Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 23
MORG UMBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRfL 1972 23 að kunnur hestamaður kom til m.ín á síðasta Æjórðungsinróti nyrðra, sem haldið var að ELn- arsstöðuim. Sagði hann við mig: „Þetta mót er fyrst og fremst sig ur ifyri.r Hólmjárn." Það var rébt. Þar komu margir úivals- gripir fram af stofni hans. H.J. Hölmjám lagði gjarnan málefn'um hestamanma lið á fileiri sviðum en hrossarælkt. Hann rit- aði m.a. ágætan greinaflökk í tflmarit L.H. Hestánn okkar. Fjallaði igreinaflokkur þessi u,m hrossarækt og erlend hestakyn. Eftir síðasta landismót L.H. fór ég þess á leit við hann, að hann semdi igrein fyrir ritið og skyidi hún fjalla um aðdraiganda að stwfnun L.H. og fyrsta landsmót þess, sem haldið var á Þingvöll- u.m 1950 og Hölmjárn stjórnaði af rögigisemd og skörungsskap. Vegna veikinda hans, gat þó ekki orðið af þessu, en síð- ar sendi hann mér langa og greinangóða ritgerð um þettia efni. Mun hún er tímar líða verða LjH. ómetanleg sögu- leg heimild. Vænti ég þess, að stjóm LJH. sjái sér fært að láta hana koma fiyrir almenningssjón ir t.d. á aldanfjiórðungsaf- mæli L.H. Nú er H.J. Hólmjám allur. Það hygg ég, að honum hafi ver ið gleði við ævilok að sjá vax- andi áhuga 'landsmamna á hesta mennsku og sjá samtök þeirra blómstra og eflast til stærri og stærri átaka. Og hitt hefur ekki siður verið honum gleðiefni að viita hrossastofn sinn í hönd'um ungra áhuigamanna, sem vissulega munu halda áfram á þeirri braut, er hann lagði ótrauður á. Fyrir hönd L.H. vil ég þakka H.J. Hlðlmjiám ómetanlegt braut ryðjandastarf, og ættingj'um hans, vinum og vandamönnum (filyt ég fylistu samúðairkveðjur. Albert Jóhannsson, föntn. L.H. Fregnin urn andllát H.J. Hólm- járns barst hingað að Hólum á öldum ljósvakans fyrir nokkr- uim diögum. Ýmsir munu verða ifiil þcas að minnast Hólmjáæns og rekja æviatriði hins látna heiðurs- og merkismanns. Mun ég því ekki gera æviferil Hóilm- j'árns að umræðuefni nema að mjög litlu leyti. Tiligangur minn er fyrst og fremst sá að færa honum þakkir Bændaskólans á Höl'um og þakkir Hrossakyn- bótabús rílkisins, sem hér er starfandi fyrir öll hans störf í þáigu þessara stofnana. H.J. Hólmjárn var kenn- ari við Hólaskóla 1914—1916 í tfjarveru föður síns, sem var einn af kennurum skólans en sat þessi ár á þingi fyrir Skagfirðiniga. Hólimjám var aft- ur kennari við Hólaskóla 1963— 1968 og á sfcólinn honum þakk- ir að gjalda fyrir ved unnin störf. Hann var einn allra bezt menntaði búvísindamaður á landi hér og er mér vel fcunn- ugt um, að hanni fylgdist manna bezt með ölilum nýjunigum á því sviði, keypti erlend tlímarit og toækur um landlbúnaðarmái, einkum búifjámæíkt, sem hin sið- ari ár var honum hugleiknust af fræðigreinum hans. Það sýndi hann og í verki, er hann gekkst fyrir stofnun Landssamibands hestamannaféllaga árið 1949 og var hann formaður þess til 1951. Árið 1950 skipulagði Hólmjám fyrsta Landsimót hestamannafé- laga, sem haldið var á Þingvöll- um og stjómaði því. Vann hann þar ómetanleigt brautrýðjanda- starf. Árið 1963 gerðist Hólmjám toóndi á Vatnsleysu í Viðivíkur- hreppi í Skagafjarðarsýslu og bjó þar, unz hann brá búi s.l. haust, seldi jörðina og filufitist til Reykjavíkur. Frá 1963 til 1968 dvaldist hann þó að vetr- inu.m á Hólum við kennslu og varð bú hans smáim saman ein- gönigu hrossabú — hrossakyn- bótabú. Er ég þar kominn að öðru megtnatriðiniu, sem ég vildi vokja athygii á. — Hólmjárn hóf hreiinræktun hrossa af Svaðasfiaðastoifni á Vatnsleysu og voru hross hans, Vatnsfeysu hrossin löngu lanidiskunn og margviðurkennd og verðlauiiuð á hrossamótum og sýning- um. Frá honum er og íkaminn kjaminn í Hrossakynibótabúiinu á Hólum og ber mér því fJh. >eirrar stofnunar að þakka Hólmjám óeigmigjamt braut- ryðjandastanf í þágu íslenzkrar hrossaræktar. H.J. Hólmjám var emdægur vinur og velunnari Hólaskóla og Hölastaðar, enda tenigd- ■ur sitaðn'um sterkum böndum firá ungum aldri. Ættfólki Hóflm- jáms ölI'U og vinum sendi ég með þessum Mnum hugheilar samúðaiikveðj'ur héðan frá Hód- um. Haraldur Árniason. Hólmjárn sýndi mér eiitt sinn ljósmynd af Hólapiltum frá ár- inu 1896. Þar var faðir minn meðal nemenda. Fyrir miðju sat skeggjaður og fyrirmannleg- ur skólastjórinn og á hnjám hans sonur hans, fimm ára hnokki. Siðan myndin var tek- in hefur mikið vatn til sjávar runnið og nú er sonurinn, Hólm- járn Jósefsson Hólmjárn, lagður til hinztu hvílu, eftir svo mikið og margþæfit ævistarf, að til sif- reka verður að telja. Sem framkvæmdastjóri Félags íslenzkra iðnrekenda um 11 ára skeið, kynntist ég félags- málafrömuðinum, iðnrekandan- um og, frjálshyggjumanninum Hólmjárni, eir reyndist ráðholl- ur og ágætur I samstarfi, enda hafði hann menntun og starfs- reynslu umfram flesta aðra. Skapheitur var hann, og átti því létt með að afla sér andmæl enda í afstöðu til manna og mál- efna, en aldrei svo, að neinn erfði það við hann. Harin fylgdi ávallt þeim mál- stað, er hann taldi réttastan, án tillits til vinsælda eða hagnaðar. Mér er ljúft að minnast sam- starfsstunda okkar fyrir 20 ár- um og sameigLnfeigrar baráttu fyrir máfefnum iðnaðarins, en Hólmjárn átti um skeið sæti i stjórn F.l.I. á einhverjum mestu umbrotatímum I sögu félagsins, og vann þar mikið sköpunar- starf. En mér er ekki síður ofarlega í huga, er Hólmjám bauð mér að heimsækja sig að Vatnsleysu I hitteðfyrrasumar, þar sem hann bjó einn hinu mikla hrossa búi, og sýndi mér hvernig hann hafði tamið ótemjurnar við að hlýða kadli í högum úfii, og hve fagurlega áratuga ræktun hafði sett svip á hvern einstakling I 70 hesta stóði. Það var unaðslegt að eiga við ræður við aldinn, íslenzkan höfðingjann, þennan sólarhring, sem ég átti þarna viðdvöl. Slí'k minning er mikils virði. Ég kveð þig, gamli vinur, og óska þínum nánustu allr-ar bless unar. 11.4."72, PáU S. Pálssom, H.J. Hólmjám er láitinon á 82. aldursári. Með honum er horf- inn sérstæður persówuleiki og óvenjulegur atgervismaður um gáifur og menntun. Hann stund- aði ■ungur háskólanám í land- búnaði í Danmörku og síð- ■ar framhaidsnám, starfaði þar siðan um árabil, unz hugurinn dró hann heim ti.l átthaganna sikömimu fyrir 1930. Settist hann þá að í Reykjaivík og igerðist um svifamikill á ýmsum sviðum at- vinnu- og félaigsmála. Ég (kynntist Hölmjámi fyrst fyrir um það bii 20 árum, og hin síðustu árin var með ofcfc- ur náin vináitfia. Hitti ég hann oift til þess að njóta samvista hans, og tiil þess að fræðast aí hionum um hin margvísileigustu efni, en einkum þó hrossarækt. Hólmjárn var mjög vel máli far iwn og ágætlega rififær. Hann var vinfastur og tryggur í lund en jafniframt skaþheitur. Hann var eLnaröur og ákveðinn og gat stundium verið noikkuð óvæglnn. einfcum S kappræðum þegar hon um fannst hallað réttu máli eða famar krókaleiðir að réttu marfci, að ég tali nú ekki um, þegar reynt var að flæfcja mái með orðgnófit og málskrúði. Jafnfraimit var hann þá gairnan- samur og fyndLnn, og var ðkki laust við að hann gæti valdið sárindum, sem sumir áttu erfitt með að gleyma. En Hófimjám kippfii sér ekki upp við þetta og datt aldrei ! hug að viikja af réttri leið tii þess að afla sér vinsælda, Skýr hugsun og rök- festa mótuðu fremur öðru mál hans, og var hann þvi ágætur fræðari og vinsæll af nemend- um síniurn. í barnæsku kynntíst Hóttm- jám hestum eins og þeir gerð- ust beztir heima í Skagafirði og bundust þar þau bönd, sem aldrei slitnuðu. Á námsárum sín 'Uim lagði hann jafnan ríka áherzllu á ailt, sem laut að hrossarækt, og naut þá til- sagnar víðkunnira sérfræðinga í þeirri grein, og alia ævi siðan var hann að bæta við þekkingu sína á þessu sviði. Veit ég eng- an mann með jafin yfir- gripsmiikla þekkingu á ölt- um sviðum hrossaræktar. Svo vel þekkti hann beina- og vöðvabyggimgu hestsins og hreyfingarfræði að undrum sætti, og var jafnframt ágætlega heima í öllum greinum kyn'bóta- fræðinnar. EftLr rúmlega 20 ára dvöl í Reykjavíik, fluttrist Hólinxjám norður á föðurleifð sína, Vatns- ’ leysu í Viðví'ku rsveiit, og hóf þar búslkap sexitugur að aldri. Tók hann þá fyrLr al- vöru að sinna ræktun reiðhrossa sem hann hafði reyndar stundað nokkuð alla tíð eftir heimkomu sína frá Dan- mörku. Þekking hans og reynsfia höfðu sannfænt hann uim það, að afrekageta hesta stæði að ööru jöfmu i nánu sambandi við bygg ingu þeirra, og hafði hann mót- að sér ákveðnar hugmjmdir um það, hvernig skagfirzki reiðhest urinn gæti beztur orðið. Safn- aði hann nú samarn hrossum af Svaðastaðastofni, sem hann taldi að henitað gætu tifi fram- haldsræktunar. Hér var farið eftir þeirri grundvallarregl'u kynbótafræðinnar að setja sér í upphafi ákveðið markmið og stefna síðan að þvi með mark- vissu úrvali. Voru þá eLngöngu sett á þau afkvæmi, sem töld- ust marfca spor í átt að lokatak marki. Var honum ljóst, að hér var þrotiaust starf fyrir hönd- um og lamgt til lokaáfanga. Það vita allir, að þessi leið er kostn aðarsöm, enda fór það svo að Hólmjárn, sem hafði farið norð- ur vel efnum búinn, sneri aft- ur eftir tvo áratugi félítifil og farinn að heilsu. Aldrei naut hann neimna styrkja, en varð sjálfur til þe.ss að sfiyðja hið op- inbera, er hann lagði Kynbóba- búinu á Hólum til, fyriir lágt verð, þær hryssur, sem urðu megin uppistaða þess. Gerði hann sér vonir um það, að búið mundi er fiímar liðu geta sýnt glæsilegan árangur mark- vissrar ræktunar. Hólmjárn hfiaut margvíslegar viðurkenn- ingar fyrir hross sin á sýning- um og Landssarwband hesta- manna gerði hann að heiðursfé- laga sinuim fyrir frábær störf. Það er vissa min, að starf hans mumi á komandi árum bera þann ávöxt, að hans verði jafn- an minnzt sem mikifihæfs braut- ryðjandia í sögu islenzkrar reið- hestaræktar. Heilsu Hólmjárns hrakaði óðum síðasta árið, og ekki getok hann þess dulinn að hverju dró. Hann tök öriögum sínurn með karlmennsku og æðruleysi og jafnvel gamansemi stundum. Var því til hins siðasta ávaiiit hressandi að heimsækja hann, hvernig sem á stóð. Þá sjaldam heiilsan gaf honum tóm til, vann hann að ritgerð uim bestadöma, og hafði fufilan hug á að ljúka henni fyrir vorið. Hóimjárn taidi sig ekki trúaðan á venju- lega vLsu, en manndómur og heið arleiki voru það veganetsti, sem hann fékk ungur í föðurihúsum, og dugði það honum aLIa ævi. Þeir sem kynntust tanum bezt, munu af þaikklæti geyma minn- ingu þessa mæta manrus. Haukur Ragnarsson. H.J. Hóimjám, mágur minn og vinur, er til moldar borinn í dag (12.4.). Hann hafði um umdan- farin ár kennt sj'úkleika þess, sem varð honum að aldurtila. HóLmjárn var fæddur 1. febr- úar 1891 að Bjamastöðum i Kolbeinsdal, Skagafitði. For- eldrar hans voru þau hjónin Jósef J. Björnsson, fyrsti skóla stjóri bændaskólans á Hólum og kennari, lengi þingmaður Skag- fLrðimga og Hólmfríður Bjöms- dóttir frá Ásgeirsbrekfcu, dugn aðair- og gáfukona. Móður sinn- ar naut hann ekki lengi, hún lézt er hann var aðeins þriggja ára. Faðir hans kvænfiist aftur Hi'ldi Björnsdóttur hál'fsysfi- ur Hólmfríðar, sem reynd- ist stjúpbömium sínum sem bezta móðiir. Ólst hann upp í stórum systkinahópi á mann- mörgu myndar- ag menn- ingariheimili. Árið 1909 útskrifaðist Hólm- jám sem búfræðimgur frá bænda skölamum á Hólum aðeins 18 ára gamalíl. Árið eftir fer hann utam og stundar bðklegt og verklegt nám í búfræðum í Dammörku og lýkur 'kaindidatspróifi frá Búnaðar- 'háskólan'um í Kaupmanna- hiöfm 1914. Kemur þá heim og gerist kennari við Hölaskóla i stað föður síns Jósefs Bjöms- sonar, sem þá sat á ALþimgi. Árið 1916 fer hann enn utan og stundar þá framhalds- nám við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn í undirstöðu- visindum með lokaprófi í land- búnaðarefnafræði (1919). Effiir það starfar Hólmjám í Dan- mörku sem efnafræðingur við Statens Planteavfislaboratoriuim í Kaupmannahöfn frá 1919—1921. Og sem fiorstöðumaður fyrir Jord brugslaboratoriet friá 1921— 1928. ÖLl árin, sem Hólmjám dvald ist í Kaupmannahöfn vann hann mjög að eflinigu Islendingafélags ins þar, otg var fbnmaður þess um árabifi. Heim tifi Islands kom hann ár ið 1928 og byrjaði þá stíörf hér í Reykjavífc við uppbyggingu iðnaðar og margháttuð félags- og framfaramál, en eflaust verð ur þeirra starfa Hólmjárns minnzt af öðrum. Árið 1952 fluttist HóLmjám r orður í Skagafjörð ásamt seinni konu sinni Elímu Guðmoundsdótt ur og unguim syni þeirra, Jóisef Jóni, þar sem hann hafði keypt bújörð föður síns, Vatnsleysu í Viðvíkursveit. Á Vatnsleysu hóf hann margs konar umbætur á jörðiinni, ræktun, framræslu lands, igirti og verndaði gróður. HneLgðist búskapur hans að hynbótum sauðfjár og góðhesta. Jafnhfiiða búskapnum stundaði hann kennarastörf á Hófi'um á vetrum. Efitir að HóLmjám hætti bú- skap ag bennsLustörfuim, fl'Utitist hann nú á síðasta ári hingað tiil Reykjavikur. Festi hér kaup á í'búð og naut þess að vera í ná- lægð sinna góðu og gjörvulegu barna frá fyrra hjónabandi Her- varar og Amar. Hólmjám var óvenju einarð- ur í framkomu. Skapriikur hreinn og beinn, málsnjafii og rökfastur, enda gagwmemwt- aður gáfu- og drengskaparmað- ur. Ungur að árum kynntist ég Hólmjámi, þá strax og æ síðan reyndist hann mér sem eLnlæg- ur vinur og ljúfmenni, sem ég þakka nú að leiðarfiakum. Vinir og vamdamenn geyma og blessa minningu hans um ólkomin ár. Ástvinum hans vottum við hjónin okkar dýpsfiu samúð. Ragnar Jóliaimesson. Fró barnnskólum Reykjavíkur Innritun sex ára bama (f. 1966) fer fram í barnaskólum borgarinnar (Æfingaskóli Kermaraskólans meðtalinn) dagana 13. og 14. april n.k. kl. 16—18. Föstudaginn 14. apríl kl. 16—18, fer einnig fram inn- ritun bóima og unglinga á fræðsluskyldualdri, sem flytj- ast mLlli skóla fyrir næsta vetur. (Sjá nánar í orðsend- ingu, sem skólamir senda heim með bömunum). Fræðsiustjórinn i Reykjavík. Auglýsing um áburðarverð 7972 HeiLdsöLuverð fyrir hverja smálest eftirtalinna áburðar- tegunda er ákveðið þannig fyrir árið 1972. Við skipshlið á Afgreitt á bíla ýmsum höfnum í Gufunesi umhverfis Land Kjami 33.5% N kr. 8.420— kr. 8.480— Þrífosfat 45% P2O5 — 7.240.— — 7.400— KaU klórsúrt 60% K-_>0 — 5.260— — 5.420— Kalí brst. súrt 50% K2O — 6.820— — 6.980— Túnáburður 22 — 11 — 11 — 7.840— — 8.000— Garðáburður 9 — 14 — 14 — 7.240— — 7.400— Tvigild blanda 26 — 14 — 8.340— — 8.500— TvígiLd blanda 23—23 — 8.760— — 8.920— Kalkammon 26% N — 6.920— — 7.080— Kalksaltpétur 15.5% N — 5.160— — 5.320— Þrígild blanda 12—12—17 + 2 — 8.960— — 9.120— Þrígild blanda 15—15—15 — 8.940— — 9.100— Tröllamjöl 20.5% N — 10.360— .— 10.520— Uppskipunar- og afhendingargjald er ekki innifalið I ofangreindum verðum fyrir áburð kominn á ýmsar hafn- ir. Uppskipunar- og afhendingargjald er hins vegar irrni- falið í ofangreindum verðum fyrir áburð, sem afgreidd- ur er á bíla í Gufunesi. ÁBURÐARVERKSMIHJA RlKISINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.