Morgunblaðið - 17.03.1972, Síða 7

Morgunblaðið - 17.03.1972, Síða 7
MORGUNBLAÐ]©, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1972 7 DAGBOK BARMNNA.. BANGSIMON og vinir hans þá. Þegar Jakob fór úr frakkanum og Grislingur- inn sá að axlaböndin voru alveg eins blá og falleg og hann minnti, þá var hon- um alveg sama, hvað Asn- inn sagði, brosti bara til hans og hélt í frakkahorn- ið við hliðina á Asnanum. Og Asninn hvíslaði: „Ég segi ekkert ákveðið um það, hvort hér verður slys núna. Skilurðu það. Slys- in eru svo einkennileg. Þau koma alltaf að óvör- um.“ Þegar Kengúrubarnið hafði skilið, hvað það átti að gera, varð það himinlif- andi og kallaði: „Tígrisdýr, Tígrisdýr, við eigum að hoppa. Sjáðu, hvernig ég hoppa, Tígrisdýr. Þegar ég hoppa, er alveg eins og ég fljúgi. Geta Tígrisdýr gert það?“ Og það skríkti: „Ég kem, Jakob.“ Og svo hoppaði það .... og lenti á miðjum frakkanum, En það var svo mikill hraði á því, að það þeyttist upp aftur, næstum eins hátt og það hafði verið .... og það hentist upp aftur og aftur og sagði: „Ó-ó-ó,“ oft áður en það hætti að hend- ast. En þegar það stöðvað- ist loks, sagði það: „Þetta var yndislegt." Og svo sett- ist það niður í grasið. „Flýttu þér, Tígrisdýr,“ kallaði það. „Þetta er eng- inn vandi.“ En Tígrisdýrið ríghélt sér í greinina og sagði við sjálft sig: „Það má vera, að þetta sé enginn vandi fyr- ir „stökk“-dýr eins og kengúrur, en öðru máli gegnir um „sund“-dýr, eins og Tígrisdýr.“ Og það sá sjálft sig í huganum sigl- andi á bakinu niður eftir á, eða syndandi á milli eyja úti í vatni og það var alveg sannfært um, að slíkt ætti mjög vel við Tígrisdýr. „Komdu nú,“ kallaði Jakob. „Þú getur þetta vel.“ „Bíðið þið augnablik,“ sagði Tígrisdýrið. „Það hefur eitthvað farið upp í augað á mér.“ „Flýttu þér nú bara. Þetta er enginn vandi,“ skrikti Kengúrubarnið og um leið fann Tígrisdýrið, að þetta var enginn vandi. „Æ, æ, æ,“ hrópaði það, þegar það sá tréð þjóta fram hjá sér. FKflMttflbÐS Srfl&fl FERDINAND Finnboga saga ramma Teikningar eftir Ragnar Lár. 51. Hann kemur á Hlaðir, þar sem jarl réð fyrir. Gekk Finnbogi með Ragnhildi til systurdætra jarls, TJlfhildar og Ingibjargar. Þær spurðu, hver sá var, er svo mikið afbragð er annarra manna. Finnbogi sagði til sín. Þær undruðust, hve Álfur hefði fengið honum dóttur sína í hendur, en hann bað þær gera vel til hennar. 52. Finnbogi leigði sér skemmu og bar þar inn í það, er hann átti. Hann hélt margt manna með sér. Einhvern dag gekk Finnbogi fyrir jarl og kvaddi hann vel. Hann tók kveðju hans og spurði, hver sá maður væri hinn mikli og hinn vænlegi. Hann segir til nafns og ættar, og kannaðist jarl við frændur hans. brotawiAuviur Kaupi allan brotamálm hæ-sta ver6i, staögreiðsla. Nóatún 27, sími 2-58-91. TH. LEIGU bótel með öHu tiiiheynaindi, starfandii allt árið. Tttlboð, merkt Hótel 1001, senti«sit afgir. Mbl. fyrir 29. þ. m. INNRÖMMUM myndir og málverk. Ramma- listar frá Þýzkalandi, Hollendi og Kina. Matt gler. Rammagerðin. Hafnarstræti 17. HÚSEIGENDUR Gerum tilboð í þéttingar á steinsteyptum þökum — sprungur í veggjum og fleira, 5 ára ábyrgð. Verktakafélagið Aðstoð, sírni 40258. 8—22 SÆTA hópferðabifreiðir til leigu Einnig 5 manna „Citroen G. S." leigður út en án bíl- stjóra. Ferðabílar hf., sími 81260. NÝKOMIÐ FRA KlNA Otsaumaðir borðdúkar, stól- setur og bök, púðaborð og klukkustrengir. Vandaðar vör- ur — mjög lágt verð. Rammagerðin Hafnarstræti 17 Rammagerðin. Austurstræti 3 MEÐEIGENDUR ÓSKAST Vantar meðútgefendur að tímariti um þjóðfél.má-l, bó'k- merintiir o. fl. Tillboð sendist afgr. Mbl. f. 25/3, merkt Tíma- rit 1947, eða til undimtaðs Sveinn Kriistin-sson Þórufelli 16 (4. hæð) R. MORGUNBLAÐSHÚSINU | HUNT | INNANHÚSSKÓR HUNT TÖSKUR PÓSTSENDUM SPORTVÖRUV. Ingólfs * Oskarssonar Klapparstíg 44 simi 11783.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.