Morgunblaðið - 30.03.1972, Page 10
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 30. MARZ 1972
t
1 \J
Séra Gunnar Kristjánsson
þýddi ogr endursagði eftirfar-
andi grein úr bókinni „The
Christian Year“, eftir Eduard
T. Hom.
Kristin trú er „söguleg trú“.
Kristin saga er hjálpræðissaga,
þar sem Guð var að verki og
sýndi mátt sinn, vald og kær-
leika. Það var hann sem hjálp
aði Hebreum yfir Rauða hafið, og
þess minntust þeir alltaf síðan;
það var hann sem birtist þeim
við Sínaí í lögmálinu, og kom
fyrir Móse. Kristin trú er grund
völluð á þeirri trú að Guð hafi
starfað í Kristi í mannlegri sögu;
hann hafi á sérstakan hátt grip
ið inn í sögu mannanna. 1 þessu
atriði greinir kristindómurinn
PÁSKABLÓMIN
KALLA
CLEYMIÐ
OKKUR EKKI
Opið á
SKÍRDAG,
LAUGARDAG
II PÁSKADAG
til kl. 10 að kvöldinu.
Vinsamlegast
pantið blómin
sem fyrst.
ÁLFHÓLSVEG111 KÓPAVOGI SÍMI 40380
SLÓMAHÖLLIN
sig frá öðrum trúarbrögðum.
Kirkjan minnist raunverulegra
atburða t.d. á jólum, páskum og
hvítasunnu.
Hátíðir hinna fornu Hebrea
voru haldnar til minnmgar um
verk Guðs í sögunni, páskarnir
voru haldnir til að minnast þess,
að Guð frelsaði þá úr ánauð
inni í Egyptalandi. En sú saga
hafði um leið samtíðarlega merk
ingu fyrir hvern einstakling tii
að minna á það að Guð hefur
vald til að leysa einstakiingmn
úr hvers kyrns ánauð syndar og
vonleysis.
Fornkirkjan tekur síðan upp
hátíðir Gyðinga en leggur í þær
nýja merkingu. Páskarnir
eru til minningar um fórn páska
lambsins til hjálpræðis öllum
mönnum undan valdi syndarinn
ar, og sennilega hefur Jesús val
ið páskana einmitt með hliðsjón
af þessu. Þess gætir a.m.k. í Jó-
hannesarguðspjalli. Othelling
hins heilaga anda á hvítasunnu
dag var ski’lin sem stofnun krist
innar kirkju á sama hátt og
kirkja Hebrea var talin stofn-
uð við Sínaí. Sabbatsdagurínn.
dagur hvíldar og tilbeiðslu, tök
einnig á sig nýja mynd í kristn-
inni sem dagur upprisunnar.
gleðidagur og var af þeim sök-
ivm fluttur á fyrsta dag vikunn
ar af hinum sjöunda. Á þennan
hátt mynduðu hátiðir Hebr°a
nokurn grundvöll undir kirkju-
árið.
KIRK.mARIÐ
Áður en við snúum okkur að
föstunni skulum við lítilsháttar
ræða um kirkjuárið i heild i
stórum dráttum. Páskar voru
fyrsta hátíð kirkjuársins að forn
um sið og hefur sú hátíð ætið
verið stærst hinna kristnu há-
tíða. Þess er getið þegar í Jó-
hannesarguðspjalli að lærisvein
arnir komu saman fyrsta dag vik
unnar til þess að minnast upp-
risu Drottins.
Önnur hátíð kristinna manna
var hvítasunnan, stofnuð sjö vik
um eftir upprisuna, þegar and-
inn kom yfir lærisveinana. Tím-
inn milli páska og hvítasunnu
verður síðan fyrsta ártíð kirk.ju
ársins. Þennan tíma, á milli
páska og hvítasunnu, var aldrei
fastað, ekki einu sinni á föstu-
dögum og bannað var að kné-
krjúpa við guðsþjónustu, bví að
þetta var fagnaðartími.
Þriðja hátíð kristninrar var
þrettándinn og má rekja sögu
hans til fyrstu aldar. Hann var
upphaflega hátíð til að minnast
holdtekiunnar, bæði fæðing-
ar og skímar Krists.
Sérhver sunnudagur var há-
tíð upprisunnar og þá var aldrei
fastað, ekki einu sinni á föst-
u-nni. Sérhver föstudagur var til
minningar um krossfestinguna,
og þá var fastað.
Það ber að hafa stöðugt i hima
hegar rætt er um fornkirkjuna.
að hún var néðanjarðarhreyf-
ing, ólögleg, og var hún það
þanpað til árið 313, en þá tekur
kirkjan miklum stakkaskintum
og getur m.a. farið að bygm'a
kirkjuhús. Og áður en f jórða öld
in er liðin hafa allar hinar þriár
stórhátíðir fornkirkjunnar fætt
af sér afkvæmi, föstudagurinn
langi bætist við páskana, jólin
við þrettándann og uppstigning
ardagur við hvitasunnuna. Það
! var ekki fyrr en árið 336, að
25. des. var valinn sem fæðing-
arhátið Jesú. Dagurinn var val-
inn til höfuðs hinni miklu
heiðnu hátið Römverja, hátíð
hinnar ósigrandi sólar, sem var
haldin um vetrarsólstöður, og
hvað hæfði betur þegar dagur,
mánuður og jafnvel ár fæðir.g-
ar Krists voru óviss að halda
hátíð Sólar réttlætisins, þeg-
ar sól byrjar að hækka á lofti.