Morgunblaðið - 05.02.1972, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 5. FEBRUAR 1972
I ® 22-0-22*
[raudarárstíg 31
■^—25555
■ ^14444
m/Uf/Ð/R
BILALEIGA
IIVEUFISGÖTU 103
VW Sendiferðabtfreið-VW 5 manna-VWsvefnvagn
VW 9manna-Landrover 7manna
LEIGUFLUG
FLUGKENNSLA
FLUGSTÖÐIN HF
Simar 11422. 26422.
BÍLALEIGA
CAR RENTAL
21190 21188
0 „Við, sem heima
sitjum“
Húsmóðir um þrítugt skrifar:
„Reykjavlk 26.1.1972.
Til Velvakanda, Morgunblað-
inu, Reykjavík.
Kæri Velvakandi.
„Við, sem heima sitjurn" er
þáttur nefndur i útvarpinu, sem
flestir landsmenn kannast við,
en ætlaður er okkur húsmæðr-
um, eins og nafnið bendir á,
okkur til dægrastyttingar og
jafnvel fræðslu, þvi að vita-
skuld erum við misjafnlega
upplýstar, eins og annað fólk,
eða það virtist vera álit þeirra
kvenkempna, sem frömdu list-
ir sínar í okkar eyru sl. þriðju-
dag þann 25. janúar þetta annó.
Dagskrá þessi hefði verið ær-
ið gott rannsóknarefni fyrir sál-
fræðinga, þar sem óvenju stór-
um gáttum að sálarlífi kvenn-
anna, sem um þáttinn sáu, var
snúið að áheyrendunum.
0 Andlegur og líffræði-
legur munur karla
og kvenna
Konur mínar! Það er mikill
misskilningur, að kona og mað
ur (þ.e. karlmaður )séu steypt
í sama mót, andlega eða líkam-
lega. Þetta er þó til og er þá
kallað afbrigðilegt, eða á góðri
íslenzku viðrini.
Karlmaður getur aldrei, sé
hann rétt af guði gerður, geng-
ið í verk konunnar, hvorki lík-
amleg né andleg, frá líffræði-
legu sjónarmiði séð. Hann geng-
ur ekki með börn, hefur þau
aldrei á brjósti, hann hefur
ekki sömu andlegu sveiflurnar,
sem við höfum, í sambandi við
okkar liffræðilegu staðreynd.
Að vilja halda því hálfvegis á
ioft, að konur séu taugaveilari
en karlar, er mikill misskilning
ur, og enn meiri, ef þið álítið,
að það sé vegna heimaveru, eða
af því að þær komist ekki út á
vinnumarkaðinn, eða af því að
þær verði að sætta sig við lægri
laun, — konur, sem eiga full-
starfandi eiginmenn!! Hverjar
eiga þá að hafa lægstu launin?
Ekki þær ókvæntu.
Nei, ef kona getur orðið veil
á taugum eða sinni, án þess að
um erfðir sé að ræða, þá er það
af of miklu álagi og streitu af
að hlaupa milli heimilis og
vinnustaðar, sem sagt, kapp-
Fiskiskip
Til sö!u 200 lesta stálfiskiskip byggt 1964. Skipið er útbúið
fyrir tog, linu- og þorskanet. Einnig til sölu 270 lesta og 300
lesta togskip. Hagstætt verð, góðir skilmálar.
FISKISKIP, Austurstræti 14 3ja hæð
Símar 13742 — 22475.
Ódýrari
en aárir!
SHODH
LEIGAH
AUÐBREKKU 44 - 46.
SÍMI 42600.
biláleigan
AKBBAUT
car rental service
8-23-47
sendutn
ORÐ DAGSINS
*
A
Hringið, hlustið og yður
mun gefast íhugunarefni.
SÍMl (96)~2I840
íbúð í Kanpmannohöfn
Stór 2ja herb. íbúð í Kaupmannahöfn (Lyngby) er tii sölu.
íbúðin er þriggja ára og er laus i maí. Skipti á íbúðinni og
húsnæði á Reykjavíkursvæðinu eru æskileg.
Nánari upplýsingar fást með því að skrifa til
Halldórs Sveinssonar, Bredebovej 23 SV
2800 Lyngby, Danmark.
Stórviðburður
ársins
nefnist erindi, sem Sigurður
Bjamason flytur í Aðventkirkj-
unni, Ingólfsstræti 19 Reykja-
vík, sunnudaginn 6. febr. kl. 5.
Verið velkomin að hlýða á at-
hyglisvert efni. — Einsöngur.
Tekið á móti gjöfum vegna
Biblíudagsins.
KEFLAVÍK
SUÐURNES
Steinþór Þórðarson fiytur erindi í Safnaðar-
heimili Sjöunda dags Aðventista Blika-
braut 2 Keflavik, sunnudaginn 6. febr. kl. 5.
Erindið nefnist:
Þegar stríð hófst á himni.
Tekið á móti gjöfum vegna Biblíudagsins.
Verið velkomin.
Til sölu
Reoault R 12, station '71
Volkswagen '70 í sérflokki
Taunus 20 M '68
Ford Custo.m '67
Rambler American '67
Ford pick-up '63
Man vörubifreið '71, 10 t
Bifreiðasalan
Borgartúni 1,
sími 19615 og 18085.
hlaup fyrir aurana.
Konur eru kröfuharðar, þær
hafa alltaf verið það. Þær eru
metnaðargjamar, og þeim læt-
ur vel að eiga dugmikla og feng
sæla eiginmenn. Þetta er stað-
reynd, og hún er jafngömul
mannkyninu sjálfu. Konur hafa
ætíð ráðið miklu á þessari jörð
og getað stjómað og snúið hlut-
unum eftir sinni vild, ekki með
mjálrtii rauðsokka-kvenna, held
ur meðfæddri kænsku, setn kon
um einum er gefin. Heimilið
er vettvangur konunnar. Hún
blómstrar heima með börnum
sínum og afþurrkunarklútum,
hún er þar sinn eiginn húsbóndi,
en það er eiginmannsins að
starfa og afla, þar vex hann
með hverri þraut.
Þið, sem eruð óánægðar og
alltaf að leita, þið, sem breiðið
þessa trú út, að konur séu allt
að því kúgaðar, og að „jafnrétti '
kynja sé nauðsyn, staldrið við
og hugsið tiil þess dags, að karl-
maðurinn stæði okkur í öllu
jafnfætis.
Nei, ég veit, að þess óskið
þið ekki, því að þá vitið þið,
að þeir myndu ekki lengur
starfa undir okkar stjórn.
Okkur ber að ala upp börnin,
hirða umhverfið i kringum okk-
ur, vera hagsýnar í húshaldi
og um leið fyrir þjóðfélagið.
Við eigum að standa saman, t.
d. í sambandi við áfengis- og
eiturlyfjaneyzlu unglinga, og
við eigum að láta börnunum í
té allt hið bezta, sem til er, þ.e.
gott heimili, þar sem mamman
er alltaf til taks.
Fákænu konur, klæðið ykk-
ur úr rauðu sokkunum.
GuðiTin S. Einarsdóttir."
0 Stutt bréf um svipað
efni:
Halldóra Jónsdóttir skrifar:
„Dálkur Velvakanda, Morg-
unblaðinu.
Getur þú, Velvakandi, svarað
því, hvers vegna venjulegar hús
mæður á öllum aldri fá aldrei
að koma fram í Ríkisútvarpin u ?
Öil borgum við þó tií ríkisút-
varpsins, hvar sem við erum á
landinu, hver sem aldur okkar
er, og hvar sem við erum í póli
tík.
Ég spyr vegna útvarpsþáttar,
sem kómmúnistastelpur hafa
fengið að hafa að undanförnu
í útvarpinu. Hver bað um þenn
an þátt? Hver hefur ánægju af
honum? Telpur með einhliða
skoðanir fá að vaða þar uppi,
án þess að nokkur fái rönd við
reist, eða hvað? Fá allir krakk
ar strax inni i útvarpinu, þeg-
ar þeir koma með sín hugðar-
efni, ef þeir eru á „réttri línu“
í pólitík? Þetta er ekki hægt,
og treysti ég þér til þess að
birta þetta bréf mitt. Er það
satt, að vanti einhvern komm-
únista auðunninn pening, þá
fari hann bara í útvarpið
og selji því óséðan „þátt“
eða „þætti“? Ég er farin að trúa
því samkvæmt reynslu undan-
farinna ára. Enn erum við i
miklum meirihluta, sem hugs-
um öðru vísi en þetta fólk, og
það er blóðugt að þurfa að
halda þessu fólki uppi fyrir að
láta það ljúgá að sér. Hér þarf
að verða breyting á.
H. .1.“.
— Nú, þessi þáttur, (sem Vel
vakandi hefur reyndar ekki
hlustað á), virðist þó hafa hrist
upp í ykkur. Þið hafið orðið
reiðar og fárið að skrifa.
Kannski leikurinn hafi verið til
þess gerður? — En satt var
orðið; ákaflega einlitt lið virð-
ist hafa verið valið til umsjón-
ar þáttarins af hálfu útvaips-
ins. Hins vegar er það ekki
rétt að kalla þær „telpur", ,—
sumar eru ískyggilega mikið
miðaldra.
AUKIfl MOOUSTA
nvn simnnumER
bein lína í farskrárdeild fyrir fdrpdntanir
og upplýsingar um fargjöld
■05100
almennar upplýsingar og samband í
aðrar deildir félagsins verður áfram ísfma
20200
L0FTLEIBIR