Morgunblaðið - 07.01.1972, Síða 14

Morgunblaðið - 07.01.1972, Síða 14
14 MORGUNBLAÐXÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1972 BÓKMENNTIR - LISTIR BÓKMENNTIR - LISTIR í HÖFN OG Á HAFI MEÐ JÓNASI STÝRIMANNI Jónas Guðmundsson stýrimaður: Hægur sunnan sjö. Ur heimsreisu stýrimanns. Hildur Bvík. 1971. Jónas Guðmundsson er ekki byrjandi sem rithöfundur, og hann er heldur ekki neinn v:ð- vaningur á siglingunni um lífs- ins haf. Honum farnaðist miður vel á viðsjálum leiðum sögu- manns og sagnaskálds, og svo er að sjá af fyrsta kafla þess- arar bókar, með hinu lítt rök- ræna nafni, Hægur sunnan sjö, að á sinni lífsreisu hafi hann Jón Helgason * ekki orðið vel reiðfara. Hann kallar sjómannaheimilið I Kaup mannahöfn, þar sem hann biður skipsrúms sem stýrimaður, Hús angistarinnar, og þar grætur hann sig i svefn fyrir sjónum allra þeirra, sem lesa þessa bók. Það hefur hingað til ekki þótt karlmannlegt hér á voru landi Islandi, að menn á bezta aldri gengju grátandi á almannafæri, en þó hygg ég að Jónas stýrimaður sýni í þvi meiri manndóm en í flestu öðru um sína daga, þvi að bæði hans lífs- angist og gráturinn virðast mér runnin undan hjartarótum manns, sem gert hafi sér fulla grein fyrir því að fyrir hon- um hafi verið um villt á farleið- um tilverunnar — og sé nú stað- ráðinn í að leiða sjálfur sjálf- an sig. 1 bókinni lýsir Jónas fyrst dvöl sinni í Kaupmanna- höfn, þar sem hann biður þess í tregablandinni angist að fá frá einhverju dönsku skipafélagi já kvætt svar við umsókn um stýri mennsku einhvern ákveðinn eða óákveðinn tíma. Biðinn verð ur alllöng, en þar kemur, að hann er ráðinn annar stýrimað- ur á farmskip, sem heitir Nord- vest. Skipið er stórt og traust, en orðið gamalt, og eigandinn hyggst selja það. Jónas er og ráð inn með þeim skilyrðum, að fara af skipinu með aðeins sðlar- hrings fyrirvara, ef það verði selt, enda kosti þá seljandi för hans heim. Jónas segir svo frá veru sinni á þessu skipi, ýmist á höfum úti eða í ýmsum höfn- um, unz þar kemur, að eigand- anum hefur tekizt að selja það og nýr eigandi tekur við því í Rotterdam. Þessi bók ber langt af fyrri bókum Jónasar stýrimanns og er sú fyrsta, sem sýnir, að hann er gæddur persónulegri frásagnar- og formgáfu. Frá upphafi til enda heldur hann athygli les- andans vakandi, enda yfir frá- sögninni, sérstæður, en þó all- Jónas stýrimaður breytilegur blær. Stundum er stíllinn myndrænn, einkum í stuttorðum lýsingum náttúru og veðrabrigða, og frásögn jafnvel smávægilegra atvika er oft svo lifandi, að hún festist í minni. Jónas lýsir með ágætum þeim blæ tómleika og rótleysis, sem einmanaleiki farmannsins varp- ar á það, sem honum ber fyrír augu eða fram við Hann kemur, Guðmundur G. Hagalín ■■ JÁi7ii/rp\TMrrTn skrifar um J 5UKMLJN N11R OTRULEGT EN SATT Orð sknlu standa. Iðunn. Valdimar Jóhannsson. Bvík 1971. Jón ritstjóri Helgason hefur sýnt það, allt frá því að hann gaf út fyrsta bindið af safninu Islenzkt mannlíf árið 1958, að hann er fundvís á athyglisverð frásagnarefni í hinum miklu og enn tiltölulega lítt könnuðu söfnum margvíslegra handrita frá liðnum öldum, og hefur hon- um tekizt flestum öðrum betur að skeyta saman og geta í eyð- ur, svo að sundurlausar frá- sagnir, bréf og bréfaslitur, ásamt molum úr kirkju-, dóma- og uppboðsbókum, hafa orðið í höndum hans að heillegum þátt- um, þar sem sýnt hefur verið sérstætt fólk og oft ærið harm- ræn örlög, sem speglað hafa ljós lega lífskjör og aldarhátt. 1 fyrra kom svo frá hans hendi safn af smásögum, sem sýndu ljóslega, að hann hefði getað orðið skemmtilegur og vel lið- tækur smásagnahöfundur, ef hann hefði lagt sig eftir því kröfuharða listformi. Síðasta bók Jóns Helgasonar, Orð skulu standa, er hvorki margir þættir né smásögur, held úr ein heild. Hún er ævisaga Páls Jónssonar frá Elliðakoti. Hann var fæddur 21. nóvember 1853 og lézt fyrir aðeins rúmum þrjátiu árum, hafði um skeið ver ið þjóðkunnur sem fyrsti íslenzki kunnáttumaðurinn um vega- og brúagerð, starfsmaður opinberra aðila víðs vegar um landið við slíkar framkvæmdir og kennari í þeim efnum slíks manns sem Áma Sakaríassonar, hins vel færa og mikils metna verkstjóra. En þrátt fyrir þetta munu ekki hafa við Pál þenn- an kannazt meira en nokkur hundruð manns, þegar þessi bók kom út, sem sýnir þó svo ljós- lega, að ekki verður um villzt, að hann hefur verið einn hinn sérstæðasti merkismaður, sem lif að hefur með þessari þjóð — fyrr og síðar. Ég ætla ekki. í þessum stutta dómi mínum um Orð skulu standa að rekja ævi- feril þessa furðulega manns. Fer bezt á því, að menn kynnist honum af lestri bókarinnar, en víst er um það, að Páll hefur verið hvort tveggja í senn, spek ingur að viti og einfaldur sem dúfa og vart átt nokkurn sinn líka um það, að hlíta aldrei öðr- um húsbónda en samvizku sinni, hver sem í hlut átti og hvar og hvenær sem var. Sögu Páls hefur Jón ritað eft- ir svo glöggum heimildum, að hann hefur litt þurft að geta í eyður. Þó að spor Páls vegfræð- ings, eins og hann var kallaður, lægju svo að segja um allt Is- land og hann legði leið sína fjór um sinnum austur um haf —- til Noregs — virðist mér slóð hans hafa verið auðraktari en flestra annarra, og eins er um það, að órækar heimildir eru til frá hon um sjálfum um hans innra líf, sem ella hefði getað reynzt ær- ið torrætt. 1 fljótu bragði gæti því virzt svo sem Jóni hafi ekki verið ýkjamikill vandi á höndum, þá er hann réðst í að skrá söguna, en sé vandlega að hugað, verður annað uppi á ten ingnum. Jón hefur auðvitað orð- ið að tengja þannig eitt við ann að, að úr yrði samfelld og hvorki of óljós né of langdræg frásögn, og það hefur honum tekizt mæta vel. Hitt er þó meira, að honum hefur verið ljóst, að hann yrði að móta stílinn með því ærið vand'hæfa móti, að hið furðulega og í rauninni frá almennu sjón- armiði hlálega í orðum og at- höfnum Páls Jónssonar gerði hann ekki að hlægilegum og fár ánlegum sérvitringi í augum les- andans, hvort sem sá væri vit- ur eða fákænn. Þessa list hefur Jóni lánazt að leika — og eins hefur honum tekizt að forðast þá gíldru að gera Pál í frásögn sinni að ómennskum dýrlingi. Það er og trúa mín, að þessi bók verði ekki einungis vinsæl og víðlesin, heldur muni sam- fylgd þeirra Páls Jónssonar og Jóns Helgasonar verða löng og farsæl með þjóðinni, hverju sem viðrar í heimi islenzkra bók- mennta og menningarlífs. hvort sem hann reikar um stór- borg í bið eftir skiprúmi, á sér tómstund á skipsfjöl eða leitar sér stundar fróunar, þar sem skip hans kemur í höfn. Auk. Kaupmannahafnarkafl- anna verða þrír þættir eftir- minnilegastir. Einn þeirra fjall- ar um jólahald á skipsfjöl, í höfn kotbæjarins Botvood á Ný fundnalandi. Það reynist aðeins fólgið í vanabundinni át- og drykkjuveizlu, þar sem allt er í himinhrópandi ósamræmi við þær minningar, sem hinir þrjá- fcíu og tveir menn frá ýmsum þjóðlöndum eiga flestir frá dög- um saklai'.srar og jafnvel von- glaðrar bernsku. Þá er það þátt ur um aðra komu skipsins til þessa sama kanadíska útkjálka- bæjar. Þegar tiltölulega skammt er til Lands, verður það slys að einn af hásetunum fellur niður í eina lest skipsins. Fallið er geysihátt, og hásetinn, Norð- maðurinn Sverre Oberstad, hef- ur hlotið slíka áverka, að hon- um er vart ætlandi líf. Þegar í stað er haft samband við land og beðið um þyrlu, en svarið er neikvætt, ekkert hægt að gera til skyndihjálpar, aðeins ráðlagt að láta fara vel um sjúklinginn. Nú sameinast öll hin sundurleita skipshöfn um það áhugamál, að allt verði gert, sem únnt er, til að draga úr kvölum hins slas aða og flýta sem mest förinni til lands. Það er hert á hraðanum eins og framast er unnt, en ekki er hægt um vik, því að leiðin liggur gegnum ærið þétt ísrek. Allir — jafnvel hinir gömlu og hálfsteingerðu æðstu yfirmenn í brú og vél — telja ekki aðeins mílumar, sem skipinu m-un- ar, heldur allt að því mínúturn- ar, er silast áfram. Aftur og aft- ur er beðið um hjálp úr landi, en ávallt án árangurs. Fullir af réttlátri reiði, djúptækri samúð með félaga sínum og gagntekn- ir ótta um líf hans binda skip- verjar far sitt við bryggju í Botvood — um það bil sólar- hring eftir að slysið bar að höndum, — og svo er það þá úrskurður læknis, að eina von- in um að bjargað verði lífi Norð mannsins, er ber sig sem hetja, sé sú, að flytja hann í sjúkra- bíl hálftíma akstur til sjúkra- hússins í Grand Falls, þar sem séu fullkomin tæki og ágætur læknir. Skipstjóri felur svo Jónasi að fylgja honum að því er virðist helsjúka manni í sjúkrahúsið og biða þess, hvað læknirinn segi um lífsvon að lokinni hinni veigamestu að- gerð af mörgum. Eftir nokkra klukkutíma getur Jónas sagt fé- lögum sínum, að ekki sé von- laust um líf hins norska hraust- mennis og að sér - hafi virzt læknirinn vera maður fyrir orð- um sínum. Síðan fylgist Jónas með líðan sjúklmgsins, meðan skipið liggur I höfn, og þá er það heldur á haf, hefur hann flutt af honum slíkar fréttir, að svo er sem þungum steini sé létt af hverjum manni á skipinu, en Jónasi verður það öryggisleysi sjómanna, sem lýsti sér í svar- inu við síendurtekinni hjálpar- beiðni til strandgæzlu Kanada- manna, ærið mikilvægt ihugunar efni. Allur er þessi þáttur rit- aður af iátleysi og djúpri inn- sýn í veigamikla þætti mannlegs eðlis — og einmitt þá, er jákvæð- astir eru. Þriðji þátturinn heit- ir Vetrarmynd frá Póllandi. Yf- ir þeirri mynd er nístandi öm- urleiki frosts og fjötra. Her- mennirnir, sem halda vörð á þeim hafnarhlöðum, sem skip- ið liggur við í Gdansk, vopn- aðir hríðskotarifflum og verm- andi kaldar kjúkur yfir glóðar- fötum, verða óhugnanleg ímynd ástandsins í þessu um aldir harð þjakaða landi, enda verður Jónasi, sem er fullur samúðar og vilja til jákvæðis skilnings á sköpum hinnar margþjáðu pólsku þjóðar, ærið vandhugs- að og torrætt, hvert þar stefnir — hvort í vændum kunni að vera, þrátt fyrir allt, vor, sem bræði frostfjötra einræðis og ófrelsis — eins og aprílsólin íshelluna af leiðunum til fátæk- legra samskipta við hinar frjálsu þjóðir heims. Þá er þess að geta, að í bókinni eru nokkrar skýrar og eftirminnilegar mannlýsingar. Kostuleg og sérstæð er sú mynd, sem höfundur sýnir af fyrrverandi sveitarstjóra í Ólafsvík, Braga Sigurðssyni lög fræðingi. Við Braga átti Jónas nokkur samskipti i Kaupmanna- höfn, og vist er um það, að hann skilst þannig við þann æðrulausa, hugkvæma og auðsjá anlega flestum öðrum frjálsari veraldarmann, að sá má vel við una. Af öðrum persónum, sem við sögu koma, er þeim skýrast og skemmtilegast lýst, brytanum og yfirkokknum á Nordvest. Ég hef þegar borið það lof á Jónas, að honum hafi tekizt að gæða þessa bók sína persónuleg um og sér eiginlegum blæ- og jafnframt þeim blæbrigðum, sem efninu hæfa. En hins ber svo að geta, að hann hefur ekki losn- að að fullu við þá tilgerð, sem lýtt hefur mjög aðrar bækur hans, og stundum mistekst hon- um um rökvísi, þegar stíll hans verður myndrænn. Loks er svo sá ágalli á málfari hans, sem honum ætti að reynast til- tölulega auðvelt að losna við. Víða í bókinni er það beinlin- is viðeigandi að nota erlend orð og slettur, en þar ratar Jónas ekki hinn gullna meðalveg. „Hist og her,“ — eins og Jónas kemst að orði í einum stað í frá- sögn sinni, rekst lesandinn á er- lend orð og orðstoripi, sem eng- um tilgangi þjóna, og í ofanálag á þetta kemur nokkrum sinnum fyrir röng notkun íslenzkra orða — og einnig setningar, sem ekkert tjá lesandanum, koma jafnvel sumar eins og sá svarti úr sauðarleggnum. Gisli Sigurðsson hefur teikn- að nokkrar myndir í bókina, og þær hafa tekizt þannig, að þær eru í stíl við efni hennar og yf- irbragð. Aðalfundur Fiskverkunin Stakkur h.f., Vestmannaeyium heldur aðalfund sinn fyrir árið 1970 mánudaginn 10. janúar kl. 2 e.h. í húsi Vinnslustöðvarinnar við Strandveg í Vestmannaeyjum. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. MÁLASKÓU 2-69-08 # Danska, enska, þýzka. franska, spænska, ítalska og íslenzka fyrir útlendinga. # Ath. Næst síðasti innritunardagur. # Kennsla hefst 12. janúar. # Skólinn er nú til húsa í Miðstræti 7. # Miðstræti er rniðsvæðis. 2-69-08 'HALLDORS

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.