Morgunblaðið - 14.04.1972, Blaðsíða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRfL 1972
® 22*0*22*
RAUOARÁRSTÍG 31
BÍLALflGA
CAR RENTAL
TT 21190 21188
LEIGUFLÚG
FLUGKENNSLA
FLUG§TÖÐIN HF
Simar 11422. 26422.
SENDUM
ai
CAR-RINTAL-
lö35329
Ódýrari
en aárir!
Shodb
LEIGAfí
iUÐBREKKU 44-
SlMI 42600.
46.
BÍLALEIGAN
AKlillA VT
r 8-23-47
sendutn
enwood chef
STAKSTEINAR
Ágreiningur hjá
hannibalistum
AlþýðublaðiS birti í fyrra-
dag athyglisverða grein um
afstöðu Samtaka frjálsiyndra
og vinstri manna tii flugbraut
ariengingar á Keflavíkurfiug
veili og tilboðs Bandaríkja-
manna um að kosta fram-
kvæmdir við hana. í upphafi
vekur Alþýðublaðið athygli á
því, að vikublaðið „Nýtt Iand“
hafi birt sérstaka greinargerð
frá Magnúsi Torfa Ólafssyni,
menntamálaráðherra, vegna
afstöðu hans til málsins og
spyr hvers vegna vikublað-
ið geri afstöðu annars
ráðherrans að sliku stór-
máli. Síðan segir Alþýðu-
blaðið: „Allir sem þekkja
til Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna vita, að félagið
í Reykjavík er meira en lítið
sér á parti í þeim samtökum.
Því er stjórnað af hópi fólks,
sem er ekki meira en svo gef
ið um þá Hannibal og Björn
og eru þau Bjarni Guðnason
og Inga Birna Jónsdóttir þar
fremst i flokki. Þessi hópur
og þar með Reykjavíkurfélag
ið lítnr öðrum augum á mörg
mál en varnarmálið og raun-
ar flest annað viðkomandi
Keflavíkurflugvelli og sam-
skiptunum við Bandaríkin. —
Þegar tilboð Bandaríkjastjórn
ar um fjármögnun fram-
kvæmdanna á Keflavíkurflug
velli hafði borizt urðu um
það mjög skiptar skoðanir inn
an Samtaka frjálslyndra og
vinstri manna. Flokksforystan
og meiri hluti þingflokksins
voru því meðfylgjandi, að til
boðinu yrði tekið. Hópurinn,
sem stjórnar Reykjavíkurfé-
laginu var hins vegar á móti.
Vildi hann, að tilboðinu yrði
hafnað. Fljótlega eftir, að til-
boðið hafði borizt og áður en
ríkisstjórnin hafði afgreitt
það, var boðað til fundar í
Félagi frjálslyndra í Reykja-
vík. Menntamálaráðherra,
Magnús Torfi Ólafsson, sat
þann fund, en Hannibal ekki,
enda mun hann hafa lítinn
áhuga á því að sitja fundi með
félögtim sínum í Reykjavik
og mun það áhugaleysi um
fundaþátttöku Hannibals í
þeirri sveit vera gagmkvæmt.
Á umræddum fundi gerðist
svo það, að féiagið samþykkti
tillögu um, að tilboði Banda-
ríkjastjórnar skyldi hafnað.
Ætluðust forsprakkar Reykja
vikurfélagsins til þess, að
Magnús Torfi Ólafsson hegð-
aði sér i ríkisstjórninni sam-
kvæmt þessari samþykkt,
enda vaeri hann þingmaður
frjálslyndra í Reykjavík og
bæri að fara eftir tilmælum
félaga sinna þar.“
Þagði í upphafi
Síðan segir Alþýðublaðið:
„Þegar málið kom til kasta
ríkisstjórnarinnar til endan-
legrar afgreiðslu, greiddu
tveir ráðherranna, Magnús
Kjartansson og Lúðvik Jóseps
son strax atkvæði á móti, fjór
ir ráðherranna Ólafur Jóhann
esson, Einar Ágústsson, Hall-
dór E. Sigurðsson og Hanni-
bal Valdimarsson tjáðu sig
hins vegar strax tilboðinu
fylgjandi. Magnús Torfi mun
hins vegar ekki hafa látið uppi
álit sitt á málinu í byrjun. ÓI
afur Jóhannesson mun þá
hafa spurt Hannibal, hvort
hans jáyrði bæri að taka sem
samþykki þeirra beggja —
Hannibals og Magnúsar Torfa.
Svaraði Hannibal því til, að
Ólafur mætti vel lita svo á,
kæmi ekki annað fram hjá
Magnúsi Torfa. Þá mun Magn
ús Torfi sjálfur hafa tekið af
skarið og lýst því yfir, að
hann væri því fylgjandi að til
boðinu væri tekið. Niðurstaða
atkvæðagreiðslunnar varð
sem sé sú, að fimm ráðherr- '
anna, þar á meðal Magnús
Torfi, greiddu atkvæði með
tilboði Bandaríkjastjórnar en
tveir ráðherrar Alþýðubanda-
lagsins á móti.“
írafár í Reykja-
víkurdeild
Að lokum segir í Alþýðu-
blaðinu: „Þegar afstaða Magn
úsar Torfa fréttist til Reykja-
víkurdeildar Samtaka frjáls-
lyndra og vinstri manna varð
þar mikið irafár uppi. Var tal
að um, að Magnús Torfi hefði
ekki haft leyfi til þess að haga
atkvæði sinu í ríkisstjórninni
á þennan hátt og sniðganga
þar ’ með samþykkt félagð-
fundar, sem hann hafði sjálf-
ur setið.
Stjórnendur blaðsins „Nýtt
land“ eru yfirleitt sammála
hinni ráðandi klíku í Reykja-
vikurdeild frjálslyndra, en
hafa þó uppi sérsjónarmið i
ýmsum málum, — þ. á m. í
varnarmálunum. Þar eru skoð
anir þeirra, sem blaðinu ráða,
miklu likari skoðunum þeirra
Björns og Hannibals, eins og
Ijóslega hefur komið fram i
skrifum blaðsins.
„Blaðklikan" svonefnda tók
því afstöðu Magnúsar Torfa
með miklum fögnuði. Til þess
að sýna fram á, að afstaða
Magnúsar Torfa nyti stuðn-
ings blaðsins, þótt hún væri
harðlega gagnrýnd af Reykja-
víkurdeildinni, bað ritstjórn
Nýs lands Magnús að semja
greinargerð um afstöðu hans
í málinu og gerði þá greinar-
gerð að uppsláttarefni á for-
síðu. Þetta er skýringin á því,
hvers vegna er gert svona mik
ið veður út af afstöðu annars
ráðherra frjálslyndra í vallar
málinu í síðasta tölublaði af
Nýju landi, en ekki minnzt
aukateknu orði á afstöðu hins,
líkt og hann væri ekki til. —
Blaðið er að reyna að rétta
hlut Magnúsar Torfa i sam-
bandi við þær ásakanir, sem
hafðar eru uppi gegn honum
í Reykjavíkiirdeild samtak-
anna fyrir að hafa „svikið“ í
vallarmálinu. Hannibal lætur
blaðið liggja á milli hluta."
STEFÁN HALLDÓRSSON:
í snnDKflssfinum
Trúbrot og Mandala
MORGUNBLAÐINU hefur
borizt fréttabréf frá Trúbroti
og þar sem það er skemmti-
lega skrifað og troðfullt af
fréttum, verðnr það birt hér
í heild sinni, ásamt einni af
myndum þeim, sem fylgdu
með:
„Hin viðurkennda og braut-
ryðjandi hljómsveit, Trúbrot,
hefur nú stofnað fyrirtækið
„Trúbrot". Skal það annast
hljómplötuútgáfu, hljóm-
leikahald og annað það sem
til feilur i rekstri hljómsveit-
arinnar. Hafa verið ráðnir
fjórir framkvæmdastjórar,
Gunnar Þórðarson, Magnús
Kjartansson, Rúnar Júlíusson
og Gunnar Jökull Hákonar-
son. Starfa þeir allir án launa.
Tilefni stofnunar fyrirtæk-
isins var, að enginn hijóm-
plötuútgefandi, hérlendur,
treysti sér til að fjármagna
útgáfu næstu hljómplötu Trú-
brots, „Mandala“, og mun því
„Trúbrot" gefa „Mandala" út
á eigin kostnað, og er slíkt
einsdæmi.
Tónlistin á „Mandala" er
öll frumsamin, og orðin til á
árinu 1972. Trúbrot fór til
Kaupmannahafnar 7. april og
hljóðritar „Mandala" i hinu
fullkomna Rosenbergstúdíói
á 16 rása band. Auka hljóð-
færaleikarar verða allmargir,
þeirra á meðal Karsten Vog-
el, saxófónblásari i hinni
dönsku hljómsveit „Burning
red ivanhoe", sem hefur feng-
ið góðan hljómgrunn í Bret-
landi.
Hljóðritun tekur rúma viku,
en þá heldur Trúbrot til
Lundúna. Þar verður gerður
„Master“ eða fru’mskífa hjá
hinu víðfræga fyrirtæki Bitla,
Apple. Enn er förinni heitið
til Kaupmannahafnar og skal
nú „pressa" plötuna, þ. e.
þrýsta innihaldi „Mandala“ á
þar til gerðar, kringlóttar
plastskífur.
Umslag plötunnar er gert
hér, hannað af ýmsum lista-
mönnum og þykir nýstárlegt
að sjá, enda er Trúbrot ekki
þekkt fyrir að fara troðnar
slóðir. Skjaldarmerki fyrir-
tækisins er gjört af Þorsteini
Eggertssyni og er því ætlað-
ur staður á miðri hljómplöt-
unni, en einnig mætti líma
það víðar, t.d. á skólatöskur.
Trúbrot og Gústi koma svo
heim um 20. april, verður
þá tekið til við aimennar æf-
ingar áður en vinna hefst að
nýju í öldurhúsum landsins,
sjónvarpssal og víðar.
Trúbrot þakkar þeim, sem
stuðlað hafa að fjármögnun
útgáfunnar.
Með beztu kveðjum,
„Trúbrot“.“
Kúnar, Gunnar Þ., Gunnar Jökull og Magnús.
mcð DC-0
LOFTLEIBIR
PARPOÍITUn
bcin líno í faf/kráftlcikf
asroo
^Kdupmanndhöfn ^Osló ^ Stokkhólmur
sunnudaga/ sunnudagð/ manudaga/
mánudaga/ þriðjudaga/ briðjudaga/ föstudaga.
fimmtudaga og föstudaga. fimmtudaga
^ Glasgow
laugardaga
^ London
laugardaga