Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 12.04.1972, Blaðsíða 16
16 MOT8GUN1SLAÐEÐ, MtÐV'íKUDAGU'R 12. APRtL 1972 Oitgefandi hf Án/aícut', Reyfcjavfk Frarrvkvæmdastjóri Haratdur Sveinsson. RiitBitjÓrar Mattihlas Johannessen, Ey/óMur Konráð Jónsson. A5stoóarritstjóri Styrmir Gunrrarsson. Ritstjór.rrarfolltirúi Þforbifönn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn JóhanrrS'Son Auglýsingastjóri Árni Giarðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, sími 1Ö-100. Augilýsinga.r Aðal'Straeti 6, sfmí 22-4-80 Áskriftargjald 225,00 kr á 'mánuði innanlands I íausasötu 15,00 Ikr eintakið 1/fermingarmálastofnun Sam- einuðu þjóðanna, UN- ESCO, hefur helgað bókinni þetta ár. Nú, þegar ár bók- arinnar er vel á veg komið, er ástæða til að minna á þá menningarlegu undirstöðu, sem bækur hafa verið. Óvíða hefur bókin gegnt meira hlut- verki en hér á landi. Hún hefur fylgt íslendingum frá alda öðli og mótað hug þeirra og hugsjónir meira en flestra annarra þjóða. íslendingar hafa sízt af öllu sagt skilið við bókina. Bóksala er mikil hér á landi og bókamarkaðir sýna að íslendingar vilja ekki aðeins láta gefa sér bæk- ur, þeir vilja einnig velja sín- ar bækur sjálfir og lesa þær. Bókaáhugi hefur aldrei verið yfirborðsleg sýndarmennska hér á landi. En þróunin hefur, því miður, verið á þann veg, að flestar bækur koma út í tveimur seinustu mánuðum ársins. Ástæða er til að dreifa útgáfu bóka á allt árið og hafa sum forlög gert það með góðum árangri. Góðar bækur og athyglisverðar kaupa ís- lendingar ekki einungis til gjafa, þeir vilja lesa þær sjálfir. Ef til vill er bezta dæmið Af þessum ástæðum mætti vel hugsa sér, að íslendingar eignuðust sjálfir sérstakan dag, sem helgaður væri bók- inni. Vafalaust má benda á fleiri daga en einn, sem til greina gætu komið: síðasta vetrardag, fæðingardag Jón- asar Hallgrímssonar, sumar- daginn fyrsta eða þann dag, sem Flateyjarbók og kon- ungsbók Sæmundar-Eddu voru afhentar íslendingum. Bókamenn, bóksalar, útgef- endur og síðast en ekki sízt bókaverðir, ættu að taka þetta mál til gaumgæfilegrar athugunar. Slíkan dag væri hægt að minna á bækur, fjalla um þær sérstaklega, örva áhuga á menningarlegu hlutverki þeirra. Þáð var gömul venja fyrr á tímum, að fólk gaf gjafir á sumardaginn fyrsta. Hvernig væri að taka sjálfstæðisbaráttu þeirra en bókin, þau fornu rit, sem báru vitni menningu vorri og efldu þá skilyrðislausu kröfu, að vér íslendingar værum sjálfstæð þjóð með sjálfstæða, sérkennilega menningu og ekki sízt: eina þjóðin, sem enn talar hið forna tungumál forfeðra vorra í Vestur-Evrópu. ís- lenzkar bækur minna áþreif- anlega á þá staðreynd. En bókin hefur ekki síður mikilvægu hlutverki að gegna meðal vanþróaðra landa og þeirra, sem sífelldlega berjast fyrir sjálfstæði sínu á vorum dögum en hinna, sem kom- izt hafa til nokkurs þroska. Þannig hafa Sameinuðu þjóð- irnar lagt grundvöll að sér- stökum bókmenntaráðum í löndum eins og Kenýu, Eþíó- píu, Nígeríu og Ghana. Bóka- DAGUR BÓKARINNAR um bókaáhuga íslendinga sú staðreynd, að ákveðið hefur verið að minnast 1100 ára afmælis íslandsbyggðar 1974 með því að reisa bókinni veg- legt minnismerki. Vonandi eiga deilur um Þjóðarbók- hlöðu ekki eftir að hindra eða koma í veg fyrir að þessi nauðsynlega stofnun rísi í höfuðborginni í tilefni afmæl- isins. Þjóðarbókhlaðan á að vera vitnisburður um bók- menningu vor íslendinga og tengslin milli fortíðar og nú- tíðar. upp þann sið aftur, gera sum- ardaginn fyrsta að degi bók- arinnar og örva fólk til að gefa hvert öðru eigulega bók til minningar um vinsemd og vináttu? Það gæti farið vel á því að dagurinn yrði helg- aður börnunum og bókinni. I tilefni af ári bókarinnar birtir Morgunblaðið greinar um bækur og bókasöfn, og hefur hin fyrsta þeirra verið prentuð hér í blaðinu, Jafn- framt er ástæða til að minna á þá staðreynd, að ekkert var íslendingum haldbetri stoð í útgáfa hefur verið aukin og örvuð í fleiri Afríkulöndum og á áreiðanlega eftir að efla sjálfstæðisviðleitni Afríku- þjóða og vonandi að þroska með þeim lýðræðisvitund. Mikil áherzla er lögð á bóka- útgáfu og bóklestur í Indó- nesíu, Thailandi og Japan og nú eru Japanir að leggja drög að því, að gefnar verði út barnabækur á 18 Asíutung- um. 1970 voru gefnir út um hálf milljón bókatitlar í öll- um heiminum, þar af um 20% í Suður-Ameríkulöndum, Asíu og Afríku. Það er lítili hundraðshluti og augljóst að þessar þjóðir þurfa að herða róðurinn verulega, því að þær eru 80% af íbúum jarðarinnar. Enginn vafi er á því, að þær þjóðir, sem lönd þessi byggja, eru farnar að gera sér grein fyrir mikil- vægu hlutverki bókarinnar. Gömul menningarlönd eins og Frakkland gera allt, sem þau geta, til að útbreiða bæk- ur. Þannig leggur ríkið fram milljónir króna árlega í því skyni að gefa út verk klass- ískra, franskra höfunda og fá þau ókeypis í hendur áhuga- sömum lesendum. Því miður er langt frá því, að vel sé búið að rithöfund- unum hér á landi. Ríkið greiðir ekki fyrir afnot bóka það sem vera ætti. Aðeins einn eða tveir íslenzkir rit- höfundar geta lifað af rit- störfum sínum. Að þessu leyti eigum vér langt í land. Vafa- laust mundi dagur bókarinn- ar örva áhuga vor íslendinga á rituðu máli og auðvelda rit- höfundum að sinna starfi sínu. Slíkur dagur ætti því fullan rétt á sér, ekki sízt vegna þess, að hann minnti á tengsl gamallar og nýrrar menning- ar og það hlutverk, sem bók- in hefur ávallt haft hér á landi. Vafalaust mundu marg- ir íslendingar nú á dögum, ungir sem gamlir, vera reiðu- búnir að taka undir hið forn- kveðna — að betra sé ber- fættum en bókarlausum að vera. Maðurinn sem jafn- vel færi til íslands London. — Hann er friðarins mað- ur, sáttasemjari, hann getur afvopn- að andstæðinga sína án þess að svipta þá ærunni. Hann er dyggur fjokksmaður, sem getur fengið bar- áttumálum íhaldsflokksins framgengt á þingi án þess að glata vináttu and stæðinga stjórnarinnar. William Stephen Ian Whitelaw hef ur sýnt þessa eiginleika síðan hann varð foringi Ihaldsflokksins í Neðri málstofunni fyrir rúmlega einu og hálfu ári, að sögn þeirra mörgu þing manna sem hafa átt saman við hann að sælda. Nú hefur Heath forsætisráðherra valið þennan mann til þess að gegna þvi erfiða hlutverki í stjórninni að fara með málefni Norður-írlands — þessarar gróðrarstíu reiði, beiskju og blóðugra illdeilna, og mun þá reyna á alla þá hæfileika, sem hann er gæddur til þess að bera klæði á vopnin. Honum hefur verið fengið það verkefni að bera sáttarorð á milli meirihluta mótmælendabrúar- manna og minnihluta kaþólskra manna á Norður-írlandi, að koma á lögum og reglu í illa leiknum þæjum og borgum landsins og að sætta sjón armið, sem margir Bretar telja ósætt anleg. Honum hefur verið fenigsð ver'kefm, sem er hvort tveggja í senn, nýjast af nálinni í brezkum stjórnmálum og erfiðast allra þeirra vandamála sem við er að glíma, og á vissan hátt eru það undarleg hlutskipti, að sá mað- ur, sem margir í flokknum telja trygg asta ráðherra Heaths, skuli fá að launum þetta erfiða verkefni. Einhverju sinni þegar Whitelaw talaði í hreinskilni kom í Ijós að tryggð hans við forsætisráðherrann eru lítil takmörk sett. ,,Ef hann segði mér á morgun, að ég ætti að verða sendiherra á íslandi," sagði White- law, „þá færi ég beint til íslands. Ég treysti dómgreind hans fullkomlega. Ég treysti honum betur en ég hef treyst nokÁrum öðrum manni.“ Samstarfsmenn þeirra beggja segja, að þetta traust sé gagnkvæmt að öllu leyti, og það skýrir hvers vegna Heath valdi Whitelaw í starf- ið. Hann er einn af þremur eða fjór- um nánustu ráðunautum forsætisráð- herrans. Að sögn eins samstarfs- manna hans „er hann einn þekra manna, sem forsætisráðherrann vill leita til í hverju máli, og hann mundi taka mikið mark á ráðum hans, jafn- vei þótt hann tæki þann kost að fylgja þeim ekki.“ Whitelaw er maður hár vexbi og gildvaxinn, hárið er grátt og augun raunaleg, en hann hlær oft hressi- lega, og hvar sem ha.nn kemur dreg.st athyglin að honum, án þess að hann reyni nokkuð fil þesis. Virðuleiiki er honum meðfæddur. Hann var fæddur 28. júni 1918 og varð munaðarlaus ári síðar þegar fað ir hans dó úr spönsku veikinni. Hann ólst upp hjá afa sínum, skozkum land eiganda, þingmannl og foringja Sam- bandsflokksins í Skotlandi. Honum var í æsku mörkuð sú braut, sem er hlutskipti ungra yfirstéttanmanna. Hann var sendur til Winchesters, eins merkasta heimavistars'kóla Bret lands, og síðan til Trinity Oollege í Cambridge. Þar gat hann sér betri orðstír fyrir fæmi i iþróttuim en í skólaiœrdómi. Hann var valinn i gollif sveit skólans strax og hann hóf nám í skólanum og síðar valinn fyrirliði. Aftur á móti útskrifaðist hann með annarri einkunn í sagnfræði og Williani Whitelaw þriðju einkunn í lögfræði þegar hann lauk námi 1939. 1 síðari heimsstyrjöldinni var hann skriðdrekaliðsforingi í skozku varð- sveitunum og var sæimdur herkross- inum í Normandí og fékk tvívegis lof samleg ummæli í herskýrslum fýrir frækilega framgöngu. 1 einni orrustunni, sem hann tók þátt í, voru 11 af 14 skriðdrekum, sem voru undir hans stjórn, sprengd ir i loft upp, og það féll i hans hlut að tilkynna aðstandendum fall und irmanna sinna. Hann sagði vinum sín um, að þessi lífsreynsla hefði orðið til þess að hann ákvað að láta eitt- hvað gott af sér leiða í lífinu. Hann hélt áfram herþjónustu eftir stríðið og ætlaði I fyrstu að gera her mennskuna að ævistarfi sínu. En 1947 hætti hann hermennsku og hóf búskap í Penrith í Cumberland á Norður- Englandi. Hann hefur verið þingmaður Penrith siðan 1955. Whitelaw gekk að eiga Cecilia E>oriel 1943. Þau eiga fjórar dætur. Hann leikur ennþá golf, stundar veið ar og syngur lög eftir Gilbert og Sullivan. En vinir hans segja, að hann hafi mesta ánægju af þvi aS vera atvinnustjórnmálamaður.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.