Morgunblaðið - 17.03.1972, Side 16

Morgunblaðið - 17.03.1972, Side 16
16 >MORGUNBL.AÐIÐ, FÖSTUÐAGUR 17. MARZ 1972 Úígefandí hif Árvalkwc R&ykjavfk Framkvæm da stjóri Hairaldur Sveinsaon Rktatjórar Matthías JohonwesSen, Eýjólifur Korrráð Jónsson Aðstoðarritstjórl sityrmir Gunnarsson. Ritstj'ómarfwlteúi Þiorbtjönn Guðrrtundsson Fréttastjóri Björn Jó'hannsson Augíýsingastjóri Ámi Garðar Krístinssoo Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstraeti 6, sfmi 1Ó-100. Augi.'ýsingar Aðalstreeti 0, sími 22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á mártuði innanlamte l SaiusasaTu 15,00 Ikr eirvtakið Caga brezkrar íhlutunar um ^ málefni írlands er ljót. Segja má, að allt frá 12. öld og fram á 19. öld hafi Bretar gert markvissar tilraunir til þess að knýja íra til að lúta þeirra vilja. Þessar aðfarir Breta höfðu hinar hörmuleg- ustu afleiðingar fyrir írsku þjóðina. Um miðja 19. öld fluttust um 2 milljónir manna úr landi vegna hungursneyð- ar, sem við blasti. Fyrir 130 árum voru írar 8 milljónir, nú eru þeir 4% milljón. Af- skipti Breta af þeim hluta ír- lands, sem nú kallast Ulster, leiddu m.a. til þess, að írskir íbúar þess hluta landsins hröktust á brott, en enskir menn og skozkir fluttust þangað í þeirra stað. Hinir svonefndu mótmælendur, sem nú ráða lögum og lofum á Norður-írlandi, eru afkom- endur þessara innflytjenda. Það er ekki fyrr en seinni hluta 19. aldar, sem nýr skiln- ingur vaknar meðal brezkra stjórnmálamanna á þjóðern- iskennd íra. Fremstur í flokki þeirra var hinn frjáls- lyndi brezki stjórnmálamað- ur Gladstone, sem beitti sér fyrir heimastjórn írum til handa, en beið ósigur. Mót- mælendur á Norður-írlandi, afkomendur þeirra Englend- inga og Skota, sem höfðu flæmt íra burt af þessum landsvæðum og setzt þar að, risu upp gegn hugmyndinni um heimastjórn. Langvinn barátta hófst, sem leiddi til þeirrar „lausnar", sem virðist hafa einkennt heimsveldis- feril Breta, þ.e. landinu var skipt. I Ulster eða Norður- írlandi réðu mótmælendur öllu og sátu á rétti hins kaþólska minnihluta. Harm- leikurinn írski hefur síðan endurtekið sig öðru hverju og nú síðustu misseri með afleið- ingum, sem öllum eru kunn- ar. Þjóðirnar í okkar heims- hluta standa agndofa frammi fyrir átökunum á Norður-lr- landi og eiga erfitt með að skilja, hvernig slíkir atburð- ir geta gerzt hjá slíkri þjóð nú á dögum. Til þess að afla vitneskju um það og veita lesendum sínum nokkrar upplýsingar um það, sem er að gerast í írlandi um þessar mundir, sendi Morgunblaðið einn af blaðamönnum sínum, Mar- gréti R. Bjarnason, til ír- lands fyrir nokkrum vikum og hafa birzt eftir hana fjöl- margar greinar í blaðinu að undanförnu um átökin þar í landi. I einni greininni segir hún: „Vissulega hafði saga írlands verið róstusöm, en hvað var að gerast þar nú? Stóð þar yfir trúarbragða- deila kaþólskra og mótmæl- enda? Var þar háð barátta fyrir mannréttindum minni- hluta, er lengi hafði verið misrétti beittur? Stóð þar enn yfir sjálfstæðisbarátta gegn yfirráðum Breta? Voru menn að reyna að sprengja sundur mörkin, sem skiptu írlandi í tvo hluta? Áttust þarna við hagsmunahópar, er hver um sig vildi fá sem stærstan bita af þjóðarkök- unni? Var þetta verkalýðs- barátta einungis eða var þarna ef til vill háð hug- myndafræðileg stjórnmála- barátta róttækra afla? . . . eftir það sem ég las, sá og heyrði og af viðtölum við mikinn fjölda fólks, fulltrúa hinna stríðandi aðila, karla, konur og börn ýmissa stétta, mótmælendur sem kaþólska, stuðningsmenn sem andstæð- ina sambandsins við Bret- land, hef ég þá skoðun, að deilurnar á írlandi séu nán- ast allt þetta og að einn þátt- ur verði tæpast undan skil- inn.“ Harmleikurinn írski á sér því margvíslegar rætur, sögulegar, stjórnmálalegar og trúarlegar og inn í hann blandast nú viðleitni marx- ískra afla til þess að ná tök- um á þeim hreyfingum, sem í landinu eru og beina átök- unum í þann farveg að þau taki smátt og smátt á sig mynd sósíalískrar byltingar- hreyfingar. Það er saga, sem við þekkjum víða að úr heim- inum, að fámennir hópar marxista reyna að ná undir- tökunum í þjóðernishreyfing- um, sem spretta upp. I dag er væntanleg til Is- lands ung kona, ungfrú Bernadetta Devlin, sem í margra augum er tákn fyrir baráttu írskra þjóðernissinna og kaþólska minnihlutans á Norður-írlandi. Um hana seg- ir blaðamaður Morgunblaðs- ins, sem hitti hana á fjölda- fundi á Norður-írlandi, að „barátta hennar væri fremur táknræn fyrir andstöðuna gegn stjórnum N-írlands og Bretlands en að hún hefði átt sérstakan þátt í að móta hana“. Og ennfremur: „Vafa- laust hefur basl foreldranna og fráfall þeirra svo snemma átt verulegan þátt í að ala með Bernadettu þær sósíal- ísku hugmyndir, sem hún nú boðar — og yfirleitt virð- ist hún eðlilegt afsprengi uppruna síns og aðstæðna." Heimsókn Bernadettu Ðev- lin til íslands — þótt stutt sé — mun verða til þess að auka áhuga íslendinga á mál- efnum þessarar ógæfusömu nágrannaþjóðar okkar. Lausn in á vanda íra er áreiðanlega ekki á næsta leiti. En í merkri ræðu, sem Harold Wilson, fyrrverandi forsætisráðherra Breta, flutti í brezka þinginu fyrir nokkrum mánuðum, benti hann á, að líklegasta leiðin væri sameining Ir- lands. Hún mundi ekki verða á þessu ári eða næsta ári, en kannski eftir 10 ár eða 15 ár. Vakti það sérstaka athygli í hve góðan jarðveg ræða Wil- sons féll hjá mörgum þing- mönnum íhaldsflokksins. ÍRSKUR HARMLEIKUR iTW! Hundurinn sm, THE OBSERVER sem gelti ekki -QT^s Eftir Roland Huntford I einni sögrunni um Sherlork Holm- es minnist þessi mikli leynilögreglu- maður á hundinn. sem g'elti að nætur lagi. „En hundurinn gelti ekki,“ seg- ir þá Watson læknir. „I»að,“ svarar Holmes, „er einmitt það undarlega." Á svipaðan hátt hafa erlendir sendi fulltrúar í Stokkhólmi veitt þeirri staðreynd sérstaka athygli að sænska ríkisstjórnin hefur enga yf iriýsingu gefið varðandi skýrsluna, sem birt var sameiginlega af hálfu Kínverja og Bandaríkjamanna að lokinni Kinaheimsókn Nixons for- seta. Þótt sænska stjórnin teljist hlut- laus er hún vön að birta athuga- Richard Nixon. semdir sínar varðandi flesta alþjóða atburði. Sérgreirt hennar virðist vera málefni Asíu. Opinberar yfirlýsingar eru gefnar út um alUit, sem gerist í Indókína, og stundum eru þær haf? ar beint eftir Olof Palme forsætis- ráðherra. Nýjasta dæmið um þetta er friðartilboð Norður-Vietnama og Viet Cong, sem haut góðar undir- tektir. Varðandi skýrsluna um Kina- heimsóknina sagði hins vegar tals- maður sænska utanríkisráðuneytis- ins í fullri alvöru: „Við höfum ekk- ert um þau mál að segja, sem ekki beinlínis varða okkur.“ Eðlilegasta skýringin á þessu væri sú, að til þessa hafi Svíar verið að birta yfirlýsingar varðandi ríkis- stjórnir, eins og til dæmis stjórn Bandaríkjanna, sem eru langt í burtu, og sem láta siig ilitliu skipta gagnrýni frá Stokkhólmi. Öðru Chou En-lai. máli gegnir varðandi Sovétrikin, í að eins 20 mínútaa fjarlægð með þotu yfir Eystrasalt, sem ekki eru frábit- in hefndaraðgerðum, eða I það minnsta að svara fyrir sig. Og ferð Nixons forseta er þersýnilega við- kvæmt mál í Kreml. Eðlilegt hefði verið fyrir hlutlaus- an aðila að bera lof á viðræður Kín- verja oig Bandarikjamanna oig þau fyrirheit, sem þær gáfu um auknar líkur fyrir friði í heiminum. En það hefði vafalítið valdið óánægju í Moskvu. Hefði hins vegar skýrslan um viðiræðurnar verið gagnrýnd, hefði það valdið gremju í Peking. Sú gremja — þótt hún hefði ef til vill glatt yfirvöld í Hanoi, sem Svíar hafa átt sérlega vinsamleg samskipti við — hefði hins vegar getað stefnt allri Austurlandastefnu Svía i hættu Aðallega hefði hún getað skaðað við skiptin, sem Svíar hafa sérstakan áhuga á að efla. Þögnin var því heppilegust. Vera má að ofanskráð sé algjör- lega rangt mat. Það sem gerzt hef- ur hjá sænskum stefnumótendum, eins og hjá svo mörgum öðrum, er að þeir hafa vaknað upp með nýjum og ókunnum heimi. Það er orðin göm ul lumma að lýsa því yfir að tvi- póla heimur Bandaríkjanna og Sovét ríkjanna sé liðinn undir lok, og við hafi tekið þrí-póla heimur þessara ríkja tveggja og Kína. Sé þetta rétt — sem enn er ósannað — torveldar það verulega alla mörkun utanrikis stefnu. Sérstaklega á þetta við um Svíþjóð. Þótt Svíar hafi jafnan verið andvígir þvi að tvö stórveldi væru ráðandi öfl í alþjóðamálum, er stað- reyndin sú að utanrikisstefna þeirra hefur verið mörkuð á þeim grund- velli. Undanfarin 160 ár hafa Svíar miðað afstöðu sina við að þóknast Olof Palme. þeim sterkari af rikjandi öflunum tveimur. Á Napóleonstim'unum stóð valið um Bretland og Frakkland; þegar Prússfland eflldist á 19. öld sneru Svíar sér þangað. Á undan- förnum áratugum hafa þeir hallazt sitt á hvað milli Bandaríkjanma og Sovétríkjanna, þeir sneru sér að þeim fyrrnefndu meðan veldi þeirra var i hámarki, en sneru þaðan eftir því sem veldimiu hnigmaði. Ruglimgur virðist nú kominn á þetta þægilega jafnvægi. Hvert verð ur hlutverk Kína? Verður það þann- ig að enn eimir stórveldfe'hagsimuniir bætast á alþjóðasviðið? Eða verður það óbeinna, með breytingu á af- stöðu Sovétríkjanna til Vesturveld- anna, sem orsakast af ótta við þró- unina í austri? Þessar spurningar og fLeiri vailda mitelium heiilabrotum hjé sænska utanríkisráðuneytinu. Litið ríki, sem þarf að vernda hlutleysi sitt — og verzlum — hefur ekki ráð á mistökum. Svo virðist þess vegna sem særysk ir stefnumótendur séu um þessar mundir i algjörri óvissu. Þeir eru neyddir til aðgerðarleysis. Ólíklegt er að þeir marki nýja stefnu fyrr en málin skýrast á ný, og það verður vart fyrr en að Iokinni Mos'kvuiheim- sóten Nixons foseta í maí. Ef til vill eru þeir etetei einir í þessum vanda, en þeirra vandi er augljósari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.