Morgunblaðið - 12.04.1972, Side 28

Morgunblaðið - 12.04.1972, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRÍL 1972 SAGAN TVITIJG 'STULKA OSKAST.. I þýðingu Huldu Valtýsdóttur. „Hvers vegna stanzaðirðu ekki hjá honum þarna ?“ „Æ, ég veit ekki,“ sagði hann á Coehney-máilýzku. „Ætli mér hafi ekki litizt öetur á ykkur." „En hann er þeldökkur." „Já, en þið voruð á undan honum, ef ég man rébt. Ég á við, að þetta er ykkar land, væni.“ „Snúðu við og taktu hann upp í.“ „Heyrðu, ég get ekki snúið við hér. Á ég að aka yfckur eða ekki?“ „Upp í með þig, þverhausinn þinn," sagði Sylvia. „Ég er að flýta mér, þótt þú sért það ekki.“ „Ég neita þvi að . ..“ Það var engu líkara en við Sylvía hefðum æft okkur sam- an allan morguninn í næsta atr- iði. Hún sparkaði í knésbaeturn- ar á honum og ég greip um hann miðjan, handleggi og allt og hélt fast. Hún opnaði bílhurðina, ég tróð honum inn, hún á eftir og bíilinn brunaði burt. „Bless", kaliaði hún út um bíl giuggann. „Þakka þér fyrir. Sjá umst seinna." 5. kafli. HART SEM GR.JÖT Næsta morgun talaði ég við Gilbert í símann. Þá kom í ljós að bifreið Roys var komin af verkstæðinu en eigandinn hafði farið í henni til bongarinnar, svo ég yrði að ganga frá braut- arstöðinni. Þegar ég spurði, hvort ekki væri leigubil að fá í nágrenninu, sagði hann að bila stöð væri í brekkunni upp af stöðinni, en hún væri oftast lok uð. Eða sú væri hans reynsla. Það reyndist rétt vera. Ég lagði þvi af stað gangandi gegn um þorpið. Það var lágskýjað og ég bjóst við rigningu þá og þegar, en úr henni varð þó ekki. Fólk ið á götunni var ósköp venju- legt útlits, unga fólkið jafnvel líka. Mér til undrunar fann ég tii hugarléttis. Lifclega hef ég undir niðri verið farinn að ótt- ast áhrifavald Roys í þessum landshluta, unga fólkið héngi hér á gangstéttum og reykti hass eða glamraði á gítara og hrópaði niður með gamlar venjur. En sem betur fer var það ekfci. Ég sneri fyrir hornið á biia- sýningarsal þar sem Bentley-ar og Rolls-Royce-ar stóðu í röð- um. Síðan lá leiðin meðfram tún skeklum og mýrarflákum, held- ur óhrjálegum. Þegar ég nálgað ist Vandiervane-húsið sýndist mér ég sjá Gilbert í glugga á efri hæðinni. En hann var horf- inn, þegar ég leit upp aftur. Loð inhnoðri tók geltandi á móti mér eins og fyrrum um leið og ég kom inn í húsagarðinn. Hann ílaðraði upp um mig og lét sér vel lynda, þegar ég klappaði honum og klóraði. Kitty kom til móts við mig í anddyrinu og heilsaði mér með alúð. Þegar við vorum komin inn í dagstotfuna sagði hún furðu rólegri röddu: „Fallegt af þér að koma, Doug- las minn." „Ég er alltaf feginn að kom- ast úr borgarysnum. Hvernig lið ur þér ?“ Drættir fóru um varir henn- ar, átbu vist að vera bros. Mér bæði gramdist við liana og fannst hún aumkunarverð. „O, svona. Maður balar. Má bjóða þér ölgias?" „Nei, þakka þér fyrir. En þú skalt fá þér hressingu fyr- ir það.“ „Ég er búin að því.“ Hún sat með glas af eftirlæt- isdrykknum sinum, sem var gin og vatn. Mér fannst ein- hvem veginn að þetta glas hefði átt fleiri fyrirrennara þann dag inn. AMt útlit hennar og um- gengni í stofunni bar vott um hirðuleysi eða sljóleika. Kjóll- inn hennar var gamall og snjáð- ur en sæmilega hreinn. Andlits- förðunin var flaustursleg en þó ekki leifar frá gærdeginum. Hér og þar í stoíunni gat að líta fulla öskubakka, handa- vinnudót, vasa með hálfdauðum blómum og grammófónsplötur á tjá og tundri. En klufckan und- ir glerkúplinum var rétt og gólf teppið var áreiðanlega ný- ryksogið. Kitty sá að ég horfði í kring- um mig. „Ræstingakonurnar eru hættar að koma, og ég fæ engar aðrar. Ég er víst búin að nota allar sem fáanlegar eru hér í kring. Gilbert er vilj- ugur að hjálpa mér, en hann kemst ekki yfir allt." „Eru hann og Penny þá enn- þá hérna?" spurði ég. „Já, já. Þau eru alltaf hér. Ég hélt að þú vissir það.“ „Hvað er að frétta af Ashley?" „Hann er i skóianum." „Jæja. Hvemig gengur hon- um þar?“ „Gengur honum?" Hún setti upp undrunarsvip. „Fyrirgefðu. Ég .. „Hann fer í skólann flesta daga núna. Miiklu oftar en áður. Við tfundum upp nýtt ráð. Á hverjum degi, sem hann fer í skólann fær hann verðíaun, þegar hann kemur heim.“ „Hvers konar verðlaun ?“ „Eitthvað, sem honum finnst gaman að . . . leifcföng .. .“ „Fallbyssur og eldflaugar og þess háttar?" „1 þessu húsi eru stríðstæki ekki notuð sem leiteföng. Dougl- as.“ „Fyrirgefðu. Það hefði ég mátt vita. Hverjum datt þetta ráð í hug?“ „Honum." Ég umlaði til samþykkis og sat á mér. Stríðsekkju- og píslarvætff issvipurinn haggaðist ekki af andliti hennar, nema rétt augnablik, þegar hann blandað- ist vandlætingu út af stríðsleik- föngunum. Ég hugsaði með mér að ekki væri eftir neinu að bíða. „Hvað er annars að frétta?" Hún lyfti brúnum. „Hefurðu ekki heyrt það nýjasta? Ég hélt að allir vissu það. Eiginmaður- inn minn ætlar að yfirgefa mig. Hann hefur áikveðið að hlaup- ast á brott með yngri konu.“ „Er það ekki bara Bayreuth- stigið, þú manst . . . hálfvelgja íi „Nei, nú er allt slifct liðin tíð. Það er munaður, sem hann er farinn að neita sér um.“ „Hann kemur aftur. Hann þol ir hana ekki til lengdar. Það gæti enginn." „Þá tfær hann sér bara aðra. Hann kemur ekki atftur. Kæri Douglas, það væri eWki honum líkt. Þú skalt ekki halda að ég sé bitur. Ég er löngu hætt að vera það Hann er mannlegur, það veit guð að hann er, eins og við hin. Og það er mannlegt að reyna að halda áfram á þeirri braut, sem menn hafa fcosið sér, enda auðveldara en að snúa aft- ur til þess sem er að baki. Eig- um við ekki að ganga út fyrir? Mér finnst andrúmslotftið hér vera svo þrúgandi." Rejmdar var mér fárið að finnast það líka. Við genigum út á flötina. Það hafði birt í lotfti. Loðhnoðri kom þjótandi úr rúst unum af gömlu vermihúsi með il skó á milli tannanna. Hann sleppti skónum tfyrir framan fæt ur ökkar og hljöp urrandi og ýlfrandi í nokkra hrinigi þar til hann skauzt eins og eldibrand- ur inn í ródódendron-runnana. Ég sá að auð flög voru hér og þar í grasinu. „Það eru nálarnar af sedrus viðartrénu sem gera þetta," sagði hún. „Þær eyðileggja gras ið. Það er vist ekkert við því að gera.“ „Færðu nofckurn til að hirða garðinn ?“ „Varla. Kristófer slær grasið vegna þess að honum finnst gam an að sitja á sláttuvélinni. Roy kom einu sinni með nofckra af nemendum sínum, en þeir þefcktu ekki illgresi frá plönt- um og gerðu meira ógagn en gagn. Nú skiptir það hvort eð Hagkvæmar umbiiðir fyrir útflutningsvorur negldar aftur með naglabyssum (spikpistoler). Tveir sérfræðingar frá hinu heimsþekkta sænska fyrirtæki Signode eru til viðtals á Hótel Sögu í Reykjavik til 14. apríl. Ef þér óskið eftir samtali þá spyrjið um Dir. F. Clauson. velvakandi 0 Enn um heimsmeist- araeinvígið í skák Mikið er ritað og rætt um væntánlegt heimsmeistaraein- vígi í síkák sem vonlegt er. Virð ist mér sem flestir hafi hom í síðu Fischers vegna framkomu hans í málinu nú upp á síðkast ið. Mér finnst að á þessu máli sem öðrum hljóti að vera a.m.k. tvær hiiðar. Ég lít þannig á að með tilliti tii uppvaxtar og æskuára Fischers sé ekk- ert undarlegt við það þótt hann vitji hafa sem mest fjrrir sinn snúð. Hins vegar finnst mér það vera bandarísku þjóðinni til skammar hve lítið hún ger ir fyrir þennan einstaka snill- ing sinn. Það er engin hætta á öðru en Bandaríkjamenn haldi þvi á loft að þeir hafi unnið þennan titU af Sovét- mönnum þegar þar að kemur. Þess vegna tel ég þeim skylt að tryggja að þetta einvígi fari fram, og greiði Fischer það sem hann setur upp fyrir að sækjá þennan titil til Sovétmanna, og hana nú. •Jón Trausti Markússon, Búðardal. • Sjónvarpsvirkjar Hér fá sjónvarpsvirkjar sitt, a.m.k. sumir þeirra. „Kæri Veivakandi. Mig langar að fara að dæmi margra annarra, sem ég sé að leita til þín bæði í sorg og gleði, áhyggjum og angri, sem þú jafnan bregzt furðan- lega vei við, þvi oft er úr vöndu að ráða. En hér er efcki um neitt stórmál að ræða, einungis liftia kveðju til fyrir- tækis eins hér í borg, sem tek- ur að sér sjónvarpsviðgerðir og annast uppsetningu slífcra tækja fyrir fóik. Ég fékk símanúmer þes® þegar ég keypti mér mitt sjónvarpstæiki, sem var 7. otot. 1969 og um leið og ég íesti kaupin áfcveðið lof- orð um að maður, þar til hæf- ur, kæmi með því og setti það í samband. Ég greiddi svo tækið á sitaðnuín og hugði gott til að sjá skemmtilega fram- haldsþætti, sem ég vissi að voru væntanlegir. En svo ég geri langa sögu sem stytzta, þá kom í fyrsta lagi aðeins eins flutningsmaður með tælkið heim tii mín og lét þar frá sér og i öðru lagi tók mig heila viku, ýmist að hringja og taka við loforðum, sem svo brugð- ust, eða fara á sölustaðinn hvar ég keypti gripinn, því þar var hin ágætasta kona, sem gerði alit sem hún orkaði að koma þessum dánumönnum á staðinn til starfa. Og um síðir, viku síðar ki. 10,30 hékik ung- ur maður út uim gluggagáttina og undir stjóm einhvers eldri herra sem ýmist kom eða hvarf í haustmyrfcrinu, en hafði þó tekizt að hrinda þessum ósköp um í framkvæmd. Já, því- Mfc hamingja að lokum náttiúr- ioga dálítil aufcaþóknun, fyrir að minnsta fcosti piltinn!! Svo leið og beið unz á þessu s.l. ári, kom fram bilun í tækinu og þá var nú vitanlega liðinn timi ábjrrgðar, sem er eitt ár. Þá var nú sjáifsagt að leita til viðgerðarþjónustunnar, sem hafði með þessi tæki að gera. Og þá upphófst sá furðu- legi sfcollaleifcur með loforðum og heimsendingum af piitum, sem voru jafn gagnslausir og löforðin, en endaði þó með því að flutningsmaður tók gripinn og síðar var liann sendur heim með fluitningsmanni, sem færði mér viðeigandi háan reikning, sem ég igreidldi tafarlaust, og þóttist nú örugg þvi allt átti að vera vel athugað og sumt endurbætt að nýju. Þar eð flutningsmaður kvaðst ekfci kunna að temgja við þá þræði sem hér eru fékk ég mér hagari hendur til frek- ari öryggis, svo allt væri nú í lagi. En nú kemur lofcaþátturinn. Það gerðist í vifcunni eft- ir pálmasunnudag að tad og tónn hurfu, sjönvarpið hrein- lega missti málið. Bænadagarn ir framundan, og ég ný- lega komin af sjúkrahúsi og bjóst við að fara mjög líitið, enda var ég suma dagana með allimiikinn hita sökum veikinda. Hringdi ég nú i viðgerðarþjón ustuna og fékk hin liðlegustu svör. Þennan eða hinn daginn yrði komið, stundum kl. 6 eða þar um bil. Stundum um há- degi og á þessum nótum gefck á þann hátt að ekkert gerðist fyrr en eitt kvöldið á allt öðr- um tima en umtalað var, kom loks ungur maður sem náttúr- lega kvaðst efckert geta full- yrt um iivað að væri og setti tækið aftur yfir hina ósýnilegu hluti, sem við hin fáfróðu gerumst ekki svo djörf að líta á nema á svona hátíðarsitund- um. Svo fór hann, en fimmtu- dagur var að morgni, þetta var nefnilega í gærfcvöfldi, Svo ég spurði hvort hann vildi efcki taka tækið með sér til aðgerð- ar hjá þeim. Hann fcvaðst eifcki geta það. Spurði hvort óg gæti efcki sent það. Nei, ég fcvaðst þá mundi vera búin að koma þvi á annan stað ef ég hefði haft bíl eða möguleifca. „Ég læt sækja það f.h. á morgun" sagði hann þá. Jæja ég geri ekki ráð fyrir að hringja oftar, sagði ég og þar með hvarf hann til sirana anna. Ég s "'t svo hér hin rólegasta heima og horfði á fegurð him- insins, saamtfœrð um að allt gengi sinn ganig eins og vant var. Svo hringdi ég og lét taka miitt kæra sjónvarpstæki og það var borið burt af hönd um, sem ég veit að sjá um ör- ugga þjónustu, svo og að það komi til skiia án langra tatfa hér etftir. Að áliðnum degi kom hing- að hinn væntanlegi sendimað- ur og spurði eftir tækinu. Ég gat frætt hann á því að það væri farið í ferðalag, svo nú var einungis eftir að senda hin um mikilvirfcu starfs- og at- hafnamönnum kveðju með þakfclæti fyrir lærdömsrifca viðkynningu. Sjónvarpsviðgerðannenn Það var af mér þunigum steini létt þegar ég var laus við yfckar prett, sem hjáiparlausum hjálparleysi ljá, hinztu kveðju mína skuluð sjá. HaJldóra Iljartardóttir, Holtsgötu 14." berjumst gegn blindu Söludagar 15. og 16. apríl Lionsumdaemið á Islandi

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.