Morgunblaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 11
Þolir þjóðfélagið 6 milljarða útgjaldaaukningu ríkisins Sérsköttun hjóna — Allt að 60% skerðing á skattfrádrætti farmanna ÞRIÐJA umræða um frumvarp ríkisstjórnarinnar um tekju- og eignaskatt fór fram í neðri deild á fimmtudag. Að henni lokinni fór fram atkvæðagreiðsla um breytingartillögur, og eins og skýrt var frá í blaðinu í gær, var frumvarpið afgreitt óbreytt frá annarri umræðu til efri deild ar. Hér fer á eftir úrdráttur úr umræðunum. Matthias Bjarnason (S) gagn rýndi þann hátt, sem hafður var á afgreiðslu frumvarpsins, og taldi, að óhyggilegt hefði verið að láta svo stutt líða milli annarr air og þriðju umræðu. Almennt hefðu þingmenn ekki getað kynnt sér að gagni þær breytingartillög ur, sem fram hefðu komið við þriðju umræðu. Þá gerði þingmaðuæinh grein fyrir helztu breytingartiilögum fulltrúa Sjálfstæðisflokksins í fjárhagsnefnd. Um breytingartil lögu við 4. gr. frumvarpsins sagði Matthías m.a. að þeir teldu ekki ástæðu til að binda það í lögum, að félög megi ekki greiða hærri arð en 10%. Mörg félög greiddu ekki arð árlega vegna sveiflna í rekstrmum, og ætti því að vera opin leið fyrir þau að bæta hlut- höfum sínum arðmissi, þegar vel genigi. Benti þingmaðurinn á að ef menn legðu fé sitt inn á banka, þá fengju þeir allt að 9% vexti. persónufrádráttur hjóna hækkaði í 220 þús. kr. Nú væri hins vegar samkvæmt frumvarpi ríkisstjórnarinnar gert ráð fyrir, að persónufrádráttur fyrir einstakling væri 11 þúsund krónum lægri en þessir menn hefðu lagt til. Loks sagði þingmaðurinn að sér fyndist það fullkomið ábyrgð arleysi hjá fjármálaráðherra og viðskiptamálaráðherra, að halda því fram í umræðum, að þessar gxfurlegu skattaálögur og skatt níðslur hefðu í för með sér stór lækkun skatta. Gunnar Thoroddsen (S) sagði, að hugleiða yrði, hvort íslenzka þj óðfélagið þyldi það, að útgjöld ríkissj. hækkuðu á einu ári úr rúmlega 11 í nærri 18 milljarða króna. Sagðist þingmaðurinn full yrða, að þessi fjárhæð, sem rik issjóður þyrfti að sækja til skatt borgaranna, væri orðin of há. Þessi upphæð væri orðin of stór hluti af þjóðarframleiðslunni, og útgjaldaaukningin fengi ekki staðizt. Lýsti þingmaðurinn þeirri skoð un sinni, að fjáröflxm ætti að verða með óbein um sköttum en ekki beinum. Háir beinir skattar væiu að mörgu leyti skaðlegir fyrir þjóðfélagið, þar sem þeir fremur drægju úr starfs löngun manna og vinnuþrá en ykju hana. — Fólki fyndist svo sem verið væri að refsa þvi fyrir framtakssemi og dugnað, ef jafnvel tvær krón ur af hverjum þremur, sem það ynni sér inn, færu í skatt. Það hefði verið skoðun margra stjórnimálamanna einkum sósial- ista, á seinni hluta síðustu aldar og fyrri hluta þessarar, að meg- ináherzlu ætti að leggja á beinu skattana. Með þeim hætti væru skattamir lagðir á „breiðu bök- in“, en alþýðu manna hlíft. Greindi þingmaðurinn frá fvmdi þingmamnasambands Norð urlanda, sem haldinn hefði verið í Alþingishúsinu fyrir 15 árum, þar sem fjallað hefði verið um beina skatta. Þar hefði haft fram sögu Trygve Bratteli, og hefði hann sýnt það með glöggum rök um, að undangengnum ítarleg- um rannsóknum, að miklu hyggi legra væri fyrir þjóðfélagið, að leggja áherzlu á óbeiría skaitta, og draga úr beinum sköttum. — Ræða þessi hefði vakið mikla at hygli, m.a. vegna þess, að með henni hefði verið brotið blað varðandi stefnu jafnaðarmanna. Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðis- flokksins og Alþýðuflokksins hefði verið mynduð 1959, hefði það verið eitt af samnmgsatrið- unum, að létt yrði tekjuskatti af almennum launatekjum, og stefnt inn á braut hinna óbeinu skatta. Gat hann þess, að við skattalaga breytinguna 1960 hefði tekjuskatt gireiðendum fækkað íir 62 þús- undum í 15 þúsund manns. Hefði í þessum breytingum persónufrá dráttar verið miðað við árslaun Dagsbrúnarverkamanns, og gert ráð fyrir einnar stundar yfir- vinnu á dag. Þá benti þingmaðurinn á, að fyrir 1959 hefðu beinir skattar verið 13%% af heildartekjum rík issjóðs, .en árið 1960 hefðu þeir orðið 6% af heildartekjunum. Þá gagnrýndi þimgmaðurinn þann hátt, sem hafður hefði ver ið á undirbúningi þessara mikiu btreytinga, sem skattafrumvörp rikisstjóinarinnar boðuðu. Til þess undirbúnings hefði verið varið ailt of litlum tíma. Sagði hann, að 1960, þegar viðreisnar- stjórnin hefði farið út í hinar miklu breytingar, þá hefði í fyrstu aðeins verið farið út í að gera nokkrar einfaldar og auðskiljanlegar breytimgar, sem þó hefðu verið mikilsverðar. — Heildarendurskoðun skattalög- gj afarinnar hefði hins vegar staðið yfir í rúm tvö ár áður en frumvörp voru lögð fyrir Alþingi um skatta- og tekjustofnalög til nokkurrar frambúðar. Loks taldi þingmaðurinn, að taka ætti upp svokallaðan virðis aukaskatt í stað söluskatts, þar sem hann hefði innibyggt í sér sjálft kerfið, eftirlit og aðhald, og væri þvi miklu betri trygging fyrir góðum skilum. Ragnhildur Helgadóttif (S) bar fram svohljóðandi breyting- artillögu varðandi sérsköttun hjóna: „Nú telja hjón eða anmað hjóna sér hagfelldara, að tekjur þeirra séu sérstaklega skattlagðar og geta þau eða það krafizt þess, að skattur Slé á þau lagður sitt í hvoru lagi. Á- byrgð annars á skatti hins skal í slíkum tilvikum aldrei ná til séreignar." í rökstuðningi sínum fyrir til- lögunni sagði Ragnhildur m.a., að það mætti telja að orkaði tvi mælis, að annað hjóna ábyrgð ist með séreign sinni skatt af sér eign hins. Þessi tiliaga væri til- raun í þá átt, að gera ákvæði skattalaga í meira samræmi við meginreglur hjúskaparlaga. Halldór E. Sigurðsson, fjár- málaráðherra, sagði, að unnið yTði að þvi að gera athuganir á sérsköttun hjóna. Hefði hann ósk að eftir því við fjárhagsnefnd, að við undirbúning frumvarpsins yrði þessi athugun gerð, en vegna Framliald á bls. 21. Auður Auðuns. Oddur Ólafsson. Það væri stefna sjálfstæðis- mamna, að vekja áhuga hjá hin- um almenna launþega á því ð gerast þátttakandi í atvinnu- rekstrinum í landinu. Þá sagði þingmaðurinm, að lagt væri til, að ailir sjómenn, bæði fiskimenn og farmenn, nytu sjómannafrádráttar, svo sem væri samkvæmt núgildandi lögum og kæimi á hann 21,5% hækkun skattvísitölu. Auk þess kæmi 120 þús. kr. aukafrádrátt- ur fyrir alla sjóimenn, sem skráð ir væru á skip eigi skemur en 6 mánuði á ári. Benti hann á, að samkvæmt frumvarpinu um tekjustofna sveitarfélaga, væru sjómerm sviptir öllum þeim út- svarshlunnindum, sem þeir hefðu samkvæmt gildandi lögum. Þingmaðurinn minnti á, að hann teldi að ríkisstjómin gengi engan veginn nógu langt í sam- bandi við persónuskattana, og þótt hann efaðist ekki um höfð- ingsskap þeirra sem hana mynd uðu, þá gæti þeim yfirsézt eins og öðrum. Þá vakti hann athygli á þvi, að Þórarinn Þórarinsson (F) hefði haldið því fram, fyrir einu ári, við afgreiðslu frumvarps um tekju- og eignansikatt að persónu frádráttur ætti þá ekki að vera 188 þús. kr. heldur 220 þús. kr. Þá sagði hann, að viðskiptaráð- henra, Lúðvík Jóseþsson, hefði á eíðasta þingi flutt tillögu þess efnis, að persónufrádráttur fyrir einstaklinga yrði 156 þús. kr. og Tillögur sjálfstæðismanna um tekjustofnafrumvarpið: 5% tekjuskattsins renni til sveitarfélaganna Félög og stofnanir greiði útsvar til sveitarfélaga Hækkun persónufrádráttar FULLTRÚAR Sjálfstæðis- flokksins í heilbrigðis- og fé- lagsinálanefnd lögðu í fyrra- dag fram breytingartillögur sínar við frumvrarp ríkisstjórn arinnar um tekjustofna sveit- arfélaga. Þar er m.a. lagt til: 5% tekjuskattsins renni til viðkomandi sveitarfélaga og félög og stofnanir greiði út- svar svo sem er í gildandi lögum. Útsvarsfrádrátturinn sé hækkaður i 10 þús. kr. Ii.já hjónum, 7 þiis. kr. hjá ein- staklingum og 1500 kr. á barn. Fasteignaskattarnir séu heimildarákvæði en ekki lög- ákveðnir. Sparisjóðir séu undanþegn- ir söluskatti. Breytingartillögur 1. minni hluta heilbrigðis- og félags- málanefndar, Auðar Auðuns og Odds Ólafssonar, við tekju stofnafmmvarpið eru í höf- uðatriðum sem hér segir: Lagt er til, að 5% af skatt- gjaldstekjum ríkissjóðs af tekjuskatti einstaklinga renni til þeirra sveitarfélaga, þar sem viðkomandi gjaldþegn var skattlagður. Tilgangur- inn með þessari breytinigartil lögu er að bæta sveitarfélög- unum upp þann tekjumissi, sem þau ella yrðu fyrir. Þá er lagt til, að félög og stofnanir skuli greiða útsvar, þar sem aðalstarfsemi þeiira fer fram, og skal það vera 23% af skattgjaldstekjum þeirra, og eru til samræmis við þetta fluttar breytingar- tillögur við frumvarpið urn tekju- og eignarskatt til lækk unar á tekjuskattinum. 1 frumvarpi ríkisstjórnar- finnar er sveitarfélögunum gert að skyldu að innheimta fasteignaskatta, sem nema 0,5% af fasteignamati íbúð- arhúsnæðis en 1% af öðru hús næði, jafnframt því sem heim ild er 1 fnimvarpinu til 50% hækkunar fasteignaskattanna frá þessu. Sjálfstæðismenn leggja til, að þessu verði breytt i heimildarákvæði og hækkunarheimildin afnumin. Sveitarstjórnimar geti þá sjálfar metið, hvort þær vilji beita fasteignasköttum, en misjafnlega rík þörf getur ver ið í einstökum sveitarfélög- um til að leggja á slíkan skatt. Þá er lagt til, að hækkun eða niðurfelling fasteigna- skatts hjá efnalitlum elli- eða örorkulífeyrisþegum sé við það bundin, að viðkomandi búi í húsnæðinu. Lagt er til, að sparisjóðir verði undanþegnir landsút- svari og það rökstutt með þvi, að þeir þjóni mjög af- mörkuðum svæðum. Þvi sé ekki sanngjamt, að þeim sé gert að greiða landsútsvör, er gangi óskipt til Jöfnunar- sjóðs. Til vara er lagt til, að f jórðungur landsútsvara á sparisjóði gangi til viðkom- andi byggðarlags, svo sem er um ríkisfyrirtæki og oliufé- lög . Lagt er til, að við baitist ný málsgrein, þar sem segir, að gjaldanda sé ávallt gef- iim kostur á að gæta réttar síns, ef sveitarstjórn hyggst breyta framtali hans honum í óhag. Þá er lagt til, að útsvars- frádráttur hækki úr 7 þús. kr. hjá einstaklingum, en frá- dráttur vegna barns hækki úr 1000 kr. i 1500 kr. Loks er lagt til, að aðstöðu- gjaldið skuli eigi nema meiru en 50% þess hámarks, sem leyfilegt var á sl. ári, en í frumv. nemur það 65%.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.