Morgunblaðið - 08.01.1972, Blaðsíða 8
8
MORGUNBLAÐLÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972
Ríkisstjórnin skapar
óvissuástand 1 f ram-
kvæmdum Reykja-
víkurborgar
r
SEINASTI fundur borgarstjóm-
ar árið 1971 var haldinn 16, des-
ernber sl, Þetta var nokkuð
ovenjulegur desemberfundur. Á
g'sðari fundi í desember afgreið-
ir borgarstjórn ávallt fjárhags-
áœtlun þess árs, sem í hönd fer.
Þá er alltaf mikið um að vera
í borgarstjóm. Umræður langar
Og miklar, enda eðliiegt að borg-
arfulltrúar hinna ýmsu flokka
Hafi á því mlsmunandi skoðanir,
hvemig verja skuii áætiuðum
tekjum,
j>,- Fundurinn 16. desember sl.
yar hins vegar með daufara
! móti. Umræður voru litlar og
j fundurinn einn sá stytzti á þessu
h’austi. Ástæðan var sú, að sá
einstæði atburður átti sér stað,
að borgarstjóm varð að fresta
afgreiðslu fjárhagsáætlunar um
óákveðinn tima fram á árið
1972.
f: Undirbúningur fjárhagsáætl-
unar Reykjavikurborgar er mik-
íð verk og vandasamt. Á sL
hausti hófst sá undirbúningur
eiríS og venja er til. Hinar ein-
stöku stofnanir borgarinnar
gerðu áætlanir um útgjöld sin
á grundveLli þeirra haldbeztu
upplýsinga, sem völ var á, og
gerðu auk þess grein fyrir fram-
kvæmdaþörf sinni á árinu. Þær
borgarstofnanir, sem hafa sjálf-
Stæðan fjárhag gerðu og sínar
tekjuáætlanir. Embættismenn á
j slaifstofu borgarstjóra tóku síð-
! an við þessum áætlunum og
lögðu þær fyrir borgarráð, þar
sem þær voru felldar í eina
heíld. Borgarráð sat yfir þessu
verki dögum saman.
1 miðju kafi fór að spyrjast
að vera kynni að ríkisstjómin
hygðist breyta verulega tekju-
stofnakerfi sveitarfélaga og
jafnframft verkefnum jþeirra.
Flestir, sem að vom spurð-
ir, jafnt stjómarsinnar sem
aðrir, töldu útilokað að slik-
ar gmndvallarbreytingar myndu
taka gildi fyrr en í árslok 1972.
Allir bjuggust við, að siík bylt-
ing á kerfinu fengi vandaða
málsmeðferð, sem fengi að taka
eðlilegan tíma, en sveitarfélög-
um ekki haldið í óvissu á meðan.
Smám saman fór þessi orð-
rómur að breytast. Rikisstjómin
hugðist gera breytingar sínar
miðað við ársbyrjun 1972 og ráð-
herrar staðtfestu þann orðróm.
En hvert var jþá efni þessa nýja
frumvarps um tekjustotfna
sveitarfélaga? Um það fékkst
ekkert svar. „Frumvarpið kem-
ur væntamlega fram í næstu
viku,“ var sagt og þannig leið
hver vikan eftir aðra.
Þrátt fyrir þetta taldi borgar-
ráð sér skylt að halda áfram
undirbúningi fjárhagsáætlunar
Reykjavikurborgar. Frumvarp
að fjárhagsáætlim var síðan til-
búið í lok nóvember og fyrri um-
ræða um það fór fram 2. desem-
ber, eins og venja er til. Þá ból-
aði enn ekkert á tekjustofna-
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á fasteigninni Bursthúsum, Miðneshreppi,
eign Brynhiidar Bjömsson, fer fram á eigninni sálfri, miðviku-
daginn 12, jan. 1972, kl. 3,30 e.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 59., 62. og 64 tölublaði Lögbirtingablaðsins
1971 á eigninni Hraunbrún 6, 3. hæð ásamt bílskúr og hlut-
deild í lóðarréttindum, Hafnarfirði, þingl, eígn Þórðar Bene-
diktssonar, fer fram eftir kröfu Jóns Gr. Sigurðssonar, hdU
á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. jan. 1972 kl. 4.00 e.h.
Bæjarfógetínn í Hafnarfirði,
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 59., 62. og 54 tölublaði Lögbirtingablaðsins
1971 á eigninni Háabarði 14, Hafnarfirði þingl. eign Sveins
Valtýssonar, fer fram eftir kröfu bæjargjaldkerans í Hafnar-
firði og Sveins H. Valdimarssonar, hrl, á eigninni sjálfri þriðju-
daginn 11. jan, 1972 ki. 3,15 a.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst var í 59.. 62 og 64 tölublaði Lögbirtingablaðsins
1971 á eigninni Faxatón 25, Garðahreppi þingl. eign Magnúsar
Jónssonar, fer fram eftir kröfu Einars Viðar, hr!., og Veðdeildar
Landsbanka Islands á eigninni sjálfri þriðjudaginn 11. jan.
1972 kl. 4,45 e.h,
Sýslumaðwinn í Gullbringu- ag Kjósarsýslu.
N auðungaruppboð
sem auglýst var I 59., 62. og 64. tölublaði Lögbirtingabíaðsins
1971 á eigninni Víkorbraut 50, rishæð. Grindavík þingl. eígn
Gunnars H. Bíldals, fer fram eftir kröfu Brands Brynjólfssonar,
hdl, Vílhjálms Þórhallssonar, hrl. og Helga Guðmundssonar,
hdl á eigninní sjálfrí miðvikudagínn 12. jan. 1972 kl. 2,30 e h.
Sýslunnaflurinn i Gullbringu- og Kjósarsýslu.
frumvarpi rikisstjórnarinnar.
Síðari umræða átti síðan að
fara fram 16. desember, eins og
fyrr segir. Nokkrum dögum áð-
ur lagði ríkisstjórnin fram á Al-
þingi frumvarp að nýjum tekju-
stofnalögum. Það frumvarp fól í
sér slíka gerbreytingu. á núver-
andi tekjumöguleikum sveitar-
félaga og slika óvissu um þeirra
fjármál yfir höfuð, að borgar-
stjórn sá sig tilneydda að fresta
atfgreiðslu fjárhagsáætlunar um
óákveðinn timá.
Undirbúningur þessa frum-
varps er með eindæmum. Eng-
inn fuhtrúi Sambands íslenzkra
sveitarfélaga var hafður með i
ráðum. Rikisstjórnin afþakkaði
alla aðstoð sambandsins við und-
irbúning frumvarpsins og aftur-
kailaði tiinefningu tveggja full-
trúa, sem sambandið hafði til-
nefnt í nefnd, er starfaði á veg-
um fyrri ríkisstjómar. Afturköll-
un þessi kom fram í bréfi til
Sambands isl. sveitarfélaga dags.
26. júM, ,,með því að ráðuneytið
hefði ákveðið að haga téðxi end-
urskoðun með öðrum hætti en
fyrrverandi fjármálaráðherra
ráðgerði“, eins og í bréfinu seg-
ir. Samibandið hafði tilnefnt tdl
þessa starfs tvo þaulreynda
sveitarstjómarmenn, þá Bjama
Einarsson, bæjarstjóra á Akur-
eyri og Ólaf G. Einarsson, sveit-
arstjóra í Garðahreppi. Þvi fór
einnig fjarri að nokkur fuMtrúi
Reykjavikuirborgar, stærsta sveit
arfélags landsins, væri með í
ráðum.
Ljóst er, að frumvarp þetta er
mjög öhagstætt fyrir Reykjavik
og stofnar fjárhag borgarinnar í
mikla óvissu. Frumvarp það að
f járhagsáætlun borgarinnar, sem
rætt var í fyrstu umræðu I
byrjun desember, er byggt á því
tekjustofnakerfi, sem gilt hefur.
Það gerir ráð fyrir 6% afslætti
frá útsvarsstiga og 60% nýtingu
á lögleyfðum aðstöðugjalds-
stofni. Þrátt fyrir það, að borg-
in hugðist ekki nýta að fuUu
heimildir sínar til skattfálagning-
ar á borgarbúa, var gert ráð fyr-
ir mikiMi aukningu margs konar
verklegra friaimkvæmda, t.d. á
sviði skóla og barnaheimila. Þó
að allir tekjustofnar hins nýja
frumvarps yrðu nýttir að fuMu,
vantar enn upp á að borgin nái
þeim tekjum, sem frumvarpið að
fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.
Það þýðir því einfaldlega niður-
skurð verklegra framkvæmda.
Stefna rikisstjómarinnar, sem
birtist í þessu frumvarpi felur í
sér eins konar skattlagningu á
sveitarfélögin í þágu ríkisins.
Ríkið tekur stærri hlut skatt-
anna í sína þágu, en sjálfstæði
og sjálfsákvörðunarréttur íbúa
sveitarfélaganna skerðist að
sama skapi. Hinn óvandaði und-
irbúningur málsins, sem m.a.
birtist í harðri gagnrýni margra
sveitarstjórnamanna, hefur gert
það að verkum, að ríkisstjórnin
hefur hægt nokkuð á ferðinni og
m.a. verður mál þetta tekið fyr-
ir á fuMtrúaráðsfundi Sambands
ísl. sveitarfélaga 18. og 19. janú-
ar nk. Sveitarsitjórnamenn
þurfa að kappkosta að ná fram
þeim breytinigum, sem tryggja
fjárhagsstöðu og eðiilegan við-
gang sveitarfélaga. Ljóst er, að
mál þetta hlýtur ekki fuUnaðar-
afgreiðslu frá Aiþingi fyrr en í
febrúar eða marz.
Á rneðan er Reykjavíkurborg
og öðrum sveitarfélögum haldið
í fullkomimii óvissu um fjár-
hagsstöðu sína á þessu ári. Það
hlýtur að hafa áhrif á undirbún-
ing aUra verklegra framkvæmda
á árinu. Getur Reykjavíkur-
borg t.d. hafið bygginigu Fella-
skóla í Breiðholti á árinu eða við-
byggingu við HMðaskóla? Getur
Reykjavíkurborg hatfið byggingu
nýrra bamaheimila á árinu? Get-
ur Reykjavíkurborg gent bygg-
ingarhæfar þær lóðir, sem fyrir-
hugað hefur verið að úthluita á
árinu? AMt er þetta og margt
fleira nú í fuHkominni óvissu
vegna þess bráðabirgðaástands,
sem ríkisstjómin hefur skapað í
fjármáium sveitarfélaga.
dans skóli
Síöasti
innritunardagur
Kennsla fer fram að Laugavegi 178 og safnaðarheimiii
Langholtssóknar.
• Barnaflokkar
• Sérstakir táningaflokkar —
• Stepp, samkvæmis- og einstaklingshópar.
Afhending skírteina í Hveragerði í dag laugardaginn 8. jam.
í Hótel Hveragerði frá kl. 1—3 og í Reykjavík sunnudaginn
9. jan. í skólanum að Laugavegi 178 frá kl. 2—5.
Sími 14081 frá kl. 10—12 og 1—7.
DANSKENNARASAMBAND ÍSLANDS
000