Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 19
3 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. APRlL 1972 19 ESS3II Aigreiðslnstúlka óskast og kona í eldhús. — Upplýsíngar á staðnum. BJÚRNINN. Njálsgötu 43. Verkamann vantar Okkur vantar verkamann til starfa. Upplýsingar gefur verkstjóri, Njáll Guðnason. AFURÐASALA S.Í.S. Járniðnaðarmenn óskast. — Upplýsingar hjá yfirverkstjóra. HÉÐINN Smi 24260. Atvinna Oss vantar nú þegar nokkra jámiðnaðar- menn. SLIPPSTÖÐIN H/F., Akureyri, sími 96-21300. Bifreiðarstjóri Stóra matvöruverzlun vantar duglegan og laginn bílstjóra, algjör reglusemi og þrifn- aður á bíl og góð umgengni áskilin. Vinsamlega sendið upplýsingar um fyrra störf og aldur ásamt mynd sem endursend- ist. Algjörri þagmælsku heitið. Tilboð sendist Morgunbl. merkt: „Öruggur bílstjóri — 1305“. Nemendur Getum bætt við nemum í vélvirkjun og rennismíði. Góð vinnuaðstaða og mötu- neyti á staðnum. Sími 24260. Byggingaverkamenn Verkamenn óskast í byggingavinnu. Mikil vinna. Fæði á staðnum. Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar, Grettisgötu 56. Byggingafélagið Ármannsfell. Kona óskast strax til aö annast lítið heimilii í 1—2 mánuði. Gott kaup. Upplýsingar i síma 83307. Stúlkur — verksmiðjustörf Stúlkur óskast til verksmiðjustarfa. Fataverksmiðjan SPORTVER H/F. Skúlagötu 51 — Sími 19470. Kjötafgreiðslumaður óskast, helzt vanur þó ekki skilyrði, reglu- semi og góð umgengni áskilin. Upplýsingar um aldur og fyrri störf sendist til Morgunblaðsins merkt: „Kjöt — 1306“. Iðnverkamenn Viljum ráða einn til tvo menn í verksmiðju okkar og mann til að vinna við terrasso. S. HELGASON H/F. Einholti 4. Laust embætti, er forseti íslunds veitir Prófessorsembætti í raforkuverkfræði í verk- fræði- og raunvísindadeild Háskóla íslands er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur til 10. maí 1972. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Gera verður ráð fyrir, að rannsóknaskyldu þeirri er starfinu fylgi, verði fyrst um sinn fullnægt utan háskólans eftir nánara sam- komulagi. Umsækjendur um prófessorsembætti þetta skulu láta fylgja umsókn sinni ýtarlega skýrslu um vsindastörf þau, er þeir hafa unnið, ritsmíðar og rannsóknir, svo og náms- feril sinn og störf. Menntamálaráðuneytið, 7. apríl 1972. — Minning Atvinna Getum bætt við oss nokkrum nemum í plötu- smíði. Aðeins reglusamir menn koma til greina. SLIPPSTÖÐIN H/F., Akureyri, sími 96-21300. Frannhald af bls. 21 við leikhús sín. Hann hafnaðl öllum þessum kostaboðum. Hann. vildi vinna þjóð sinni I íslenzku leikhúsi. í>egar betur er að gáð, þá var þetta ekki óeðlilegt. Guðni svo að segja ólst upp á leiksviðinu. Faðir hans, Bjarni Guðnason, trésmíðameistari, var árum sam- an stoð og stytta Leikfélags Reykjavíkur í öllum þeim efnum sem snerta leiktjöld og smíði þeirra. í>egar á táningsaldri byrjaði Guðni að aðstoða föður sinn og menn hans. Sökum verk lagni ög hæfileika jókst ábyrgð hans sífellt í þessu starfi. Það var því mjög eðlilegt að hann yrði ráðinn við Þjóðleik- húsið, þegar það tók til starfa 1950. Ekki var það heldur nein tilviljun, að hann var ráðinn leiksviðsstjóri, þegar fyrsti leik sviðsstjóri leikhússins féll frá. Guðni átt í ríkum mæli þá eig inleika, sem nauðsynlegir eru verulega góðum leikhúsmanni, og þá ekki sízt það sem úrslit- um ræður: ást á leiklistinni. Ráðninig þessa ágæta starfs- manns hefur reynzt Þjóðleikihfús- inu gæfuspor. Þótt ættarbönd tengdu Guðna snemma leikhúsi, þá stóð þó hug ur hans í aðra átt í upphafi. Að loknu stúdentsprófi 1940 innritaðist hann í lagadeild Há- skólans og lauk tilskildu prófi í heimspeki næsta vor. En þegar hann þannig var reiðubúinn að hefja námsferil sinn í Háskólanum gripu örlög- in í taumana. Faðir Guðna, Bjarni trésmiðameistari, var feiknalegur atorkumaður. Hann var í senn rammur að afli, dug- legur og stjórnsamur. Einhvern veginn varð hann sérfræðingur í því að flytja þunga og vand- meðfarna muni, eins og til dæm- is stór hljóðfæri, peningaskápa o.þ.ih. Þá gerðist það slys dag- nokkurn við flutning að þungur peningaskápur féll á Bjarna með þeim afleiðingum að hann fékk innvortis blæðingar, sem bundu enda á líf hans. Margrét, ekkja Bjarna stóð þá ein uppi með fjögur börn og var Guðni þeirra elztur. Hiklaust hætti Guðni þá námi til þess að hjálpa móður sinni og siysbkin'um og tók upp störf föð- ur síns, bæði hjá L.R. og þungaflutningana. Með þessum hætti bundu ör- lögin enda á námsferil Guðna. Þvi miður varð hann að halda áfram við þungaflutningana eft- ir að hann réðst til Þjóðleik- hússins, þvi kjör voru þá kröpp og hann hafði stofnað eigið heim ili. Hætt er við að hin mikla lík amsáreynsla, sem þessu au’ka- starfi fylgdi hafi ekki haft holl áhrif á heilsu hans, því hann var í rauninni maður fíngerður, bæði andlega og líkamlega. Fyrir fimm árum veiktist Guðni af blóðtappa Og hætti þá hinum erfiðu flutningastörfum. Þá er og hætt við að hið ábyrgð armikla starf hans sem leiksviðs stjóra hafi oft reynt á taugarn- ar og skapað streitu. Andstreymi lífsins bar Guðnl með karlmennsku viturs manns. Hann var maður heilsteyptur, góðgjarn, hjálpsamur og hvers manns hugljúfi. Hann leysti störf sín af höndum með þeim hætti, að hann hlýtur að vera hverjum eftirmanni sinum hvetj andi fordæmi og fyrirmynd. Hans er sárt saknað í Þjóð- leikhúsinu. Við færum ekkju hans, Þór- dísi Magnúsdóttur og dóttúr þeirra Vilborgu Guðbjörgu hug heilar samúðarkveðjur. Dóttuir- syni hans og nafna Guðna Þór, sem var ljósgeisli Guðna síðustu árin, færum við þær óskir að hann megi likjast afa sínum. Móður Guðna, Margréti Hjör- leifsdóttur, systkinum og öðrum ætitingjum færum við og samúð arkveðjur við þetta snögga frá- fall hans. Guðni mun jafnan koma mér í hug, þegar ég heyri góðs drengs getið. Ævar R. Kvaran.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.