Morgunblaðið - 08.01.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972
19
Einar Magnússon
Akra
nesi
Kveðj.
Fæddur 26. ágúst 1917.
Dáinn 28. desember 1971.
1 dag fer fram frá Akranes-
kirkju útför Einars Magnússon
ar, iðnverkamanns til heimilis að
Garðabraut 18, en hann andað-
ist snö'gglega að heimili sínu
hinn 28. des. s.l.
Einar Magnússon var fædd-
ur á Flateyri við Önundarfjörð
26. ágúst 1917, — sonur hjón-
anna Bjarneyjar Steinunnar
Einarsdóttur og Magnúsar Jóns-
sonar skipstjóra. Einar Magnús-
son var þriðji í röð 10 barna er
þau hjón Bjarney og Magnús
áttu. — Þegar Einar var innan
við 10 ára aldur, féll móðir hans
cfrá, og hefur það verið mikið
áfail fyrir eftirlifandi eigin-
mann og hinn stóra barnahóp,
að mega ekki lengur njóta móð-
urlegrar umhyggju hennar, og
við blasti spurningin mikla
utm hvað taski við í framtíðinni?
Einar ólst upp á Flateyri í
skjóli föður sins og góðrar
ömmu sem rétti fram hjálpandi
hönd. Ungur að árum, aðeins 13
ára gamali byrjaði Einar
að sækja sjóinn með föður sin-
um, og komst innan við ferming-
araldur í snertingu við líf og
starf sjómannsins. - Þegar þroski
og vöxtur unglingsins leyfðu,
var haldið til starfa út á hafið
og þá sem fullgildur skipverji.
Árið 1937, fluttist Einar til
Akraness og réðst þar á vélbát
inn Reymi sem var eign Har-
alds Böðvarssonar & Co. Einar
stundaði síðan sjómennsku upi
árabil og var með aflasælli
skipstjórum enda var hann eftir
sóttur vegna dugnaðar síns og
trúmennsku í störfum.
Stuttu eftir að Einar fluttist til
Akraness, kom einnig þangað
Haraldur bróðir hans og má
segja að þeir hafi haidizt í hend-
ur bræðurnir, ef svo mætti að
orði komast.
Hinn 22. júni 1940, kvæntist
Einar eftirlifandi konu sinni
Elínu Elíasdóttur Níelssonar
verkamanns á Akranesi og
konu hans Klöru Sigurðardótt
ur frá Melstað á Akranesi.
Þau hjón Eliin og Einar eignuð
ust 5 mannvænleg börn, 3 syni
og 2 dætur, og eru 3 þeirra bú
sett á Akranesi en 2 í Reykja-
vík.
Með Einari Magnússyni, er
genginn góður borgari Akra-
nessbæjar, og skemmtilegur og
góður félagi, traustur og trygg-
ur hvar í sveit sem hann stóð.
Hann var að eðlisfari mjög fé-
lagslyndur maður, og starfaði
að félagsmáium eftir að hann
kom til Akraness. Hann var
lengi virkur og starfsamur fé-
lagi i Kariakórnum Svönum, enda
var hann söngmaður góður, og
hann taldi sönginn vera einn
sannasta og bezta gleðigjafa, en
það var áberandi eiginleiki í fari
Einars hversu honum tókst að
skapa fjör og gleði þar sem
menn komu saman.
Ég sem þessi fátæklegu minn-
ingarorð rita, þekki bezt til
starfa Einars í Verkalýðsfélagi
Akraness, en hann átti óslitið
sæti í aðalstjórn félagsins frá ár
inu 1959, til dauðadags, ýmist
sem meðstjórnandi eða sem vara
formaður þess. — Þá átti hann
lengi sæti í stjórn sjómanna-
deildar félagsins, og var fulltrúi
hennar í sjómannadagsráði um
árabil, pg ennfremur formaður
verkamannadeildar um skeið.
Það má með sanni segja, að fé
lagslegur áhugi og fórnfýsi
Einars Magnússonar í störfum
hans fyrir stéttarfélag sitt hafi
verið til fyrirmyndar, og þetta
er þeim mun aðdáunarverðara,
þegar til þess er litið að nú síð-
ustu árin eða allt frá 1964, hef-
ur þessi góði félagsmaður átt oft
við mikla vanheilsu að stríða, og
orðið að ganga undir erfiðar
læknisaðgerðir, en jafnskjótt og
vottaði fyrir bata og sjúkrahús-
vistin var að baki, var Einar
kominn með sinn áhuga, sína
fórnfýsi, og með sitt hressiléga
viðmót, til að fylgjast með mál-
efnum Verkalýðsfélags Akra-
ness, og vinna að framgangi
þeirra.
í baráttu við strið og þraut-
ir veikindanna, stóð Einar eins
og hetja, og það var eins og
innra með honum ríkti sú sigur-
vissa að hann mundi ganga með
sigur af hólmi i þessari viður-
eign.
Vegna hinna björtu vona Ein-
ars, kom fráfali hans sem reiðar
slag yfir hina mörgu fé-
laga hans og vini.
Einar Magnússon var mikill
og góður heimilisfaðir. Hann
átti þvi iáni að fagna að kvæn-
ast góðri konu sem stóð
við hlið hans í blíðu og stríðu,
og þá bezt þegar mest á reyndi.
Við lát Einars, hefur
hans góða kona Eiín, misst ást-
ríkan lífsförunaut, og börn
þeirra eiga á bak að sjá góðum
föður sem allt vildi fyrir þau
gera, og barnabörnin misst
elskulegan afa sem svo oft
gladdi þau með góðvild sinni og
hjartahiýju.
Nú þegar ég kveð Einar
Magnússon hinztu kveðju, sendi
ég og kona min, Elínu, börnum
hennar og öllu venzlafóiki, inni
legar samúðarkveðjur á þung
bærri stund í iífi þeirra.
Giiðm. Kristinn Ólafsson.
Leiðir oklíar Einars lágu fyrst
saman fyrir r.okkuð mörgum ár-
um í starfi okkar í Verka-
lýðsfélagi Akraness, en þar hef-
ur hann í fjölda mörg ár varið
virkur og einlægur félagi. Fyrst
i stjórn sjómannadeildar meðan
hann var yngri og stundaði
sjóinn. Síðan í stjórn verka-
mannadeildar og stundum for-
maður þar, eftir að hann hætti
sjómennsku og var farinn að
vinna í landi. Nú síðustu 12 ár-
in í aðalstjórn félagsins. Alltaf
var hann hinn góðviljaði glaði
félagi, sem aldrei lagði annað
en gott til mála, enda þótt
hann væri ákveðinna skoðana
og djarfur í því að vinna þeim
fylgi. Það er kannski varla
hægt að velja sér óvin-
sælla starf en það að vinna hjá
verkalýðsfélagi. Óvinsæll verð-
ur maður hjá vinnuveitendum
fyrir margs konar afskipti og
þras sem skyldan býður að
standa í fyrir félaga sina. Ekki
er maður heldur alltaf vinsæll
meðal félaga sinna sem verið er
að reyna að leysa mál fyrir,
vegna þess að af ýmsum ástæð-
um tekst það ekki ævinlega. Eft
ir að ég fór að vera í starfi hjá
Verkalýðsfélagi Akraness fyrir
það, að öll munum við minnast
háns þegar við heyrum góðs
manns getið.
Mikill'og sár harmur er kveð-
inn að fjölskyldu Einars
Magnússonar við svo óvænt frá
fall hans svo langt um aldur
fram. Eiginkonu hans, Elínu
Elíasdóttur, börnum hans,
tengdabörnum, barnabörnum og
hinni stóru fjölskyldu hans allri
vil ég senda mínar innilegustu
samúðarkveðj ur.
Iferdis Ólafsdóttir.
Og því varð allt svo hljótt við
helfregn þína
sem hefði klökkur gígjustrengur
brostið.
T. G.
Þannig held ég að okkur vin-
um þínum og félögum hafi orð-
ið við þegar lát þitt spurðist 28.
desember s.l. Óvænt kom þessi
frétt til okkar. Hann hafði ver-
ið glaður, reifur og frískur eft-
ir því sem séð varð á siðustu
dögum. Haldið jólin í hópi stórr-
ar fjölskyidu sinnar, prúður,
drengilegur og glaðvær sem
fyrr. Síðustu 7 árin hafði hann
að visu ekki gengið heill til skóg
ar. Þungbær sjúkdómur hafði
herjað á, en alltaf virtist hann
bera sigur af hólmi í þeim við-
skiptum. Enda þótt starfsorkan
væri talsvert skert, hafði hann
nú um nokkurt skeið stundað
vinnu sína og þennan sama dag
og hann var allur hafði hann
unnið til hádegis. Að loknu há-
degishiéi mætti hann aftur á
vinnustað, en var ekki vel frísk
ur og fór heim. Græna bílnum
ók hann heim, veifaði kunningj-
um sinum sem á leið hans urðu.
En litlu eftir kl. 14.00 þann sama
dag var hann látinn í örmum eig
inkonu sinnar, sem ásamt hon-
um hafði barizt gegn sjúkdómi
hans síðustu árin. Þetta var svo
snöggt svo þungbært, vegna
þess hve bjartsýnn, djarfur og
ákveðinn hann var i baráttunni
fyrir lífi sínu, sem hann helgaði
stórri fjölskyldu sinni fyrst og
fremst, en einnig margþættum
áhugamálum sínum. Það er ekki
langt siðan ég hafði heyrt hann
segja: Ég mun ekki gefast upp
fyrir þeim sjúkdómi sem vill
granda mér fyrr en ég má til.
Mér finnst ég enn vera svo ung-
ur og eiga svo margt skemmti-
legt ólifað. Og satt var það, okk-
ur samstarfsmönnum hans fannst
það líka, að hann væri ungur,
aðeins 54 ára gamali, og það
sem meira var, okkur virtist
hann Líka vera hraustur. Þann-
ig var hans bjartsýna lifsorka,
sterk og traust. En þannig er
ævinlega tekizt á: Dauðinn sigr-
ar lífið og lífið sigrar dauðann,
þetta tvíbrotna hverfula eðli
sem þráir að lifa en þarf
að de.vja.
9—10 árum, finnst mér að
hafi á ýmsu oltið eins og geng-
ur. Stundum tókst vel til, stund-
um illa. En aldrei held ég að
ég hafi verið eins glöð og þakk-
lát eftir kannski deilur og þras á
fundum um framkvæmd ýmissa
mála og þegar Einar kvaddi sér
hljóðs, og með fallegu tenór-
röddinni sinni lagði ævin-
lega gott til og þakkaði okkur
fyrir störfin sem hann í góðvild
sinni taldi að við hefðum jatn-
an reynt að leysa á beztan hátt.
Alltaf var hann boðinn og bú
inn til að vinna fyrir félagið og
til hans var oft leitað, bæði um
ráð og vinnu. Að aflöknu verk-
falii og samningum 19. jún.i 1970,
þar sem hann hafði að mestu
stjórnað verkfallsvörzlu og ýms
um framkvæmdum í sambandi
við vinnudeiluna var heilsan
enn á tæpri tröppu. Hann
gekkst undir erfiðan uppskurð i
annað sinn og lá lengi á sjúkra-
húsi í Reykjavík. Langan tirna
tók það hann að þjálfa upp heils
una. En allan þann tíma var
hann næstum daglegur og góður
gestur á skrifstofu Verkalýðsfé-
lagsins. Þar leit hann inn hress
og glaður eins og ekkert amaði
að, enda þótt haltur gengi og
stafurinn væri förunautur hans.
Við bárum undir hann vandamál
félagslegra starfa og hann
fylgdist sem fyrr með af góð-
vild og áhuga. Og heilsan fór
dagbatnandi og hann gat að
nokkru tekið upp störf sín á ný,
en þegar hann átti leið framhjá
að loknum vinnudegi, kom hann
sem fyrr oft tii skrafs og ráða
gerða á skrifstofuna.
En nú kemur hann ekki leng-
ur, kemur aldrei framar inn á
litlu skrifstofuna, glaðlegur,
drengilegur og reiðubúinn að
leggja gott til allra mála. Verka
lýðsfélag Akraness hefur misst
góðan félaga og við nánustu
samstarfsmenn hans höfum misst
ógleymanlegan góðan vin, sem
við munum ævinlega minnast
með virðingu og þökk. Ég
vil svo fyrir mína hönd og fé-
lagsins þakka honum að leiðar-
lokum fyrir margra ára óeigin-
gjarnt starf fyrir verkafólk á
Akranesi og ég er sannfærð um
í dag fer fram frá Akranes-
kirkju útför Einars Magnússon-
ar, Garðabraut 18, Akranesi.
Ég trúði vai’la minum eigin
eyi-um, er mér barst fregnin-um
hið skyndilega fráfall vinar
míns og starfsfélaga að morgni
29. desember að hann hefði dag-
inn áður kvatt þennan heim. Við
höfðum tveifnur dögum áður
rabbað um okkar málefni, félags
málin, en þeim fórnaði Einar
heitinn öllum sínum frístundum
og var aiitaf boðinn og búinn
er til hans var leitað um mál-
efni verkafólksins.
Margs er að minnast ef litið
er til baka fyrst minnist ég
Einars er ég unigur drengur kom
oft á heimili þeirra hjóna, að
Melstað, en þar bjuggu þau sín
fyrstu búskaparár og var ég þar
tiður gestur og naut sérstakrar
vináttu hans strax við fyrstu
kynni.
Leiðir okkar áttu l'íka eftir að
liggja saman og var starf okkar
í Verkalýðsfélagi Akraness svo
að segja samfellt allt frá 1950 til
dauðadags, fyrst í sjómanna-
delld með Sigriki Sigríkssyni
þeim ágæta leiðtoga, siðan
í trúnaðarráði og verkamanna-
deild félagsins, einnig störfuð-
um við mikið saman í Sjómanna-
dagsráði í mörg ár.
Frá 1960 hefur hann verið
varaformaður og síðan með-
stjórnandi í stjórn Verkalýðsfé-
lags Akraness til siðasta dags,
sístarfandi þrátt fyrir langvar-
andi veikindi allt frá 1964, en
hans létta lund og óbilandi
kjarkur veittu honum þann
styrk er með þarf er veikindi
steðja að. Var ekki annað séð en
hann hefði sigrazt á þeim, svo
létt var lundin og áhuginn mik-
ill, að maður var farinn að trúa
því að hann hefði sigrað. En því
miður var það ekki svo og sýn-
ir það eitt hvað skapgerð manna
er mismunandi ef litið er á það
mikla starf er hann vann sér-
staklega hin siðari ár með sín-
um veikindum umfram sitt fasta
starf. Að fara með honum
vinnustað og ræða við fólk-
ið þar og á fundum, alltaf tjáði
hann sig og lýsti skoðun sinni
á öllum málum og fór ekki eftir
hvað aðrir sögðu, ailtaf sami ein
lægi, góði drengurinn.
Sem vinnufélaga kynntist ég
Einari er við vorum saman með
Njáli Þórðarsyni fyrst á Ólafi
Bjamasyni, Fytlki og Þorsteini.
Vorum við saman til sjós í fimm
ár, sama var hvort vel eða illa
gekk, alltaf var lundin létt og
ekkert látið á sig fá, syngjandi
við vinnuna og segjandi það er
þurfti til að allir væru i góðu
skapi, en leitt skap var eitt af
því er hann þoldi ekki.
í Sementsverksmiðjunni störf-
uðum við saman í sjö ár, þar
var hann einn af stofnendum
Starfsmannafélags Sements-
verksmiðjunnar og í fyrstu
stjórn um nokkurra ára skeið,
stofnandi Pöntunarfélagsins
Neista og mikill hvatamaður að
stofnun þess.
Með þessum fátæklegu línum
er margt ósagt en það sem sagt
hefur verið er lýsing min og það
hvernig okkar samstarf var,
aldrei skyggði neitt á okk-
ar einlægu vináttu. Vil ég á þess
ari stundu þakka honum sam-
starfið alla tíð, skarð hans verð
ur vandfyllt og sá styrkur er
hann veitti er til átaka kom, sem
var ekki ósjaldan, alltaf reiðu-
búinn og lagði krafta sina í að
gera það er hann taldi rétt i
hverju tilviki.
Ég vil á þessari stundu fyrir
hönd Verkalýðsfélags Akraness
þakka honum störf hans þar og
í þess þágu alla tíð.
Ég votta eiginkonu, börnum
og öðrum ástvinum hans innilega
samúð mína, megi minning hans
lifa og veita þeim styrk í sorg
þeirra, skarð hans verður vand-
fyllt, en minningin um góðan
dreng lifir.
Skúli Þórðarson.
1 dag, laugardag 8. janúar, á
fæðingardegi móður minnar,
mun tengdafaðir minn lagður til
hinztu hvílu. Hafði þessi dagur
ætíð verið mér gleðidagur til
handa móður minni, en hér eftir
mun hann einnig vekja djúpan
söknuð, er ég sé á bak þeim
manni, sem ég elskaði og dáði.
Ég rninntist þess, er ég 18 ára
gamall kom til Akraness ásamt
konuefni minu, til að hitta til-
vonandi tengdaforeldra mína í
fyrsta skipti, feiminn og upp-
burðarlítill og kona mín kynnti
mig fyrir föður sínum, háum og
glæsilegum manni, sem geislaði
af lifsgleði, öryggi og ástúð. Mér
fannst ég skyndilega verða full-
orðinn maður í návist þessa
manns. Hann var afburða mann
þekkjari og vissi nákvæmlega
hvernig átti að lyfta upp smæl-
ingjanum eða reka burt minni-
máttarkenndina og ná fram því
bezta i fólki. Ég heyrði hann oft
síðar ræða við stóra og smáa,
uppörvunin og lífsgleðin voru
alltaf fyrir hendi og rhannamun-
ur fyrirfannst enginn.
Einar fæddist á Flateyri við
Önundarfjörð 26. ágúst 1917.
Móðir hans var Bjarney Stein-
unn Einarsdóttir. Naut hann
móðurumh.vggju hennar til
10 ára aldurs, en móður hans
lézt aðeins 33 ára gömul og þá
barnshafandi að ellefta barni
sínu. 13 ára gamall byrjar Einar
til sjós á báti með föður sínum
Magnúsi Jónssyni, skipstjóra frá
Auðkúlu í Arnarfirði og
var með honum til tvítugs ald-
urs. Fer hann þá suður til Akra
ness og ra'ður sig þar á bát til
róðra. Stundaði hann sjó-
mennsku þar i 19 ár. 1956 hættir
a hann til sjós og vinnur í landi
til dánardægurs við iðnaðar-
störf. Fyrst hjá- Sementsverk-
smiðju rikisins á Akranesi
í átta ár og nú siðast hjá Akri
h.f. Einnig hafði hann nýhafið
starf hjá Bióhöllinni á Akra-
nesi er hann lézt. Hafa margir
vinnuféiagar hans tii sjós og
lands sagt mér að hrein unun
hafi verið að Einari sem vinnufé-
laga, fyrst og fremst sem af-
burða starfsmanni, ósérhlífnum
Framhuld á bls. 16.
Þökkum innilega hina miklu
vinsemd og hlýju er okkur
var sýnd á gullbrúðkaupsdag-
inn með heimsóknum, gjöf-
um og skeytum. Við óskum
ykkur farsældar á þessu ný-
byrjaða ári og þökkum tryggð
á liðnum árum. Guð blessi
ykkur.
B.iarnþriiðiir Ma gn lisdóttir,
Þorbjörn Sigurðsson.
Innilega þakka ég ættingjum, vinum og samstarfsmönnum
hjá Pósti og síma, sem sýndu mér vinarhug á 70 ára afmæli
minu sl. aðfangadag með heimsóknum, gjöfum og árnaðar-
óskum
Sigurður Jónasson.