Morgunblaðið - 08.01.1972, Page 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972
5
Rannsóknir á ávana- og
fíknilyf jum og efnum
KRISTJÁN Pétui’sson, deildai'-
stjóri tollgæzlunnar á Keflavíkur
flugveUi, hefur ritað harðorða
grein um vítavert ábyrgðarleysi
stjómvalda í ávana- og fikni-
lyfjamálum, er birtist hér í blað
inu miðvikudaginn 5. janúar sl.
Má á grein þessari skilja, bæði
beint og óbeint, að hið vítaverða
ábyrgðarleysi komi meðal anmars
fram i því, að aðstöðu skorti til
viðhlítandi rannsókna á ávana-
og fíknilyfjum og efnum.
Ekki skal þvi móti mælt, að að-
staða til slíkra rannsókna þyrfti
að vera betri. Á hinn bógiinn er
það svo, að stofnun sú, sem undir
ritaður veitir forstöðu á vegum
Háskóla íslands, hefur á undan-
förnum árum annazt allar rann-
sóknir á ávana- og fíknilyfjum
og efnum, svo og skyldar rann-
sóknir, er þangað hefur verið
skotið. Þykir því rétt að rekja
mál þessi hér nokkru nánar, þar
eð grein Kristjáns gæti ella gefið
tilefni til meiri miisskilnings en
svo, að við megi una. Þyrfti raun
ar að leiðrétta margs konar mis-
skilning annan í grein Kristjáns,
ef ekki á réttu máli að halla. Þar
<sr þó fremur öðrum að mæta en
undirrituðum.
Á árinu 1966 var svo komið,
að fjöldi réttarefnafræðilegra
mála, en svo nefmast þau mál,
þar sem dóms- og lögregluyfir-
völdum er þörf á rannsóknum á
sviði lyfjafræði og eiturefnafræði
var orðinn slíkur, að sérstakra úr
ræða var þörf. Varð því að sam
komulagi, að Rannsóknastofa í
lyfjafræði skyldi annast þessar
rannsóknir. Hefur síðan verið
fjallað um hundruð móla þessa
efnis i Rannsóknastofunni, en
einkum þó mál varðandi dauðs-
föll.
Síðla árs 1967 þótti einsýnt, að
neyzla ávana- og fíkniefna á borð
við kannabis og lýsergíð (L.S.D.)
er þá ruddi sér til rúms í ná-
grannalöndum íyrir austan haf
og vestan, myndi breiðast hingað
til lands. Var því í ráðizt að
víkka gildissvið laga nr. 14 1923
um tilbúning og verzlun með ópí
um o.fl. þannig, að ákvæði lag-
anna tækju einnig til kannabis,
lýsergíðs og tveggja annarra efna
(lög nr. 43 1968). Að danskri og
sænskri fyrirmynd voru siðan
refsiákvæði laganna aukin mjög
venilega (lög nr. 25 1970). Rök-
rétt afleiðing þessara lagabreyt-
inga var sú, að fullgildar rann-
sóknir á umræddum efnum yrði
að vinna hér á landi. Með tilliti
til reynslu þeirra.r, sem fengizt
hafði í Rannsóknastofunni vegna
rétitarefnafræðilegra rannsókna,
þótti rétt, að Rannsóknastofan
tæki að sér rannsóknir á málum,
er vörðuðu ávana- og fíknilyf og
efni sérstaklega (töflur, duft,
plötuhluta o. s. frv.), enda væi'i
hér í raum um réttarefnafræðileg
ar rannsóknir að ræða. Fyrsta
mál þessa efnis barst Rannsókna
stofunni 17. 11. 1969 og var af-
greitt með matsgerð 25. 11. 1969.
Mál þessi voru alls orðin 58 að
tölu um sl. óramót. Skal nú í
nokkru gera grein fyrir þeim.
Rannsóknastofunni hafa á fyrr
greindu tímabili borizt samtals
29 sýni til rannsókna með tiliiti
til kannabis og 7 með tilliti til
lýsergíðs. Kannabis fannst í 20
sýnum og lýsergíð i 4 eða ef til
vill í 5 sýnum. Af lyfjum hefur
borið mest á petidini og díazep-
ami (Valium), er fundizt hafa í
4 sýnum hvort. Mebúmal og me-
próbamat fundust í 2 sýnum
hvort, en önnur ávana- og fíkni
lyf hafa komið sjaldnar fyrir.
Þannig voru morfín, amfetamín
og kókaín einungis í einu sýni
hvert. Sterk verkjadeyfandi lyf
á borð við morfín og heróín eða
kókaín hafa ekki fundizt blönduð
í kannabis eða lýsergíð.
Aðsendum sýnum viarðandi
rannsóknir á ávana- og fíknilyfj
um fjölgaði mjög á sl. ári miðað
við árið þar á undan. Með tilliti
til þessarar þróunar, svo og aukn
ingar á réttareínafræðilegum
rannsóknum yfirleitt, er gert ráð
fyrir stofnun sérstakrar réttar-
efnafræðideildar innan Rann-
sóknastofu í lyfjafræði, þá er
byggt verður yfir rannsóknastof
ur Háskólans í lyfjafræði lækna
og lyfsala á næstu árum. f svip-
inn vinna 2 háskólamenntaðir
menn í hlutastarfi eða réttarefna
fræðilegum i'annsóknum í Rann
sóknastofunni og gegnir annar
þeirra kalli, ef með þarf. Verður
ekki annað séð en rannsóknir
þessar rekist sæmilega frá henii,
enda þótt samanlögð þóknun til
þessara manna nemi minni upp
hæð á ári en kostnaði við fóðrun
eins hunds og gæzlu hans að
dómi Kristjáns Péturssonar.
Loks skal þess hér getið, að
dómsmálaráðuneytið hefur á
undanförnum árum tvívegis veitt
Rannsóknastofumni umtalsverðan
fjárstyrk til kaupa á tækjum
sem notuð eru við réttarefna-
fræðilegar rannsóknir. Hafa þvi
mál þessi fremur mætt velvilja
en skilningsleysi í ráðuneytinu.
Rannsóknastofu í lytfjafræði,
6. jan. 1972.
Þorkeli Jóhannesson.
VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR
Rafmagnsveitur ríkisins óska eftir að ráða viðskiptafræð'iig eða
mann með hliðstæða menntun til starfa.
Væntanlegir umsækjendur hafi samband við starfsmannadeild
hið fyrsta.
RAFMAGIMSVEITUR RlKISINS,
LAUGAVEGI 116 — SÍMI: 17400.
Hús í Vesturbænum tíl leigu
frá næstu mánaðarmótum. Á efri hæð eru þrjú herbergi, á neðri
hæð er eldhús, eitt herb og þrjár litlar stofur Þeir, sem gætu
útvegað góða og trausta manneskju til heimilisstarfa 3—4
klst. á dag. fimm daga vikunnar, ganga fyrir.
Tilboð sendist Mbl. fyrir 12. janúar, merkt: , Vesturbær —
5566’ .
HUSEIGENDUR Á HITAVEITUSVÆÐUM
Hitna sumir miðstöðvarofnarnir illa? Er hitaveitureikningurinn óeðlilega hár? Ef svo er þá
er ha'gt að lagfæra það, Þið, sem ætlið að láta mig hreinsa og lagfæra miðstöði arkerfið liafið
samband við mig sem fyrst, og ég mun segja yður hvað verkið mun kosta, — Ef verkið ber
ekki árangur þurfið þér ekkeit að greiða fyrir vinnuna
Baldur Kristiansen
pípulagningameistari, Njálsgötu 29. Sími 19131.
Verzlunarhúsnæði
til leigu í
GLÆSIBÆ
Höfum ennþá til ráðstöfunar
húsnæði í verzlunarmiðstöð
okkar GLÆSIBÆ
HUSNÆÐI FYRIR NOKKRAR SERGREINAR, SVO SEM:
KVEN- OG BARNAFATNAÐ — BÚSÁHÖLD — HEIMILISTÆKI — ÚTVARPS- OG
SJÓNVARPSTÆKI OG EF TIL VILL EITTHVAÐ FLEIRA
xuiisimuu,