Morgunblaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 11.03.1972, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 11. MARZ 1972 23 Baldur Andrésson cand. theol. — Minning & F. 4. apríl 1897 || ■ D. 5. niarz 1972 BALDUR Andrésson caind. theol. aindaðist í LandspítaLanum 5. þ.m., 74 ára, fæddur hér í Rieykjaivík 4. apríl 1897. Margir þekktu Baldur Andrés- 9on og víða, því að langur vinniu- fierill hans lá um þrjú starfssvið og næsta óllk. Hann var guð- Æræðingur að embættisprófi, en varð fyrst kennari ausitur á Eið- um (1925—’29) og stairfaði síðan leingst af á skrifstofu borgar- stjóra Reykjavikur, frá 1929 og þar til að hamn varð sjötugur, og einnig að nokkru leyti síðan. Hann lét tónlistarmál mjög til sín taka sem tónskáld, fyrirles- ari og gagnrýnandi. Baldur var aif góðum ættum. Faðir hans var alkunnur og vin- Sæll verzlunarmaður, þekktur af gömlum Reykvikingum undir nafninu Andrés hjá Bryde, dá- inn 1916. Þeir voru bræður, hann og Magnús alþimgismaður og prestur á Gilsbaíkka, einn af kirkjuhöfðingjum síns tírna. Fað ir þeirra var Andrés bóndi í Syðra-Langholti í Hrunamanna- breppi, Magnússon. Móðir Bald- urs var Kristín Pálsdóttir, bónda á Brennistöðum á Mýrum, Guð- mundssonar, dugleg húsmóðir og skörungskona. Baldur Andrésson fæddist í húsi foreldra sinna i Suðurgötu 10 og býr þar enn systir hans frú Guðrún Komerup-Hamsen, og var ávallt mjög kært með þeim systkinum og Baldur alla tíð heimagangur á sinu gamla heimili, sem reyndar var fagur- lega endurnýjað. Ég þekkti ved æskuheimili Baldurs í Suður- götu 10. Við vorum saman og samrýndir frá drengjaárum ofckar og síðan skóiabræður aila tíð og stúdentair saman 1917. Heimilið í Suðurgötu 10 var í gömlum og góðum Reykjavíkur stil, og þar hefur ávallt haldizt andrúmsloft og útsýn hins gamla, góða bæjar. Þar var duglegt og vinnugefið og samwizkusamt fólk, en glaðlegt og unni tónilist og bókum. Þar byrjaði Baldur að leika á orgel. Baldur Andrésson tók aldrei vigslu, en lauk guðfræðiprófi 1922, og fór utan til framhalds- náms í Leipzig og lagði þar stund á kirkjutónlist. Alla tíð síðan átti tórtlistin huga hans, jafnframt því sem hann vatr mjög skyldu- rækinn starfsmaður við sina daglegu vinnu, svo að honum féll nálega ekki verk úr hendi. Hann fór mjög snemma að semja söng- lög og hafa ýmis þeirra verið prentuð í söngvaisöfnum og tíma- ritum. Mörg þeirra, eða flest voru flutt á söngsamkomum og í út- varpi. Meðal þeirra er alkunnur Reykjavíkursöngur. Nokkuð mun vera til í handritum af lög- um Baldurs, óprentuðum, en eitt hvað af þeim hefur einnig verið flutt opinberlega. Baldur var yfirlætislaus maður í öllu tali sínu um tónlist og fámáll um sín eigin lög, en fullur áhuga á út- breiðslu góðrar tónlistar og kynn ingar á faigurri list og vann þar sjálfur nytsamilegt og skemmti- legt verk. Hann skrifaði talsvert mikið um tónlist og tónskáld og flutti erindi um þau efni, fróð- leg en létt og alþýðleg. útvarps- erindi hans urðu fljótlega mjög vinsæl. Hann var um lamgt sfeeið tónlistargagnrýnandi Vísis (1925—’47) og skrifaði líka r.m skeið í Morgunblaðið. Greinar hans um tónlistarefni komu einnig í ýmsum tímaritum, Kirkjuritinu, Prestafélagsritinu, Helgaflelli og Jörð, en líklega lengst af í tímaritinu Tónlistinni. Sjálfur var Baldur ritstjóri söng- máiablaðsins Heimis í tvö ár (1937’—39). Hann var um sfeeið í stjórn Sinfáníuhljómisrveitarinn- ar. Baldur Andrésson lét fleiri mál til sín taka, en var óáleitinn og heldur hlédrægur maður, en ættrækinn og lét sér annt um yngra fól'kið í fjölskyldu sinni, og var mjöig vinsæil. Hanm var vel að sér í ýmsum bókmenntum, Skáldskap og músíkritum, eink- um ævisögum tónlistarmanna. Á seinustu árum skrifaði hann nokbrar mimningar sínar, sér til dægradvaiar og yngra fólki ætt- ar sinnar til fróðieiks. Baldur Andrésson var mikið prúðmenni, en gieðimaður í hópi vina sinna, öruggur starfsmaður, drengskap- armaður og ræktarsamur og góður Reykvíkingur. Vilhjálmur Þ. Gíslason. ÞAÐ var árið 1929, í borgar- stjóratíð Rnud Ziemsen, sem Baildur Andrésson hóf störf hjá Reykjavíkurborg, þá 32 ára gam- all. Starfaði hann síðan óslitið í þjónustu fæðingarbæj ar síns, þar til hann lézt, eða i rösklega 42 ár. Starfsorka hans og hæfni virtust óbilandi. Hann átti við skammvinn en erfið leikindi að striða. í banalegunni hélt hann fullum sálarkröftum, þar til yfir lauk. Á þessum langa starfsferli sín- um vann Baldur fyrir sjö borgar- stjóra, eða alla borgarstjóra Reykjavíkur, nema fyrsta borg- arstjórann. Hann var mjög ná- iimn samverkamaður þeirra allra og átti því oft þátt í úrlausn vandasamra verkefna. Sannar- lega sá hann bæinn sinn vaxa og þróast í stóra borg og lagði þar sjálfur af mörkum mikinn og merkilegan skerf í þágu sam- borgara sinna. Baldur var með afbrigðum fjölhæfur maðuir. Hann var af- kastamikil'l og velvirkur að hverju sem hann gekk. Frá- gangur allra mála, sem hann annaðist var til fyrirmyndar. Þessir eðliskostir hans urðu þess auðvitað valdandi, að á hann hlóðust fjölbreytileg og marg- þætt trúnaðarstörf, sem öll voru leyst með prýði af hans hendi. Ef tíunda ætti öll þau margvis- legu verfeefni, sem honum voru falin í borgarstjóraskrifstofunni, yrði það löng skýrsla. Nefna má þó, að svo að segja alla sína starfstíð hjá borginni, annaðist hann bréfasfcriftir vegna ákvarð- ana, er teknar voru á fundum borgarráðs og borgarstjórnar. Var þá ekki verið að bíða næsta dags með afgreiðslu, en málin tekin til meðferðar í fundarlok, oft að áliðnum degi. Var það seg in saga, að næsta morgun voru öll bréfin á borði borgarstjóra, tilbúin til undirskriftar. Þótti það viðburður, ef nokkru var breytt. Sýna þessi vinnubrögð, hve góður liðsmaður Baldur var sinum yfirmanni, og á þessu sviði sem öðrum var dómgreind hans skýr og traust undirstaða verka hans. Þeir, sem unnu með Baldri Andréssyni, gátu mikið og margt af honum lært, enda var hamn manna fúsastur til að miðla öðr- um af reynslu sinni og þekkingu á málefnum borgarinnar. Hann útskýrði þá málim ljóst og skipu- lega, bæði í ræðu og riti, og hélt sér ávallt við efnið. Hann kunni glögg skil á mönnum og málefn- um, og bar ætið fyrir brjósti, að á engan yrði hallað, hvorki á þann, er þjónustunnar naut, né að gengið væri á hagsmuni borg- arfélagsins sjálfs. Ég var svo lánsamur að starfa með honum í meira en 15 ár. Var samvinna okkair ávallt mjög ánægjuleg og mér sjálfum mjög gagnieg. Baldur var mjög vel menntað- ur. Hann mat menntir og hélt sjálfum sér vel við á þvi sviði, einnig eftir að aldur færðist yfir hann. Hann var stilltur maður prúðmienni, en þó einarður og hispurslaus. Glaðlegur og að- laðandi var hanm í viðmóti og skilningsglöggiur á mamnleg efni. Hann talaði af fjöri, sagði ágætlega frá og orðaði skýrt og vafningalaust hugsanir sínar. Var hann þá oft gamansamur og orðhagur, enda ritfær í bezta lagi. Hann átti mifelum vinsæld- um að fagna hjá samstarfsfólk- inu í borgairsferifstofunum og ég held hjá öllum, sem hann vildi blanda geði við. Hann var í einu orði sagt mannkostamaður. Enda þótt verfeafni Baldurs I skrifstofunmi væru ærin, átti hamn þess þó jafrnan kost að sinna hinu sérstaka hugðarefni sínu, tónlistinni. Þeir, sem þekkja til verka hans á þvi sviði, telja, að hann hafi þar látið eftir sig merkiiegt starf, m.a. við að kynna landsmömnum innlenda og erlenda tónlistarsögu. Við, sem störfuðum með Baldri hjá Reykjavíkurborg, vottum honum nú að lieiðarlokum virð- ingu okkar og þakkir fyrir langa samfylgd og hin miklu og far- sælu störf, er hann vann fyrir borgina sína. Blessuð veri minning Baldurs Andréssonar. Gimmlaugur Pétursson. HANN gegndi eriisömu starfi fulltrúa borgarstjóra, einkaritara hans og skrásetjara skjala og er- inda. Ýkjulaust var hann manna kunnugastur málefnum borgar- innar af sjón og raun en alveg á sérsviði var áhugamál hans um- fram önnur, tónlistim i sögu og fræðum í senn. Það var þá lífea þungt áfall fyrir slíkan mann að heyrnarleysi bagaði hann al'lt frá námsárunum frá Leipzig þar sem hann að loknu guðfræðiprófi frá Háskóla Í3iands hugðist leggja stund á framhaldsnám í kirkju- legri tónlist. Hann sagði mér einu simni frá viðbúnaði sem hann hafði á leiksýningu i Eiða- skóla, en þar var ha-nn skipaður kennari fyrst eftir að hann kom frá námi. Það var Ævintýri á gömguför, sem skólimn sýndi 1929 og söngkennarinn var settur til að annast undirleik. Samvizku- semi Baldurs var rómuð, en heyrnardepra mátti ekki há hon- um í þessu ábyrgðarstarfi svo hann brá á það ráð að fara úr skónum á vinstra fæti, festi þráð í stóru tá og faldi endann uppi á ieiksviði hjá hvislaranum með fyrirmælum um að kippa i þráð- inn þegar leika skyldi fyrir nýju lagi. Sagan ber líka öll einkenmi hins ríka húmors sem var Baldri eiginlegur. Baldur kom viku síðar til starfa á borgarstjóraskrifstof- unni en ég, áður höfðum við ver- ið saman í skóla einn vetur, hann dimidendus, ég busi. Hann var frekar ómannblendinn á þessum árum, og aldrei kvænt- ist hann, ég hygg að heyrnin hafi átt þátt í að móta lyndið meira en hann var viðbúinn að viður- fcenna. Fyndni hans og gaman- semi var líka með einhverjum hætti hlédræg en ekki að síður hnyttin. Hann viðraði sig aldrei upp við nokkurn mann, hratt heldur engum frá sér. Hann var örugg kjölfesta í stórum systk- inahópi, Suðurgötu-barnanna, þeirra Andrésar í pakkhúsinu og konu hans. öll eru þau nú farin utan Dúna Andrésar, frú Guð- rún Kornerup-Hansen. Knatt- spyman átti hér óbrjótandi ból- virki þar sem voru bræðurnir Axel, Haraldur og Magnús, kjarninn í Víkingsliðinu í þá daga. En Axel var þeirra fremst- ur, landsþekktur æskulýðsleið- togi og fcennari, m.a. á Akra- nesi sem komst á sjónarsviðið fyrir tilverknað hans. Ekki man ég til þess að Bald-ur hafi veirið að leikjum jafnt og þeir, en af- skiptaleysi hans var látið óátalið af okkur hinum sem fyiltum flokk Víkings. í okkar augum var hann fyndinn heimsspeking- ur og sérsinnaður tónameistairi, sem gott var að eiga að með und- irspil — ásamt Emsa, Emil Thor oddsen — og kannski Víkings- march í viðlöguim! Baldur átti til Gilbekkinga að telja, kunnra athafnamanna og presta. Ef til vill hefur það haft áhrif á námsval hans, þótt ekki yrði hann prestur. Ævistarfið var honium farsælt og þá ekki síður hinum fjölmörgu borgurum þessa bæjar, sem hafa átt til hans að leita um fyrirgreiðslu mála sinna. Lárus Sigurbjörnsson. ÞEGAR maður hefur starfað að tónlistairmálum í rúm 50 ár, fer ekki hjá því, að margs sé að minnast og margs að sakna. Samferðamennimir hverfa nú óðum af brautinmi og eftir situr minningin ein um bairáttu lið- inna daga. Einn þeirra gömlu vina sem ég minnist nú er Bald- ur Andrésson, sem starfaði lengst af á sferifstofu borgar- stjórans í Reykjavík. Baldur lærði guðfræði ungur, en lagði jafnframt fyrir sig tónvísindi og tónilistarsögu, einkurn kirkjutón- — Minning Sigurður Framhald af bls. 22 eingöngu um innansveitarfólk, heldur einnig marga þá, sem lengra voru að komn- ir. Leyndi það sér heldur eigi að húsráðendumir þar voru gáfað fólk og greiðvik- ið. Þar voru veitingar í bezta lagi og prúðmennska í alilri fram- göngu, svo að langt bar af því, sem algengast er. Þegar þetta var samfara allri þeirri viðskipta- lipurð og heiðarleika, sem þar var ríkjandi, þá var eigi að undra þótt það verkaði til aukinna vin- sælda verzlunarinnar. Sigurður var lengi í hrepps- nefnd á Hvammstanga og nokk- uð i öðrum trúnaðarstörfum þar. En yfirleitt forðaðist hann sem mest að blanda sér í opinber störf. Vissi sem kunnugt er, að því fylgir alltaf nokkur barátta, sem hann vildi sneiða hjá. Nú, þegar þessi minn eiskulegi vinur og frændi er horfinn yfir tjaldið mikla, þá flyt ég honum og hans minningu innilegar þakkir fyrir alla hans vináttu og drengskap, sem aldrei bar neinn skugga á. list. Komust þeir er kynntust, Baldri fljótt að því, að hann var. góðum músikgáfum gæddur, og að hugur hans var allur þar sem tónlistin vair, enda þótt efcki legði hann fyrir sig tónlistar- störf. Var hann mjög vel að sér í tónlistarsögu, og muna hann vafalaust márgir sem ágætain fræðara í útvarpstfyrirlestrum og blaðagreinum. Var Baldur um langt skeið tónlistargagnrýnandi Vísig og var jafnan mikið mark tekið á dómum hans. Fór þar saman, að maðurinn Vair rétt- sýnn og góðviljaður. Mega marg- ir tónlistarmenn minnast hans sem hins sanngjarna dómara og víðsýna mannkostamanns. Baldur Andrésson var Reyk- víkingur í húð og hár og finnst mér lífið i Reykjavík svipmirma við fráfall hans. Mun svo mörg- um finnast. Harnm unni góðri tón- list atf alhug, og hann vann að framgangi hennar eftir megni. Hamn þoldi ekki að tónlist væri misboðið. Hann samdi nokfeur sönglög, sem stundum heynast flutt, og bera þau vott um fág- aðan smekk og tónnæmi. í diag- legri umgengni var hann dulur og hlédrægur, en bjó þó yfir miklu skapi. Húmor hans var elskulegur og gaman hans græskulaust. Mig dreymdi þennan góðvin minn í fyrrinótt. Hann var leiður yfir þvi, að nokkur af stórverk- um Bachs yrðu ekki spiluð yfic moldum hans. Ég sagði þá við hann, að sennilega mundi hann njóta þeirra betur þar sem hann væri nú staddur. Við það brosti hann sínu alkunna hlýja brosi og hvarf mér sjónum. En ég mun geyma broshýra mynd Baldurs Andréssonar i huga mér og minnast hans sem eins hins göf- ugasta manns sem ég átti sam- fylgd með á lífsleiðinni. Páll ísólfsson. Eftirlifandi konu hans, dætr- um, barnabörnum, tengdasonum og öðrum nánum venzlamönnum og vinum votta ég einlæga sam- úð og hluttekningu vegna þess hins mikla missis, að hann skuli nú vera horfinn af sjónarsviði þessa jarðneska iífs. En ailir þeir mörgu, er hann mátu mest og höfðu af honum nánust kynni, hugga sig án efá við það, að saga hans er björt og fögur og að eftir hann liggja mörg verk og góð á löngum lífs- feríi. Jón Pálmasom. Mínar beztu þakkir sendi ég ölum, er glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 75 ára afmæli mínu 5. marz sl. Guð blessi ykkur öll. Agnes Guðfinnsdóttlr frá Ytra-SkörðugiM. Fyrirtæki Fyrirtæki með heildsölu og smásölu í Reykjavík Aðstaða í tofl- vörugeymslu. ★ Trésmiðja, sem hefur aðallega framleitt grindur fyrir bólstrara, ágætlega búið tækjum. Góð greiðsiukjör ★ Til sölu framleiðslufyrirtæki ásamt verzlun í eigin húsnaeði á uppgangsstað á Vestfjörðum. 6 herbergja íbúð fylgir með. (Getur verið 2 íbúðir) Tii greina koma skipti á fasteign á Reykjavíkursvæðinu. ★ RAGNAR TÓMASSON hdi Austurstræti 17.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.