Morgunblaðið - 07.01.1972, Qupperneq 31

Morgunblaðið - 07.01.1972, Qupperneq 31
MORGUNBLA.ÐIÐ, FÖSTUDAGUR 7. JANÚAR 1972 31 1 3\ÉiMMMM]ÍM^orgunbladsins Skíðasambandið ræður þjálfara SKIÐASAMBANDH) hefur ný- loga ráðið til sin skíðakennara í alpagreinum fyrir unglinga 12-16 ára, Ágúst Stefánsson frá Siglu firði. Hann hefur nú um skeið dvalizt í Svíþjóð á þjálfaranám skeiði sem Sviar efndu til fyrir skiíðakennara sína í alpagrein- um. Þau skíðaráð eða félög sem óiska eftir skíðakennara í alpa- greinum geta snúið sér til Skíða sambandsins, en Ágúst mun hefja kennslu eftir 10. janúar nk. Skíðasambandið er nú að reyna að útvega norskan skiðakennara í alpagreinum, til skíðakennslu fyrir skíðaráð Reykjavíkur. Sænska skíðasambandið hefur boðið SKÍ að senda 4—5 skíða- menn i norrænum greinum, skíða göngu og skíðastökki til keppni í sænska skispelen í Lycksele 24. til 27. febrúar 1972. íslenzku þátt takendunum er boðið frítt fæði og uppihald í 4 daga. Halldór Matthiasson, Akureyri íslandsmeistari í skíðagöngu, hef ur dvalizt í Noregi sl. 3 mánuði við skíðaæfingar og keppni. — Nokkrir aðrir skíðamenn dvelj- ast nú við skíðaæfingar i Svíþjóð, Frakklandi og USA. (Frétt frá SKÍ). Japanskur þjálfari — hjá Júdófélagi Reykjavíkur JUDOFÉLAG Reykjavíkur hef- ur ráðið N. Yamaimoto, 5. dan Kodokan Judo, til þess að kenna hjá félaginu i vetur. Nobuaki Yamamoto er einn af beztu keppnismönnum Japana og er sérmenntaður iþróttakennari. 1 samtoandi við þetta verður sú breyting, að ÖH judokennsla verð ur fyrst um sinn á þriðjudögum og fimmtudögum. Þá verður nú tekin upp sú nýbreytni, að kennd verður sjálfsvörn og hún jafnt fyrir karla sem konur. Kennari verður N. Yamamoto. Einnig verða þrekæfingar undir hans stjóm á laugardögum kl. 2—3 eJi. Þeir támar eru öllum opnir, KR AÐALFUNDUR borðtennis- deildar KR verður haldinn miðvikudaginn 12. janúar nk. og hefst kl. 20. — Körfubolti Framliald af bls. 30 toppbaráttuna. Undanfarinn áratug voru það aðeins „ris- arnir“, ÍR og KR, sem komu til greina sem sigurvegarar, en nú er að verða þar á mikil breyting. Það eru ekki hvað sízt Ármenningar sem setja strik i reikninginn, en frammi staða þeirra nndanfarið hefur verið glæsileg, og að margra dómi eru þeir nú ekki síðri að getu en ÍR og KR. Þá er biiið milli toppliðanna og hinna orðið svo litið, að öll geta þau nieð smáheppni unn- ið hvaða topplið sem er. — Og það má einnig gera ráð fyrir æsilegri baráttu á botn- inum. Nýliðarnir tveir, UMFS og IS, hafa báðir búið sig vel undir keppnina og hin liðin, sem flestir orða í sambandi við fall, Valur og HSK, munu örugglega ekki kveðja 1. deild án harðrar baráttu. Það verður því örugglega eitthvað að sjá fyrir áhorf- endur í þessu móti og öruggt, að margur á eftir að skemmta sér. — Leiklrnir í 1. deild verða allir leiknir í Iþrótta- húsinu á Seltjarnarnesi nema sjö heimaleikir Þórs frá Ak- ureyri, seni verða í íþrótta- skemmunni þar, eins og und- anfarin ár. Leikirnir í 1. deild eru alls 56 talsins og því fara 49 þeirra fram í Reykjavik. Þetta er mikill fjöldi leikja og sú fyrirhugaða ráðstöfun, að ljúka mótinu fyrir páska (en þá er Norðurlandamótið, Poiar Cup, í Svíþjóð) fellur alveg um sjálfa sig, og mótinu á ð Ijúka í lok apríl. — gk. hvort sem þeir æfia judo eða ekki. Æfingar hjá JR verða því sem hér segir: Þriðjudaga og fimmtudaga kl. 6—7 e.h.: Judo fyrir drengi 10—14 ára. Kl. 7—8: Judo fyrir byrjendur. Kl. 8—9: Judo fyrir framhaldsflokka. Kl. 9—10: Sjálfsvörn. Laugardaga kl. 2—4 e.h.: Þrekæfingar. Nánari upplýsingar eru gefn- ar hjá Judofélagi Reykjavíkur, Skipholti 21, inngangur frá Nóa- túni, eða í síma 16288 á ofan- skráðum æfingatámum. Landsleikur í kvöld HG maður til LUGI SÆNSKA liðinu Lugi, setm Jón H. Magnússon leikur með, bætt- ist nýlega góður liðsmaður, þar siem var hinn 23 ára gaimli markvörður danska liðsins' HG, Henning Kroimann. Kroanann hefur verið annar aðalmarkvörð- ur HG, á eftir Bemt Mortensen, og mun hann byrja að leika með Luigi nú alveg á næstunni. í KVÖLD fer fram í Laugar- dalshöliinni handknattleiks- landsleikur niilli Islendinga og Tékka og hefst leikurinn kl. 20.30. Forsala að leikmim hefst liins vegar í Höllinni kl. 17.00 í dag, og er fólk kvatt til að notfæra sér hana, til þess að forðast þrengsli er að leiknum líður. Tékknesku íiandknattleiks- mennirnir koniu liingað tii lands í fyrrak\öld og tóku létta æfingu í LaugardaishöH- inni fyrir hádegi í gær, en eftir hádegi var þeim boðið i ferð til Hveragerðis. Nokkrir Ieikmanna tékkneska lands- liðsins hafa komið hingað áð- ur. Eins og áður hefnr komið fram, er um nokkur forföll að ræða í islenzka landsliðinu, og munar þar mest um kappana Geir Hallsteinsson og Ólaf H. Jónsson. En vonandi ná is- Norðmenn kæra leik Gummersbach tók ekki brottvísun til greina EFTIR leik FH og Partizan í Júgóslavíii á dögunum, sögðu forráðamenn Partizan-Iiðsins, að þeir ættu von á því að mæta rússneska liðinu MAI í undan- úrslitunum, og töldu það mun erfiðari mótherja heldur en Gummersbach eða Tartan. Það kom líka á daginn er „dregið“ var um hvaða lið ættu að keppa í imdanúrslitunum að Partizan lendir á móti MAI, en Þjóðvesrj- arnir skömmtuðu sjálfum sér tékkneska liðið. Nú er hins vegar ekki með öllu víst að Gummersbaoh kom- isit áfram í keppninni, þar sem Norðmenn hafa kært síðari leik- inn, sem lyk'taði með tapi þeirra, 13:19, en fyrri leikinn höfðu þeir unnið, 18:13. Forsendur kærunn- ar eru þær, að á siíðustu miinút- lenzku piltarnir vel saman í kvöld, og veita Tékkumim verðuga keppni, og víst er að áhorfendur mega ekki láta sitt eiftir liggja að hvetja sína menn í blíðu og stríðu. Dómarar í leiknum í kvöld verða danskir: H. Svenson og G. Knudsen, og hefur a. m. k. annar þeirra dæmt áðitr hér- lendis. MYNDIN var tekin i leik landsliðsins og pressuliðsins á dögunum, er Stefán Jónsson hafði komizt inn á línu og ætlaði að vippa yfir Hjalta, en hann varði. um leiiksins var einuim Þjóðverj- anna visað af velli, en þjálfari Gummensbach skipti þá öðruim leikmanni inn á, án þess að dóm- aramir eða leikmenn Oppsails tækju eftir þvi í hita baráttunn- ar. Síðari leikur Oppsals og Gummersbach var mjög harður og segja Norðmennimir eftir leiikinn, að júgóslavnesku dóm- aramir hafi haft á honum líitil tök. Og svo mikla virðingu báru þeir fyrir hinum fræga leik- manni Hans Schmidt, að hann var sem þriðji dómari leiksins. Þegar situndarfjórðungur var tiT leikis- loka var staðan 14:10 fyrir Gumimersbach, en þá setti liðið upp mikla hörku og tökst að brjóta Norðmenniná niður. Bf kæra Oppsal verður tekin til greina, er líklegt að nýr ieiikur fari fram á hlutlausum velli. síðari leik Oppsals og Guniniersbaclis. Norðiiiaðiiriiui Kristen Grislingaas reynir markskot. Kærir Efter- slægten? VERIÐ getur að danska meist- araliðið Efterslægten kæri síðari leik sinn gegn tékknesku meist- urunum Tatran Presov, en þeim leik lauk með sigri Tékkanna, 24:13. Foi-senda kærunnar yrðd þá sú, að rússnes'ku dómaramir, sem áttu að dsema ieikinn, mættu ekki, og leikurinn var dæmdur af einum tékkneskum dómara, sem Danimir seigja að hafi haft Mtil tök á lei'kn'um. Kæri Efterslægten ekki, er það fyrsit og fremst vegna þess hversu kostnaðarsamt það yrði fyrir liðið að leika þriðja lei'kinn i Evrópubikarkeppninni, og von- ldtið verður einnig að teljast fyr- ir það að komast áfram, þar sem Tékkamir unmi leikinn í Kaup- mannahöfn, 18:14. Danimir áttu í nokkrmm brös- um áður en þeir héldu tii Tékkóslóvakíu, þar sem einum leikmanna þeirra, Arne Ander- sen, var neitað um vegabréfis- áritun, vegna þess að hann þóttl of síðhærður! Þeim máluim tókst þó að kippa í lag í tæka tið. Moskva sækirf um OL MOSKVA hefur með bréfi til al- þjóðlegu Olympíunefndarin'nar, óskað eftir þvi að fá að halda sumarolympíuleikana árið 1980. Er það fyrsta borgin, sem sækir um að halda leikana þá, en sem kunnugt er, sóttu Rússar það fast að fá að halda sumarleikaaa í Moskvu árið 1976. Þá varð Montreal í Kanada fyrir valimi, en vetrarolympíuleikarnir árið 1976 verða haldnir í Denver í Colorado.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.