Morgunblaðið - 14.04.1972, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUD'AGUR 14. APRtL 1972
17
Klofningur um EBE:
Mesta áfall Verka-
mannaflokksins í 20 ár
Oxford, 13. apríl — Frá
blaðamanni Mbl., Þórdísi
Árnadóttur.
F.DWARD Heath, forsætisráð-
herra Breta má vel við una
þe.ssa dagana, því að ýmsir
spá því nú, að klofningurinn
innan Verkamannaflokksins
hafi tryggt flokknum áfram-
haldandi stjórnarsetu a.m.k.
næsta kjörtímabilið og rólega
inngöngu í Efnahagsbandalag
ið. Er það almennt talið að
Heatli boði til kosninga á
komandi hausti eða vetri, áð-
ur en Verkamannaflokkur-
inn hefur fengið tíma til að
ná sér eftir áfall síðustu daga
— áfali, sem að dómi The Tim
es er þaö mesta, sem flokkur-
inn hefur orðið fyrir í 20 ár.
Verkamannaflokkurinn hef
ur sem kunnugt er verið klof
inn í afstöðu sinni til inn-
göngu í Efnahagsbandalagið.
Harold Wiison
Roy Jenkins, varaleiðtogi
flokksins og talsmaður þing-
flokksins i fjármálum, heíur
frá upphafi verið mjög
hlynntur inngöngu Bretlands
í EBE. Á þingi flokksins í
haust var hann endurkjörinn
varaleiðtogi og sigraði naum-
lega Michael Foot, sem hefur
verið í forystu viustri arms
flokksins, sem berst gegn inn
göngu í EBE. Lýsti Jenkins
þvi yfir á flokksþinginu, að
hann myndi segja af sér sem
varaleiðtogi, ef hann yiði
neyddur til að greiða atkvæði
með flokknum í EBE-málinu
gegn eigin sannfæringu. Við
flestar umræður um EBE í
vetur, greiddi Jenkins at-
kvæði með meirihluta flokks-
ins, þ.e. gegn inngöngu i EBE
með þeim skilmálum, sem
íhaldsstjórnin hefur samið
um og var þá von Jenkins að
þetta væri einingu flokks
hans fyrir beztu.
Á flokksþingimu í haust,
lýsti Verkamannaflokkurinn
þvi yfir, að hann myndi ekki
aðhyliast þjóðaratkvæða-
greiðslu um Efnahagsbanda-
lagið, en myndi reyna að fá
efnt til kosninga. Þegar sú til-
rau*n mistókst, samþykkti
flokksforystan að efna til at-
kvæðagreiðslu innan þing-
flokksins, um hvort styðja
skyldi tillögu arms evrópskra
íhaldsmanna um að efna til
þjóðaratkvæðaigreiðslu. Þessi
samþykkt flokksforystumnar
var gerð 29. marz, hálfum
mánuði eftir að þessir sömu
menn höfðu samþykkt að
vera - á móti þjóðaratkvæða-
greiðslu. Þá var Jenkins nóg
boðið og eftir að hafa íhugað
málið um páskana, tilkynnti
hann Wilson, leiðtoga flokks-
ins, siðastliðinn mánudag, að
hann segði af sér störfum
sem varaleiðtogi flokksins og
aðaltailsmað'ur um fjármál í
skuggaráðunieytinu. Sama
dag sögðu tveir aðrir „skugga
ráðherra,r“ af sér, þeir George
Thomson, sem fór með mál-
efni Evrópu í stjórnartíð
Verkamannaflokksins og Har
old Lever, sem fór með Evr-
ópumál í skuggaráðuneytinu.
Þriðji „skuggaráðherrann“,
Shirley Williams, hótaði að
segja af sér ef flokkurinn end
urskoðaði ekki Efnahags-
bandalaigsstefnu sína. Á
þriðjudag bættust þrír í hóp-
inn, — m.a. Chalfont lávarð-
ur — og einn í gær.
VILJA ÞJÓÐARATKVÆDI
Við a'tkvæðagreiðslu í gær
samþykkti þingflokkurinn
með 129 atkv. gegn 96 að
styðja tillögu ihaldsmiinnihlut
ans um þjóðaratkvæða-
greiðslu. Var atkvæðamunur-
inn allmiklu minni en búizt
hafði verið við og þykir það
sýna að Jenkins njóti enn mik
ils stuðnings, þrátt fyrir að-
gerðir sínar. Eru nú litlar lík-
ur á að þingið samþykki
þjóðaratkvæðagreið'sliu ef það
greiðir atkvæði um málið í
næstu viku.
Jenkins segir, að ákvörðun
Verkamannaflokksins um
þjóðaratkvæðagreiðsl'una haifi
verið tekin af vanhugs'uðiu
máli, því að þj óðaratkvæða-
greiðsla myndi efcki gera ann
að en skaða Verkaman'na-
flokkinn og undirbúningur
hennar ylli klofningi. Einnig
hljóti síbreytileg stefna í máli
eins og þjóðaratkvæðagreiðsl
unni óhjákvæmilega að skaða
álit flokksins til lengdar.
Þótt afstaðan til þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar hafi orðið
til að Jenkins og nokkrir fylg
ismanna hans hafa sagt af
sér ábyrgðarstöðum í þing-
flokknum, þá liggur óánægja
þeirra einfcum í hinni reik-
ulu og breytilegu afstöðu
flokksins til Efnahagsbanda-
lagsins. Framan af og á
flokksþingimu í haust, var hin
opinbera andstaða meirihlut-
ans gegn inngöngu í EBE ein-
g'öngu bundin þeim kjörum,
sem ihaldsstjórnin hafði sam-
ið um, en ekki EBE sem.slíku.
í umræð'unum í vetur hefur
þróunin hins vegar orðið sú,
að flokksmeirihlutimn er að
verða æ meira á móti Efna-
hagsbandalaginu sjálfu. í af-
sagnarbréfi sínu til Wilsons
sagði Lever m.a., að með
ákvörðuninni um að styðja
þjóðaratkvæðagreiðsl'U væri
hætta á að Verkamannaflokk
urinn væri að skuldbinda sig
til að taka Bretland úr Efna-
hagsbandalagimu þegar flokk
urinn kemst til valda.
ÍHALDSSTJÓRN ÚT
ÁRATUGINN?
Brezku blöðin eru sammála
um, að þessi klofningur hafi
skaðað flokkinn mikið, og
hve mikið sé erfitt að segja.
Þar velti allt á því, hvernig
Wilson takist að stjórna nýja
skuggaráðuneytinu, þar sem
andstæðingar EBE úr vinstra
armi flokksins eru nú í meiri
hluta-. Dennis Healey hefur
þar tekið við störfum Jenk-
ins, sem að'altalsmaður um
fjármál og James Callaghan
hefur tekið við af Healey sem
aðaltalsmaður um utanríkis-
og samveldismál, Hin nýi
varnarmálatalsmaður er Roy
Happerlley, einlægur stuðn-
ingsmaður Jenkins og hefur
það vakið mikla furðu, að
hann skyldi taka tilboði Wil-
sons um þessa stöðu.
The Times segir, að þetta
sé vensta áfall, sem Verka-
mannaflokkurinn hafi orðið
fyrir í 20 ár, því að margir aif
beztu mönnum flokksins séu
í hópi þeirra, sem hlynntir
eru EBE. Með því að hrekja
þá úr ilokksforystunni sé ver
ið að tryggja íhaldsstjórn út
þennan áratug. Telur blaðið
óliklegt að Wilson sé rétti
maðurinn til þess að sameina
flokkinn aftur — en einhver
verði að gera það, þvi að Bret
land þurfi og Bretar vilji
verkamannastj órrt.
The Guardian tekur ekki
eins djúpt í árinni, en segir
þó, að án Jenkins og fylgis-
manna hans virðist flokkurinn
veikari en nokkru siinni fyrr.
Jenkins sjálfur hafi með að-
stoð stuðningsmanna sinna
reynt í lengstu lög að vernda
einingu flokksins, en gefizt
upp að lokum og sé nú í þeirri
„pólitísku einangrun", sem
hann hafi verið að reyna að
forðast. Segir blaðið að flokk
urinn muni hvorki ná vöidum
né virðingu á ný, fyrr en
hann hafi náð einingu um Evr
ópu og ínyndað heilsteypta
iðnaðar- og efnahagsstefnu.
Sem stendur sé það langt í
land og þótt Jenkins kunni
nú að verða sakaður um að
hafa klofið flokkinn þá muni
Framhald á bls. 20.
Roy Jenkins
vík og Reykvíkingum á kné
arinnar — Segir Geir Hallgrímsson um nýju tekjustofnalögin
atts ura 45 millj. kr., s©m ekki
er gert ráð fyrir í fjárhags-
áætlun borgarinnar. Gera
verður ráð fyrir því, að aðrar
hækkanir i rekstri borgar-
innar nemi a.m.k. sömu úpp-
hæð, svo að hér er um tæp-
lega 100 millj. kr. útgjalda-
auka að ræða, sem ekki er
gert ráð fyrir í fjárhagsáætl-
un borgarinnar og reikna verð
ur með að verði að berast
uppi með allsherjar sparnaði
og niðurskurði framkvæmda.
1 eignabreytingum hefur
verið nauðsynlegt að hækka
útgjöld borgarinnar, áður en
frá fjárhagsáætlun er gengið,
um nær 74 millj. kr„ og veg-
ur þar þyngst framlag til
strætisvagnanna, 20 milij. kr„
þar sem nauðsynleg fargjalda-
hækkun hefur ekki fengizt, og
er þá framlag borgarsjóðs til
SVR orðið 76 millj. kr„ við-
bótarfé til Framkvaamdasjóðs
vegna frekari skuldbindingá í
togarakaupum, og hækkun á
byggingarvísitölu 24 millj. kr.
Þessi síðasttalda hækkun er
nauðsynleg, þar sem allar upp
hæðir í verksamningum breyt-
aisit siaimkvæmt bygginigarvisi-
tölu og er raunar aðeins gert
ráð fyrir byggingarvisitölu
einis og hún er í dag, en ekki
fnakari hækfcunuim. Veldur
þessi staðreynd enn því að
seinka verður verklegum
framkvæmdum frá því sem
fyrirhugað var.
Alls verður það því um 200
millj. kr. í útgjaldahækkun-
um, sem horfast verður í auga
við, áður en gengið er frá
fjárhagsáætlun við aðra um-
ræðu.
23« MILL-IÖNIR SKORTIR
TIL AÐ ENDAR NÁI
SAMAN
Ég vil þá víkja að því,
hvaða áhrif hin nýju tekju-
stofnalög hafa á f járhagsáætl-
un borgarinnar. Það var gert
ráð fyrir því, að yfirtaka rik-
isins á löggæzlukostnaði,
framlag svei'tarfélaga til al-
mannatrygginga og helmings-
lækkun á framlagi sveitar-
sjóðs til sjúkratrygginga
mundi nema, að því er Reykja
vík snertir, um 380 mililj. kr.
Hér verður þó um minni
lækkun að ræða, þar sem enn
sem komið er sýnist verða bið
á því, að rikið ætli að yfirtaka
allan löggæzlukostnað, en læt-
ur sveitarfélögin enn halda
þátttöku i byggingu og rekstri
héraðsfangelsa. Sér rikisvald-
þó vonandi að sér í þeim efn-
um.
Því ætti Reykjavíkurborg
að hafa um 170 millj. kr.
meira úr að spila, ef tekjur
væru óbreyttar, en svo er
ekki. Munurinn á álögðum út-
svörum, skv. fyrra útsvars-
stiga, gerandi ráð fyrir 6%
afslætti annars vegar, og 10%
útsvarsistiga hins vegar, er
500 miilj. kr. lækkun, og að-
stöðugjöld eiga að nema 65%
af því sem var, en það er 132
millj. kr. lækkun tekna í
borgarsjóð.
Á móti koma tekjuhækkan-
ir fasteignaskatta um 200
milij. kr. og Jöfnunarsjóðs
um tæpar 26 millj. kr„ þannig
að tekju lækkunin nemur
nálægt 400 millj. kr., og þar
sem lækkun útgjalda var um
170 miillj. kr„ þá skortir 230
millj. kr. til að endar nái sam-
an.
Skv. nýju tegjustofnalögun-
um er gert ráð fyrir þvi, að
sveitarfélögin hafi tvenns
konar hækkunarheimildir.
Annað er hækkun fasteigna-
skatta um allt að 50%, og gef-
ur það Reykjavik 130 miilj.
kr„ og hækkun útsvara úr
10 í 11%, sem mundi gefa
Reykjavík 100 millj. kr. Bend-
ir allt til þess að við þurfum
á báðum þessum hækkunar-
heimildum að halda. En svo
visdámslega eru tekju®tofna-
lögin samin, að fyrst þarf að
nýta heimildina til hækkunar
fasteignaskatta, — áður en
sótt er til ráðherra um 10%
hækkun útsvara úr 10 í 11%.
Hvort seinni hækkunarheim-
ildar er leitað verður ekki
endanlega vitað fyrr en álagn-
ingu er lokið og í ljós kemur,
hvað 10% gefa. Ef báðar þess-
ar hækkunarheimildir eru
nýttar, þá verða í raun og
veru þær breytingar á tekju-
öflun borgarinnar, að útsvör,
sem voru 65% af heildartekj-
unum, verða rétt rúmlega
50%, og fasteignaskattar, sem
voru um 3,6% af heildartekj-
um, verða nær 20%.
Spyrja má að því, og það
er rétt að við gerum okkur
grein fyrir þvi, hver staða
borgarinnar hefði orðið að
óbreyttum lögum. Gera má
ráð fyrir því, að þær gjalda-
hækkanir, sem við hefðum
tekið inn i fjárhagsáætlun
skv. gamla tekjustofnagrund-
vellinum hefðu numið 150 eða
160 miilj. kr. útgjaldaauka.
En sá munur er á, að við hefð-
um gétað borið þann útgjalda-
aufca uppi með þvi, að tekju-
hækbun milli ára hefur réynzt
hærri skv. úrtaki Efnahags-
stofnunarinnar en ráð var
fyrir gert í desember, og
mundu því útsvarstekjur
hækka þegar af þeim ástæð-
um, auk hækkunar tekna úr
Jöfnunarsjóði. Þá mátti grípa
til lækkunar afsláttar, og er
sök sér, þótt leggja hefði
þurft á útsvör með nokkrú
minni afslætti en tíðkazt hef-
ur, enda átti borgin þá eftir
að nýta heimildir eins og álag
á útsvarsstiga, sem Reykjavik
urborg hefur aldrei þurft að
grípa til, en ýmis önnur sveit-
arfélög hafa gert, * svo og
meiri nýtingu aðstöðugjalda,
en Reykjavikurborg hefur að-
eins nýtt um 60% þess há-
marks, sem leyfilegt er í þeim
efnum. Ef þessar álagsheim-
ildir eru allar teknar með í
myndina, þá gat Reykjavíkur-
borg haft um 650 millj. kr.
álagsheimildir upp á að
hlaupa, þannig að það fer ekki
á milli mála, hvaða tekju-
stofnalög eru Reykjrvikur-
bórg hagkvæmari.
NÝJU TEKJUSTOFNA-
LÖGIN SETJA BORGINA
í SPENNITREYJU
Ljóst er, að hin nýju tekju-
stofnalög veita borginni ekk-
ert svigrúm, setja hana I
spennitreyju og þegar á þessu
ári er ljóst, að um samdrátit
Framlnaid á bls. 23.