Morgunblaðið - 08.01.1972, Page 17
MORGUNBLAÐÍÐ, LAUGARDAGUR 8. JANÚAR 1972
17
— Þjóðarhagur
Framhald af bls. 15
atvinnuvegirnir og þjóðarbúið
gætu staðið undir þvi, að veita
launþegum 20% kaupmáttar-
aukningu, lengingu orlofs og
styttingu vinnuvikunnar. For-
sætisráðherra svaraði því skýrt
og afdráttarlaust. Svar forsætis-
ráðherra var þannig:
„Að sjálfsögðu var ríkisstjórn-
in búin að kynna sér þau gögn,
seni lágu fyrir og þær upplýsing-
ar, sem hún fékk í hendur frá
ýmsiun aðilum, áður en hún gaf
Bina yfirlýsingu út. Þetta var
hennar mat þá á þeim gögnum,
sem fyrir lágu, að þannig væri
hægt að standa að málum, að
því markmiði, sem þar var sett
fram, yrði náð.“
Engin fráfarandi ríkisstjórn
hefur fengið jafn góða kvittim
og viðreisnarstjórnin fyrir út-
tekt á þjóðarbúinu, eins og for-
sætisráðherra gaf með yfirlýs-
ingu sinni.
Yfirlýsing forsætisráðherra er
eðlileg og sanngjörn frá hans
hendi og studdist við raunveru-
legt mat á stöðu atvinnuveganna
og úttekt þjóðarbúsins við stjórn
arskiptin. Fjárlög fyrir árið 1971
voru afgreidd af raunsæi. Tekj-
ur fjárlaganna voru áætlaðar
11.534 milljónir króna, en gjöld-
in 11.023 milljónir kr. Tekjur
umfram áætlun fjárlaga 1971
námu 1300—1400 milljónum kr.
vegna óvenjulega mikilla toll-
tekna. Á miðju ári 1971 þótti
augljóst, að miki'll greiðsluaf-
gangur mundi verða á árinu, en
reyndin verður sú, að greiðslu-
halli mun hafa orðið verulegur
á sl. ári. Rikisstjórnin, í glað-
værð sinni, taldi óhætt að greiða
stórar fjárhæðir utan fjárlaga
en hafði ekki yfirsýn yfir hvað
hæfiilegt væri i þvi efni. Það
skai tekið fram, að greiðsluhalli
hefði enginn orðið vegna hækk-
aðra bótagreiðslna til gamal-
menna og öryrkja, ef margt
fteira og stærra hefði ekki konv
ið tiL
FJÁRLAGAAFGREIÐSLAN
Fjárlög fyrir árið 1972 voru af-
greidd síðustu daga fyrir jól.
Tekjur á fjárlögum eni að þessu
sinni áætlaðar 16.898 millj. kr.
en gjöldin 16.549 millj. kr.
Gjaldahlið fjárlaga 1972 hækk-
ar um 5.526 millj. kr. frá sl. ári.
Ekki er að undra, þótt margir
hafi áhyggjur af slíku heljar-
stökki. Fram á síðustu daga var
því haldið fram, að 2000 millj.
kr. mundi vanta í tekjuáætlun-
ina ttl þess að afgreiðsla fjár-
laga gæti farið fram án greiðslu-
halla. Það þótti þvi mikil fjar-
stæða, þegar því var haldið fram,
að tekjuvöntun væri a.m.k. 3.600
millj. kr. en ekki 2.000 millj. kr.
Seinna kom i ljós, að tekjuþörf-
in var ekki minni en 3.600 millj.
kr. Fjárþörf vegasjóðs, 250 millj.
kr. var ekki tekin tiil greina, og
útflutningsuppbætur á búvörur
voru ekki áætlaðar á raunhæfan
hátt. Til þess að ná endum sam-
an, var lagt fram frv. um tekju-
og eignaskatt, rétt fyrir jól.
Verður það væntanlega lögfest,
þegar þing kemur saman að
nýju. Talið er, að þau lög muni
gefa ríkissjóði 1600—1700 millj.
kr. í nýjum tekjum á árinu 1972.
Auk þess voru tekjur af ýmsum
tekjustofnum fjárlaga hækkaðir
i tekjuáætluninni ein® og þörf
var á, til þess að greiðslujöfnuð-
ur næðist á pappírunum.
SKATTAFRUMVÖRPIN
Deilt hefur verið um áhrif
væntanlegra laga um tekju- og
eignaskatt. Stjórnarsinnar hafa
haldið því fram, að skattahækk-
unin verði sáralitil vegna þess-
ara laga. Um það er ástæðulaust
að deila, þegar skattseðillinn
kemur verður sannleikurinn
ekki dulinn. Sannleikurinn um
stórfelldar skattahækkanir á
flesta skattþegna þjóðfélagsins.
Margir hafa um þessar mundir
áhyggjur af ógæfulegri fram-
vindu mála í efnahags- og fjár-
málurn landsins. Sumir athugulli
og gætnari stuðningsmenn rikis-
stjórnarinnar sjá, hvað er að
gerast. Reyna þeir stundum að
skýla óánægju sinni með góðlát-
legu gríni. Björn Pálss'on ræddi
um fjárlögin við lokaafgreiðslu
þeirra. Hann benti á dugnað og
snlli núverandi ríkisstjórnar,
«em hækkaði fjárlögin í einu
átaki um 5.500 mililj. kr. án þess
að hækka skattana!! Það hefði
tekið fyrrverandi rikisstjórn 5 ár
að hækka fjárlögin um sömu
upphæð, sagði Björn Pálsson.
Fjárlögin eru glæfraleg að þessu
sinni, og munu reynast verð-
bólguvaldur. Stefnan í fjármál-
um og atvinnumálum býður heim
miklum vanda i efnahagsmálum
þjóðarinnar. Fyrir tæplega 6
mánuðum, þegar ríkisstjórnin
tók við völdum var staða at-
vinnuveganna, að hennar dómi
þannig, að fært þótti að gefa
launþeguim ioforð um 20% kaup-
máttaraukningu á næstu tveim-
ur árum, auk vinnutímastytt-
ingar og aukins orlofs.
STJÓRN EFNAHAGS- OG
FJÁRMÁLA ER I MOLUM
Síðan ríkisstjórnin komst til
valda er margt breytt. Stuðn-
ingsmenn rikisstjórnarinnar
voru bjartsýnir fyrir 6 mánuð-
um. Þá trúðu ýmsir því, að rikis-
stjórn sú, sem taldi sig vera
stjórn „vinnandi stétta" mundi
veita almenningi bætt lifskjör og
aukinn kaupmátt launa. Nú
muniu þeir vera fáir, sem
reikna með þeim möguleika
eftir þá reynslu, sem feng-
in er. Framfarastefnu fyrr-
verandi ríkisstjórnar hefur
verið kastað fyrir borð. Stjóm
efnahags- og fjármála er í mol-
um. Fjárlagaafgreiðslan ber með
sér ábyrgðarleysi og kyndir und-
ir verðbólguna. Þegar þannig er
að málum staðið, getur enginn
búizt við þvi, að kaupmáttur
launa verði aukinn þótt kaupið
hækki í krónutölu. Við þau skil-
yrði má búast við, að þjóðar-
hagur sé í hættu og lífskjör al-
mennings fari versnandi með
minnkandi kaupmætti launa.
— Saltfiskur
Framhald af bis. 28.
ítaiiu 4 þús. tonn að verðmæti
um 248.2 millj. kr.; til Grikk-
lands 1.937 tonn að verðmæti um
106.4 millj. kr.; til V-Þýzkalands
1.046 tonn að verðmæti um 52.6
millj. kr.; til Englands 500 tonn
að verðmæti um 21.1 millj. kr.;
til Ástralíu 20 tonn að verðmæti
1.1 millj. kr. og til Svíþjóðar 25
tonin að verðmæti um 1.4 millj.
kr.
★ ÞURRFISKUR
Útflutningur þurrfisks skipt-
ist þannig eftir löndum:
tonn:
Portúgal 1.188
Brasilía 953
Panama 247
Frakkland 96
Kongó 55
Italiía 30
Vestur-Þýzkaland 17
Bandaríkin 11
England 4
Samtals: 2.601
Eftir tegundum skiptist fram-
leiðslan þannig: Af þorski fóru
alls 3.800 tonn I þurrfisk, afskip-
uð eru 1.651 tonn, en 2.150 tonn
eru áætluð ófarin. Af ufsa hafa
1700 tonn farið i þurrfisk, 742
tonn hafa þegar verið afskipuð,
en 960 tonn eru áætluð ófarin.
Af löngu hafa 400 tonn farið i
þurrfisk, þar af hefur 117 tonn-
um verið afskipað, en 280 tonn
eru áætluð ófarin. Af keilu fóru
100 tonn í þurrfisk, þar af hef-
ur þegar verið afskipað 32 tor*n-
um, en um 70 tonn eru áætluð
ófarin. Úrgangur nemur 300
tonnum, þar af er þegar afskíp-
að 59 tonnurn, en 240 tonn eru
áætluð ófarin. Samtals eru 3700
tonn áætluð ófarin, en af því
magni eru þegar seld 12—1400
tonn til S-Ameríku, sem afskioa
átti i desember og janúar, en
hefur tafizt vegna farmannaverk
fallsins. Tómas kvaðst þó vona
að takast mundi að afhenda
þetta magn fyrir páskaföstuna.
Til viðbótar þessu hafa 900—1100
tonn verið seld til Portúgal. Verð
hækkanir á öllum tegundum
nema 32% miðað við síðari
hluta árs 1970.
* NÝIR MARKAÐIR
Tómas sagði, að þurrfiskur
hefði ekki áður verið seldur til
Frakklands og V-Þýzkalands, en
gert væri ráð fyrir áframhald-
andi útflutningi til þessara landa.
Þá hefði verið gert ráð fyrir, að
útflutningur væri hafinn til
Puerto Rico ef ekki hefði komið
til yfirstandandi verkfalls á kaup
skipaflotanum. Tómas kvaðst þó
vona, að af sölunni yrði þrátt
fyrir verkfallið.
Ennfremur kvað hann ráð-
gert að hefja útflutning til
Brasilíu af þurrfiski i pappaköss-
um í byrjun þessa árs, sem væri
algjör nýlunda hér á landi. Kass-
arnir náðu hins vegar ekki til
landsins fyrir verkfallið, svo að
einhver bið verður á þvi að þess-
ar tilraunir geti hafizt.
•k AUKNING
ÞURRFISKFRAMLEIÐSLU
Síðustu árin hefur saltfiskur
verið tekinn til þurrkunar sem
hér segir:
1966 — 2.000 lestir — 7% af
ársframleiðslunni.
1967 — 1.800 lestir — 7,5% af
ársframleiðslunni.
~~2Tr. ^ et rr ir
1968 — 5.000 lestir — 13% a£
ársframleiðslunni.
1969 — 5.600 lestir — 20% af
ársframleiðslunni.
1970 — 6.200 lestir — 19% af
ársframleiðslunni.
1971 — 9.500 lestir — 27% af
ársframleiðslunni.
1 þessu sambandi sagðl Tómas,
að eitt stærsta vandamálið varð-
andi svona aukningu á fratn-
leiðslu væri geymslan á fiskin-
um, bæði fyrir vöskun og þurrk-
un, og eins eftir fullverkun á
meðan fiskurinn bíður afskipún-
ar, einkum yfir sumartímann.
Kvað Tómas brýna nauðsyn á
því, að koma upp kæligeymslum
í þessu skyni, en til þess að svo
mætti verða, þyrfti að koma tii
fyrirgreiðsla frá opinberutn
lánastofnunum.
Annars kvað hann aukninguna
á þurrfiski eiga að nokkru rót
sína að rekja til lokunar skreiðar
markaðs í Nígeriu, en siðustu ár-
in, sem þangað var selt, fóru
þangað um 7—8000 smálestir af
skreið á ári, en það svarar til
40—50.000 lesta af fiski upp úr
sjó, að sögn Tómasar, eða 14—16
þús. lesta af saltfiski. Mikið
af þessum fiski verður ekki sölu-
vara nema þurrkaður, en Tómas
gat þess, að þar sem aðstaða
væri til frystingar færi betri
fiskurinn yfirleitt i þá verkun,
en saltendur yrðu að skapa verð-
mæti úr þeim fiski, sem lakarí
er. Væri það ekki alltaf auðvelt
verkefni að finna nýjan markað
fyrir þessar lakari gæðategund-
ir.
* SÖLUAUKNING MÖGULEG
Tómas sagði, að um framtíð
saltfiskverkunar hér eins og mál-
in stæðu í dag væri ekki unnt
að segja annað en að kleift ætti
að vera að selja mun meira
magn en til væri í landinu. Ekki
væru neinar slíkar blikur á lofti,
sem gæfu tilefni tU svartsýni í
þessari framleiðslugrein í ár.
Tómas sagði að endingu, að
verulegar verðhækkanir hefðu
fengizt á sl. ári eða 39.9% að
meðaltali. Slík hækkun á mat-
vælum væri geysilega mikil og
því ekki nema eðlilegt að
markaðirnir þyrftu aðlögunar-
tima fyrií slíka hækkun. Þó taldi
Tómas ekki loku fyrir það skot-
ið, að einhver verðhækkun kynni
að fást á þessu ári.
— „Fábjánar . . .“
Framhald af bls. 15
ræður, sem við áttum við einn fylgdar-
mann okkar um stöðu Tvardovskys og
starf. Ritstjórinn hafði þá nokkru áður
sætt harðri gagnrýni innan miðstjórnar
kommúnistaflokksins vegna stefnu Novi
Mir. Því var haldið fram, að tímaritið
hefði varasöm áhrif á æskufólk, ýtti
undir gagnrýni þess og yki á, bölsýni
þess um framtíð kommúnisks þjóðskipu
lagis. Fylgdarmaður okkar sagði, að
margir óttuðust, að hann missti sæti sitt
í miðstjórninni og jafnvel.ritstjórastarf-
ið, en færi svo, yrði það mikið áfall
fyrir al'la, sem biðu bjartari tíma í Sov-
étríkjunum.
Hann sagði, að leið sú, sem Tvardov-
sky hefði valið — og helzt mætti líkja
við línudans, því að lítið mætti út af
bera svo ekki hlytist illt af — væri hin
eina hugsan.lega í sovézku þjóðfélagi,
opinber andstaða við stjórnvöldin leiddi
beint til glötunar hvers sem slíkt reyndi.
Fylgdarmaður okkar klykkti út með
því, að Tvardovsky væri stórkost-
legur maður og væru fleiri slíkir
liefðu breytingar í frelsisátt orðið örari í
Sovétríkjunum.
* „SVONA FER STUNDUM FYltlR
SKÁLDUM“
Við íslenzku blaðamennirnir höfðum
óskað eftir því að fá að heimsækja Novi
Mir og ræða við ritstjóra þess — og
urðum þvi mjög vonsviknir, þegar í
Skrifstofu blaðsins kom og okkur var
tjáð, að Tvardovsky gæti ekki komið og
talað við okkur. Þess í stað mundi fram-
kvæmdastjóri tímaritsins, Zax að nafni,
og nokkrir blaðamannanna leysa úr
spurningum okkar.
Við ræddum við þá góða stund en þeg-
ar við vorum að fara út úr herbergi
Zax, kom Tvardovsky fram á ganginn
og bauð okkur inn til sín. Við sáum
fljótlega, að hann var maður býsna ólík-
ur þeim, sem við höfðum áður rætt við.
Hann var meðalmaður á hæð, nokkuð
þrekvaxinn og ljós yfirlitum, hlýlegur
og glaðlegur í framkomu og undarlegt
sambland trega og kímni í ljósbláum
augunum.
Mig lan.gar að tilgreina nokkur orð úr
grein um þessa heimsókn, sem birtist í
Morgunblaðinu í júní 1966: „Sökum
óbrigðular riddaramennsku félaga
minna (konur fyrst o.sv.frv.) neyddist
ég til þess að hefja viðræðurnar við
Tvardovsky. Þegiar ég kvaðst verða að
viðurkenna að ég þekkti ekkert til hans
nema af fréttunum af nýafstöðnu
flokksþingi, þar sem hann hefði orðið
fyrir gagnrýni vegna starfs síns við
Novi Mir, hló Tvardovsky glettnislega
og sagði: „Já, þér eruð ekki ein um það
— það eru örlög mín að vera kunnari af
afstöðu minni til stjórnmála og þeirra
til mín en af skáldskap mínum. En
svona fer stundum fyrir skáldum.“
Tvardovsky sagði okkur síðan ýmis-
legt frá barnæsku sinni í Ukrainu og
lífinu þar á styrjaldarárunum og rætt
var lítilsháttar um skáldskap hans og
an.narra. Nokkrum vikum eftir þetta
var kvæði eftir Tvardovsky fært upp í
leikbúningi í helzta tilraunaleikhúsi
Moskvuborgar og olli þá miklum úlfa-
þyt. Það varð tiilefni harðra árása á leik
stjórann og Tvardovsky stóð eftir þetta
enn hallari fæti.
En hann hélt dauðahaldi í starf sitt
við tímaritið — og það var ekki fyrr en
í fyrravetur að andstæðingum hans
tókst að bola honum burt úr ritstjóra-
stólnum. Þar með leið endanlega undir
lok frelsisbarátta Novi Mir, undir for-
ystu Alexanders Tvardovsky3.
★ ÞJARMAÐ AÐ VINUM
SOLZENITSYNS
Blómatími Novi Mir voru stjórnarár
Nikita Krúsjeffs og þá kom Solzhenit-
syn fyrst fram í dagsljósið sem mikill
rithöfundur, er Novi Mir birti sögu han«
„Dagur í lífi Ivans Denisovich.“ Þetta
var hlákutímabilið eftirminnilega, sem
kveikti vonir um bjartara líf í Sovét-
ríkjurium eftir áratuga vonleysi við
kúgun og einræði Stalíns.
Kyndilberar andlegs frelsis fengu þá
miklu meira svigrúm en nú, þótt Vest-
urlandabúum þætti skammt gengið. En
eftirmenn Nikita Knisjeffs í stjórnar-
búðunum í Kreml hafa á siðustu árum
slökkt hvern vonarneistann af öðrum.
Hver einasta frelsiskrafa er kæfð og er
Bukovsky síðasta dæmið um þá stefnu.
Að Solzhenitsyn hafa margar atlögur
verið gerðar að undanförnu og er þess
skemmst að minnast, er cellósnilling-
urinn Mstislav Rostropovich kom hon-
um til varnar og tók hann á heimili sitt
í fyrra og var kyrrsettur heima fyrir
mánuðum saman þess vegna.
Nýlega fréttist frá Moskvu, að því er
brezka stórblaðið „The Times“ segir,
að tveir rithöfundar, sem vitað er, að
voru vinveittir Solzhenitsyn, hafi verið
reknir úr rithöfundasambandinu, þeir
Yevgeny Markin, sem nýlega orti tvö
kvæði um Solzhenitsyn og Alexander
Galich, sem er vinsæll leikritahöfundur
og lagaismiður. Segulbönd með lögum
hans hafa gengið manna á milli og sagt
hefur verið að Galich sé sovézkri ljóða-
sönglist það sem Solzhenitsyn er sov-
ézkum bókmenntum. Söngvar hans, sem
hann syngur eða mælir fram með
gítarundirleik, fjalla um misbeitingu
valds, hræsni opinbers áróðurs og fang-
elsun pólitískra andstæðinga valdhaf-
anna í Kreml.
Vafalaust gerir Solzhenitsyn ráð fyr-
ir því að enn frekar verði að sér vegið.
Hann virðist staðráðinn i því að láta
ekki þagga niður í sér baráttulaust. Það
sýna meðal annars skrif hans um útför
Tvardovskys og það sýnir einnig bar-
átta hans við sænsk yfirvöld, sem ekki
hafa til þessa haft kjark til að veita
honum Nóbelsverðlaunin opinberlega í
Moskvu.
Skrif Solzhenitsyns um Tvardovsky
sýna í senn reiði hans og sorg. Kannski
syrgir hann ekki aðeins vin sinn látinn
heldur og ósigur Tvardovskys, — ósigur
mannsins, sem reyndi að berjast innan
ramma kerfisins en var snúinn niður
hægt og bítandi; ósigur mannsins, sem
kyngdi ásökunum um, að hann væri
tæki í höndum stjórnvaldanna, vegna
þess, að hann taldi sig þar með geta
unnið andlegu frelsi eitthvert brautar-
gengi, ósigur mannsins, sem sagði, að
það yrðu örlög sín að verða þekktari
vegna stjórnmála en skáldskapar.