-
ar stórkostlegu ræktunar
sinnar, er algerlega andvíg-
ur því að banna notkun DDT
skordýraeitursins og segir að
slíkt bann geti leitt til hung-
ursneyðar og sjúkdóma, auk
þess sem það geri að engu
starf hans, er hann
hlaut Nóbelsverðlaunin fyrir.
Hins vegar spáir sviss-
neski haffræðingurinn og
prófessorinn Jacques Picc-
ard dauða úthafanna fyrir
næstu aldamót, ef ekkert
verði gert til að stöðva
mengun þeirra.
Ég byrjaði á því að spyrja
dr. Harvey um þær niðurstöð
ur, er hann hafði þegar á
takteinum og skoðanir hans á
þessum mengunarmálum í
sambandi við úthöfin. Dr.
Harvey fórust orð eítthvað á
þessa leið:
— Við höfum sýnis-
horn margs konar frá suður-
hluta Atlantshafsins að 50
gráðum suðlægrar breidd-
ar og norður um miðlínu. Þá
hef ég fengið sýnishorn frá
Austur-Atlantshafi, þar sem
vindar Evrópu og Afríku ná
á haf út, en ekki fyrr
en nú fengið sýnishorn,
þar sem straumar liggja frá
Ameríku. Við álítum hins veg
Hérna eru þeir dr. Harvey til hægri og Jón Ólafsson haf fræðingur að taka sýnishorn
úr svifliáf. Ljósm. vig:.
Önnur ef ni geta
komið í staðinn
— fyrir eiturefoi þau, sem nú
eru hættulegust í heiminum