Morgunblaðið - 07.01.1972, Page 30

Morgunblaðið - 07.01.1972, Page 30
MORGUNBLAÐEE), FÖSTUDAGUR 7. JANUAR 1972 30 íslandsmótiö í körfuknattleik: Sjaldan tvísýnna-aldrei meiri þátttaka Rætt við þjálfara 1. deildar liöanna ÍSLANDSMÓTIÐ í körfu- knattleik, sem hefst á morg- un, er hið langfjölmennasta, sem háð hefur verið. Alls taka þátt í mótinu 66 lið frá 18 félögum og Ung- mennasamböndum, og mun láta nærri að fjöldi þátttak- enda sé eitthvað liðlega 700 talsins. — í 1. deild verða lið in nú í fyrsta skipti 8 talsins, en hafa undanfarin ár verið sjö. — í 2. deild eru einnig átta lið, en það eru lið Hauka, ÍBV, ÍBÍ, KA, Breiðabliks, UMFN, Snæfells frá Stykkis- hólmi og Harðar frá Patreks- firði. — I m.fl. kvenna eru 5 lið, — 7 lið taka þátt í 2. fl. kvenna, — 7 lið í 1. fl. karla, 8 liðí 2. fl. karla, 12 lið í 3. fl. karla og ll lið í 4. fl. karla. Eins og venjan er, þá bein- ist áhugi manna fyrst og fremst að 1. deild karla. Liðin sem taka þátt í keppninni þar eru: íþróttafélag Reykjavík- ur, Knattspyrnufélag Reykja víkur, Glimufélagið Ármann, Knattspyrnufélagið Valur, íþróttafélag stúdenta, Héraðs sambandið Skarphéðinn, Ung mennafélagið Skallagrímur og tþróttafélagið Þór á Akureyri. — Tvö þessara liða léku ekki í 1. deild í fyrra, en það eru lið Stúdenta og Skallagríms. Stúdentar urðu sigurvegarar í 2. deild í fyrra, en Skalla- grímur frá Borgarnesi sigraði UMFN í aukaleik um sætið sem losnaði vegna þess að fjölgað var í 1. deild. Mbl. sneri sér til þjálfara allra 1. deildarliðanna, og bað þá seg'ja í fáum orðum frá því hverning mótið legðist í þá. Þetta höfðu þeir hclzt að segja: Ingvar Sigurbjörnsson, þjálfari Ármanns: „Þetta mót verður ö-rugig- lega mjög skemmtilegt, og mikið verður barizt. Ég ætlast til þess af mínum mönnum, að þeir sigri í þessu móti. Við ætl um okkur að komast upp úr þeirri meðalmennsku, sem lið ið hefur verið í undanfarin ár og fara að safna titlum. — Æf ingasókn hefUr verið góð í allt baust, en þó hvíldum við okk ur alveg yfir hátíðirnar." Inigvar spáði fyrir um vænt anleg úrslit mótsins ein,s og reyndar allir hinir þjálfaram ir sem blaðið ræddi við, og spá hans lítur þannig út: 1. Ármann 2. 1R 3. KR 4. VaJur 5. Þór 6. UMFS 7. ÍS 8. HSK Guttormur Ólafsson, þjálfari Þórs: „Það er kominn mikill hug ur í okkur hér nyrðra. Við æfðum mjög vel í haust og allt fram í desember, en þá kom talsvert los á mannskap inn vegna prófa hjá þeim liðs mönnum sem eru í Mennta- skólanum hér, og svo misstum við marga liðsmenn út um landið vegna jólafria. En við erum ákveðnir i því að stefna að 3. sæti í mótinu. Liðið var i mótun í fyrra, og átti þá mis jafna leiki, en það er skoðun mín að við séum mun sterk- ari nú.“ Og Guttormur spáir því að röð liðanna í mótslok verði þessi: 1. KR 2. ÍR 3. Þór 4. Ármann 5. Valur 6. HSK 7. ÍS 8. UMFS og stafar það ekki sízt af því að helmingur iiðsmanna er í Reykjavík. — Svo er það, að okkur hefur tilfinnaniega skort verkefni, og ég heid að það væri kjörið verkefni að reyna að koma á einhverri keppni milli 1. deildarliðanna utan Reykjavikur, t.d. bikar- keppni. Hitt er svo annað mál, að strax og íslandsmótið byrj ar, þá fer þetta ailt á fulla ferð hjá okkur.“ Og spá Antons lítur þannig út: 1. ÍR 2. Ármann 3. KR 4. Þór 5. HSK 6. Valur 7. UMFS 8. 1S framfarir hjá liðinu. Við kom um e.t.v. með að eiga í erfið leikum í þessum mánuði vegna prófa í skólanum, en þó ættum við að komast yfir það ailt saman." Og Birgir spáir um úrslitin eins og hinir: 1. 1R 2. Ármann 3. KR 4. IS 5. Valur 6. HSK 7. Þór 8. UMFS Ólafur Thorlacius, þjálfari Vals: „Ég ætla hlut Vals í þessu móti ekki stóran. Sem kunn- ugt er höfum við Valsmenn næstum skipt um lið á sl. tveimur árum, og er nú Þórir Magnússon orðinn aldursfor- seti liðsins aðeins 23 ára gam all. Það hljóta allir að sjá, að á meðam þessar breytingar eiga sér stað hjá félaginu, þá er ekki hægt að búast við því að liði berjist á toppinum. En þá er einungis hægt að vona að strákarnir megi reynast þess megnugir að forða liðinu frá falli. Æfingasókn hefur verið góð fram að áramótum, og vona ég að svo verði á- fram.“ Spá Ólafs um úrslit mótsins litur þannig út: 1. Ármann 2. ÍR 3. KR 4. Þór 5. HSK 6. UMFS 7. Valur 8. ÍS Einar Ólafsson, þjálfari ÍR: „Æfingasókn hefur verið sæmileg hjá okkur í vetur, og að sjálfsögðu stefnum við að eins að einu marki í þessu móti, nefnilega efsta sætinu. Ég geri mér þó fulla grein fyr ir því, að það verður erfiður róður. Mótið verður jafnt og skemmtilegt, og allt getur gerzt.“ Og spáin hjá Einar er þann ig: 1. ÍR 2. Ármann 3. KR 4. Valur 5. HSK 6. ÍS 7. Þór 8. UMFS i 11 Gunnar Gunnarsson, þjálfari UMFS: „fslandsmótið ieggst. ekkert illa í mig,“ sagði Gunnar. — „Við höfum æft nokkuð vel, og munum af alefli berjast fyr ir tilveru okkar í deildinni. Það verður erfiður róður, en ætti að geta tekizt.“ Spá Gunnars er þessi: 1. KR 2. Ármann 3. ÍR 4. Valur 5. HSK 6. UMFS 7. Þór 8. ÍS Anton Bjarnason, þjálfari H.S.K. „Við erum nú ekki neitt sér lega bjartsýnir svona við upp haf mótsins. Við höfum ekki getað æft ein-s vel og skyldi, Birgir Jakobsson, þjálfari ÍS: „íslandsmótið 1972 verður án efa mest spennamdi körfu boltamót s-em fram hefur far ið hérlendis. Þótt manni virð- ist 3 lið vera nokkuð sterkuet í upphafi mótsins, þá eru hin liðin það stutt á eftir, að allt getur gerzt. Við Háskólamenn höfum æft mjög vel í allan vetur, og ég merki greinilega Jón Otti Ólafsson, þjálfari KR: Jón Otti virtist koma alveg af fjöllum, þegar við hringd um til hans og báðum hann að segja nokkur orð um ís- landsmótið sem hefst á morg un. „Er mótið að byrja?“ — sagði hann. „Ég hélt að það ætti ekki að byrja fyrr en 20. þ.m..“ „Nú verð ég að gjöra svo vel og endurskipuleggja þjálf unina. Ég hafði gert ráð fyrir næstu tveim vikum fríum frá leikjum, þannig að ég hlýt að verða að breyta æfingapró- gramminu. Annars leggst þetta allt vel í mig, við höfum æft vel, og t.d. vax ekkert slakað á yfir hátíðimar. Mótið verður gífurlega jafnt eins og í fyrra, og e.t.v. þó öllu harðara. Við KR-ingar stefn- um ákveðnir til sigurs, og ég spái því að röðin í mótslok. ve-rði þessi: 1. KR 2. ÍR 3. Ármann 4. Þór 5. Valur 6. HSK 7. UMFS 8. ÍS Kins og fram kemur hér að framan, þá eru þjálfarar 1. deildarliðanna ekki á eitt sáttir um það, hverjir séu hin- ir væntanlegu íslandsmeistar- ar og hverra það erfiða hlut- skipti bíður að falla niður í 2. deild. — Þrír þeirra spá því, að KR sigri, aðrir þrír að það verði ÍR og tveir spáðu Ár- manni sigri. — Þjálfararnir voru helzt á því að IS félli niður eða fjórir þeirra. þrír sögðu UMFS og einn spáði að HSK féUi. Það er alveg greinilegt, að þetta íslandsmót í körfuknatt- leik, sem er það 21. í röðinni, verður eitt það allra tvísýn- asta, sem háð hefur verið, og á það ekki hvað sízt við um Framhald á bls. 31 J

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.