Morgunblaðið - 08.01.1972, Side 16

Morgunblaðið - 08.01.1972, Side 16
16 MÖRGUNÍB9LAÐ1Ð, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972 — Minning Lúðvík Framhald af bls. 1S hverju heimUi á lanciinu, þar sena myndir þær eru, sem hann framkallaði og stækkaði fyrir Ijósmyndastofu föður mins í um 40. ára skeið. Fyrir þetta vel unna starf hans getum vér aldrei þakkað honum né launað að verðleikum og verðum að kalla á almáttugan Guð tU hjálpar oss. Ðulur I skapi var Lúðvík en aldrei lundþungur. Hann bjó yfir miikilii kimnigáfu, en fæstir vissu það, og aldrei vildi hann særa nokkurn mann, hvorki i orði né verki. Margir héldu, að hann væri afskiptalítill um heimsins málefni vegna þess að hann talaði sjaldan að fyrra bragði um slíkt. En það var iangt þvi frá, að hann fylgdist ekki með: hann vissi deili á öll- u*n helztu málum og málefnum öðrum, er fóik hafði oft látið fram hjá sér fara. Óvenju vel lesinn maður um þjóðmál og aBt sem Island snerti, og manna bezt kunni hann að greina á milli aðal- og aukaatriða, en það er gáfa, sem vér mættum mörg biðja góðan Guð að gefa oss. Lúðvík var heilsutæpur sem barn, en náði góðri heilsu með árunum, þar til hann veiktist aflt í einu fyrir nokkrum ár- um af sjaldgæfum sjúkdómi er þjáði blóð hans. Hann náði sér aidrei aftur en bar þrautir sínar og þjáningar með karlmennsku; aidrei heyrði maður hann kvarta eða bera sig illa á nokkurn hátt. Hann gekk hljóður um með kross sinn ailt til enda og fékk hægt og kvalalaust andlát að launum. Vér kveðjum Lúðvík ekki eins og vér sæjum hann aldrei aftur, þvi að vér lifum í þeirri kristnu trú, eins og hann gerði einnig sjálfur, að andlát væri það, er ver förum úr heimi þessum til annars, sem þó er annars eðlis, og að vér hittumst aftur í riki himnanna, sem Guð hefur undir- búið þeim er elska hann. Viðskilnaðurinn er oss samt sár, því að það er eðli vort að syrgja ástvini vora, en vonin, trúin og kærleikurinn sigra og haida oss gangandi. Einnig, og ekki sízt, náð Guðs, sú óverð- skuldaða gæzka guðdómsins; hún hjálpar oss að líta hærra, hugsa hærra, og þá til hans, er nú var að kveðja oss og þennan heim. Rlessuð sé ætið Ijúf minning hans; sál hans felum vér almátt- ugurn Guði, skapara himins og jarðar, alls hins sýnilega og ósýnilega. Fjölskyldu Lúðviks heitins sendum vér innilegustu kveðjur vorar um samúð og vefjum systkini hans og ættingja, tengdafólk og alla vini bænum vorum um styrk og blessun á þessari sorgarstund og vernd Guðs um alla framtíð. Hákon Loftsson. — Minning — Einar Framhald af bls. 19 og duglegum og þá síðast en ekki sizt sem vini, enda hvers manns hugljúfi og glaðværðin og létt- leikinn, sem honum voru svo eig- inleg, komu ödlum i gott skap. Óvini átti hann enga enda manna liprastur að bægja burt illdeilum og leiða þær til lykta á sanngjarnan hátt. Skömmu eftir að Einar kemur á Skaga kynnist hann glæsilegri stúlku, Elinu Elíasdóttur, en hún og fósturmóðir hennar, Vilborg Ólafsdóttir, ráku þá matseldun fyrir sjómenn að Mel stað á Akranesi. Þann 22. júní árið 1940 stígur Einar sitt stærsta gæfuspor i þessu lífi er þau Elín ganga í heilagt hjóna- band. Sá ráðahagur reynd- ist byggður á bjargi traustu. Nasstu átta ár, eftir að Elán og Einar gifta sig, á hann við veik- indi að stríða, magasár og er þá ailmikið frá störfum. Kom þá gleggst í ljós hve mikill gæfu- maður Einar var, þegar hann giftist. Sá þá Elín fyrir heimili og börnum, sem voru orðin fimm á árinu 1945, er hann iá sjúkur, með slíkum dugnaði og myndar- skap, að aldrei var skortur á nauðsynjum á þeirra heimili. Á sama tíma og hún veitir manni sínum umhyggju og ástúð í veik indum hans, vinnur hún rrieð sínu óbilandi þreki og dugnaði úti ásamt heimilisstörfum. Eftir þrítugs aldur hefur Einar feng- ið allgóðan bata. Gleði og fjör hefur þá rlkt á heimili þeirra hjóna, því að hann var virkur þátt takandi í gleði og leik barna sinna. Hefur konan mín sagt mér margar skemmtilegar sögur frá æsku sinni er faðir hennar lék og ærslaðist við þau syistk- inin á gamla Melstað en Einar keypti Melstað skömmu eftir brúðkaup sitt og bjó þar í 19 ár. Var hann ætið kenndur við það hús af Skagamönnum og kallaður Einar á Melstað, eins og títt var áður fyrr. Til. félagsmála var Einar óskiptur. Þar átti hug hans ail- an framgangur verkalýðsmála, þó sérstaklega er vörðuðu Akra nes. Fljótlega eftir að hann sezt þar að, gerist hann ötull meðlim ur Verkalýðsfélags Akraness. Var hann um skeið formaður deildarinnar og siðar í stjórn fé- lagsins. Kom hann einnig fram íyrir hönd félagsins i samninga- gerðum um verkalýðsmál og sat á þingum. Átti hann sæti í trún- aðarráði Akranesdeildar og hafði nú síðast verið kosinn í framkvæmdaráð dvalarheimilis fyrir aldraða sjómenn á Akra- nesi, en sökum veikinda sinna síðustu árin, hafði hann sagt af sér, enda ekki hans máti að taka að sér þau störf, sem hann taldi sig ekki geta unnið vel og dyggi lega að. Fyrir nokkrum árum gekk Einar í Sjálfsbjörg og sat hann síðasta þing þess félags- skapar nú í sumar, er haldið var að Jaðri. Var þá orðin staðreynd, eftir skyndileg veik- indi hans af æðakölkun fyrir u.þ.b. 7 árum, að hann var orð- inn sjúkiir maður, þótt ókunn- ugir gætu aldrei merkt noikkur sjúkleikamerki á þessum lífs- glaða og reista manni. Gekk Einar tvívegis undir stóra upp- skurði og í bæði skiptin undir styrka og örugga hönd Páls Gíslasonar læknis. Tókust að- gerðir hans frábærlega vel og varð Einar allvel friskur að þeim loknum þótt sýnt væri að aldrei yrði hann jafn og áður. Samt sem áður kom hann úr fullri vinnu, þann dag er hann lézt, heim til sinnar heittelskuðu konu og skyndilega féll hann í arma hennar í hinn eilífa svefn og frið. Einar var mjög söngelsk- ur maður. Minnist ég margra glaðværra stunda með honum í söng. Nú um sdðustu áramót er áramótasöngurinn var sunginn í sjónvarpinu, vantaði mikið í hans f jölskyldu, þegar ekkert var tekið undir „Nú árið er lið- ið“. Sterk baritonrödd Einars hljómaði nú ekki lengur. Þá fyrst varð það manni fullkom- lega Ijóst að hann yrði ekki framar með okkur í þessu ldfi. Einar minntist oft við mig á þær ánægjustundir er hann átti með félögum sánum í Karlakórnum Svönum á Akranesi er hann söng og starfaði með þeim. Allar þær stundir er ég átti með tengdaföður mínum standa mér nú Iifandi fyrir hugskots- sjónum. Hvort sem við fórum í ferðalög saman eða sátum í stofu, þá fann ég ætíð til vel- líðunar í návist hans. Ávallt var hann tilbúinn í ævintýri eða skeggræður. Hann var eins og jafnaldri, félagi, leikbróðir þótt aldursmunur okkar væri mikill. Ég þakka honum fyrir það góða veganesti, sem hann gaf mér með einstæðri framkomu sinni, um- hyggju, lítfsgleði og kærieik og bið að almáttugur Guð gefi mér að fylgja hans eiginleikum í manngerð og fasi. Eftirlifandi systkinum Einars votta ég mína dýpstu samúð, þeim Sigríði, Maríu og Gíslínu, sem búsettar eru á Flateyri, Hrafnhildi og Bjartmar í Reykja vík og svo Haraldi á Akranesi. Voru þeir Haraldur og Einar mjög samrýndir alla tíð og voru sterk tryggðarbönd milli þeirra bræðra, sem aldrei rofnuðu. Kom það gleggst fram, eftir kistulagningu Einars er fól'kið hans sameinaðist í djúpri sorg að heimili Haralds. Öll eru böm Einars gift. Bamabömin 9 að tölu, sem flest eru það ung, að þau skiija ekki þessa skyndilegu fjarveru afa síns er þau heimsækja ömmu sina og spyrja um hann og skilja ekki ennþá gang lífsins, enginn afi til að leika við þau lengur, fara með þau í biltúr eða sinna þeim á þann hátt sem afi einn kunni. Eiginkonu hans og böm- um votta ég mina inniiegustu samúð um leið og ég bið algóð- an Guð að þau megi ávallt verða lifandi eftirmynd sins ást- kæra föður. Sú sem mest hefur misst, konan hans, hefur með sinni frábæru reisn, sannað börnum sínum að tfaðir þeirra er ekki langt í burtu og að þau muni hitta hann, glaðværan og ástríkan, áður en langt um lið- ur. Hið jarðneska líf er svo stutt miðað við hið eilítfa. Minn- ingin um hann verður ávallt björt. Páll Helgason. — Hugleiðingar Framhald af bls. 13 um að krefjast þess annars staðar? Hvað á maðurinn við? Jú, ég skal rökstyðja mitt mál. Nú eru allir vinnandi menn skyldugir til að vera í verkalýðs- félagi skv. vinnulöggjöfinni. Fé- lagsaðild veitir margvísleg mannréttindi, forgangsrétt til vinnu á félagssvæðinu m.a. Þá hafa t.d. nú síðustu ár myndazt á vegum verkalýðshreyfingar- innar öflugir sjóðir, sem veita margvisleg hlunnindi, svo sem atvinnuleysistryggingasjóð- ur, sjúkrasjóður o. fl. Félags- gjald er nú víðast tekið sjálf- krafa af mönnum gegnum vinnuveitandann. Samt gerist það, að við kosningar í félögun- um kemur í Ijós að einungis hluti þeirra nýtur eða hefur afl- að sér, fullra félagsréttinda. Hvað er hér að gerast? Að einhverju leyti má kenna um hirðuleysi félagsmanna sjáifra um að ganga i hags- munasamtök sin. Slíkt er vita- vert ábyrgðarleysi, sem bitnar ekki aðeins á viðkomandi manni sjálfum, heldur einnig fjölskyldu hans, ef eitthvað kemur fyrir. Hins vegar verður að viður- kenna að bróðurpartinn af sök- inni eiga hinar sjálfkjörnu stjórnir félaganna með van- rækslu á fræðslu og áróðri um þau réttindi og skyldur sem fylgja þátttöku í félögunum. Enginn vafi er á því, að hér er einnig um að ræða vísvitandi aðferð rikjandi stjórnarmanna félaganna til að geta valið úr sjálfir þá félagsmenn, sem þeir vilja veita kosningarétt, en halda þeim utan við, sem þeir telja óæskilega af pólitískum eða öðrum ástæðum. Er það með lúalegri óþokkahrögðum að neyta allra ráða til að svipta menn miki'lsverðum mannréttindum af svo lágum hvötum. LÆRT AF KOMMÚNISTUM Er það verjandi, að fyrstu kynni ungs fólks, sem kemuf út á vinnumarkaðinn, skuli vera þau ein, að tekið er af þeim stéttarfélagsgjaldið, án þess að því sé nokkur grein gerð fyrir því, hvernig það er til komið, og hvaða réttindi menn öðlist i stað- inn? Svo er þessu fólki neitað um kosningarétt vegna þess, að því var aldrei gert kunnugt um þau formlegu skilyrði, sem þarf að uppfylla til þess að verða fullgildur félagsmaður. Við vitum, að þetta viðgengst í mörgum félögum. Kommúnist- ar munu hafa haft forgöngu um að beita þessum og viðlíka brögðum í þeim félögum, sem þeir ráða. Aðrar pólitískar klík- ur hafa svo tekið þetta upp eft- ir þeim og fótumtroðið lýðræð- isleg réttindi félagsmanna til þess eins að hanga við völd. HVAÐ VILL B LISTINN? Þessu viljum við B-lista menn breyta í okkar félagi. Við vilj- um sjá til þess, að allir, sem sjóinn stunda, séu fullgildir með- limir í félaginu með fullum fé- lagsréttindum. Við viljum að trúnaðarmenn séu um borð í hverju skipi og líti eftir þessum hlutum. Við viljum koma á stöð- ugri upplýsingamiðlun með út- gáfu félagsbréfs og smábækl- inga, sem gefi sjómönnum glöggar upplýsingar um allt, sem efst er á baugi hjá stjórninni og starfsmönnum félagsins. Við viljum koma á skynsamlegri deildaskiptingu, sem auðveldi fé- lagsmönnum í hverri starfs- grein að hafa áhrif á máleíni sín eins og kaup og kjör. Sam- ráðs sé aUtaf leitað við starf- andi sjómenn og hugmyndir þeirra lagðar til grundvallar kröfugerð. Starfandi menn séu alltaf kvaddir í land til aðstoð- ar stjórninni við samningagerð. Þar eð S.R. er eini aðilinn, sem semur fyrir undirmenn á far- skipunum, ætti farmannadeild að ná yfir allt landið, og búseta utan Reykjavíkur ekki að meina mönnum að hafa áhrif á kaup sitt og kjör, eða val sinna for- svarsmanna. ÁSTANDIÐ í S.R. Hvernig er ástandið í félaginu nú? Við höfum kynnzt alveg ótrúlegum hlutum í sambandi við þessum kosningar. Hvernig getur staðið á því, að í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur eru taldir á 17. hundrað meðlimir þegar kosið er til _ þings ASl, 1001 með fullum félagsréttind- um við þær kosningar, sem nú standa yfir og rúm þrjú hundr- uð til viðbótar á aukaskrá eðá skuldalista. 400 manns hafa m.ö.o. týnzt af félagaskránni siðan síðasta ASl-þing var hald- ið. S-kyldu þeir ekki koma í leit- irnar fyrir þingið í haust, ef A- listinn heldur velli? 1 þessum tölúm eru hundruð manna, sem eru löngu hættir til sjós, sumir fyrir áratugum. Enn fróðlegra verður dæmið þegar farið er að athuga áhafnir skipanna. Á ein- um togaranna eru t.d. 5 menn, sem eru í Sjómannafélaginu, af rúmlega 20. Þess eru dæmi á sumum skipanna, að ekki einn einasti undirmaður sé félagsmað ur S.R., en hins vegar allir yfir- mennirnir! Eiru kjörskrárnar kanski falsaðar? Er þessum töl- um kannski bara hagrætt eftir því, sem stjómarmönnum félag- anna kemur bezt hverju sinni? Félögunum fækkað við stjórn- arkosningar, en fjölgað aftur, þegar þarf að fá sem bezta full- trúatölu á ASl-þingi? FARÍSEINN OG TOLL- HEIMTUMAÐURINN Hér er það líka að gerast, að sjómönnunum er haldið utan við félag sitt, en óviðkomandi menii látnir kjósa þeim forystu og látnir ráða til lykta kjörum þeirra, án þess að þurfa nokkru sinni að búa við þau sjálfir. Eru t.d. engin takmörk fyrir því hvað menn geta verið i mörgum stéttarfélögum í einu? Við stjóm arkjörið i S. R. eru t.d. þrir stýrimenn í framboði á A-listan- um. Sá fyrsti er stýrimaður og alþingismaður. Annar er stýri- maður og verzlunarmaður og þá væntanlega i Verzlunarmanna- félaginu. Þriðji er stýrimaður og tollvörður. Allir þessir menn eru aukameðlimir í Stýrimannafé- laginu og þannig aðilar að Far- manna- og fiskimannasamband- inu. Tollvörðurinn er náttúrlega aðili að BSRB gegnum sitt starf. Er þetta nú eðlileg for- ysta í félagi undirmanna til sjós? PÓLITlSK STIMPLAGERÐ Þeir A-lista menn hafa reynt að klína á lista okkar pólitískum stimpli og kallað okkur „komixi- únista“. Pétur Sigurðsson hefur lýst því yfir, að enginn þessara manna hafi kosið Sjálfstæðis- flokkinn í undanförnum kosn- ingum. Hann hefur líka dylgjað um að sumir séu sjálfstæðis- menn bara þegar þeir þurfi á fyrirgreiðslu að halda. Þessum dylgjum vísa ég heim til föður- húsanna. Ég er sjálfstæðismað- ur, en það er ekki sem slíkur sem ég stend að framboði B- listans og hef fallizt á að vera formannsefni hans í Sjómanna- félaginu. Hins vegar hafði ég við þá ákvörðun hliðsjón af kjör- orðd, sem ég lærði ungur og heyrði Ólaf heitinn Thors oft flytja af miklum alvöruþúnga: GJÖR RÉTT, ÞOL EI ÓRÉTT! Tilkynning Frá og með deginum í dag verður vöruafgreiðsla okkar og skrifstota lokuð á IAUGARDÖGUM. MÁLNING H/F. Teiknistofu vantar tæknífræðing, byggingarfræðing eða mann vanan teikningum og mælingum. Upplýsingar í tíma 26061. Pökkunarstúlkur Viljum ráða nokkrar vanar pökkunarstúlkur í frystihús á Suðurnesjum. Fæði og húsnæði á staðnum. Sími 43272 eftir kl. 1. ...... ..............

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.