Morgunblaðið - 08.01.1972, Page 14
14
MORGUNiBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972
Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík.
Framkvæmdastjóri Haraidur Sveinsson.
Ritstjórar Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Aðstoðarritstjóri Styrmir Gunnarsson.
Fréttastjóri Björn Jóhannsson.
Augiýsingastjóri Ami Garðar Kristinsson.
Ritstjórn og afgreiðsla Aðaistræti 6, simi 10-100.
Auglýsingar Aðaistræti 6, sími 22-4-80.
Áskriflargjaid 225,00 kr. é mánuði innanlands.
I lausasölu 15,00 kr. eintakið.
VÍSITÖLUFÖLSUNIN
A ð undanförnu hafa orðið
talsverðar umræður um
þær fyrirætlanir vinstri
stjórnarinnar að fella svo-
kallaða nefskatta, þ.e. al-
mannatryggingasjóðsgjald og
sjúkrasamlagsgjald, út úr
vísitölunni, en innheimta þá
síðan sem tekjuskatta utan
við vísitölu. Ef þessar fyrir-
ætlanir næðu fram að ganga,
gæti ríkisstjómin með þess-
um hætti lækkað allt kaup-
gjald í landinu um 4% — og
raunar nokkru meira — og
notað það svigrúm síðan til
að mæta nýjum verðhækk-
unum. Þannig væri tekin aft-
ur öll sú almenna kjarabót,
sem vinstri stjórnin segir nú,
að menn hafi fengið í desem-
ber.
Lögum skv. á kauplags-
néfnd að reikna vísitöluna út,
og vel má vera, að hún hrindi
þeim fyrirætlunum, sem rík-
isstjómin hefur á prjónun-
um, annaðhvort með því að
fella nefskattana út úr vísi-
tölugrundvellinum og láta þá
liði, sem eftir standa, vega
jafri þungt og allir liðir vísi-
tölunnar nú gera — eða með
þeim hætti að taka tekju-
skattana inn í vísitölu í stað
nefskattanna og sjá þannig
um, að grundvelli hennar sé
ekki raskað.
Dr. Guðmundur Magnús-
son, prófessor, ritar grein um
þetta mál í Mbl. í dag. Um
það segir hann m.a.:
„Það vandamál, sem um er
að ræða er samsvarandi því,
að skótegund, sem væri í
vísitölunni, hyrfi af markað-
inum. Eðlilegast væri þá að
taka aðra skótegund inn í
vísitöluna í staðinn — eins og
reyndar er gert í slíkum til-
vikum. Þar sem samkomulag
varð hins vegar um það á sín-
um tíma milli vinnuveitenda
og launþega að tekjuskattur
og tekjuútsvar skyldu ekki
vera í vísitölugrunninum, en
hins vegar nefskattar og sölu-
skattur, kemur einnig til
greina að fella nefskattana úr
í grunninum og þyngja vægi
annarra liða vísitölunnar,
þannig að hún verði óbreytt.“
Naumast getur hjá því far-
ið, að launþegasmatök eins
og ASÍ og BSRB taki mál
þetta upp, þegar greitt hefur
verið úr því. Ella væru þau
að sætta sig við meira en
4% kjaraskerðingu, vegna
þessara fyrirætlana.
Ályktun S.Þ. um eiturlyf
Á Allsherjarþingi Sameinuðu
þjóðanna, sem nýlega er
lokið, var m.a. samþykkt sam-
hljóða ályktun, sem ís-
Ienzka sendinefndin flutti um
þá hættu, sem æsku heimsins
stafar af neyzlu eiturlyfja.
Oddur Ólafsson, alþingsmað-
ur, sem sæti átti í íslenzku
sendinefndinni, mælti fyrir
þessari tillögu.
Samþykkt Allsherjarþings-
ins í eiturlyfjamálunum er
fimmþætt. Þar er í fyrsta lagi
hvatt til þess, að efldur verði
sjóður til eftirlits með eitur-
lyfjum. í öðru lagi er lagt til,
að þær stofnanir samtakanna,
sem fjalla um eiturlyfjamál-
in, veiti vanþróuðum ríkjum
nauðsynlega aðstoð í þessum
efnum. í þriðja lagi er skorað
á ríki veraldar að setja lög-
gjöf gegn neyzlu þessara
lyfja. í fjórða lagi eru stjórn-
völd hvött til þess að auka
fræðslu meðal æskufólks um
þær hættur, sem neyzla slíkra
lyfja hefur í för með sér. Og
í fimmta lagi er þess óskað,
að gerð verði skýrsla á veg-
um Sameinuðu þjóðanna um
það, hvernig efla megi starf-
semi samtakanna í baráttunni
gegn eiturlyfjum.
Ástæða er til að fagna því
framtaki íslenzku sendinefnd-
arinnar á Allsherjarþingi
Sameinuðu þjóðanna að hafa
frumkvæði um þennan til-
löguflutning. Á undanförnum
árum hafa ' fulltrúar íslands
á þessum alþjóðlega vett-
vangi látið æ meira til sín
taka í málefnum, sem athygli
hafa vakið. Eiturlyfjavanda-
málið verður sífellt stærra og
ljóst er, að það verður ekki
hamið nema með nánu sam-
starfi þjóða í milli. Vonandi
verður þetta framtak íslend-
inga til þess að stuðla að auk-
inni samvinnu á þessu sviði.
Skák og áróður
rnn liggur ekki ljóst fyrir,
^ hvort Skáksambandi Is-
lands tekst að hreppa stóra
yinninginn, þ.e. að standa fyr-
ir einvígi um heimsmeistara-
titilinn í skák í Reykjavík.
Hitt er Ijóst, að forystumenn
Skáksambandsins hafa geng-
ið ötullega til verks, þegar ís-
landi gafst kostur á því að
gera tilboð í þetta einvígi,
sem vekja mun heimsathygli.
Það framtak er þakkarvert.
í sambandi við umræður
um einvígisstaðinn hefur
Morgunblaðið átt sérstakt
samtal við áskorandann,
Bobby Fischer, og birtist það
Bjartmar Guðmundsson:
Frá einu til annars
Leika sér með ljóni
lömb í Paradís
EIGINLEGA á þetta að verða leiðrétt-
ing á vísunni um úlfinn, lambinm og
heyið í pokanum, sem kom afbökuð í
Góðviljanum á gamlársdag.
En fyrst er þá þess að geta, að ég
vakniaði eldsnemma þann dag og fór að
lesa í blaðinu mínu, fyrst af öllu vita-
s'kuld.
Þar sé ég þá þessar heljargreinar frá öli
um okkar foringjum til hægri og vmstri.
Gylfi byrjar, vaskur og vígreifur og er
sízt að sjá að búið sé að kljúfa flokk
hans í beltisstað. Það er að segja niður
að nafla. Hannibal er einis og borinn á
gullstóli af öllum öldungum bæði af
karlkyni og kvenkyni. Enda hafði
flokkur Sigurvins og fleiri á vori næst-
liðnu sett hund í alla lífsreynislu og
piparjómfrúr honum til framdráttar á
kostnað vitsmunanna. Þórarinn talar
ósköp vel um unga íhaldsmenm, rétt eins
og hann ætti þeim að þakka tilkomu
stjómarinnar nýju. Ragnar er með fýlu
úti í homi, en þakkar þó fyrir að fá
að koma í Höllina, sem kennd er við
morgun lífsinB. Síðasfur fer svo Jóhann
formaður eins og húsbóndi á hæla göf-
ugum gestum. Segi menn svo að þetta sé
ekki blað allra flokka og stétta Ég varð
svo hamimgjusamur að sjá þessa sönnun
svarta á hvítu, að ég hljóp út um víðan
völl í suddann og súldina. Þar mætti
ég sjálfum útgefanda Góðviljans í gras-
garðinum og segi um leið si svona’
— Ertu búinn að sjá Bladdann?
— Ertu búinn að sjá Viljann okkar?
svaraði hann drjúglega. Góðviljann,
meiningin, Þá varð ég að gjialti, því að ég
hef aldrei tfimt að kaupa hann fyrir
2000 kall. Sýndi mér svo inn í gripinn,
hvar saman er þá komin öll heila hers-
ingin af litríkustu pennum ríkisins:
Eykon, Matthías, Kristján rithöf., Tynes,
Gylfi, Ragnhildur og Bjöm í Mýri. Og
al.lt ber þetta upp á sama daginn á báð-
um bæjunum. Höfðatalan er þó öllu ljúf-
ari hjá déskotans Viljanum,
Nú. Ég glugga svo í þetta ritgerða-
sáfn. Eyfcon og Matthías eru að leggja
upp á fjöll fyrir austan að leita að
manni ársiina 1971, og snúa baki í örverpi
amánarinnar, því að það er fúlegg eins og
hjá hænum, sem engam hafa hanann.
Kristján Alb. er búinn að finna mann-
inn, eiginlega 4 ráðherra, sem eru svik-
arar við Stalinismann og sviku um leið
og aðrir sviku. Ragnhildur hefur fundið
sjarmerandi karlmann en konu enga og
er sá vörpulegur eigi lítið og er þá jafnt
á komið því að hún er íkveikja. Sá heitir
Jón Skaftason. Óli Tynes er fundinn
fyrir handan Kínamúr og austen við
Tjald og er þar maður ársins og Ræðan
ræða aldanma. Gylfi fanm sinn í Karli
Guðjónssyni, aem lét fyrir hann líf og
blóð. Nema það hafi verið Njörður for-
maður, sem bezt lýsti tryggð sinni bak
við dkenminm. Og eftir því sem þarna
segist í Viljanum hefur Björn í Mýri
lært vísu, að sönnu rammvitlausa, sem
svona er rétt með farin:
Hvernig flutt voru yfir á
úlfur, lamb og heypokinn?
Bkkert granda öðru má,
eitt og mann tók báturinn.
Maður ársins í munni Björns er
ólafur hans náttúrlega og um leið
lambið í bátnum. Úlfurinn heitir Lúðvík
og Hanmibal er hey í poka. Lambið hefur
enga lyst á heyi úr Selárdal og úlfurinn
þorir ekki til við lambið, því að þá er
hætt við að fyrir honum fari ein« og
Stalín sáluga. Sjá svo allir eins og BjÖrn
at hverju samlyndið er svona elskulegt í
byttunni.
Hvað er þetta? segi ég við útgefanda
Góðviiljaina, þegar ég er búinn að glugga
nægju mína I þessi sjö ritverk. Þetta
sýnist allt vera falsað.
Þá hummaði nú heldur betur í okkar
manni:
— Falsað! sagði hann. Hér til hefur
engirnn falsað fréttir nema þeir í Bladd-
anum. Þessi þróun í blaðamennskunni er
okkar á milli sagt, að þakka nýju press-
unni, sem báðar stjórnirnar voru svo
elskulega sammála um að koma upp.
Og svo bætti hann við eins og dðlítið
út undir sig: — þegar þið komið með
4 úr okkar hópi í Blaðinu skulið þið
sjá framan í 7 af ykkar ljósum í Vilj-
anum okkar.
Jæja, mitt Blað varð nú samt sem
áður á undan í frjálslyndimu, því að það
kernur út á undan öllum öðrum á morgn-
ana. Eirnu sinni var svo mikill Fróða
friður í Danaveldi af völdum góðrar
ríkisstjórnar, að gullbaugur lá á vegum
úti, án þess nokkur hirti, í 50 ár. Svo
frómir voru þegnarnir. Allir töluðu þá
vel um alla og datt sízt í hug að líkja
vinum sínum við Lyga-Merði eins og
Góðviljanum okkar hefur hent í fúlustu
alvöru hér til. Nú er því lokið.
Annar gullbaugur, enn frægari, var
líka til í útlandinu forðum tíð. kaUaður
Draupnir og hafði sá þá náttúru að
geta getið af sér einisamall annan jafn
hófugan 9. hverja nótt. Harnrn er úr hvíta-
gulli. Hann gæti nú verið hingað kom-
inn, loksina, loksins, og farinn að auka
kyn sitt, svo líf og land tefcur nú að
glóa í gulli og gensemum senn hvað
meira líður á nýbyrjað kjörtímabil.
Ákveðin þátttaka í
8 kaupstefnum 1972
ÚTFLUTNIN GSMIÐSTÖÐ iðn
aðarins er nú að undirbúa þátt-
töku í kaupstefnum á árinu 1972.
Þegar hefur verið ákveðin þátt-
taka í 8 kaupstefnum — að því
er segir í fréttatilkynningu frá
Útflutningsmiðstöðinni.
9. til 12. marz verður sýndur
sportfatnaður úr ull og skinnum
í Munchen, 12. til 15. sama mán-
aðar tízkufatnaður úr ull og
skinnum á Scandinavian Fashi-
on Week í Kaupmannahöfn, 12.
til 21. marz ýmsar vörur, þar á
meðal matvæli á vorkaupstefn-
unni í Leipzig, 19. til 23. marz
tízkufatnaður úr ull og skinnum
á Mode Woohe í Munohen, sömu
daga Skinnavara í Frankfurt, 29.
apríl til 2. maí gull og silfur-
munir í Kaupmannahöfn, 10.
maí til 14. maí húsgögn í Kaup-
mannahöfn og 2. til 5. september
ýmsar vörur á haustkaupstefn-
unni í Þórshöfn í Færeyijum.
Þá er í athugun að taka þátt
í sýningum í Kanada, Skotlandi
og Englandi. Mun Útflutningsmið
stöðin annast allan sameiginleg-
an undirbúning fyrir þessar sýn-
ingar og sér um stjórn sýninig-
ardeildanna á staðnum. fslenzk
fyrirtæki hafa tekið þátt í öllum
ofangreindum sýnimgum áður.
hér í blaðinu í fyrradag.
Ýmislegt í þessu viðtali vekur
athygli og þá ekki sízt um-
mæli Fischers um viðhorf
Sovétmanna til skáklistarinn-
ar. í samtalinu við Morgun-
blaðið sagði Bobby Fischer
m.a. um viðhorf Rússa: „Þeir
vilja ekki að skáklistin öðlist
neinar vinsældir utan Sovét-
ríkjanna. Þeir vilja halda
heimsmeistaratitlinum til ei-
lífðar, þannig að skákmeist-
arar frá Vesturlöndum eigi
enga möguleika og falli út úr
íþróttinni. Það versta, sem
gat komið fyrir Rússa, er
þetta einvígi. Þeir eru alls
ekki hrifnir af því. Rússar
líta ekki á málið út frá sjón-
arhóli íþróttaandans eða
skákheimsins. Allt og sumt,
sem þeir hugsa um, er gagnið
af skákinni fyrir áróður
sinn.“
Enginn dómur skal lagður
á þessi ummæli Bobby Fisch-
ers. En óneitanlega vekur
það athygli, að einn fremsti
skákmaður heims í dag skuli
líta svo á, að í Sovétríkjun-
um telji menn, að skáksnilld
þarlendra manna eigi einnig
að gegna áróðurshlutverki
fyrir Sovétríkin.