Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRfL 1972 ■% * 22-0-22* RAUDARÁRSTÍG 31 14444 g 25555 rS BILALEIGA - HVEFISGDTU 103 14444^25555 BÍLALEIGA CAR RENTAL ir 21190 21188 STAKSTEINAR Vinnutími bóndans í forystugrein síðasta tölu- blaðs búnaðarblaðsins Freys er rætt um vinnutíma bóndans otí segir þar m, a.: „í lok ársins 1971 voru vinnudeilur mjög útbreiddar á meðal margra stétta landsins og endir þeirra deilna urðu verkföll vissra stétta. Samning ar verkafólks og atvinnurek- enda stóðu um skeið og end- uðu án verkfalla hjá megin- þorra fólksins en veruleg kaup hækkun varð árangur samn- inganna, einkum fyrir Iægst- laiinuðu stéttir verkafólks og hjá öllum, er áður höfðu haft vinnuviku meira en 40 stundir, var hún stytt í 40 stundir, og þó raunar ekki svo langa því að kaffitímar eru reiknaðir í þessum vinnutíma. Um leið varð vinnuvikan víða bara 5 vinntidagar. Laugardagar eru ekki Iengur venjulegir vinnu- dagar heldur teljast þeir til helgidaga og kaup reiknað samkvæmt þvi . . . Ef um jafnrétti bænda á við aðrar stéttir skal ræða í þessu sambandi er sjálfsagt, að þá hljóta bændur að sitja við sama borð og aðrir, þ. e. þeir þurfa ekki að leggja á sig nema 40 stunda vinnuviku fyr- ir venjulegt kaup. Hins vegar er alveg víst, að sá atvinnu- vegur getur ekki látið hjá líða að vinna á latigardögum og venjiilegum helgidögum. Búfé getur ekki staðið málþola um helgar og kýr verður að mjalta tvisvar í sólarhring þá daga og aðra. Þetta hlýtur að leiða til þess, að bændur eru hérmeð knúðir til að hafa lengri vinnu viku en aðrar stéttir, en þar með er fyrir því séð, að hag- ur þeirra hækkar með því, að helgidagakaup þeirra hiýtur að auka tekjurnar. Á hinn bóginn getur þetta aðeins leitt til þess að búsafurðir hljóta að hækka í verði og það veru- lega. Aðeins blindir geta ekki séð að þetta eru náttúrlegir hlutir. Ef hlutur bænda hefði verið betri en annarra stétta fyrr, þá hefði hér verið aðferð til að skapa jafnrétti, en þar eð bændur hafa að undanförnu verið að mun tekjulægri en aðrar stéttir, þrátt fyrir nokkru lengri vinnudag, má auðsætt vera, að umræddar breytingar á vinnulöggjöfinni, og umræddum ráðstöfunum annars, hljóta að hafa í för með sér verulega hækkun á fratnleiðsluvörum bænda. Þetta er viðhorf, sem neyt- endur hafa sjálfsagt ekki gert sér ljóst en staðreynd er það eigi að síður. Hinu hefur ann- ars verið hreyft í vissum búð- um, að hægt sé að kaupa viss- ar búvörur frá útlöndum fyrir lægra verð en það, sem fram- leiðslan kostar hérlendis. Til er það, það er satt og rétt. en ástæðan er sú, að þar er fram- leiðslukostnaði haldið niðri með rikisframlagi í stórum stil og hlýtur það fyrirbæri að vera tímabundið . . . Bændur sátu fyrr við borð álíka og þeirra lægst launuðu. Þeirra hlutur á þvi að hækka meira en í meðallagi, ef ekki er ætlunin að gera hann enn lakari framvegis — gera bænd ur að þrælum sinnar eigin þjóðar. Á árinu sem leið var lauiia- liðurinn meira en helmingur af framleiðslukostnaði á meðal búinu. Gjöld öll voru reiknuð um 882 þúsund krónur og af þeirri upphæð 465 þúsund fyr- ir vinnu, eða allt að 58%. Sé reiknað með að allir póstar verði óbreyttir, en aðeins vinnulaunin hækki til sam- ræmis við lægri stéttirnar, eða allt að 30%, þá ætti vinnu- kostnaður meðalbús að vera um 600 þúsund krónur árið 1972. Ef sanngirni skal fram- fylgt í þjóðfélaginu þá hlýtur málið að snúast á þessa sveif . . .“ LEIGUFLUG FLUGKENNSLA Ódýrari en aórir! SHOOH LE/GAft AUÐBREKKU 44-4«. SlMI 42600. FjaMr, IþAnMðð. hUóðkútar, pústrðr og Mi vnrBÍilutlr g ------ . ig « i* - • fiWfyof DWTWOW Mbv«iubú«n FJÖÐRIN Ui40M«fll 109 - Skni 24180 Haukur Ingibergsson: Jethro Tull: Thick as a Brick, LP, Stereo Chrysalis I>að hefur verið beðið eftir þessari plöt'U frá Jethro Tull með töluverðri eftirvæntingu, eink- um vegna þess hversu seinasta plata þeirra, „Aqualung" var góð og var eftirvaentingin aðal lega fólgin í því að vita hvort Ian Andersen sá sem semur alit, sem Jethro flytur) væri þrotinn að hugmyndum eða hvort hann gæti gert aðra plötu jafn-góða eða betri. Á þessari plötu er aðeins eitt tónverk, Thiek as a Brick, sem tekur um 43 mínúfcur i flutn- ingi, og er textinn ádeila á þjóð félagið. Og Ian Anderson er allt af skemmtilegur, því að hann er meistari í að bianda saman háði, dulúð og fomeskju og er þvi ekkert furðulegt, að hljóm- sveitin heiti eftir bónda, sem uppi var á 18. öld og gróf betri áveituskurði en aðrir bændur og varð frægur af. Og tónlistin ér mjög Mk og Anderson heftir áður samið. Það er e.t.v. meira um sólóar og minna um þessar skemmtilegu laglínur en á Aqualung, en þó eru plöturnar að mörgu leyti siviipaðar,t.d. er sándið mjög svipað. Það er þá helzt breyting á trommunum, enda er þar nýr maður, Barrie- more Barlow. En það hefur greinilega ekki verið um miikl- ar breytingar að ræða hjá Jet- hro Tull þetta árið, og þeir eru enn sérstæðir hvað stíl snertir. Og hvernig væri að fá þá til að leika á listahátíðinni. Að lokum skal getið um plötu hulstrið, sem er stórkostlega sniðugt og lengi lesið, þvi að það er 12 siðna dagblað, fullt af bröndurum og duldum mein- ingum. Melanie: Brand new key Some say. 45 s. Buddah Ein sérstæðasta söngkona sem komið hefur fram á síðustu árum. Og hefur þar að auki boð gkap, sem hún semur sjálf. Að visu hef ég verið hrifnari af ýmsum fyrri piötum Melanie, en þrátt fyrir það eru hæði lög in einkar athyglisverð, og þá ekki síður textarnir. The New Seekers: Beg, steal or borrow One by one 45 s. Polydor Beg, Steal or borrow er til- HLJÓMPLÖTURI legg enskra til söngvakeppni sjónvarpsstöðva Evrópu þetta árið og varð þar í öðru sæti. Þó er þetta með verri lögum, sem Bretar hafa tef.lt þar fram, og er þá miðað við það sjónar- mið, að lögin skuli vera grip- andi og auðlærð. Að visu eru til grípandi nótur í laginu, en mestur hlutinin fer þó in.n um annað eyrað og út um hitt án þess að skilja eftir sig nokkur merki. Og mér er spurn: Hvern- ig hafa hin lögin í keppninni þá verið? The 5th Dimension: Together let’s find a love Just wanna be your friend. 45 s. Bell. Miklar vonir voru bundnar við þennan söngflokk fyrir þrem fjórum árum, en þær von- ir hafa ekki rætzt, þvi að í seinni tíð hafa plötur flokks- ins verið heldur þunnar, þótt enginn mæli því í mót, að hér sé á ferðinni ein bezt syngjandi hljómsveitin. Og lögin á þessari plötu eru vel sungin og e.t.v. er að renna upp betra Bímabil fyr- ir 5th Dimension. Dawn: Bunaway Happy togetlier Dont act like a baby Saga Dawn er merkileg. Fyr- ir eitthvað tveim árum tók strákur, Tony Orlando, sig til og fór að syngja inn á plötur hjá Bell fyrirtækinu undir nafn inu Dawn. En þar sem hann var í allhárri stöðu hjá öðru hljóm- plötufyrirtæki mátti hann ekki koma fram opinberlega. Og raunar vissi enginn hver Tony Orlando var og væri trúlega óvitað enn, ef annar athugull ná ungi hefði ekki tekið eftir því að opinberlega starfaði engin hljómsveit undir nafninu Dawn. Og þessi náungi sá tækifærið og stofnaði 14 hLjómsveitir, sem allar nefndust Dawn og spiluðu hér og hvar í USA, og meira að segja slæddist eittíh'vað af þeim til Norðurlanda. En þegar Orlando sá, hvernig aðrir not- færðu sér metsölulög hans, stóðst hann ekki mátið og gaf sig fram við blöðin. Hér er Dawn með tvö gömul lög og eitt nýtt. Og þótt þau jafnist ekki á við hans beztu, lög s.s. Knoök fihree times, þá eru þau vel flutt og gætu jafnvel komiat á vinsældalista. I með DC-0 L0FTLEIDIR PARPOATUn bcin líno í íðf/krárdeild 95100 ^Kaupmannahöfn ^Osló } Stokkhólmur ^Glasgow sunnudaga/ sunnudaga/ mánudaga/ manudaga/ driðjudaga/ briðjudaga/ föstudaga. fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga laugardaga ^ London augardaga >

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.