Morgunblaðið - 07.01.1972, Side 12
12
MORGUNBLAtMfi, FÖSTUDAGUK 7, JAINUAK 1972
Feröafélagiö ráðgerir:
149 ferðir á
sumri komandi
FEEÐAÁÆTLUN Ferðafélags
Islands fyrir árið 1972 kom út
fyrir áramótin, en fyrsta ferðin
hefst á sunninlaginn kenuir, ein
af hinum vinsæiu sunmidag's-
ferðum, sem lagt er upp í kl. 13
frá Umferðarmiðstöðinni.
I áætluninni er gert ráð fyrir
149 ferðum, löngum og stuttum.
Skiptast þær þannig: 8 páska-
ferðir, 3 hvítasunnuferðir, 27
sumarleyfisferðir, 7 ferðir um
verzlunarmannahelgi, 28 Þórs-
merkurferðir, 18 Landmanna-
laugaferðir, 7 Kjalarferðir og
aðrar ferðir 51. Lengstu ferðirn-
ar standa í 12 daga, en þær
stytztu í einn dag.
Sumarleyfisferðir Ferðafélags-
ins teyg.ja sig orðið um mest allt
landið og taka 4—12 daga. Eru
á næsta sumri ráðgerðar margar
leiðir, sem áður hafa verið á dag-
skrá hjá félaginu og geíizt vel,
en einnig ferðir á nýjar slóðir.
Má þar t. d. nefna ferð í Hvanna-
lindir og Kverkfjöll 6.—13. júlí,
en með brú á Jökulsá hefur sú
leið opnazt ferðamönnum. Þá er
ferð i Suðursveit 17.—25. júlí oig
tekur 9 daga og verður m. a.
gengið um Suðursveitarfjöll. —
Homstrandaferðir eru á dag-
skrá, ferð i Lónsöræfi 25. júlí tii
1. ágúst, ferð norður fyrir Hofs-
jökul og þannig mætti lengi
telja.
Stöðugar ferðir verða að venju
í Þórsmörk, Landmannalaugar
og í Kerlingarfjöll í sumar. Og
hefðbundnar ferðir um mestu
feiðahelgar eins og páska, hvíta-
sunnu og verzlunarmannahelgi
Sunnudagsferðir eru orðuar all
vinsælar og ná nú langt fram
eftir hausti, aftur í október og
hefjast aftur fljótlega eftir ára-
mót. Er þá farið ýmist að morgni
kl. 9.30 eða kl. 13 frá Umferðar-
miðstöðinni og nægir að mæta
þar. f skammdeginu eru slíkar
ferðir stuttar, en lengjast með
deginum. Eru þá margir faileg-
ir staðir í nágrenni Reykjavíkur
gkoðaðir. Þegar kemur fram á
sumar er haldið lengra og þá
stundum í helgarferðh’.
Forseti Ferðafélags íslands er
Sigurður Jóhanmsson, vegamála-
stjóri, og varaforseti, Sigurður
Þórarinisson, prófessor. — Fram-
kvæmdastjóri er Einar Þ. Guð
johnsen.
Svipmynd frá Vík í Mýrdal.
Ljósm.: Hermann Ste'ánsson).
Sjór í lest
Hvassafells
*
— Aburðarfarmur
undir skemmdum
SJÓR komst í lest Hvassafeiis,
nýjasta skips SÍS, er skipið
var í fvrstu ferð sinni til fs-
Iands um jólin. Ástæðan fyrir
þessu var, að niðurgangor í lest-
ina gaf sig um iúguna, sem opn-
aðist á siglingu. Skipvi-rjar tóku
eftir þessu í tæka tíð og tókst að
ioka lúgnnni aftur. en hefði
þarna liðið öllu lengri tínii, hefði
skipið verið hætt komið. þar sem
það var fnlilestað. Um 200 lonn
af tilbúnum ábnrði blotnuðn.
Hjörtur Hjartar, framkvæmda-
stjóri skipadeildar SÍS, sagði
Mbl. í gær, að við sjópróf hefði
ekki komið fram nein iirugg á-
stæða þess, hvers vegna lúgan
brást. Öryggisbúnaðui skipsins
hafði verið nýskoðaður, þar sem
það var nýsmíðað og þá fannet
ekkert athugavert.
Klukkan liðiega 10 að morgni
jóladags, þegar skipið hafði verið
á fjórða sólarhring á siglingu til
íslands, urðu skipverjar þess
varir, að sjór komst í lestina nið-
ur um svokaliað „mannhol".
Skipið var þá statt suður af fs-
landi í vonzkuveðri. Því var þeg-
ar í stað beitt upp í vindnn með-
an lúgu „mannholsirie“ var
tryggilega ’.okað aftur.
Hjörtur sagði ekki ljóst,
hversu mikið af farminum hefði
skemmzt. Skipið var fulllestað til-
búnum áburði og sagði Hjörtur,
að sjór hefði komizt í um 200
tonn.
Landsbankinn:
Útibússtjórar ráðnir
til fimm ára í senn
— hreyfing í starfsmannahaldi
almenn stefna hankans
BANKARÁÐ Landsbankans sam
þykkti á síðasta ári, að útibús-
stjóra bankans skyldi framvegis
aðeins ráða til fimm ára í senn,
en að þeim tíma liðnum er gert
ráð fyrir, að viðkomandi starfs-
maðiir flytjist annaðhvort í
annað útihii eða í aðalbankann,
eftir því sem á stendur hverju
sinni. Ætliinin er, að þessi skip-
an nái ekki aðeins til útibús-
stjóra, heldnr og annarra starfs-
manna, þannig að þeir geti fliitzt
milli deilda og útibiia. Verður
]>etta almenn stefna bankans í
starfsmannalialdi í framtíðinni.
Á síðasta ári voru skipaðir
fimm nýir útibússtjórar á veg-
um Landsbankans, þar af þrir
við ný útibú, en einn útibússtjóri
lét af störfum fyrir aldurs sak-
ir og annar andaðist á árinu.
Nýir útibússtjórar komu að
útibúunum á Selfossi, ísafirði og
Eskifirði, en útibússtjórinn þar
fór á Selfoss. Þá var opnað nýtt
útibú á Hornafirði og útibúin á
Hvoisvelli og í Grindavík urðu
sjálfstæð, en höfðu áður heyrt
undir Selfoss og Reykjavík.
Þessi nýskipan nær ekki til
þeirra útibússtjóra, sem fyrir
eru, þar sem þeir voru ráðnir án
tím at akm ark ana.
Með nýju ári
ÞAÐ er margt, sem í hug kem
ur við tímamót, þegar sólin
hefur anúið við og lofar nýju
sumri með nýju lífi, nýjum
gróðri.
En um hana segir skáldið
þessi sígildu orð:
„Sem Guðs son forðum
gekk um kring
hún gengur ársins fagra hring
og leggur smyrsl á lífsins sár
og læknar mein og þerrar
tár.“
Hér verður sólin eitt með
sigrandi mætti hins góða í
mannssál og mannheimi, sem
gengnar kynslóðir hafa nefnt
Guðsson og Mannsson og gert
að æðstu hugsjón sinni.
Hér verður því að staldra
við og litast um, og við blas-
ir hinn mikli munur kynsióð-
anna, gamla og nýja tímans,
hið margrædda kynslóðabil,
sem mörgum ægir mjög.
Sumum finnst jafnvel munur
inn svo mikill, að öllu sé snú-
ið við, og vart verði fundið,
hvað upp snýr eða niður, rétt
er eða rangt.
Eitt er víst, að erfitt er að
finna og dærnia um, hvort
þjóðinni hefur farið fram eða
aftur. Ekki er það sízt, þegar
litið er til baka og borið sam-
an fólkið sem setti „svip á
bæinn" í listum og íþróttum
um og eftir 1930 og svo aftur
nú um og eftir 1970.
Hugsið um listakonu eins
og Maríu Markan, eða söngvar
ann Stefán íslandi, íþrótta-
menn eins og Jóhannes Jósefs
son, aflraunamann eins og
Ursus, Gunnar Salómonsson
eða rithöfundana og skáldin
Gunnar Gunnarsson, Davíð
Stefánsson og Tómas Guð-
mundsson, svo að eitthvað sé
nefnt af því glæsiiega liði. En
allir geta fundið sér eitthvað
til samanburðar af „stjörn-
um“ og „fólki ársins“ af „fyr
irmyndum" og „snillingum" nú
tímans, svo ekki þarf þar
nokkurn að nefna.
En samt má ekki gleyma, að
oft erum við lítt skyggn á eig
in samtíð. En mikil var gleði
æskunnar á fundum og mót-
um ungmennafélaganna yfir
þessum stjörnum þátímans og
mörgum fleiri, sem ennþá
bera af í litum og ljóma að
dómi hinna eldri.
„Vér eigum sjálfir á eftir að
dæmast," en „af oss skulu for
feður heiðrast og sæmast,
sem studdu á lífs leið vorn fót,
og Ijóðin við vöggurnar
sungu."
En eitt er víst, þetta fólk má
ekki gleymast, metnaður þess
má ekki fyrnast, gáfur þess
og glæsileiki ekki glatast. —
Engir skólar, hversu glæsi-
iegar milljónahallir, sem þeir
eru geta skapað hetjur og
framfaralið úr metnaðarlaus-
um liðleskjum, sem hanga
sljóar og sofandi yfir útkrot-
uðum skruddum, sem þær,
þessar liðleskjur meta einsk-
is í sínum vesaldómi.
Hér þarf að byggja á trú
sem fyrri. Fólkið, sem í list-
um, iþróttum og bókmennt-
um varpaði ljóma yfir þessa
litlu þjóð á heimsmælikvarða,
það átti trú á Guð í eigin
armi og barmi, trú á afl og
glæsileika síns „konunglega
uppruna", sem enn gæti hald
ið til jafns við hirðfólk og
konungsættir framandi lands
líkt og Egill á Borg og Kjart-
an Ólafsson forðum.
Það stóð föstum rótum í
jarðvegi sögu sinnar og trúar
sinnar á vernd goðvera góð-
leikans og því „kom það, sá
og sigraði" á hinn furðuleg-
asta hátt i nafni og krafti lít-
illar, fátækrar þjóðar norður
við Dumbshaf.
Það er þetta, sem aldrei má
gleymast, þegar við nemum
land á nýju ári.
„Að fortið skal hyggja,
ef frumlegt skal byggja,
án fræðslu þess liðna sést ei
hvað er nýtt,“
segir Einar Benediktsson,
skáldið, sem hér var vitnað til.
„Vort iand það á eldforna
lifandi tungu,
hér lifir það gamla í þeim
ungu.“
Endurheimt handritanna
verður sá atburðurinn, sem
lengst mun lifa af sögulegum
atburðum í ævisögu þessarar
þjóðar frá árinu 1971.
En hvers virði verður slikur
atburður ef tungan er van-
metin, og bókmenntir gleymd
ar, sem greina frá því, sem
þarf að vera og verða leiðar-
ljós um ókomin ár.
Við megum ekki skipta á sól
um og Saltvíkurtýrum.
Hætti hin forna reisn og
framaþrá að „lifa í þeim
ungu“, erum við á villigötum,
hversu mikla peninga, sem við
annars kynnum að hafa handa
á milli, hversu glæsilega
skóla, sem við ættum.
Ábyrgð gagnvart eigin dáð-
um og heiðri er sú auðlegð,
sem ein gæti blessað hvern
sigur, sem vinnst hvort held-
ur með ræktun lands eða fiski
miða.
Engin mengun er verri en
mein hugarfars og hjartalags.
Og hætt er við að af þeirri
mengun leiði öll hin verstu-
mein bæði á landi og i sjó,
vatni og mold en þó um fram
allt átumein í okkar eigin lík-
ama og sálum.
Byggt skal á bjargi reynslu
og sannleika og svo:
„Stanzaðu aldrei, þótt stefnan
sé vönd
og stórmenni heimskan þig
segi “
„Fram til starfa, fram til
þaría,
flýjum aldréi skyldubraut."
í Bretlandi er sagt, að hver
maður verði að gera skyldu
sína, samkvæmt kröfu fóstur
jarðar sinnar.
Á íslandi þarf hver maður
að gera meira en skyldu sína
og fyrst og fremst kröfur á
eigin hendur.
Þannig verðum við sjáifstæð
þjóð í þess orðs fegurstu
merkingu.
Enginn aðall er æðri sjálf-
stæði og sönnu frelsi.
Megi árið unga flytja sem
mest af þeim auði.
2. janúar 1972.
Árelius Níelsson.