Morgunblaðið - 08.01.1972, Qupperneq 4
4
MORGUNBLA.ÐIÐ, LA.UGARDAGUR. 8. JANÚAR 1972
® 22*0-22* I
RAUDARÁRSTÍG 3lJ
HVERPISGÖTU 103
VW SendrferÖBÖifreið-VW 5 manna-VW svefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Simar 11422, 26422
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
Bilaleigan
SKÚLATÚNI 4 SÍMI15808 (10937)
Ódýrari
en aórir!
SKODB
LE/GAH
44-46.
SlMI 42600.
bilalcigan
AKBllA UT
car rental service
r 8-23-47
aendum
0 Ungbörn í sjón-
varpshávaða
„Kæri Velvakandi!
Oft hefur kotnið í huga minn
að senda þér línu til birtingar,
ef þú vildir vera svo góður.
Það er oft ýmislegt, sem hugann
hrellir og þá veit maður varia,
hvert skal snúa sér. Það er í
þessu tilviki meðferð á börnum,
sem nú til dags er á ýmsan hátt
athyglisverð, og þá sér-
staklega í sambandi við sjón-
varpið og hávaðann, sem fólk
vill láta fylgja notkun þess.
Ég sleppi að tala um gamalt
fólk, sem undir flestum kring
umstæðum getur forðað sér, ef
úr hófi keyrir sem oft vill verða.
Heldur á ég við litil, ómálga
böm, sem látin erú kannski
híma í þessum ósköpum fram á
Iágnætti, þótt þau háhljóði af
hræðslu, þegar verst lætur. Það
má líka til að halda þeim vak-
andi með einhverju, svo að bless
uð móðirin hafi frið til að sofa
fram á hádegið í minnsta lagi.
Já, kæri Velvakandi, gætir þú
ekki fengið einhvem góðan
lækni til að gefa þessu fólki,
(sem er því miður líklega nokk
uð viða) leiðbeiningar um hvað
þetta getur haft að þý-ða fyrir
elskulegu smábörnin? Það er
talað um, að fullorðið fólk
þurfi heyrnarhlífar, ef það vinn
ur í hávaða, en litla bamið, sem
ekki getur til sagt nema með
því að gráta, hver hjálpar því?
Myndflosndmskeiðin
(Aladin og litla flosnálin) hefjast aftur í næstu viku.
Innritun í búðinni Laugavegi 63.
Handavinnubúðin.
H afnfirðingar
Vegna styttingar vinnutímans í nýgerðum kjarasamningum við
verzlunarfólk verða verzlanir í Hafnarfirði lokaðar til kl. 2 á
mánudögum, fyrst um sinn.
KAUPMANNAFÉLAG HAFNARFJARÐAR.
Matsveinn
Óskum að ráða matsvein í mötuneyti.
Tilboð sendist í pósthólf 132. Keflavík
fyrir 17. janúar.
svra
Fyrsta námskeið ársins hefst í Laugardalshöllinni sunnudaginn
9 jan. kl. 10,20. Allir ungir sem gamlir velkomnir. Lánum
stengur. Óþarfi er að láta skrá sig, bara mætið
Frekari upplýsingar gefa Kolbeinn Grímsson, sími 14075, Ast-
valdur Jónsson, símí 35158 og í Hafnarfirði Svavar Gunnars-
son, sími 52285. Stangaveiðifél. Hafnarfjarðar og Reykjavíkur,
Kastklúbbur Reykjavíkur.
Danskennslan
í Alþýðuhúsinu v/Hverfisgötu.
Ný námskeið hefjast mánudagmn
10. janúar.
Framhaldsflokkar f gömlu dönsunum og þjóðdansar
á mánudögum.
Byrjendaflokkar í göm u dönsunum á miðvikudögum.
Innritun í Alþýðuhúsinu á mánudag frá kl. 7. Sími 12825.
Æfingar sýningarflokks hefjast fimmtudaginn 13. janúar.
ÞJÓÐDANSAFÉLAG REYKJAVÍKUR.
Ég vorta, að allir skilji mál
mitt, svo að ég ætLa ekkl að
hafa þetta lengra að sinni,
Með fyrirfram þökk fyrir
birtinguna, og vonast ég fast-
lega eftir rækilegri læknishjálp
í málinu.
(Af erfiðum ástæðum bið ég
þig að birta ekki nafn mitt —
má segja „móðir af eldri gerð
inni“.).
0 Foreldrar og
hassneyzla
„Móðir í Breiðholti", sem ekki
vill láta nafns síns getið hér,
sendir eftirfarandi bréf (stytt
verulega):
„Reykjavík, 30. des. 1971.
Kæri Velvakandi!
Nú get ég ekki lengur stillt
mig um að skrifa þér. Hátíð
Ijóss og friðar er afstaðin. Prest
ar hafa flutt okkur fagnaðarboð
sbapinn, og friður og kærleikur
hafa ,ríkt í huga fólks.
En hvernig halda sumir þessa
hátið?
Sex unglingar vanvirtu sjálfa
sig og foreldra sína með hass-
reykingum á heimili þeirrá um
hánótt. Er þessum unglingum
ekkert heilagt?
Einn þessara sex var að koma
frá Sódómu Norðurlanda og
hafði eitrið með sér til þess að
kenna vinum sínum sjálfseyði-
legginguna.
Hversu lengi á það að líðast,
að við skattborgararnir greið-
um stórfé til þess að hægt sé
að senda þetta unga fólk út til
„náms“? Þegar það kemur til
baka, er það gjörspillt, vanvirð
ir foreldra sína og leitast við
að fá sem flesta í spillisiguna
með sér. Það hlýtur að vera
sterkasta vopnið gegn þessum
ósóma, að við foreldrar hjálp-
um lögreglunni að uppræta
þetta athæfi og ekki sízt, ef
okkar eigin börn eiga í hlut.
Foreldrarnir, sem gerðu lög-
regflunni viðvart um athæfi
unglingauina sex, eru okkur öll
um til fyrirmyndar. Svona fólki
á að veita viðurkenningu.
Þessir foreldrar tóku rétta
ákvörðun, þegar þeir ljóstruðu
upp um ósómann, þótt þeir ættu
á hættu, að blettur félli á mann
orð fjöiskyldunnar.
En með þessu komu þeir eitur
efnaneytendunum í hendur lög
reglunnar, og á meðan útbreiða
þeir ekki spillinguna. Hver veit
hvað þessum sex hefði orðið á-
gengt við iðju sina, ef foreldr-
amir hefðu ekki tekið þess-a
skynsamlegu ákvörðun? Hversu
margir foreldrar í hverfinu
anda nú ekki léttara, er ósóm-
anum hefur verið bægt frá dyr
um þeirra?
Ég skora því á alla foreldra
að taka þetta fólk sér til fyrir-
myndar, því að aðeins með sam
stilltu átaki okkar allra verður
hægt að bægja þessum vágesti
frá.“
0 Sautján ára í Singapore
Sautján ára stúlka í Singa-
pore vill skrifast á við islenzka
pilta á aldrinum 18—19 ára.
Hún skrifar á ensku, en nefnir
ekki nein sérstök áhugamál.
Nafn og heimilisfang:
Shirley Ang,
22 Beng War Road,
Singapore 12.
Atvinnurekendur
Tvo unga vaktavinnumenn vantar aukavinnu strax,
höfum bíl til umráða.
Tilboð sendist Morgunblaðinu fyrir 12. jan. merkt: „699'.
Heildsolor - sölumenn
Lítið iðnfyrirtæki, sem framl. vinsælar vörur óskar eftir að
komast í samband við heildverzl. eða duglegan sölumann,
sem gaiti annast dreifingu og sölu.
Tilboð merkt: „Dreifing — 637" sendist afgr. Morgunblaðsins
fyrir 12. þ.m. ______________
Til sölu er
Hótel Blönduós
með öllu innbúi og tækjum. Hóteiið er i fullum rekstri.
Upplýsingar gefa
Ámi Guðjónsson. hæstaréttarlögm..
Garðastræti 17, sími 12831
og
Nýja fasteignasalan, Laugavegi 12, sími 24300.
Tupuður hestur
Sótrauður, dökkur, lítið eitt vindóttur í fax og tagl, faxprúður.
Ómarkaður. Aldur: á 5. vetur, meðalhestur á vöxt, spakur,
bandvanur. Hesturinn tapaðist úr girðingu í Mosfellssveit í
haust. Líklegt er, að enn sjáist móta fyrir 5 stafa nafni klipptu
í síðu hans.
Þeir, sem kynnu að geta sagt til hestsins vinsamlegast hringi
í síma 81195.
PANELOFNARI \ '
PANELOFNARÍ ÁfljÍj
PANELOFNAR1 fJh
PANELOFNARÍ
KÓPAVOGll ~=—10941
/ Jjj.
I \